Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Halldór Gunnars- son, fyrrverandi sókn- arprestur í Holti, skrifaði grein í Morg- unblaðið 6. febrúar sl. þar sem hann hvetur til þess að ný forysta verði kosin á lands- fundi Sjálfstæðis- flokksins sem settur verður 21. febrúar nk. Hann segir stöðu formannsins vera veika. Hann virðist gleyma því að Bjarni Benediktsson fór í gegnum þrennar formannskosningar á þremur árum, árin 2009-2011. Lík- lega hefur enginn formaður Sjálf- stæðisflokksins þurft að taka þátt í jafnmörgum kosningum um stól sinn á jafnskömmum tíma. Eins og kunnugt er vann formað- urinn allar þær kosningar, síðast gegn mjög atkvæðamiklum oddvita flokksins í borgarstjórn. Hvernig er hægt að halda því fram að staða þess sem sigrar þrisvar í röð, nú síð- ast öflugan mótframbjóðanda, sé veik? Um ummæli Halldórs um að 80% manna á einhverjum ótil- greindum fundi hafi verið andsnúin forystunni þarf ekki að fjölyrða, enda augljóslega ómarktæk. Skuldir heimilanna Halldór segir forystuna tala með loðnum hætti um skuldastöðu heim- ilanna. Staðreyndin er hinsvegar sú að það eru ekki til neinar töfra- lausnir þegar skuldir heimilanna eru annars vegar. Þeir stjórn- málamenn sem eru með digur- barkalegar yfirlýsingar, til dæmis um að afnema verðtrygginguna, fara fram með mjög óábyrgum hætti og búa til falskar vonir í huga almennings. Þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins lagði á síðasta þingi fram mjög ítarlegar efnahagstillögur þar sem m.a. voru 13 tillögur um hvern- ig ætti að bæta fjármál heimilanna. Þessar tillögur voru bornar út í hvert einasta hús á landinu. Kannski hefur pósturinn ekki skilað sér í Holt þann daginn. Raunhæft fylgi Halldór segir Sjálfstæðisflokkinn mælast með um 32%-35% fylgi. Það er rangt. Samkvæmt nýjasta Þjóð- arpúlsi Capacent, sem er marktæk- asti mælikvarðinn á fylgi stjórn- málaflokka, er fylgi flokksins nú 35,5%, og hefur raunar ekki farið undir 35% þar síðastliðið ár. Sóknarpresturinn fyrrverandi endar grein sína á því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn verði að ná 40-45% fylgi. Eins frábært og það væri er það hvergi nærri raunhæft. Ef frá er talið árið 1999, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 40,7% at- kvæða í þingkosningum, þarf að fara aftur til ársins 1974 til að finna kosningar þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn fer yfir 40%. Hagstofan hefur haldið utan um fylgi flokka í þing- kosningum frá árinu 1963. Frá þeim tíma er meðalfylgi flokksins 35,9% sem er ansi nálægt því sem flokkur- inn mælist með í dag. Sjálfstæðismenn mega ekki gleyma því að það eru ekki nema rúm fjögur ár síðan Sjálfstæðis- flokkurinn mældist allt niður í 21% fylgi. Flokkurinn var í molum eftir bankahrunið og hafði glatað tiltrú þjóðarinnar. Uppi voru raddir um það í flokknum að það þyrfti jafnvel heila kynslóð Íslendinga til þess að hann næði sér aftur á strik og sumir töldu að réttast væri að leggja flokkinn niður og stofna nýjan. Öflug stjórnarandstaða Á þessum tíma tók Bjarni Bene- diktsson við stjórnartaumunum á meðan aðrir treystu sér ekki til þess. Á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan hefur mikill árangur áunn- ist. Fylgi flokksins hefur aukist upp í sitt gamla meðalfylgi. Formaður flokksins hefur haldið uppi öflugri umræðu í öllum hinum stærstu mál- um, svo sem landsdómsmálinu, stjórnarskrármálinu, kvótamálinu, skattamálum, Icesave-málinu og eins og áður sagði