Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 9
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, BS, MSN hjúkrunarfræðingur á barnasviði LSH og dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, PhD dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ: Hegðun systkina barna með langvinnan astma* Útdráttur Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf foreldra, bœði mæðra ogfeðra, á hegðun heilbrigðra systkina barna með langvinnan astma. Einnig að skoða hvort alvarleiki sjúkdóms- ins eða einstaklingsbundnir þættir systkinanna, eins og kyn, aldur og aldursmunur, hefðu áhrif á viðhorf foreldranna á hegðun heilbrigöu barnanna. í rannsókninni tóku þátt 32 mæður og 26 feður. Þetta voru foreldrar 6 ára barna eða yngri sem höfðu lœknisfrœðilega verið greind með astrna og áttu a.m.k. eitt heilbrigt systkini á aldrinum 2-11 ára. Helstu niður- stöður voru þœr að hjá mæðrum hafði aldur og aldursmunur systkinanna og alvarleiki sjúkdómsins áhrif á skynjun þeirra á hegðunarerfileikum systkinanna. Hjá feðrum hafði hins vegar alvarleiki sjúkdómsins áhrif á skynjun þeirra á hegðunarerfið- leikum systkinanna. Þá ályktun má draga að greining á áhrifum langvinnra sjúkdóma, eins og astma hjá börnum á heilbrigð systkini þeirra, getur reynst hjúkrunarfrœðingum mikilvœg, ekki síst þegar hjúkrunarmeðferð miðar að því að styrkja jjölskyldur barna með langvinnan astma til að takast á við sitt daglega líf. Abstract Thepurpose of the study was to examine mothers’andfathers’ perspectives of sibling behavior when parents were caring for a young child with chronic asthma. Also to evaluate the relationship between the parental perspective of sibling behavior and the siblings ’ characteristics and the severity of the asthma. The sample consisted of 32 mothers and 26 fathers of a child 6 years old or younger with asthrna, and at least one healthy sibling aged 2-11 years. Results indicated that age and the age interval of the siblings and the severity of the asthma ajfect the mother's perspective of siblings’ behavioral problems. For the fathers the severity of the asthma ajfected their perception of the siblings ’ behavioral problems. This study may lead to a better understanding of how siblings ’ characteristics and the severity of the asthma are related to the behavior of well siblings. This knowledge may be used in nursing intervention to empower the whole family to use their available resources to promote healthy patterns of living. Langvinnur astmi er einn algengasti langvinni sjúkdómur- inn sem hrjáir íslensk börn nú um stundir en þetta heilbrigðis- vandamál virðist fara vaxandi hér á landi sem og í öðrum vestrænum löndum (Herbert Eiríksson, Björn Árdal, Bjöm R. Lúðvíksson, Ásbjörn Sigfússon, Helgi Valdimarsson og Ásgeir Haraldsson, 2000). Sú þróun hefur einnig átt sér stað að umönnun og meðferð barna með langvinna sjúkdóma eins og astma hefur færst frá heilbrigðisstofnunum yfir til foreldra og fjölskyldna langveiku barnanna (Bruce og Ritchie, 1997). Úti í samfélaginu og inni á heimilunum er því vaxandi hópur foreldra sem þarf að leggja mikla vinnu í að meðhöndla og fyrirbyggja veikindi hjá börnum sínum ásamt því að kljást við öll þau daglegu vandamál og viðfangsefni sem fjölskyldur þurfa að leysa almennt. Barnið, sem er veikt, þarfnast því ekki eingöngu hjúkrunarþjónustu heldur verður fjölskylda þess í heild skjólstæðingur hjúkrunarfræðinga. Rannsakendur, sem skoðað hafa fjölskyldur barna með langvinnan astma, hafa aðallega kannað þátt foreldranna við umönnun astmaveiku barnanna, viðhorf þeirra, vellíðan og lífsfyllingu (Peri, Molinari og Taverna, 1991; Schulz, Dye, Jolicoeur, Cafferty og Watson, 1994; Svavarsdóttir, McCubbin og Kane, 2000). Þegar langvinn veikindi barns herja á barn- margar fjölskyldur þurfa foreldrar að laga sig að því að sjá um Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og verkefnisstjóri á barnasviði Landspítala-háskólasjúkra- húsi. Hún lauk BS prófi í hjúkrunar- fræði við Háskólann á Akureyri 1993 og meistaraprófi við Háskóla Íslands 2000. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Hún lauk meistaragráðu frá háskól- anurn í Wisconsin, Madison árið 1993 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1997. Hún hefur kennt við Háskóla íslands síðan 1997 og er varadeildar- forseti hjúkrunarfræðideildar. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.