Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 46
Alyktun frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðingaJjallaði um ský’rslu Ríkisendurskoðunar „Fyrsti viðkomustaður i heilbrigðiskerfinu“. Stjórnsýsluúttekt á rekstri Heilsugœslunnar i Reykjavík, áfundi sínum 23. september. Jafnframt fjallaði stjórnin um tillögur fram- kvœmdastjórnar Heilsugœslunnar í Reykjavik og yfirlœkna Heilsugœslunnar í Reykjavik, Kópavogi, Mosfellsbœ og Seltjarnar- nesi um leiðir til að bœta og efla heilsugœsluna. Vegna þessa vill stjórnin koma eftirfarandi á framfœri: A. Skýrsla Ríkisendurskoðunar I. Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað árið 1915. Stjórnun og rekstur Líknar var ávallt í höndum hjúkrunarkvenna þó ljóst sé að stuðningur áhrifamanna hafi verið nauðsynlegur fyrir félagið til að lifa af. Markmið Líknar var að veita fátækum ókeypis hjúkrunarþjónustu heima lyrir og veita sjúklingunum og fjölskyldum þeirra fræðslu um heilbrigða lifnaðarhætti og hvernig vinna mætti gegn útbreiðslu sjúkdóma. Ungbamaeftirlit og mæðravernd var ennfremur komið á á vegum félagsins. Þarna var lagður homsteinn að því heilsuverndar- og fyrirbyggingarstarfi sem er ríkjandi í heilbrigðiskerfinu í dag og kemur fram í stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um Heilbrigði fyrir alla árið 2100. Árið 1956, þegar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var stofnuð, var Líkn lagt niður og tók ríkisvaldið formlega yfir þá starfsemi sem Líkn hafði sinnt fram til þess. Á þeim tíma var enginn hjúkrunarfræðingur í stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar og engin kona. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur ástæðu til að árétta hlut hjúkrunarfræðinga í mótun heilsuverndar landsmanna sökum þess hversu lítið ber á umfjöllun um störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu í umfjöllun Ríkisendurskoðunar og tillögum fram- kvæmdastjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík og yfirlækna Heilsu- gæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. II. í lögum um heilbrigðisþjónustu 19. gr. 1. mgr. er fjallað um hlutverk heilsugæslustöðva. Eitt af hlutverkum heilsugæslunnar er læknis- þjónusta. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er einvörðungu úttekt á þeim þætti heilsugæslunnar en ekki á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík eins og titill skýrslunnar gefúr til kynna. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga mótmcelir því að lœknisþjónusta heilsugæslunnar sé lögð að jöfnu vió þjónustu heilsu- gœslunnar i heild. III. Ríkisendurskoðun leggur fram þrjár spurningar í skýrslu sinni. Þær eru: • Hversu vel tekst Heilsugæslunni í Reykjavík að gegna því hlut- verki að vera „fyrsti viðkomustaður" skjólstæðinga sinna í heil- brigðiskerfinu? • Hvaða þættir hafa áhrif á það hversu vel stofnuninni tekst að gegna þessu hlutverki? • Hvaða leiðir eru hugsanlegar til að stuðla að því að stofnunin verði betur fær um að gegna því? Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæslan í Reykjavík mæti ekki að fullu eftirspurn eftir almennri læknisþjónustu á þjónustusvæði sínu. Því sé ljóst að stofnunin nái ekki sem skyldi 238 því markmiði að vera fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga sinna í heilbrigðiskerfinu. Frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga gegnir Heilsugæslan í Reykjavík því hlutverki sínu vel að vera fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga í heil- brigðiskerfinu. Bamafjölskyldur em stór hluti skjólstæðinga heilsu- gæslunnar og allir vita að hjúkrunarfræðingar heimsækja fjölskyldur í hvert sinn sem bam fæðist, auk þess að skólaböm hafa greiðan aðgang að skólahjúkrunarffæðingum. Þessi hluti heilsugæslunnar er ekki nefndur á nafn í úttekt ríkisendurskoðunar og er það brotalöm á skýrslunni í heild miðað við framsetningu spurningarinnar í skýrslunni. Spumingin sem Ríkisendurskoðun svarar er hvort Heilsugæslan í Reykjavík mæti eftirspum eftir almennri læknisþjónustu á þjónustu- svæði sínu, ekki hvort hún sé fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga sinna. IV. Ríkisendurskoðun kemur með fimm ábendingar til stjórnenda Heilsugæslunnar í Reykjavík. Ein ábendingin fjaliar um tilfærslu verkefna milli faghópa. Þar stendur: „Til dæmis mætti hugsa sér að vakthafandi hjúkrunarfræðingi verði falið það hlutverk að stýra með ákveðnum hætti aðgengi að læknum“. Hugmyndin er að hjúkrunar- fræðingar svari síma og ákveði hverjir fái aðgang að lækni. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga mótmælir þessari framsetningu á simaþjónustu hjúkrunarfrœðinga. Stjórnin telur hinsvegar mikil- vægt að koma á slíkri þjónustu, en undir réttnefni. Árangur af síma- þjónustu hjúkrunarfræðinga þarf ekki að deila um, enda leysa hjúkr- unarfræðingar úr fjölmörgum vanda á hverjum degi í störfum sínum. Erlendis hefur símaþjónusta hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónust- unni verið viðurkennd, en sýnt hefur verið fram á að hægt er að leysa úr vanda um 40% þeirra sem leita til heilsugæslunnar með síma- þjónustu hjúkrunarfræðinga. V. Stjóm Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að ef Ríkisendur- skoðun hefði skoðað rekstur Heilsugæslunnar í Reykjavík í heild sinni en ekki einungis þátt lækna í þeirri þjónustu, hefðu ábendingar til stjórnenda Heilsugæslunnar í Reykjavík verið á annan veg. í skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar t.d. alla umljöllun um hagkvæmni og gæði þjónustu þeirra sem á ensku kallast „nurse practitioners“. Það em hjúkrunarfræðingar sem eru sérmenntaðir í því að veita fyrstu þjónustu og almenna þjónustu á heilsugæslustöðvum, bráðamóttöku og víðar. Til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa þeir heimild til að sjúkdómsgreina, hefja viðeigandi meðferð, panta rannsóknir og ávísa tilteknum lyfjum. í Bretlandi hefúr á undanfömum árum verið lögð áhersla á að þessir hjúkrunarfræðingar séu þeir aðilar sem skjólstæðingar heilsugæslunnar hafa fyrstu samskipti við. Þetta hefúr verið gert í því skyni að minnka kostnað, nýta betur menntun og Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.