í efnahagsmálum og málefnum heimilanna. Nú þegar rúmlega 70 dagar eru til kosninga þarf flokkurinn ekki á því að halda að trúnaðarmenn hans séu að níða skóinn af forystunni. Þjóðin þarf á því að halda að Sjálf- stæðisflokkurinn komi vel út úr næstu kosningum og leiði næstu ríkisstjórn. Til þess að svo megi verða þurf- um við sjálfstæðismenn að snúa bökum saman og styðja forystu okkar til góðra verka. Snúum bökum saman Eftir Davíð Þor- láksson og Magnús Júlíusson Davíð Þorláksson » Formaður flokksins hefur haldið uppi öflugri umræðu í öllum hinum stærstu málum. Davíð er formaður SUS og Magnús er framkvæmdastjóri SUS. Magnús Júlíusson Egill Einarsson rit- höfundur tók til máls um úthlutun lista- mannalauna frá ís- lenska ríkinu í Morg- unblaðinu síðasta föstudag (1. febrúar). Umfjöllunarefni rithöf- undarins er löngu tíma- bært innlegg í um- ræðuna um það fjársvelti sem óskabörn þjóðarinnar, listamennirnir okkar, glíma við og hafa gert til langs tíma. Um listamannalaun fer eftir lögum um slík laun en þar kemur m.a. fram að í þeim tilgangi að efla listsköpun í landinu veiti Alþingi árlega fé af fjárlögum til þess að launa lista- menn. Til að vanda valið hverju sinni starfa sjö stjórnir og nefndir sem gera tillögu að úthlutun til óska- barnanna. Egill bendir í grein sinni á að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir þýðingu listarinnar í þágu þjóð- arinnar. Gagnrýni á listamannalaun bendi til þess. Óhætt er að taka und- ir það. Þá nefnir hann nokkur dæmi um smánarlega lág fjárframlög skattgreiðenda til listamanna. Sumir hverjir njóta jafnvel aðeins fjár- framlaga hluta úr ári! Hvers á fólk að gjalda í slíkum tilvikum; varla er ætlast til þess að það fjármagni áhugamál sín sjálf að hluta, eða hvað? Af dæmum Egils má t.d. ráða að kollegi hans Hallgrímur Helga- son njóti ekki nema tæplega fjög- urra milljóna frá skattgreiðendum ár frá ári. Hvernig má það vera að svo afkastamikill rifhöfundur njóti svo lágs endurgjalds fyrir list sína? Ein- skorðast framlagið við útgefnar bækur? Ef svo er þá er ástandið grafalvarlegt. Framlag hans er miklu meira en bara það sem gefið er út í bókaformi. Þannig tekur hann sér varð- stöðu með listum og menningu með skrif- um sínum á opinberum vettvangi um sam- félagsmál. Ekki má gleyma málefnalegri hags- munagæslu Hallgríms stuttu eftir fjármálahrunið mikla. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Hallgrímur gætti hagsmuna almennings með því að trufla tilkynningu þáverandi for- sætisráðherra um alvarleg veikindi sín eða þegar hann stjórnaði um- ferðinni fyrir utan stjórnarráðið af ró en þeirri festu sem til þurfti. Ekki er vitað til að þessi kollegi Egils hafi þegið eða þiggi nokkur laun úr op- inberum sjóðum fyrir þessi framlög sín, sem þó varða almannahag miklu. Að hækka opinbera styrki myndi án efa auka svigrúm til áframhaldandi góðra verka. Þá er ástæða til að taka undir þau orð Egils að listamenn, sem tengdir eru tilteknum ráðherrum, eiga ekki að þurfa þola þá umræðu að tengslin hafi eitthvað með fjárframlögin að gera. Slík umræða er ekki aðeins ómálefnaleg og ósanngjörn, heldur beinlínis meiðandi, sem slík. Þau Bjarni Bjarnason, eiginmaður fjár- málaráðherra, og Jónína Leósdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hafa löngu sannað þýðingu framlags síns til listarinnar. Eftir hneykslið árið 2008 þegar þau voru sniðgengin (og engin bók kom þá út eftir Bjarna) hefur úthlutunarnefnd listamanna- launa séð að