Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 10
veika barnið ásamt því að sinna þörfum hinna barnanna sem eru á mismunandi þroskastigum (Gaither, Bingen og Hopkins, 2000). Hingað til hefur skort rannsóknir á viðhorfum foreldra til hegðunar heilbrigðu barnanna þegar þau hafa þurft að ann- ast barn með langvinnan astma. Hegðun heilbrigðra systkina bama með langvinnan astma hefur einungis verið skoðuð í blönduðum úrtökum þar sem hegðun systkina bama með mismunandi sjúkdóma er skoðuð sameiginlega og meiri hluti veiku barnanna og systkini þeirra em yfirleitt á skólaaldri (Derouin og Jessee, 1996; Silver og Frohlinger-Graham, 2000; Stawski, Auerbach, Barasch, Lerner og Zimin, 1997; Thompson, Curtner og O’Rear, 1994). Þó hefiir verið bent á að rannsóknir, sem blanda saman ýmsum langvinnum veik- indum, fotlunum eða jafnvel hvoru tveggja, geta gert það að verkum að það verður erfitt að greina hvaða þættir sjúkdóms- ins það era sem hafa áhrif á systkinin og fjölskyldulífið (Weiss, Schiaffino og llowite, 2001). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf for- eldra, bæði mæðra og feðra, til hegðunar heilbrigðra systkina barna með langvinnan astma. Einnig að skoða hvort alvarleiki sjúkdómsins eða einstaklingsbundnir þættir systkinanna, eins og kyn, aldur og aldursmunur, hefðu áhrif á viðhorf foreldr- anna til hegðunar heilbrigðu barnanna. Fræðileg samantekt Það skiptir sköpum fyrir lífsfyllingu foreldra bama með lang- vinnan astma hvemig til tekst að ná stjóm á sjúkdómnum. Lífs- fylling foreldranna tengist því takmarki að líta á astmann sem hluta af lífi þeirra og lífi fjölskyldunnar en ekki ráðandi afl sem setur svip á allt fjölskyldulífið (Schulz o.fl., 1994). Helstu erfiðleikar, sem komið hafa ffam að mati foreldra hjá fjölskyld- um barna með langvinnan astma, eru ósætti um meðferð astm- ans, kvíði af völdum sjúkdómsins og þær fórnir sem fjölskyldan þarf að færa vegna sjúkdómsins (Peri o.fl., 1991). Helstu erfiðleikar, sem komið hafa fram að mati astmaveiku bamanna sjálfra, em skortur á þolinmæði gagnvart þeim, gagnrýnin viðhorf til þeirra og riffildi (Brook og Tepper, 1997). Systkini astmaveikra barna hafa einnig tjáð sig um áhrif sjúkdómsins á fjölskylduna og lýsa þá gjaman röskun á daglegum lifhaðar- háttum en einnig hafa þau bent á að fjölskyldan geti orðið samheldnari fyrir vikið (Derouin og Jessee, 1996). í ffæðilegu yfirliti eftir Faux (1993), um aðlögun systkina langveikra barna, kemur fram að kyn, aldur og aldursröð systkinanna er mikilvægt að skoða þegar aðlögun þeirra er athuguð. Miklar breytingar verða á vexti og þroska barna á aldursskeiðinu 2-11 ára og því er mikilvægt að taka tillit til þess þegar meta á aðlögun barnanna. Þegar kynbundin áhrif á aðlögun systkina langveikra barna voru skoðuð í rannsókn Thompsons o.fl. (1994) kom í ljós að stúlkur vom líklegri en drengir til að sýna þrjósku og ein- þykkni ef þau áttu systkini með langvinnan sjúkdóm. I rann- sókn Daniels o.fl. (1986) á systkinum bama með gigtarsjúk- dóma reyndust stúlkur hafa örlítið meiri kvíða - og þung- 202 lyndiseinkenni en drengir. í síðari rannsóknum hafa kyn- bundin áhrif ekki komið fram, t.d. ekki í rannsókn Gallo o.fl. (1992). Sumir telja aldur systkina langveikra bama hafa mikil áhrif á hvernig systkinin meta þær breytingar sem eiga sér stað í kjölfar þess að bróðir eða systir veikist af langvinnum sjúkdómi. Yngri systkini benda iðulega á beinar breytingar sem hafa neikvæðar afleiðingar fyrir þau sjálf en eldri systkinin skynja betur bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar og eru ekki eins sjálfmiðuð (Tritt og Esses, 1988). Hins vegar sýna aðrar rannsóknir að aldur systkina langveikra barna, skiptir sáralitlu máli varðandi viðbrögð þeirra, einkum þau sem lúta að hegðun. (Daniels o.fl., 1986; Gallo o.fl. 1992). Nokkrar rannsóknir hafa beinst að hegðun barna eftir því hvar í aldursröðinni þau em, þ.e. hvort systkinin eru yngri eða eldri en langveika barnið. Komið hefur ffam að hegðunar- vandamál era algengari hjá yngri systkinum veika barnsins heldur en eldri systkinum þess (Gallo o.fl., 1992; Thompson o.fl., 1994). Eldri systkinin hafa hins vegar átt í meiri innri erfiðleikum (verið kvíðin, þunglynd og hlédræg) heldur en yngri systkini þeirra (Stawski o.fl., 1997). I þeirri rannsókn var reyndar samsett úrtak, þ.e. börn með astma, slímseigju- sjúkdóm og krabbamein. í því tilviki gæti meiri þroski eldri systkina í að skilja alvarleika sjúkdómsins haft áhrif þar sem þarna er um lífshættulega sjúkdóma að ræða. Rannsakendur greinir á um hvort alvarleiki sjúkdóms hafi mikil áhrif þegar könnuð er aðlögun systkina barna með lang- vinna sjúkdóma. Greinarmun þarf að gera á því hvort veika barnið er í lífsháska, hvort sjúkdómseinkennin eru mikil eða lítil, hve mikið umönnnunarálagið er og hve langt er síðan sjúkdómurinn greindist. Sem dæmi má nefna að umönnunar- álag barna með gigtarsjúkdóma hefur ekki reynst mælikvarði á aðlögun systkina þeirra (Daniels o.fl., 1986). Astand og fjöldi sjúkrahúsinnlagna barna með slímseigjusjúkdóm reynd- ist ekki hafa nein tengsl við aðlögun systkina þeirra (Cowen o.fl., 1986). Þegar kannað var hvort máli skipti hve langt var liðið ffá greiningu sjúkdómsins kom ffam að systkini barna með flogaveiki höfðu meiri geðræn vandamál heldur en syst- kini nýgreindra barna með flogaveiki (Hoare, 1984). Systkini sykursjúkra barna reyndust hins vegar aðlagast betur eftir því sem ámnum fjölgaði frá greiningu sjúkdómsins (Lavigne o.fl., 1982). Ekki hafa verið gerðar rannsóknir um tengsl milli alvar- leika langvinns astma hjá ungum bömum og aðlögunar syskina þeirra. í þessari rannsókn var alvarleiki astmans metinn út frá tíðni lyijagjafa og fjölda sjúkrahúsinnlagna en ekki umönnunarálagi. Með því var reynt að ná fram hlutlægu mati á alvarleika sjúkdómsins án þess þó að telja hið huglæga mat síður mikilvægt, einungis annars eðlis. Hugtakarammi rannsóknarinnar var fjölskylduaðlögunar- líkan Patterson „Family adjustment and adaptation response model“ (Patterson, 1988; 1994; 1995) (sjá mynd 1). Fjöl- skylduaðlögunarlíkanið er notað til að skilja viðbrögð fjöl- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.