Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 38
Svanhildur Þengilsdóttir deildarstjóri heilbrigðissviðs Rauða kross Islands SkvTi( li hjálp 't’All OA «skt)K.^Ík]Álp í ýtarlegri grein Kenneth K. Steinweg í tímaritinu American Family Physiscian (nóvember, 1997) um fallslys á meðal aldr- aðra kemur ífam að slík slys eru mjög algeng, sérstaklega þegar komið er yfir 65 ára aldurinn. Tíðni fallslysa er um það bil 30% hjá einstaklingum 65 ára og eldri en fer upp í 80% hjá einstaklingum sem eru eldri en 80 ára. Flest slysin eiga sér stað vegna flókins samspils innri og ytri þátta. Um það bil helming falla má tengja slysum og ytri þáttum, s.s. hálurn gólfum, og hinn helminginn innri þáttum, s.s. veikleika í neðri útlimum, göngutruflunum eða áhrifúm lyfja eða bráðra sjúkdóma. Almenningur lítur á fall sem slys eða atburð sem er ófyrirsjánlegur og því eitthvað sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. í raun er fall skilgreint sem samsafn öldrunareinkenna sem krefjast ýtarlegs mats á einstaklingnum og í kjölfarið með- höndlunar. Tíðni og áhrif falls Um 30-50% falla krefjast lítillar sem engrar meðhöndlunar. Þó valda um 1% falla mjaðmagrindar- broti, 3-5% einhvers konar beinbroti og um 5% alvarlegum mjúkvefjaáverkum. I Bandaríkjunum eru um 10.000 dauðsföll ár hvert sem má rekja til falls hjá öldruðum og mikill meirihluti er tengdur mjaðmagrindarbrotum. Fall er eins og áður segir flókið samspil innri og ytri þátta, innri þættir eru þeir sem tengjast eðlilegri öldrun einstaklinga, sjúkdómum eða lyfjum. Má þar nefna skerðingu á sjón og heyrn, breytingu á jafnvægisskyni, ýmsum sjúkdómum, s.s. liðagigt, hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Innri þættir tengjast einnig áhrifúm lyfja, s.s. róandi lyfja og þunglyndis- og blóð- þrýstingslyfja. Ekki þarf síður að horfa til ytri þátta þar sem þeir tengjast nánasta umhverfi einstaklingsins. Má þar nefna lélega lýs- ingu, lausar mottur, hál gólf og misháa þröskulda, húsgögn sem eru of lág eða of há, tröppur sem eru án handriðs og baðkar sem ekki er með handfongum. Algengar orsakir falls hjá öldruðu fólki / Slys (50%) / Veikleiki i neðri útlimum / Gönguröskun / Áhrif lyfja (10 til 20%) / Afleiðing bráðra sjúkdóma (10 til 20%) Ef borin eru saman börn og aldraðir þá er 10 sinnum lík- legra að aldraðir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eftir fall og 8 sinnum líklegra að þeir deyi af völdum fallsins heldur en börnin. Þó að fall sé algengt meðal aldraðra er ýmislegt hægt að gera til að draga úr alvar- legum áhrifum fallsins. Með því að meðhöndla eða fýrirbyggja þá þætti sem mestu máli skipta í umhverfinu og tengjast almennu ástandi einstaklingsins má koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Huga þarf að öryggi innan heimilis og að almennu heilbrigði einstaklingsins. Stuðst við grein efir Kenneth K. Steinweg, aðstoðarprófessor í heimilislœkningum og öldrunarlœkningum. Skyndihjálp Skyndihjálp vegna fallslysa tengist að mestu meðhöndlun beinbrota og að koma í veg fyrir frekari afleiðingar slysa. Mjaðmagrindaráverkar Til að komast að þvi hvort mjaðmagrindin er brotin má þrýsta varlega niður og inn við mjaðmarspaðana (efst á mjaðma- grindinni). Ef grindin er brotin veldur það sársauka. Hvað skal gera? • Koma í veg fýrir lost. • Setja eitthvað á milli læra viðkomandi og binda svo saman hné hans og ökkla. Ef hnén eru beygð er gott að setja eitthvað undir þau þeim til stuðnings. • Láta hinn slasaða liggja á stöðugu yfirborði. • Leita læknishjálpar. Varúð: Ekki - velta hinum slasaða. Það gæti valdið ffekari innvortis meiðslum. - hreyfa hinn slasaða nema í neyð. Ef þess er kostur skal bíða komu sjúkraflutningamanna. 230 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.