Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Upptaka Halda mætti að hér væru á ferðinni krakkar að taka forskot á sæluna fyrir öskudaginn, en svo er ekki. Hér eru Kvennaskólanemar að búa til kynningarmyndband fyrir skólann sinn. Kristinn Á Landspítala eru veikustu sjúklingar Ís- lands í verstu sjúkra- stofum landsins. Nú- verandi húsnæði kemur í veg fyrir nauðsynlega samþættingu starfsem- innar auk þess að vera heilsuspillandi fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Tækjabún- aður er úr sér genginn og ófullnægjandi. Laun heilbrigð- isstarfsmanna eru þar lægst á Íslandi – og er þá ekki borið saman við löndin í kringum okkur. Risavaxnar hugmyndir Allt eru þetta brýn viðfangsefni; launamál, tækjaskortur og húsnæðis- mál spítalans. Fjárskortur kallar á ýtrustu hagsýni. Ódýrast og raunhæf- ast er að halda halda við og nýta gömlu húsin við Hringbraut (um 60.000 m2) en reisa jafnframt viðbygg- ingar. Forsenda staðarvalsins er ekki síst nýting gömlu húsanna. Í vímu fyrirhrunsáranna var hins vegar hannað nýtt sjúkrahús frá grunni við Hringbraut, risavaxin ný- bygging (135.000 m2) neðan gömlu Hringbrautar frá Umferðarmiðstöð að Snorrabraut. Eftir hrun, þegar stjórnvöld slógu nýbyggingunni á frest, fékk Hulda Gunnlaugsdóttir þó stuðning við byggingu minna bráða- þjónustuhúss við Hringbraut, u.þ.b. 60-70.000 m2. Hefði spítalinn þá haft 120-130.000 m2 til afnota að með- töldum gömlu húsunum. Það er þriðj- ungs aukning miðað við húsnæði á Hringbraut og í Fossvogi í dag. Samt var haldið áfram að hanna risabygg- ingar eins og ekkert hrun hefði orðið, mestmegnis á neðri torfunni neðan við gömlu Hringbraut, þ.e.s.k. SPIT- AL-deiliskipulag (samtals um 220.000 m2 nýrra fermetra í tveimur áföngum í viðbót við það sem fyrir er á lóðinni). Ekkert tillit var tekið til forsagnar Reykjavíkurborgar. Ýmsir telja SPITAL-hugmyndina vera miklu stærri en starfsemin þarfnist næstu árin og nægir að benda þar á www.nyr- landspitali.com. Á móti er sagt að verið sé að hanna til miklu lengri tíma, en leyfir staða þjóðarbúsins það? Kær- ir framtíðin sig um það? Ásýnd Þingholtanna Staðsetning og um- fang SPITAL- tillögunnar er með þeim hætti, að gömlu húsin (60.000 m2) munu nýtast illa. Þegar báðir áfangarnir hafa verið byggðir verða svo lítil not af gömlu húsunum. Og hvers vegna þá stað- arvalið? Mikill ásýndarskaði verður að auki á Þingholtunum og hið glæsi- lega gamla spítalahús hverfur sjón- um. Hver myndi reisa stórhýsi beint framan við Alþingishúsið og Dóm- kirkjuna? Meirihluti Reykvíkinga virðist ekki vera hrifinn að SPITAL- tillögunni, sem skipulagsráð borg- arinnar hefur þó samþykkt. Eftir stendur, að engin fjármögnun er í sjónmáli til svo stórra framkvæmda. Á sama tíma ganga tæki spítalans úr sér svo efna verður til almennra sam- skota honum til stuðnings og starf- semin er í uppnámi vegna slæmra kjara starfsfólks. Það verður að byggja Hvað er til ráða í húsnæðismálum spítalans? Fjármunir eru takmark- aðir en Landspítali hlýtur að for- gangsraðast ofar t.d. Vaðlaheið- argöngum og jafnvel ofar fangelsi þegar takmörkuðu fjármagni ríkisins er skipt. Í ljósi breyttra aðstæðna og fjárskorts tel ég rétt að benda enn einu sinni á valkost sem ég hef ásamt Magnúsi Skúlasyni arkitekt sett fram og kynnt í ræðu og riti. Tillaga okkar er u.