Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 raestivorur.is Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Við erum grænni og elskum að þjónusta Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð Lionshreyfingin efnir til málþings í Norræna húsinu þriðjudaginn 12. febrúar kl. 16:30-18:30 undir heit- inu Ólæsi á Íslandi. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. „Á málþinginu fjallar fagfólk um þennan mikla vanda og leitar lausna. Markmiðið er að vekja at- hygli og kveikja áhuga, meðal Lionsfélaga, fagfólks og almenn- ings, svo við getum í sameiningu bætt læsi Íslendinga, jafnt barna sem fullorðinna,“ segir í frétta- tilkynningu frá Lionshreyfingunni. Fyrirlesarar á málþinginu verða Steinunn Torfadóttir, lektor í lestr- arfræði og sérkennslu við Háskóla Íslands, Guðmundur D. Krist- mundsson, dósent í íslenskukennslu og lestrarfræði við Háskóla Íslands, og Andri Snær Magnason rithöf- undur. Morgunblaðið/Sverrir Ólæsi Málþingið verður í Norræna húsinu. Málþing Lions um ólæsi á Íslandi Eins og síðast- liðinn 12 ár munu þingmenn og ráðherrar lesa passíusálma sr. Hallgríms alla daga föst- unnar kl. 18 í Grafarvogs- kirkju. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra les 1. sálm- inn á morgun, öskudag. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir les 2. sálminn á fimmtudag og síðan koma þeir hver á fætur öðrum. Ragnheiður Elín Árnadóttir les 50. sálminn 27. mars næskom- andi. Grafarvogskirkja hvetur fólk til að líta inn á leiðinni heim og hlýða á passíusálmana. Þingmenn lesa passíusálmana „Hvaða gagn gera frjáls félaga- samtök?“ er heiti málþings sem fram fer í dag, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 12:15-13:45 í Háskól- anum í Reykjavík, fyrirlestrarsal M101. Ragna Árnadóttir, formaður Al- mannaheilla, opnar þingið. Erindi flytja Una María Óskarsdóttir, Björn Þorsteinsson og Ketill B. Magnússon. Fyrirspurnir verða að loknum erindum. Málþing í HR um frjáls félagasamtök STUTT Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hluti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna Skógræktarstöðvar- innar Barra á Valgerðarstöðum í Fellum stendur nú fyrir hlutafjár- söfnun til þess að halda megi rekstri stöðvarinnar áfram. Stjórn fyrir- tækisins fór fram á gjaldþrotaskipti í síðasta mánuði. Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur meðal ann- ars lagt til að sveitarfélagið leggi til hlutafé allt að fimm milljónum króna. „Ég er hóflega bjartsýnn ef við fáum einhverja sem hafa áhuga á að koma með hlutafé inn í reksturinn. Það vantar ennþá eitthvað upp á af loforðum en það er farið að saxast á það. Við stefnum á að safna tuttugu milljónum í hlutafé,“ segir Skúli Björnsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Barra. Vonir þeirra standa til að geta keypt birgðir og lausafé hins gjald- þrota fyrirtækis og leigt húseign- irnar af Byggðastofnun. Tólf manns hafa starfað hjá Barra en takist að koma starfseminni í gang á nýjan leik gætu fjögur ársverk haldið sér á Austurlandi til að byrja með. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir lágmarksrekstri næstu þrjú árin. Um leið og eitthvað bætist við verk- efni bætast við störf,“ segir hann. Haldi í þekkingu starfsfólksins Barri hefur verið starfandi frá árinu 1990 og var lengi með 40-50% af landsframleiðslu plöntugeirans að sögn Skúla. Eftir hrunið dró ríkið hins vegar úr skógrækt og fyrirtæk- ið náði ekki hlutdeild í útboðum. Þegar svo var komið að Barri gat ekki lengur staðið við skuldbinding- ar sínar var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Skúli segir að ef það takist að koma rekstrinum aftur í gang standi til að fara af stað með þróunarverk- efni sem felst í ræktun á jarðarberj- um og öðrum berjaplöntum sem hafi hingað til verið fluttar inn. „Við er- um