Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Eftir nýjustu ummæli Árna Pálsum að haldið verði áfram að rembast við stjórnarskrármálið velta menn því fyrir sér hvenær skipt verði um formann í Samfylk- ingunni.    Vitað er að búið erað kjósa, en sennilega kveða lög flokksins á um að nýr formaður taki ekki við á lands- fundi, heldur ein- hvern tímann síðar.    Ef til vill er þettasama kerfi og hefur til dæmis reynst farsælt í Bandaríkjunum, að kjörinn forseti taki ekki við fyrr en löngu eftir kjör sitt.    Ef kjörinn formaður Samfylking-arinnar fær svipaðan tíma til undirbúnings og kjörinn forseti Bandaríkjanna má ætla að Árni Páll taki við að loknum kosningum. Nú er að vísu ekkert ákvæði um þetta í lögum flokksins, en þetta eru að því er virðist óskráð lög.    Það eru sjálfsagt nokkur von-brigði fyrir þá sem greiddu at- kvæði og ekki síður fyrir hina sem hlustuðu á friðarræðu Árna Páls sem boðaði miklar breytingar.    Hann sagði að vísu ekki að breyt-ingarnar tækju gildi án tafar, en ætla má að fæstir hafi tekið því svo að embættið krefðist þess að bandaríska leiðin yrði farin þó að menn veldu ekki endilega þá bresku.    Ætli samfylkingarmenn séu al-mennt sammála þeirri laga- túlkun að fráfarandi formaður ríki áfram? Skyldu þeir telja hana far- sæla fyrir flokkinn? Jóhanna Sigurðardóttir Hvenær tekur nýr formaður við? STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Í reglugerð um stjórn hrognkelsa- veiða 2013 er sú meginbreyting að nú eru grásleppuveiðileyfi hvers báts gefin út til 20 samfelldra veiði- daga í stað 50 á síðasta ári. Að há- marki er hverjum bát nú heimilt að hafa 200 net í sjó og er það breyting frá fyrri árum þar sem hámarks- fjöldi neta á hvern lögskráðan mann var 100 en á bát samtals 300. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að hér sé um gríðarlegar tak- markanir að ræða og langt umfram tillögur LS. Í umsögn hafi LS farið fram á 35 veiðidaga og fyrirhugaðri fækkun neta verið harðlega mót- mælt. Þar var bent á að allt of langt væri gengið og gætu svo miklar tak- markanir á veiðum, sem nú hafa ver- ið tilkynntar, orðið til að ekki tækist að uppfylla þarfir markaðarins. Salan aðeins tekið við sér Örn sagði jafnframt að enn væri óseldur um fjórðungur hrogna frá síðustu vertíð, 2.500-3.000 tunnur. Salan hefði aðeins tekið við sér á síð- ustu viku og þessi mikli samdráttur á veiðum þessa árs gæti leitt til auk- innar sölu þar sem framleiðendur yrðu að tryggja sér hráefni. Í samræmi við tillögur Lands- sambands smábátaeigenda var ákveðið að grásleppuvertíðin hæfist ekki fyrr en 20. mars á fyrstu svæð- um þar sem heimilt er að hefja veið- ar. aij@mbl.is Birgðir Talsvert er óselt af hrogn- um frá síðustu grásleppuvertíð. Minni veiðar gætu auð- veldað sölu  Takmarkanir á grásleppuveiðum umfram tillögur Veður víða um heim 11.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík 2 heiðskírt Akureyri 1 skýjað Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað Vestmannaeyjar 3 léttskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló -6 snjókoma Kaupmannahöfn -1 skýjað Stokkhólmur -3 snjóél Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg -2 snjókoma Brussel 0 slydda Dublin 3 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 2 skýjað París 7 skýjað Amsterdam 1 heiðskírt Hamborg 0 skýjað Berlín 0 skýjað Vín 0 skýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 13 léttskýjað Madríd 7 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 10 skúrir Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal -7 snjókoma New York 5 skúrir Chicago 1 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:32 17:53 ÍSAFJÖRÐUR 9:49 17:46 SIGLUFJÖRÐUR 9:32 17:29 DJÚPIVOGUR 9:05 17:19 Framboð til setu í stjórnum málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis á hverjum tíma og eru sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir eftir framboðum til stjórna málefnanefnda í samræmi við skipulagsreglur flokksins. Kosið verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 21. til 24. febrúar. Allir flokksmenn geta boðið sig fram. Nánari upplýsingar má finna á XD.is. Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn ∑ Allsherjar- og menntamálanefnd ∑ Atvinnuveganefnd ∑ Efnahags- og viðskiptanefnd ∑ Fjárlaganefnd ∑ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ∑ Umhverfis- og samgöngunefnd ∑ Utanríkismálanefnd ∑ Velferðarnefnd Framboðum skal skilað á netfangið frambod@xd.is og skal skýrt tekið fram til stjórnar hvaða nefndar framboðið er. Fram skal koma nafn, kennitala, starfsheiti og heimilisfang. Öllum frambjóðendum býðst einnig að kynna sig með því að senda 200 orða texta ásamt mynd í góðri upplausn. Frestur til að skila inn framboði er til 15. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.