Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 56
Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarforstjóri Sóltúns kjúkv'A keiUbíluðuw. eín>stAkiÍRAuw - með áherslu á tilfinningar þeirra og styrkleika Á 10. alþjóðaráðstefnunni Inter- national Psychogeriatric Association, í Nice árið 2001 vakti sérstaka athygli mína rannsókn sem Hollend- ingarnir L. De lange, R.-M. Dröes, E.J. Finnema og samstarfsmenn kynntu. Árangur hjúkrunar, þar sem markvisst var unnið með tilfinningar og styrkleika heilabilaðra einstakl- inga, var borinn saman við árangur venjubundinnar hjúkrunar heilabilaðra. Ekki ætla ég í þessari umijöllun að dvelja við aðferðafræði og framkvæmd rannsóknarinnar heldur lýsa í hverju meðferðin er fólgin og þeim árangri sem vænta má. Hjúkrun, þar sem unnið er markvisst með tilfinningar og styrkleika, var skilgreind á þann hátt þegar heilabiluðum einstaklingum er veittur stuðningur til að takast á við vitrænar, tilfinningalegar og félagslegar afleiðingar sjúkdómsins út frá reynslu sinni og sjálfsbjargargetu (en ekki takmörkunum sín- um). Markmiðið er að bæta líðan, þ.e. tilfinningar og félagslega hæfiii, og þar með bæta líðan einstaklinga með heilabilun. Hjúkrunin byggir á samstilltu átaki hjúkrunarstarfsliðsins að nýta með markvissum, reglubundnum hætti aðferðafræði nokkurra meðferðarforma, t.d. raunveruleikaglöggvunar, endurminningameðferð, örvun skynjunar og ekki síst þátttöku í daglegu lífi. Það þýðir að einstaklingurinn tekur þátt í að sinna sjálfúm sér allan sólarhringinn, eins og að klæðast, snyrta sig, búa um rúm, böðun, félagslífi, afþreyingu, elda- mennsku, garðyrkju og máltíðum. Öryggi og sjálfsvirðing eru lykilhugtök hjúkrunar. Hjúkrunarstarfsliðinu er kennt að sýna tilfinningar við hjúkrun einstaklinga sem þjást af heilabilun. Hér er átt við tilfinningar eins og að sýna sjúklingunum einlæga kurteisi, bjóða fallega til borðhalds, taka á móti brosi og hlýju, hlæja saman, faðmast þegar stuðnings er þörf og umhyggju, s.s. bjóða einhverjum sem er þreyttur sæti, og svo mætti lengi telja. í stuttu máli að íhuga hvernig því sjálfú verður við þegar því er sýnd ákveðin ffamkoma/tilfinningar og setja sig síðan í spor sjúklinganna. Starfsliðið lærir að lesa í hvernig hinn heilabilaði upplifir umhverfi sitt og glöggva sig á líðan hans, örva getu hans og viðurkenna takmarkanir. Hjúkr- unaráætlunin byggir á einstaklingsbundinni þörf sem byggð er á væntingum, óskum og ævisögu þess einstaklings sem í hlut á. Heilabilaður einstaklingur þarf að takast á við og aðlagast breytingum við flutning á hjúkrunarheimili. Þar má nefna að öðlast viðunandi tengsl við umönnunaraðila sína, vera i tilfinn- ingalegu jafnvægi, finna sig í hinu nýja umhverfi, kynnast öðrum heimilismönnum og ná góðum tengslum við þá. Þegar metinn er árangur meðferðarinnar er horft á: a) vandamál tengd hegðunar- eða hugarástandi, b) vísbendingar um jákvæða hegðun og góða líðan. Horft er sérstaklega á þrjár víddir: 1. Æskilegt / óæskilegt 2. Vanmat á getu / ofmat á getu 3. Tengslamiðaða hegðun / sjálfmiðaða hegðun Út frá þessum þremur víddum má setja einstaklinginn í einn af fjórum flokkum með tilliti til sjálfræðis og sjálfstæðis: 1. Æskilegt sjálfræði. Einstaklingar sem vilja vera sjálfráða, þekkja getu sina, bera traust til hjúkrunarstarfsliðsins og hafa trú á sjálfum sér. 2. Æskilegt sjálfstæði. Einstaklingar sem vilja vera óháðir öðrum, bera skynbragð á getu sína og eru sýnilega mjög þakklátir hjúkrunarstarfsliðinu. 3. Óæskilegt sjálfstæði. Einstaklingar sem þola það illa að vera háðir öðrum, ofmeta eigin getu, hafa oft litla trú á hjúkrunarstarfsliðinu (t.d. kvíðnir yfir að það komi ekki aftur eða skili ekki gervitönnunum eftir burstun o.s.frv.) og voru sjálfmiðaðir. 4. Óæskilegt sjálfræði. Einstaklingar sem vilja ekki vera sjálfstæðir, vilja hjálp, vanmeta eigin getu, eru óöryggir, hafa lítið sjálfstraust og eru að mestu háðir starfsfólkinu. Þessa fjóra flokka notuðu áðurgreindir rannsakendur þegar meta átti tilfinningalegt jafnvægi: I. í tilfinningalegu jafnvægi a) Einstaklingar sem voru í jafnvægi og gátu notið lífsins, jafnvel á hjúkrunarheimili; þeir voru virkir og nutu sam- vista við aðra, gerðu að gamni sínu og skemmtu sér. b) Einstaklingar sem gátu notið lífsins á kyrrlátan hátt; voru virkir en héldu sig meira til hlés. Brostu oft og komu með jákvæðar athugasemdir eins og: En falleg blóm! Erum við í fríi? c) Einstaklingar sem nutu lífsins en voru háðir öðrum sér til skemmtunar; virkir eða óvirkir. d) Einstaklingar með jafnlundargeð; hlutlausir og sjálffniðaðir. II. Óstöðugt tilfinningalíf (þeir sem ýmist eru í jafn- vægi eða ójafnvægi) a) Einstaklingar sem báðu urn hjálp og voru háðir hjálp þegar þeir stóðu frammi fyrir vandamálum. 248 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.