Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 39
Beinbrot • Beinbrot merkir brot eða sprungu í beini og beinbrot skiptast í tvo flokka: • Lokað brot er það þegar húðin er heil og engin sár nærri brotstaðnum. • Opið brot er það þegar húðin hefur skaddast eða rofnað. Því hefði getað valdið beinendi sem rekist hefur út i gegn- um húðina eða högg sem á hana hefur komið samtímis því að beinið brotnaði. Ekki sést alltaf í beinið í sárinu. Hver eru einkennin? • Erfitt getur verið að sjá hvort beinið er brotið. Ef menn eru í vafa er réttast að bera sig að eins og það væri brotið. Notið BOVA (Bólga, Opið sár, Verkir, Aflögun). o Bólga af völdum blæðingar gerir fljótt vart við sig eftir beinbrot. o Opið sár gæti verið merki um beinbrot. o Verkja verður gjarnan aðeins vart á áverkastaðnum. Hinn slasaði getur oftast bent á staðinn þar sem hann finnur til. Góð aðferð við að kanna hvort um beinbrot er að ræða er að renna fingrum varlega eftir beinunum. Kvörtim um sársauka eða eymsli er traust merki um beinbrot. o Aflögun er ekki alltaf sýnileg. Berðu skaddaða líkams- hlutann saman við hinn óskaddaða. Önnur einkenni eru meðal annars: • Minnkaðrar hreyfigetu gætir stundum og stundum ekki. Ef hreyfing veldur sársauka neitar hinn slasaði oft að hreyfa skaddaða líkamshlutann. Stundum getur hann þó hreyft brotinn útlim með litlum eða engum sársauka. • Skraptilfinning getur fylgt því, og það jafnvel heyrst, þegar brotnir beinendar nuddast saman. Ekki hreyfa hinn skadd- aða útlim til að kanna hvort hann er brotinn. Áverkasagan gæti vakið grun um beinbrot. Hinn slasaði hefur jafnvel hafa eða fundið beinið brotna. Hvað skal gera? • Huga að öndunarvegi, öndun, blóðrás og hreyfigetu. Jafnvel opin brot valda sjaldnast bráðri lífshættu. • Verja hinn slasaða fyrir losti. • Kynna sér hvað gerðist og hvar áverkinn er. • Fjarlægja varlega fatnað af áverkasvæðinu. Klippið fot ef nauðsyn krefur. • Horfið (á útliminn), hlustið (á sjúklinginn) og þreyfið (eftir aflögun) þegar þið ætlið að skoða útlim. o Horfið á áverkastaðinn. Bólga og mar, sem þýðir að blætt hafi inn í vefinn, gæti ýmist stafað af skemmdum á beininu eða nálægum vöðvum og æðum. Stytting úlims eða mikil aflögun (sveigja), aflögun við liðamót og snúningur í andstöðu við hinn útliminn eru allt merki um beináverka. Skurður eða jafnvel lítið gat nærri beinbrotinu telst til opinna brota. o Hlustið á sjúklinginn. o Þreifið áverkasvæðið. Sé brotið ekki sýnilegt skaltu þreifa varlega á beininu eftir aflögun, verkjum og bólgu. • Kannið blóðstreymi og taugar. Notið BTH (blóð- rás, tilfinning og hreyfil- geta) til að minna ykkur á hvað gera skal. o Blóðrás. Takið úlnliðspúlsinn (þumalfingursmegin á úlnliðnum) þegar um handleggsáverka er að ræða en sköflungspúlsinn (milli innanverðs ökklabeinsins og hásinar) ef um áverka á fæti er að ræða. Skortur á púlsi í handlegg eða fæti er glöggt merki þess að læknis- aðgerðar sé tafarlaust þörf. o Tilfinning. Snertið eða kreistið varlega tær hins slasaða eða fingur og spyrjið hann hvernig tilfinningin sé. Skyntap er merki um tauga- eða mænuskaða. o Hreyfing. Kannið hvort um tauga- eða sinaskaða sé að ræða með því að biðja hinn slasaða að hreyfa tær sínar eða fingur ef ekki eru á þeim neinir áverkar. Stærstu æðar útlimanna liggja víða nærri beini og því er hætta á því eftir beinbrot að beinendarnir rjúfi þær eða klemmi. Vefir handleggja og fóta geta ekki lifað án stöðugs blóðstreymis í meira en tvær til þrjár klukkustundir. Slíkt krefst því tafarlausrar læknishjálpar. Notið HVÍL-aðferðina (Hvíld, Vafningur, ís, Lyfta). Notið spelkur til að skorða brotið. Háls- og hryggáverkar Hver eru einkennin? Höfuðáverkar eru jafnan vísbending um hryggáverka því hryggnum er hætta búin ef höfúðið kastast skyndilega til. Einkennin eru: • Sársauki við að hreyfa handleggi eða fætur. • Tilfinningaleysi, dofi, máttleysi eða sviði í handleggjum eða fótum. • Skert stjórn á þörmum og blöðru. • Lömun í handleggjum eða fótum. • Aflögun á hálsi og skakkt höfuð. Spyrja skal fólk með meðvitund eftirfarandi spurninga: • Ertu með verki? Við áverka á háls (hálsliði) leiðir sársauka út í upphandleggina, við áverka á efri hluta baksins (brjóstliði) fram í rifin og við áverka á mjóbakið niður í fæturna. Hinn slasaði líkir gjarnan sársaukanum við „straum“. • Geturðu hreyft fœturna? Biðjið hinn slasaða að þrýsta fæti í hönd ykkar. Geti hann það ekki eða sé átakið mjög mátt- laust gæti hann verið með háls- eða hryggáverka. • Geturðu hreyft fingurna? Geti hann það er það merki um 231 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.