sér og úthlutað þeim launum árlega. En betur má ef duga skal. Hækka þarf greiðslurnar, enda eru þær einungis í kringum með- allaun í landinu. En nóg af neikvæðni. Ekki má gleyma því jákvæða í garð list- arinnar. Ráðamenn þjóðarinnar hafa vissulega lagt ýmis lóð á vogarskálar til þess að við fáum að njóta lista við bestu aðstæður. Því má ekki gleyma. Þannig stuðluðu þeir að því að tón- listarhúsið Harpa var reist fyrir rétt um 29 milljarða króna. Sú hamingja sem húsið hefur veitt þjóðinni verð- ur ekki metin til fjár. Hver þarf sjúkrahús þar sem tæki virka þegar hann hefur slíkt andans hús? Hefur þjóðin sýnt þakklæti sitt í verki, enda er hleypt inn í hollum á hvern listviðburðinn á fætur öðrum. En gerum betur. Við þurfum að standa dyggilega vörð um fjárhagslega hagsmuni okkar fremstu lista- mannna, á borð við þá sem hér hafa verið nefndir. Hver á annars að borga fyrir áhugamál þeirra ef ekki við sem þjóð? Orð í tíma töluð Eftir Eirík Elís Þor- láksson »Ráðamenn þjóðar- innar hafa vissulega lagt ýmis lóð á vogar- skálar til þess að við fáum að njóta lista við bestu aðstæður. Því má ekki gleyma. Eiríkur Elís Þorláksson Höfundur er lögfræðingur. Stjórnarliði heldur því fram á þingi að röð atvika og tilviljanir hafi ráð- ið niðurstöðu Icesave-málsins. Þessi fullyrðing segir um margt hvernig ESB-sinnaðir stjórnarliðar hugsa þessa dag- ana. Því spyr ég hæstvirtan þing- mann Valgerði Bjarnadóttir, sem stendur fyr- ir hinu af- spyrnuvandaða frumvarpi að nýrri stjórn- arskrá, hvort af- leiðingar af röðum atvika og tilvilj- ana hefðu orðið á annan hátt ef ný stjórnarskrá hefði gilt: 1. Þar sem ESB hafði til þess fullan vilja að láta Íslendinga taka á sig Icesave-skuldbindingirnar, jafnvel þótt fyrir því væru engin lagaleg rök, hefði ESB getað sett á okkur reglur til þess að borga reikninginn án þess að þjóðin hefði getað staðið á móti því? 2. Þar sem ráðamenn þjóðar- innar gáfu fyrirheit, skrifuðu minn- isblöð og undir samninga sem hefðu sent reikninginn á Icesave til íslenskra heimila, hefði það skuld- bundið heimilin í landinu án þess að geta borið fyrir nokkrar varnir? Ef svo, hverjar hefðu þessar varnir verið? 3. Meirihluti þingmanna sýndi staðfastan vilja til þess að sam- þykkja Icesave-samningana í and- stöðu við þjóðina, hefði þjóðin haft einhverja leið til þess að mótmæla þinginu og stöðva málið? 4. Þar sem þjóðin sýndi af sér staðfestu og mótmælti samningum og gat komið þeim mótmælum til forseta Íslands, hvernig hefði sú aðgerð getað gengið upp með tryggum hætti? 5. Þar sem forseti Íslands gat stöðvað málið í tvígang og sent það til þjóðaratkvæðis, hefði forseti get- að stöðvað málið? 6. Að lokum, þar sem núverandi stjórnarskrá reyndist þjóðinni jafn- gæfurík og raun bar vitni gegn staðfestum brotavilja ráðamanna ESB, ráðamanna á Íslandi og þing- manna, hefði ný stjórnaskrá verið jafngæfurík og farsæl fyrir þjóð- ina? Ég vænti þess að hæstvirtir þingmenn sem standa að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá geti sýnt okk- ur hinum hvernig röð tilviljana hefði orðið mögulega öðruvísi og hvort þjóðin hefði haft sína gæfu áfram. Eða hefði röð atvika og tilviljanir eða vilji almennings verið betur undir stjórn valdhafa og einbeittum og öguðum brotavilja alþjóðlegs yf- irvalds? BJÖRN VERNHARÐSSON, sálfræðingur. Röð tilviljana og ný stjórnarskrá Frá Birni Vernharðssyni Björn Óskar Vernharðsson Bréf til blaðsins Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.