Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Annað hrun óumflýjanlegt 2. Páfinn segir af sér 3. Það var ekki pláss fyrir hræðslu 4. Heita milljón dollurum í ... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppistandsgengið Hjólastólasveit- in hyggst ganga af göflunum í uppi- standi í Gaflaraleikhúsinu annað kvöld klukkan 20.30. Sveitina skipa „tourette-drottningin“ Elva Dögg Gunnarsdóttir og „öryrkinn ósigr- andi“ Leifur Leifsson. Ljóti hálfvitinn Sævar Sigurgeirsson verður gestur. Morgunblaðið/Kristinn Hjólastólasveitin með uppistand  Jón Geir Jó- hannsson trymbill fór mikinn á út- gáfutónleikum Skálmaldar í Há- skólabíói um liðna helgi, jafnvel svo undrum sætti í ljósi þess að það tók hann þrjár klukkustundir að komast fram úr rúminu um morguninn – vegna þursabits. Ekki heyrðist það á trumbuslættinum en glöggir gestir veittu því athygli eftir tónleikana að göngulag Jóns var svolítið skrýtið. Trymbill lét þursa- bitið ekki stöðva sig  Tvíburasysturnar Jófríður og Ást- hildur Ákadætur munu í stefnumóta- kaffi Gerðubergs á miðvikudagskvöld klukkan 20 segja frá ævintýralegri tónleikaferð hljóm- sveitar sinnar, Pascal pinon, til Japans og Kína. Þær stofnuðu sveitina 2009, þegar þær voru 14 ára, og hafa nú gefið út nýja breiðskífu. Tvíburar segja frá tónleikaferð til Asíu Á miðvikudag Gengur í norðaustan og austan 8-15 m/s, en 15-20 við SA-ströndina. Slydda eða rigning á SA-landi og Austfjörðum. Á fimmtudag Norðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma N- og A-lands og snjókoma í innsveitum, en bjartviðri S-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Slydda eða snjókoma austast á landinu síð- degis. Hiti 0 til 4 stig við ströndina, en frost 0 til 6 stig til landsins. VEÐUR „Ég ætla að aðstoða Heimi eftir megni og þykir það verðugt verkefni miðað við stöðuna hjá Val um þessar mundir,“ sagði hinn þraut- reyndi handknattleiksþjálf- ari, Þorbjörn Jensson, sem í gær var nokkuð óvænt ráðinn aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Vals í N1-deildinni. Þorbjörn, sem er fyrrverandi landsliðs- þjálfari, var sigursæll þjálfari hjá Val á tíunda áratug síð- ustu aldar. »1 Verðugt verkefni að aðstoða Heimi Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði Íslandsmeistara HK í handbolta, ætl- ar að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Vilhelm, sem er leik- maður 14. umferðar hjá Morgun- blaðinu, og eiginkona hans eiga von á tvíburum og hann segir að það hafi verið umsamið að hann myndi hætta þegar fjölgaði frekar í fjölskyldunni. »4 Tvíburar á leiðinni og Vilhelm Gauti hættir Breiðholtsliðið Leiknir varð í gær- kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta skipti með því að sigra KR, 3:2, í úrslitaleik í Egilshöll- inni. Leiknir er áttunda félagið frá upphafi sem vinnur þetta næstelsta knattspyrnumót landsins sem hefur verið haldið frá 1915 en Leiknismenn hafa aldrei áður komist í úrslitaleik mótsins. »1 Sögulegur sigur Leikn- ismanna gegn KR ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Hammondhátíðin á Djúpavogi verður haldin í áttunda skipti dag- ana 25-28. apríl næstkomandi. Eins og nafnið ber með sér er há- tíðin haldin til heiðurs og til kynn- ingar á Hammond-orgelinu. „Eðlilega er Hammond-orgelið í aðalhlutverki á hátíðinni. Vissu- lega hefur hátíðin þróast og vaxið undanfarin ár í áttina að því að verða almenn tónlistarhátíð en við höfum alltaf passað okkur á því að Hammond-orgelið sé í aðalhlut- verki. Það er í raun frumskilyrði að Hammond-orgel sé notað í öll- um atriðum,“ segir Ólafur Björns- son, framkvæmdastjóri hátíðar- innar. Hátíðin alltaf að stækka Skipuleggjendur leggja mikið í sölurnar og segir Ólafur að ávallt hafi verið lögð áhersla á að boðið sé upp á vandaðan tónlistarflutn- ing á hátíðinni. Hátíðin í ár sé þar engin undantekning. „Ég tel reyndar, að í ár séu áherslurnar örlítið hlustendavænni,“ segir Ólafur og nefnir að hljómsveitir eins og Nýdönsk og Dúndurfréttir muni koma fram á hátíðinni í ár. Hinsvegar sé fjölbreytt tónlist í boði alla hátíðardagana og t.a.m. sé fyrsta kvöldið hápunkturinn hjá mörgum. Þar komi fram tónlistar- menn og hljómsveitir frá Djúpa- vogi og Austurlandi á svokölluðu austfirsku kvöldi. Ólafur segir hátíðina alltaf vera að þróast og stækka og hún setji mark sitt á sam- félagið á Djúpavogi ár hvert. Heimamenn standi fyrir ýms- um viðburðum og starf- semi á hátíðardögunum. „Slíkt hefur aukist undanfarin tvö ár. Það er ýmislegt í gangi í bænum. Á laugardeginum, þegar hátíðin nær ákveðnu há- marki, er mjög líflegt í bænum. Handverksfólk og listamenn opna stofur sínar, kaffihús eru opin og fólk röltir á milli staða í plássinu. Það myndast mjög lífleg og skemmtileg stemning í bænum,“ segir Ólafur. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að í fyrra hafi um 600 manns mætt á tónleika á hverju kvöldi á hátíðinni. Þess má geta að 450 manns búa í Djúpavogshreppi. Ólafur segir hátíðina vinsæla með- al brottfluttra Djúpavogsbúa en einnig séu Austfirðingar duglegir að láta sjá sig á þessari for- vitnilegu hátíð þar sem Hammond- orgelið er í hávegum haft. Hammond-orgelið í aðalhlutverki  Standa árlega fyrir tónlistar- hátíð á Djúpavogi Mynd/Björn Hafþór Guðmundsson Gleði á Hammondhátíð Hér má sjá Samúel Jón Samúelsson tónlistarmann í góðum gír á Hammondhátíðinni árið 2008. Miðað við þessa mynd er óhætt að lofa hátíðargestum taumlausri skemmtun á hátíðinni á Djúpavogi. Það er Svavar Sigurðsson, fyrrver- andi tónlistarkennari á Djúpavogi, sem er upphafsmaður Hamm- ondhátíðarinnar. Sérstakt fé- lag, Tónlistarfélag Djúpa- vogs, var stofnað utan um hátíðina undir forystu Svavars á sínum tíma. „Svavar hefur brennandi áhuga á Hamm- ond-orgelinu og fannst vanta há- tíð tileinkaða þessu hljóðfæri sem honum þykir merkara en mörg önnur í tónlistarsögunni,“ segir Ólafur. „Hann langaði að búa til hátíð til að heiðra og ekki síður kynna þetta hljóðfæri sem kemur víða við í tónlistarsögunni en ekki er víst að margir þekki sérstaklega vel,“ segir Ólafur. Svavar stýrði há- tíðinni allt þangað til á síðasta ári en hann starfar í dag sem tónlist- arkennari á Blönduósi. Heiðra og kynna hljóðfærið ÁHUGAMENN UM HAMMOND-ORGELIÐ Svavar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.