þ.b. 60-70.000 m2 stækkun spít- alans á efri torfunni fyrir ofan gömlu Hringbrautina, mest þar sem Hjúkrunarskólinn stendur nú. Byggð yrðu um fjögurra hæða hús auk kjall- ara með praktískum tengingum milli húsa. Sú stækkun er á við tvo Borg- arspítala. Stækkunina má gera í áföngum. Miðja starfseminnar yrði bráðaþjónustuhús. Hugmynd þessi hlaut jákvæð viðbrögð hjá íbúa- samtökum miðborgarinnar, ólíkt SPITAL-skipulaginu. Í Skipulagsráði Reykjavíkurborgar, sem upphaflega tók hugmyndinni vel, var henni síðar rutt af borðinu af höfundum SPITAL- tillögunnar, sem beðnir voru um álit á henni þrátt fyrir augljósa hagsmuna- árekstra. Hún hefur ekki verið skoð- uð nánar svo höfundum hennar sé kunnugt um, allavega ekki af óvilhöll- um aðilum. Spítalinn og Hjúkrunarskólinn standa nú á efri torfunni ofan við gömlu Hringbrautina. Aðeins lækna- deildarhúsið er á neðri lóðinni. Veru- legur hæðarmunur er á efri og neðri torfunni en það gerir tengingar við gömlu húsin erfiðari sé byggt á neðri lóð. Verði hins vegar byggt á efri torf- unni (ofan gömlu Hringbrautar) eins og tillaga okkar gerir ráð fyrir er auð- velt að áfangaskipta verkefninu. Þannig má í senn ráðstafa fé til brýnna tækjakaupa og reisa fyrst þau hús, sem bráðasta þörfin er fyrir, með góðri tengingu á öllum hæðum við gömlu húsin, sem munu nýtast vel áfram. Litir eru notaðir til að skýra áfangana á meðfylgjandi skýring- armynd:  Áfangi 1 (Svartur): Bygging bráðaþjónustuhúss, legudeilda, rann- sóknastofuhúss og stækkun „lækna- garðs“. Öll bílastæði starfsmanna flytjist á neðri torfuna og Lækna- garður verði stækkaður til að taka við námsbraut í hjúkrun. Gamli Hjúkr- unarskólinn/Eirberg verði rifinn og bráðaþjónustuhús byggt þar. Í bráða- þjónustuhúsi verði a.m.k. bráðamót- taka, myndgreining, skurðstofur og gjörgæslur. Byggð verði stækkanleg álma til suðurs með einni legu- deildarálmu í fyrstu (átta nýjum legu- deildum). Í stækkuðu rann- sóknastofuhúsi (K-byggingu, teikning er til) verði auk núverandi miðlægrar kjarnarannsóknastofu (klínískrar líf- efnafræði og blóðmeinafræði) sýkla- fræði, veirufræði, ónæmisfræði, blóð- banki og líffærameinafræði. Tengibygging verði við CD-álmu milli bráðaþjónustuhúss og kvennadeildar.  Áfangi 2 (Rauður): Legudeildir: Stækkun suðurálmu með tveimur nýjum legudeildarálmum.  Áfangi 3 (Grænn): Til seinni tíma. Seinna mætti byggja í norður frá kvennadeild og í norður frá bráða- þjónustuhúsi og sunnan geðdeild- arbyggingar. Lokaorð Allt fé til spítalans er fengið úr rík- issjóði. Byggingarkostnaður, fé til tækjakaupa og launagreiðslna kemur allt úr vasa skattgreiðenda. Með því að byggja minna og í smærri áföngum en núverandi áætlanir gera ráð fyrir má ná öllum aðalmarkmiðum fram- kvæmdanna til næstu áratuga. Sá sparnaður sem næst gefur svigrúm til að tryggja endurnýjun tækja og rétta hlut starfsfólks. Því er þessi tillaga endurtekin og sýnd í hugsanlegum áföngum. Eftir Pál Torfa Önundarson »… má í senn ráðstafa fé til brýnna tækja- kaupa og reisa fyrst þau hús, sem bráðasta þörf- in er fyrir, með góðri tengingu á öllum hæð- um við gömlu húsin, sem munu nýtast vel áfram. Páll Torfi Önundarson Höfundur er yfirlæknir blóðmeina- fræði á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild HÍ. Tillaga að lausn húsnæðisvanda Landspítalans í minni skrefum Landspítali RANNSÓKNARSTOFUR K-BYGGING NÝJAR LEGUDEILDIR BRÁÐAMÓTTAKA, SKURÐSTOFUR, RÖNTGEN, GJÖRGÆSLUR AÐKOMA SJÚKRABÍLA GAMLA HRINGBRAUTIN GAMLI LANDSPÍTALINN STÆKKAÐUR LÆKNAGARÐUR = HEILSUGARÐUR Viðbyggingar. Lausn til 20-30 ára. Ca. 60.000 m2 aukning (sem samsvarar tveim Borgarspítulummiðað við að ekki sé byggt hærra en 4 hæðir og kjallara). Fyrsti áfangi er sýndur svartur, annar áfangi rauður og þriðji áfangi grænn. Gamla Hringbrautin helst og sjónlínur að aðalbyggingu frá 1930 haldast. Hugmyndir að lausn að sameiningu Landsspítala á efri Hringbrautarlóð. Byggt á hugmyndum Páls Torfa Önundarsonar yfirlæknis á Landsspítala og prófessors við Læknadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.