Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 58
íslenskir hjúkrunarfrœðingar eiga auðvelt með að fá vinnu á erlendri grund og sumir hafa unnið lengst a.f starfsœvinnar í öðru landi. I Kaupmanna- höfn hitti ritstjóri Tímarits hjúkrunarfrœðinga þrjár konur sem hafa starfað þar í tvo til þrjá áratugi. Það eru þœr Steinunn Sigurbergsdóttir Jörgensen, Dóra Kristjánsdóttir ogAnna Harðardóttir. En hvað varð til þess að þœr ákváðu að fara utan og hvað er ólíkt með störfum danskra og íslenskra hjúkrunarfrœðinga? Steinunn er fyrst til svars: „Við vorum þrjár vinkonur sem fórum saman út, útskrifuðumst í mars '72, unnum allar á Borgarspítalanum. Þá vantaði hjúkrunarfræðing á hjartadeild Borgarspítalans þegar deildarstjórinn á hjartadeildinni hætti. Það átti að flytja alla hjartasjúklinga yfir á mína deild, A-7, og ég þurfti því að kynna mér hjúkrun hjartasjúklinga og ákvað að fara utan og vinna á Glostrup. Þær sem fóru með mér unnu á gjörgæsludeildinni á Borgarspítalanum og vildu fá meiri reynslu. Við vorum ráðnar gegnum danska hjúkrunarfélagið en engin okkar fékk þó vinnu til að byrja með á þeirri deild sem við báðum um.“ Anna, sem er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lauk prófi frá Ljósmæðraskólanum 1973 og hjúkrunarprófi 1976. „I Ljós- mæðraskólanum eignaðist ég góða vinkonu sem var gift Dana og bjó seinna í Danmörku, hún vildi endilega fá mig út. Eg hafði verið í Kaupmannahöfn áður og líkaði vel. Vinkonan lokkaði mig með sögum um nýopnað og stórkostlegt sjúkrahús. Þar sem ég var ógift og ein með dóttur mína sem var 4 ára sló ég til. Sjúkrahúsið hét Amtsygehuset í Herlev og ég fékk vinnu mjög fljótlega. Ég ætlaði bara að vera í eitt ár en sjúkrahúsið var mjög spennandi vinnustaður. Þar haföi safnast saman mikið af frábæru fagfólki ffá öðrum sjúkrahúsum þar sem mikið var um nýjungar í hjúkrun. Það var mjög umdeilt m.a. vegna þess hve það var litskrúðugt og skreytt og fengu eldri hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður oft höfuðverk af allri litadýrðinni. Eftir að hafa unnið í 3 ár á deild fyrir ófrískar konur fékk ég vinnu á fæðingargangi sem aðstoðardeildarstjóri fyrir sjúkraliða en i Danmörku vinna sjúkraliðar við að aðstoða ljósmæður við fæðingar. Starfið var mjög freistandi fyrir mig og ég fékk vinnutíma sem hentaði mér og var tengd ljós- móðurstarfinu. Á hverju ári var ég á leiðinni heim en 1987 250 hitti ég manninn minn sem er danskur og eignaðist dóttur mína Höllu 1988. Eftir 9 góð ár á Herlev fór ég ásamt fjölskyldunni til íslands. Þar vorum við í 4 ár, ég eignaðist eitt barn í viðbót, Tinnu. Eftir að ég var komin til baka fór ég að þreifa fyrir mér og var svo heppin að fá vinnu við verkefni á ómskoðunardeild sem gaf mér síðar tækifæri til að læra að sérhæfa mig í ómskoðun á ófæddum bömum. Það var fyrsta starf mitt á Ríkisspítalanum. Ómskoðunardeildin er sú stærsta af sinni gerð í Danmörku en þangað koma barnshafandi konur ffá öllu landinu, Færeyjum, Grænlandi og stöku sinnum frá íslandi. í dag vinn ég á Ríkisspítalanum en ég er deildarstjóri Steinunn. á sængurkvennadeild. Á deildinni er pláss fyrir 26 konur sem hafa farið í keisaraskurð eða eru á einn eða annan hátt veikar eftir fæðingu. Ég sinni einnig starfi ffamkvæmdarstjóra fyrir sængurkvennadeildir og gjörgæslu. Starfið er mjög spennandi og gefur mér tækifæri til að vera með í umræðum og ákvörð- unum um starfið og sjúkrahúsið.“ Dóra, sem útskrifaðist frá HSÍ árið 1974 og fór síðan í ljósmóðurnám eftir það, hefur unnið í Kaupmannahöfn í 18 ár. Hvað varð til þess að hún fór út og hvar hefur hún unnið í Kaupmannahöfn? „Fjölskyldan flutti hingað árið 1984 vegna þess að maðurinn minn var að fara í nám. Hér vann ég við gjörgæslu á vöknun á árunum 1984 til 1996 en síðan hef ég unnið við heimahjúkrun.“ Dóra segir heimahjúkrunina vera allt öðru vísi uppbyggða í Danmörku en á íslandi þar sem eldra fólk er yfirleitt lengur heima en á Islandi. Þær eru þó á Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.