að leita eftir áhugasömum að- ilum til þess að halda þessu áfram til þess að glata ekki þekkingunni úr fyrirtækinu og áratugareynslu starfsmanna af ræktun. Hún er fljót að fara ef starfsfólkið tvístrast, starfsemin byggist mikið til á þeirra reynslu,“ segir hann. Reyna að fá Barra til að dafna á nýjan leik  Hlutafjársöfnun til að endurreisa reksturinn fyrir austan Skógrækt Frá Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem Skógræktarstöðin Barri hef- ur haft gróðrarstöð. Hún verður áfram lokuð jafnvel þó að takist að afla nýs hlutafjár til þess að hefja rekstur Barra á ný fyrir austan á Valgerðarstöðum. Gangi skipasmíðar ekki upp þarf að snúa sér að einhverju öðru. Athafna- maðurinn Regin Grímsson fram- leiddi svonefnda Gáskabáta á árum áður, fór síðan út í húsabyggingar og reynir nú fyrir sér við smíði á tjald- vögnum. „Bankinn hvatti mig til að hætta að smíða báta og fara að byggja hús þar sem við værum ekki lengur fiski- menn heldur bankafólk,“ segir Reg- in. Hann segist hafa trúað fulltrúum bankans og heilbrigðisvottorðum virtra, erlendra matsfyrirtækja um ágæti íslenska hagkerfisins en síðan setið uppi með tvö hús og atvinnu- laus. Til að hafa eitthvað að gera hafi hann snúið sér að því að smíða kaj- aka. „Það var mjög gaman að fara með kajakana út á land og veiða en þá vantaði mig gistingu á staðnum og ákvað þess vegna að smíða mér tjald- vagn.“ Hann segist hafa beitt sömu aðferð og þegar hann var í bátasmíð- inni. Þá hafi hann skoðað gömlu trill- urnar og betrumbætt þær, komið með trefjaplast og gert þær mun hraðskreiðari. „Ég nálgaðist tjald- vagnana með svipuðu hugarfari og hannaði þá með okkar veðurfar og vegi í huga. Það er tjaldvagninn Einn léttur.“ Fyrsti vagninn var tilbúinn sum- arið 2011 og hefur Regin haft hann til eigin nota síðan. Hann smíðaði annan eins tjaldvagn en viðurkennir nú að þeir hafi verið of flottir, „of 2007“ eins og hann orðar það. Mikið hafi verið í þá lagt með alls konar íhlutum eins og loftpúðafjöðrun, hitakerfi og springdýnum frá Ragnari Björns- syni. Fyrir vikið hafi þeir verið of dýrir, kostað um 2,5 milljónir króna, og því hafi hann sleppt öllum auka- hlutum í þriðja vagninum, sem kosti um 1,5 milljónir króna. Hann sé því mun ódýrari og sambærilegur í verði og innfluttir vagnar. „Síðan er ekkert mál að bæta við aukahlutum eftir efni og ástæðum,“ segir Regin. Vatnsþéttur Að sögn Regins er nýi tjaldvagn- inn, sem er um 280 kg, sérstakur að því leyti að hægt er að flytja á honum allt að 500 kg fjórhjól með einföldum hætti. „Ég hef til gamans sagt að það mætti hengja á hann utanborðs- mótor og sigla á honum til Vest- mannaeyja,“ segir Regin og vísar til þess að vagninn sé byggður eins og bátur, sé bæði vatns- og rykþéttur. „Þetta eru tvö stykki án samskeyta,“ áréttar hann. Rýmið í tjaldvagninum er um 12 fermetrar, tvö svefnrými, þurrkrými, eldhús og setustofa, en nánari lýsing á honum er á heimasíðu Regins (einnlettur.is). Hann segist geta smíðað vagna eftir pöntunum og það taki um sex vikur að búa til einn vagn. „Ég er sannfærður um að það er markaður fyrir svona vagna í ýms- um útfærslum,“ segir hann. Ljósmynd/Regin Einn léttur Tjaldvagninn getur flutt allt að 500 kílóa fjórhjól. Úr bátasmíði í smíði tjaldvagna Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, seg- ir að tillaga atvinnumálanefndar um að leggja Barra til hlutafé verði væntanlega tekin fyrir í bæjarráði í næstu viku. Hann telur líklegt að það verði skoðað alvarlega að sveitarfélagið hafi aðkomu að málinu. „Það er mikilvægt að þessi starfsemi haldi áfram með einum eða öðrum hætti. Þarna hafa menn bæði unnið við hefðbundna trjáplönturækt og þróunarstörf sem væri synd að sjá hverfa,“ segir Björn. BÆJARSTJÓRINN Björn Ingimarsson „Synd að sjá hana hverfa“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.