Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 25
sáraflöturinn mun stærri og ferskari og sjúklingur fer að fá óbærilega verki við umbúðaskiptingar þrátt fyrir verkjalyf í æð. Saltvatnsgrisjurnar loftþomuðu ofan í sárinu þrátt fyrir skiptingar þrisvar á dag og ollu miklum sviða þegar þær byrj- uðu að þorna og stóð sviðinn fram að næstu skiptingu. Þrátt fyrir að grisjurnar væru rennbleyttar með yljuðu saltvatni áður en þær voru fjarlægðar vora þær samt sem áður fastar við sárabeðinn og ollu skjólstæðingi okkar verulegum sársauka við skiptingar. Nú var svo komið að hvorki við né skjólstæðingur okkar gátum umborið ástandið. Grisjurnar þornuðu algerlega milli skiptinga, festust í sárinu og töfðu fyrir græðslunni. Upp kom umræða um að fjölga skiptingum eða bleyta oftar í grisjunum en það þótti ekki gerlegt vegna þess álags sem þær ollu sjúklingnum, eins hefði það orðið mjög tímafrekt. Skjólstæðingur okkar fékk óbærilega verki við umbúða- skiptingar þrátt fyrir verulegar verkjalyíjagjafir í æð. Okkur fannst staðan óviðunandi og fórum að leita að heppilegri umbúðum. Við lásum greinar, hringdum í seljendur hjúkrunar- vara og komumst þannig í kynni við Tender-Wet vörumar en á þessum tíma voru þær að koma á markað á íslandi. Um er að ræða umbúðapúða sem ringer-vökvi er settur í og heldur hann raka vel að sárinu, en rakinn mýkir upp sárið og losar um fíbrínskánir og dauðan vef. Sárið er nært utan frá því í „ringer“ vökvanum eru elektrólýtar (natríum, kalíum og kalsíum) sem eru góðir fyrir sáragræðslu. Umbúðirnar hreins- uðu sárið vel því þegar saltvatnið leitar úr umbúðunum í sárið sækja prótein, bakteríur og úrgangsefni úr sárinu í púðann og bindast þar (púðinn er úr pólíakríl og er margra laga). Þessar umbúðir soga í sig geysilega mikið magn af vökva og halda þeim vel í sér þar sem ytra byrðið er vatnshelt. Til dæmis setjum við 60 ml af lausn í púða sem er lOx 10 cm að stærð. Púðamir loða vel við sárabeð en ef þeir festast er nóg að væta í þeim og bíða í fimm mínútur og liggja þeir þá lausir. Skjólstæðingur okkar fann mun minni verki með notkun Tender-Wet en með notkun saltvatns bómullargrisja, en sviði fylgdi þó skiptingum og stóð hann í u.þ.b. 'h klst á eftir. Skjól- stæðingur okkar fékk verkjasprautu fyrir skiptingar og var sett TNS-tæki á lærvöðvann til þess að hindra sársaukaboð frá sárinu og fannst honum það gefa góða raun. Hann var búinn að setja TNS-tækið á sig áður en umbúðaskiptingar hófust og stjórnaði sjálfur hve mikinn straum hann fékk. Þá hafði hann tækið á í u.þ.b. 'h klst. eftir að skiptingu lauk. Þess má geta að verkirnir við skiptingarnar minnkuðu eftir því sem gróandinn jókst í sárinu. Myndir af sárinu Eftirfarandi myndir eru af sárinu sem við höfum verið að lýsa. Þvi miður hófust myndatökur ekki fyrr en við byrjuðum að prófa okkur áfram með Tender-Wet umbúðirnar og af þeim myndum eyðilögðust fyrstu tvær myndatökurnar. Af þeim sökum er sárið orðið tæplega fjögurra vikna gamalt á fyrstu myndunum. Þríðji dagur meóferóar með Tender-Wet Þetta sár var í byrjun 25x10 cm að stærð og 3-4 cm djúpt. Þessi mynd er tekin á þriðja sólarhring meðferðar með Tender-Wet og hafa umbúðirnar náð að hreinsa fíbrín upp úr miðju sársins. Sárabarmarnir eru aðeins farnir að mýkjast, en þeir voru ansi skarpir eftir að sárið var hreinsað með skurðaðgerð. Níundi dagur meðferðar með Tender-Wet. Á þessari mynd hefúr orðið töluverð aukning á myndun hyldgunarvefjar í miðju sársins og það hefur hreinsast veru- lega. Neðsti hluti sársins er byijaður að draga sig saman. Fjórtándi dagur meðferðar meó Tender-Wet. Sárið heldur áfram að gróa og neðsti hluti þess hefur dreg- ist verulega saman. Fíbrínskán minnkar og sárabarmar fara lækkandi. Nítjándi dagur meðferðar með Tender-Wet. Hér hefur Tender-Wet verið notað í nítján daga, sárabeð- urinn hefur hækkað mikið og háræðanýmyndun er góð. Neðsti hluti sársins hefur dregist saman um u.þ.b. 5 cm. Vefurinn er orðinn mjög blóðríkur og er nú tilbúinn fyrir húðflutning sem fór fram síðdegis sama dag. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.