Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 41
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins Umönnun aldraðra: Andlegt álag og líkamleg Umönnun aldraðra er almennt talin bæði líkamlega og andlega erfið. Það þarf að lyfta, snúa og hlúa að rúmliggjandi fólki, baða, hjálpa úr rúmi í stól o.fl. Oft eru vinnuaðstæður erfiðar, víða þyrfti fleiri starfsmenn, starfsfólk getur átt von á árásum bæði í orði og verki. fj Vaktavinna reynir á starfsmenn og fjölskyldur / þeirra. Margt starfsfólk í öldrunarþjónustu kynn- / ist vistmönnum vel vegna langvarandi samveru og ' hefur samskipti við aðstandendur þeirra en þar reynir á því að oftast er ekki um bata að ræða heldur hrörnun og dauða. Vinnueftirlitið hefur gert rannsókn á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks á 62 öldrunarstofnunum og öldrunar- deildum sjúkrahúsa alls staðar á Islandi. Miðað var við staði þar sem voru 10 vistmenn eða fleiri. Spurningalistar voru lagðir fyrir allt starfsfólk (1886 manns) sem var í vinnu sólarhringinn ffá morgni 1. nóv. til morguns 2. nóv. árið 2000. Listamir voru bæði á íslensku og á ensku til að ná til sem flestra starfsmanna. Meðal annars var spurt um félagslega og andlega álagsþætti, líkamlegt álag, almennan aðbúnað á vinnustað, lífshætti og heilsufar. Svörun var 80%. Meirihluti svarenda voru konur eða 96%. í úrvinnslunni var hópnum skipt bæði eftir starfi og stöðu í öldrunarþjónustunni. Um var að ræða hjúkrunarfræðinga (16%), sjúkraliða (20%), ófaglærða í umönnun (44%), ræstitækna (8%), aðra (11%) og hins vegar deildarstjóra eða aðra yfirmenn (12%), faglærða (30%) og ófaglærða (58%). Margar áhugaverðar niður- stöður fengust í þessari rannsókn og augljóst að mismunandi hópar í öldrunarþjónustunni hafa bæði ólík tækifæri og mismun- andi starfsaðstæður. T.d. fannst 69% ræstitækna starfið andlega einhæft samanborið við einungis 12% hjúkrunarfræðinga. Við athuguðum sérstaklega tengsl andlegra og félagslegra þátta og óþæginda í hálsi og hnakka, öxlum og mjóbaki. Víða voru tengslin sterk. Andleg þreyta, óánægja með yfirmenn og valdaskipulag, ónóg áhrif á ákvarðanatöku, óánægja með vinnuna og upplýsingaflæðið, óánægja með samstöðuna í vinnunni og það að hafa orðið fyrir áreitni í vinnunni tengdist allt líkamlegum óþægindum og verkjum. Andleg þreyta og það að hafa orðið fyrir áreitni tengdist óþægindum í öllum líkamssvæðunum sem talin voru upp hér að framan. Niðurstöðumar benda ótvírætt til þess að huga þurfi að inörgum atriðum til þess að bæta líðan starfsmanna. Líkami og sál verða ekki aðskilin hvorki í starfi né einkalífi. Andlegt álag tengist líkamlegum óþægindum og líkamleg óþægindi geta valdið andlegri vanlíðan. Frekari upplýsingar urn niðurstöður rannsóknarinnar má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins: http//www.vinnueftirlit.is. Farið í: Rannsóknir. Þar blasir við Könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu og unnt að skoða: samantekt/svör við einstökum spumingum/spurningalistann. Vikan 21. - 25. október næstkomandi er evrópsk vinnu- verndarvika þar sem sjónum verður sérstaklega beint að streitu í starfi. Yfirskrift vikunnar er Working on Stress sem hefur verið þýtt vinna gegn streitu. Yfirskriftin er að nokkm leyti leikur að orðum þar sem bæði er átt við að áhersla sé lögð á að vinna bug á streitu og að vinnustreita sé í kastljósinu þessa tilteknu viku og reyndar allt árið. Evrópusambandið á frumkvæði að vikunni sem Islendingar taka þátt í. Vinnueftirlitið efhir af þessu tilefni til morgun- verðarfúndar á Grand hótel 21. október kl. 8:30-10:00 þar sem fjallað verður um streitu í starfi og hvað er helst til ráða ef ætlunin er að fyrirbyggja og ráða við vinnutengda streitu. Undirmönnun í hjúkrun I fréttablaði Alþjóða samtaka hjúkrunarfræðinga, SEW NEWS, apríl- júní hefti 2002 er sagt frá nokkrum rannsóknum sem gerðar hafa verið og sýna vel að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér aukna tíðni fylgikvilla og jafnvel dauða hjá sjúklingum. Sífellt fleiri rannsóknir sýna að undirmönnun i hjúkrun hefur í for með sér bæði lakari hjúkrun og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga. Rannsóknir hafa sýnt að sterk fylgni er á milli fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á deild/stofnun og tíðni ýmissa fylgikvilla. Auk- inn fjöldi hjúkrunarfæðinga veldur færri fylgikvillum hjá sjúkling- um, s.s. þvagfærasýkingu, lungnabólgu, magablæðingu, blóðtappa og losts. Þá hefur fjöldi hjúkrunarfræðinga einnig áhrif á lengd sjúkrahúslegu og dánartíðni sjúklinga á spítölum. Rannsókn sem gerð var á gjörgæsludeild sýndi að ef hjúkrunarfræðingur hjúkraði 3- 4 sjúklingum á vakt í stað 1-2 jókst hlutfall fylgikvilla marktækt hjá sjúklingunum. (Pronovost, P.J., og félagar, „Intensive Care Unit Nurse Staffing and Risk for Complications after Abdominal Aortic Surgery," Effective Clinical Practice, 2001; 4: 199-206) Þá hefur komið í ljós að eftir því sem undirmönnun er meiri eftir því aukast líkurnar á því að hjúkrunarfræðingar hætti störfum. í rannsókn sem gerð var af Peter Hart Research kom í ljós að einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum hefur hug á að hætta störfum innan 5 ára vegna lélegra vinnuskilyrða, þar á meðal undirmönnunar. Af þeim vandamálum senr hjúkrunarfræðingar eiga við að glíma i starfi er skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa helsta vandamálið að þeirra mati. Stærstur hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem hyggjast yfirgefa starf sitt, eða 87%, telja betri mönnun eða aukið hlutfall hjúkrunarfræðinga eitt mikilvægasta atriðið til að halda í og fjölga hjúkrunarfræðingum (Internet citation: Hart Poll: One in Five Wants to Leave the Profession, http://www. aft.org/publications/heaIthwire/mayJuneI/hartpoll.html) Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.