Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 46

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 46
 hvítu, efni (mynd 39). Þegar svæðið hafði verið betur grafið varð það meira og meira hringlaga eftir því sem neðar dróg. Þetta svarta afmarkaða svæði náði alla leið niður í náttúrulegan jarð- veginn. Hvíta efnið102 hvarf þar en undir því kom í ljós hringlaga lag úr viðarkolum en mál þess var eins og áðurnefnds „hringforms“. Þetta eru lík- lega leifar tunnu, um 55 sm í þvermál, sem hefur verið grafin ofan í jörðina og þar með rofið gólflagið. Handan þessa rofs var hægt að fylgja viðar- kolalaginu eftir eina 50 sm þótt það Mynd 30. Naustið, austursvæði á móti S. Mynd 31. Naustið, austursvæði, hellur greinanlegar í sniði á móti SV. 102. Greiningin var framkvæmd af dr. R. Thöle, Institut für Geo- graphie við Universität Münster: „Efnið er fínn sandur og því er ekki greinilegur munur á honum og öðrum sýnum. Liturinn (2,5 Y 6/3) bendir til þess að efnið hafi verið geymt í raka og við rýrnandi aðstæður. Athyglisvert er að hér gæti verið um að ræða leifar innihalds krukku. Þess vegna var efnið fleytt. Ekki var hins vegar hægt að finna neinar leifar lífrænna efna í því nema eina mjög unga rót. Greining á kolefnum, nítrötum og fosfati sýndi engin gildi ofan við almenn viðmiðunarmörk, svo að sú greining gaf ekki neinar frekari vísbendingar um lífrænt innihald að öðru leyti. Túlkun er líka illmöguleg þar sem ekkert „ósnortið“ samanburðarefni er til.“ __________ 46

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.