Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 5
Formannspistill Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Herdís Sveinsdóttir Ríkisendurskoðun birti tvær skýrslur í septem- ber, aðra um rekstur Heilsugæslunnar í Reykja- vík, hina um kostnað vegna samnings Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR) við sérfræðilækna. Fram kemur að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sé ftjáls aðgangur að þjónustu sér- fræðilækna. Ríkisendurskoðun telur og brýnt að heilbrigðisyfirvöld móti skýrari stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Miklar umræður hafa orðið um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar þessa. En hver er skoðun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? Eiga hjúkrunarffæðingar að standa i einka- rekstri? I stefnu félagsins frá því 1997 stendur: Á Islandi er heilbrigðisþjónustan talin til mann- réttinda. Því er eðlilegt og mikilvægt að hið opinbera tryggi að allir hafi aðgang að vandaðri heilbrigðisþjónustu sem miðast við þarfir. Hlut- verk þess er að setja reglur um gæði og stig þjón- ustunnar. Hið opinbera hefiir einnig eftirlitsskyldu með þeirri þjónustu sem veitt er. Vegna eðlis þjónustunnar má búast við að rekstur hennar verði í meginatriðum i höndum hins opinbera. Hins vegar hvetur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til sveigjanleika í rekstri, m.a. með því að kanna mismunandi rekstrarform. Umræða um einkarekstur er alls ekki ný af nálinni og þegar árið 1999 fannst stjórn félags- ins mikilvægt að hjúkrunarffæðingar hefðu rödd í þeirri umræðu. Ábyrg þátttaka hjúkrun- arffæðinga að umræðu um einkarekstur skyldi jafnffamt byggja á þekkingu á einkarekstri og hugmyndum um hver hlutdeild þeirra að einkarekstri ætti að vera. í ljósi þess var félagið með vel sóttan félagsfúnd í desember 2000 urn einkarekstur. Á vormisseri 2001 stóð félagið svo fyrir námskeiði í samvinnu við Háskólann í Reykjavík um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðinguin ber undir öllum kringumstæðum að tryggja gæði hjúkrunar með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi, en í stefnu félagsins stendur jafnframt að: Hjúkrunarffæðingurinn ber faglega og lagalega ábyrgð á störfúm sínum. Hann hagar störfúm sinum i samræmi við siðareglur Félags islenskra hjúkrunarffæðinga. Undir öllum kringumstæðum ber honum að tryggja gæði hjúkrunar með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, hefúr bent á að grunnheilbrigðisþjónusta þegnanna sé yfirleitt best tryggð í löndum þar sem heil- brigðisþjónustan er ríkisrekin. Þar séu tækni- framfarir hugsanlega seinna á ferð og hátækni ekki eins nýtt og í einkarekstri en allir fái þjónustu. Þar sem einkavæðing sé lengst á veg komin sé nýjasta tækni ffekar í fyrirrúmi, en á móti komi að langt ffá því allir hafi aðgang að þeirri þjónustu þannig að jafn aðgangur allra sé ekki tryggður né gæði grunnheilbrigðis- þjónustunnar. ígrunda verður vel þessa þætti áður en farið er út í viðamiklar breytingar til einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Grunnheilbrigðisþjónustan ætti þó að vera vel tryggð þó rekstur ákveðinna þjónustuþátta sé færður á hendur einkaaðila. Grundvallar- atriði, sem hafa þarf í huga við ákvörðun um einkarekstur, eru gæði og hagkvæmni þjónust- unnar mæld út ffá heilsufari þjóðar og út ffá þeirri þjónustueiningu sem er í einkarekstri. Einu möguleikar hjúkrunarfræðinga í dag til að fá greiðslur frá ríkinu fyrir hjúkrunar- störf utan stofnana eru að komast á samning Félagsins við TR. Samningurinn er takmark- aður við 25 hjúkrunarfræðinga og áhöld eru um að hann standist samkeppnislög. Árið 2000 lét stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga vinna fyrir sig lögffæðiálit á því hvort hann stæðist lögin og var niðurstaða þess að samningurinn stæðist þau ekki. Hjúkrunarfræðingar hafa að auki möguleika á að taka að sér rekstur ákveðinna eininga samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Dæmi um það er rekstur öldrunardeildar á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi þar sem tveir hjúkrunarffæðingar gerðu samning við spítal- ann um rekstur deildarinnar. Gekk sá rekstur vel fyrir sig. Ymsir möguleikar eru í stöðunni í dag fyrir hjúkrunarffæðinga í þá veru að stunda ffekari einkarekstur. I fyrsta lagi er það að breyta og útvíkka samninginn við TR. Þar sem samningurinn er að mestu takmarkaður við höfúðborgarsvæðið liafa skjólstæðingar hjúkr- unarfræðinga misjafnt aðgengi að þjónustu þeirra. Til að bæta þennan þátt má annars vegar fjölga leyfunum í svipaðri mynd og þau eru í núna, hins vegar hverfa frá takmörkun leyfa en skilgreina betur hvaða skilyrði hjúkrunarfræð- ingar þurfi að uppfylla til fá leyfi og þar með tryggja jafnan aðgang hjúkrunarffæðinga að samningnum hvar sem þeir eru staðsettir. Samningurinn er núna bundinn við þjónustu í heimahúsum. Utvíkka má samninginn þannig að hann nái yfir: • Þjónustu hjúkrunarffæðinga veitta á hjúkrunarstofúm. Það þýðir að hjúkrunar- ffæðingar þurfi ekki ávallt að fara heim til skjólstæðinga sinna. Sjúklingamir geti í sum- um tilvikum komið á stofu til hjúkrunar- ffæðinganna. • Sjúkrahústengda heimaþjónustu. Sem stendur er sjúkrahústengd heimaþjónusta hjúkrunarfræðinga greidd af þeirri stofnun sem veitir þjónustuna án þess að þessi þjónusta sé innan fjárveitingar stofnunar- innar. Eðlilegt er að þessi jrjónustu sé veitt samkvæmt samningi við TR. • Ferliverk hjúkrunarffæðinga á stofn- unum. Sjálfstæð hjúkrunarmeðferð, sem hjúkr- unarffæðingar veita innan göngudeilda stofn- ana, er sífellt að aukast. Eðlilegt er að greiðslur fyrir þá meðferð séu samkvæmt sams konar kerfi og hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem veita meðferð á göngudeildum. Annar möguleiki hjúkrunarfræðinga til einkareksturs er að þeir taki að sér rekstur á ákveðnum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi eru hjúkrunarheimili, líknarheimili, ákveðnar deildir sjúkrastofnana og valdir þættir innan heilsugæslunnar. Miðað við það ástand, sem skapast hefúr í heilsugæslunni vegna kjaradeilu heimilislækna, er sjálfsagt að hjúkrunarffæðingar vilji stuðla að ffiði í sínu vinnuumhverfi. Ein leið til þess er að hjúkrun- arffæðingar taki að sér rekstur ákveðinna eininga innan heilsugæslunnar, eins og heima- hjúkrunar, skólahjúkrunar og ungbarnaeftirlits. Fleiri möguleikar eru til staðar og er það okkar að finna þá og móta til hagsbóta fyrir skjólstæðinga og heilbrigðiskerfið í heild. 197 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.