Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 37
Forvarnapistill: 't'oroAmÍY' f^Y'iv’ aUy’aSa Á síðustu árum hefur hjúkrun aldraðra og staða þeirra í þjóð- félaginu verið mikið til umræðu. Miklar breytingar hafa orðið frá því sem áður var þegar aldraðir bjuggu heima, þá oftast hjá bömum sínum. Nú hafa vistheimili, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, heimahjúkrun og dagvistun tekið við þessu hlutverki. Ef við berum saman lífsstíl þeirrar kynslóðar, sem nú er á dvalar- og hjúkrunarheimilum, og næstu kynslóðar, sem þar verður, er lífsstíll þeirra gjörólíkur. Ef við svo hugleiðum lífsstíl næstu kynslóðar þar á eftir er hennar lífsstíll einnig ólíkur, þó kannski minna. Við höfum talað um að aldraðir á okkar dögum hafi átt erfitt líf, oft búið í lélegu húsnæði, sumir í torfbæ, fólk kúldrast í einu herbergi og margir jafnvel í sama rúmi, þeir séu útslitnir af vinnu og þrældómi. Þar hafa engar forvarnir komið til, allt hafði sinn gang og sinn tíma. Hugtakið breyttur lífsstíll á að skapa okkur betra líf og gera okkur hæfari til að takast á við hina óhjákvæmilegu öldrun. En verðum við hæfari til þess en kynslóðin á undan? Verðum við ekki lika útslitin andlega og líkamlega? Útslitin af mikilli vinnu, hraða þjóðfélagsins, streitu, óhóflegri líkamsrækt og tilbúnu lífsgæðakapphlaupi, ef við stöldrum ekki við til að finna jafnvægi í lífi okkar. Aldraðir, sem nú þurfa aðstoð á einhvern hátt, gera ekki miklar kröfur. Trúlega miðast þær við þeirra lífsstíl sem var og trúlega gera næstu kynslóðir meiri kröfur. Samt er talað um of mikinn kostnað við hjúkrun aldraðra í hvaða mynd sem er. Með aukinni læknisffæðilegri þekkingu og framförum hefur meðalaldur hækkað og öldruðum fjölgað. Biðlistar á dvalar- og hjúkrunarheimilum lengjast og víða er aldrað fólk heima ófært um að búa eitt vegna andlegra og líkamlegra sjúkdóma og félagslegrar einangrunar. Til að leysa öll þau vandamál, sem við sjáum í dag, þ.e. biðlista og óffemdarástand í heimahúsum, þarf margt að koma til. Eitt af því er að efla forvarnir sem mundu gera öldruðum kleift að búa lengur heima, en lítið er um skipulagt forvarnastarf nú. Að búa heima hlýtur að vera æskilegast fyrir okkur öll, hvort sem við erum ung eða gömul. Oft kemur fólk inn á dvalar- og hjúkrunarheimili hresst líkamlega en aumt andlega, er kvíðið og þunglynt þannig að það getur ekki búið eitt. í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir þetta með markvissum aðgerðum þar sem fólk fær stuðning, fræðslu, ráðgjöf og eftirlit áður en vandamálin eru komin á alvarlegt stig eða orðin óleysanleg. Heislugæslan kjörinn vettvangur í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 frá heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneyti er eitt markmiðið í öldrun þetta: Yfir 75% íbúa 80 ára og eldri verði við það góða heilsu að þeir geti með viðeigandi stuðningi búið heima og tekið virkan þátt í daglegu lífi. Einnig að bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk, sem er í brýnni þörf, sé ekki meiri en 90 dagar. Til að þessi markmið náist þarf markvisst skipulagt for- vamarkerfi sem fólki býðst að ganga inn í um 65 ára aldur. Heilsugæslustöðvar em kjörinn vettvangur fyrir forvarnastarf og til að halda utan um þessi mál. Þar væri teymi sem færi yfir mál hvers og eins. Læknir athugaði líkamlegt og andlegt ástand og lyfjaþörf, hjúkmnarfræðingur mæti þörf á stuðningi og heimahjúkrun, iðjuþjálfi mæti þörf á hjálpartækjum og aðstöðu heima m.t.t. úrbóta og félagsráðgjafi mæti þörf á dagvistun og þeim félagslegu úrbótum sem þörf er á. Gott aðgengi þarf að vera að ráðgjöf og fræðslu fyrir hinn aldraða þannig að hægt sé að bregðast strax við þeim vanda- málum sem upp koma og leysa þau áður en þau verða stór eða óleysanleg. Það væri einnig hlutverk starfsfólks á heilsugæslustöð að halda utan um þau mál. Þarf að byrja strax Öllu lífi lýkur við dauða en dauðinn á sér misjafnan aðdraganda, stundum stuttan en oft langan og erfiðan. Þörf fyrir öldmnarstofnanir verður því áfram til staðar og þar er þörf á markvissri uppbyggingu þar sem litið er á málin í heild og samhengi, hugað að húsnæði, vinnuaðstöðu og síðast en ekki síst starfsfólki sem þarf að vera tiltækt. Það væri gaman að sjá að þegar hallar undan fæti ættu allir aldraðir að eiga kost á úrlausnum við hæfi til að vera sjálfbjarga eins lengi og kostur er, síðan með stuðningi heima og dagvistun ef þurfa þykir. Ef síðan er þörf á vistun á öldrunarstofnunum kæmist fólk þar að áður en allt er komið í óefni og ástandið búið að ganga svo nærri hinum aldraða og fjölskyldu hans að mikið þurfi til að ná jafnvægi á ný. Það er dýrt þegar fólk býr við óviðunnandi aðstæður og dettur kannski og brýtur sig, þá er mikill kostnaður við aðgerð, sjúkrahúsinnlögn, lyf, sjúkraþjálfun og margt fleira. Það er líka dýrt þegar fólk er orðið andlega niðurbrotið, einangrað og öryggislaust þannig að líkamlegri færni hrakar dag frá degi. Til að ná þeim markmiðum, sem stefht er að, þarf að byija strax, og þegar markmið em til langs tíma (10 - 20 ára) þarf að ákveða hvað á að gera á hveiju ári þar til markmiðinu er náð. Hvað er verið að gera til að þetta markmið náist? Eru allir að vinna að sama markmiðinu? Vinna þeir saman, eða hver í sínu lagi? Hefur einhver heildaryfirsýn? Þetta em spumingar sem velta má fýrir sér þegar málefhi aldraðra era annars vegar. Eins og öllu fleygir fram í dag er erfitt að sjá hvemig umhorfs verður í þjóðfélaginu að nokkrum árum liðnum. Kannski bjóðast þá nýjar lausnir sem við komum ekki auga á nú. Því er mikilvægt að fylgjast vel með allri þróun og nýta það sem hagkvæmt er og horfir til bóta. Helga Aöalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Soffía Snorradóttir, hjúkrunarfrœðingar í Seljahlíð 229 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.