Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 24
húðar) og auðveldar skrið þeirra yfir sárabeðinn (Bolton, Monte og Pirone, 2000). • Rakinn hvetur til fjölgunar fiíbróblasta og myndunar kollagens (Bolton, Monte og Pirone, 2000). • Rakinn hvetur til æðanýmyndunar (Bolton, Monte og Pirone, 2000). • Rannsóknir benda til þess að raki við sárabeð dragi úr nekrósumyndun af völdum ofþornunar (Bolton, Monte og Pirone, 2000). • Rakar umbúðir loða síður við sárabeðinn og rífa því síður upp nýmyndaðan vef við umbúðaskipti. Af þeim sökum draga þær úr sársauka við skiptingar (Asta Thoroddsen, 1990; Bolton, Monte og Pirone, 2000). Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að rakasæknar (hydrocolloid) umbúðir, sem draga samtímis að sér vessa úr sári og halda sárabeði rökum og heitum, stuðli betur að góðri sáragræðslu en hefðbundin grisjunotkun. Þessi verkun skýrist af þeirri stað- reynd að rakasæknu umbúðirnar eru mun öflugri við að draga úr rakatapi við sárabeð en grisjumar, en það gera þær með því að draga í sig vessa úr skurðsári og mynda hlaup sem bindur raka og heldur honum að sárabeðnum. Saltvatnsbleyttu grisj- urnar loftþorna hins vegar og loða við sárabeðinn. Af þeim sökum þyrfti að væta grisjurnar á a.m.k. fjögurra tíma fresti til að ná upp sama rakamagni við sárabeð og rakasæknu umbúð- imar veita, sérstaklega á seinni stigum græðslunnar þegar vessamyndun minnkar (Bolton, Monte og Pirone, 2000). Þessar rakasæknu umbúðir eru teygjanlegar og ógegndræpar fyrir bakteríum, vatni og lofttegundum. Þær halda hlutþrýstingi súreíhis lágum (5-10 mm Hg) í sárabeðnum og það hvetur til nýmyndunar háræða (angiogenesis) og hyldgunarvefjar (granulationsvefjar) og stuðlar á þann hátt að sáragræðslu (Asta Thoroddsen, 1990; Chang, Wind og Kerstein, 1996; Collier, 1996). Rakasæknar umbúðir veita einnig vörn við vexti baktería með lágu sýrustigi, en það er óhagstætt fyrir vöxt pseudomonas aemginosa og staphilococcus aureus. Þegar þær komast i snertingu við vessa úr sárinu leysast þær upp i hlaupkennt efni næst sárbeðnum, en vessinn inniheldur mikið af virkum hvítum blóðkornum sem stuðla að hreinsun á dauðum vef og fmrnurn (Ásta Thoroddsen, 1990). Hvers vegna er notkun rakasæknu umbúðanna ekki meiri en raun ber vitni? Almenn hræðsla hefur verið í heilbrigðisgeiranum við að loka sárum af ótta við sýkingu. Sá ótti hefur samkvæmt rann- sóknum ekki átt við rök að styðjast þar sem rakt og súrt umhverfi ásamt lágum súrefnisþrýstingi hamlar vexti baktería. Raunin er sú að lokaðar umbúðir hvetja til fjölgunar á hvítum blóðkornum sem hefta fjölgun baktería í sári (Chang, Wind og Kerstein, 1996). Rannsókn Hutchinson og McGuckin 1990 styður þessa niðurstöðu þar sem hún sýndi að tíðni sýkinga í sárum með lokuðum umbúðum var einungis 2,6% en tíðni sýkinga í sárum, sem ekki voru hulin með lokuðum umbúð- um, var 7,1% (vitnað til í Bolton, Monte og Pirone, 2000; 216 vitnað til í Chang, Wind og Kerstein, 1996). Talið er að þessi góði árangur geti verið vegna takmörkunar rakaumbúðanna á nekrósu í sárabeði þar sem dauði vefurinn er ákjósanlegt æti fyrir sníkla ýmiss konar (Bolton, Monte og Pirone, 2000). Sárameðferð með Tender-Wet Það sem varð til þess að við kynntumst og fórum að vinna með rakasæknar umbúðir af gerðinni Tender-Wet var að ungur maður með erfið sár lagðist inn á bæklunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Hann þarfnaðist sérhæfðar sárameðferðar þar sem hefðbundin sárameðferð reyndist ekki fullnægjandi. Þessi skjólstæðingur okkar hafði orðið fyrir vinnuslysi tveimur vikum áður, en 400 kílóa hlutur hafði runnið til og klemmt fótlegg hans í nokkrar mínútur. I kjölfarið þróaðist „compartment syndrome" en þá eykst þrýstingur verulega innan vöðvahólfa kálfans vegna blæðingar og bjúgs sem síðan getur leitt til drepmyndunar ef þrýstingi er ekki aflétt. Við slysið var hann fluttur á nálægt sjúkrahús þar sem þrýstingi var aflétt með skurðaðgerð og tveir kerar settir inn á áverkasvæðið. Keramir voru tekin tveimur dögum síðar og hann útskrifaður. Tveimur vikum síðar kemur hann á slysadeild FSA til eftirlits en hann hafði þá verið með slæma verki í fætinum í nokkurn tíma án þess að leita sér aðstoðar. Við skoðun kom í ljós að aðgerðar var aftur þörf þar sem þrýsingur innan kálfans var orðinn verulegur. Hann fór í skurðaðgerð og var í kjölfarið lagður inn á bæklunardeild FSA. Við komu var hann með 25-30 sentimetra langan skurð eftir fótleggnum sem var lokað með fisksaumi að hluta en hann er eins og grófur krosssaumur. Beggja vegna skurðarins mátti sjá stóra nekrósubletti u.þ.b. 5x5 cm stóra sem ekki höfðu náð upp í gegnum húðina. í fyrstu var skipt á sárinu tvisvar til þrisvar á dag með saltvatnsblautum grisjum, þurrum grisjum yfir og loks umbúðarpúða. Skjólstæðingurinn hafði skerta fótaferð og hafði fótinn í hálegu í rúmi þess á milli. Fyrstu 4 daga eftir aðgerð vessaði lítið úr sárinu, verkir voru litlir við umbúðaskiptingar og bjúgur í rénun. Þá fékk hann leyfi til aukinnar fótaferðar en við það jókst bjúgur verulega á fætinum, vessinn jókst og varð blóðlitaður og verkir urðu meiri. Á sama tíma fer að myndast roði í húð kringum nekrósubletti en húð er þó enn órofin og sárameðferð óbreytt. Tveimur vikum eftir komu á deildina var fisksaumur fjarlægður og farið að skola sár með þynntu oxydoli vegna fíbrínuppsöfnunar. Ákveðið var að taka ekki nekrósusvæði í aðgerð að svo stöddu þrátt fyrir að það væri farið að teygja sig upp i gegnum húð þar sem vonast var til þess að einhver græðsla ætti sér stað í vöðvavefnum undir því. Sár verður sýkt og verkir aukast Þremur vikum eftir komu á deildina verður breyting á sárinu og var það þá orðið sýkt af völdum staphilococcus aureus. Tveimur dögum síðar fer sjúklingurinn í aðgerð þar sem sárið er hreinsað og dauður vefur skorinn í burtu. í kjölfarið verður Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.