Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 5
Formannspistill Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Herdís Sveinsdóttir Ríkisendurskoðun birti tvær skýrslur í septem- ber, aðra um rekstur Heilsugæslunnar í Reykja- vík, hina um kostnað vegna samnings Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR) við sérfræðilækna. Fram kemur að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sé ftjáls aðgangur að þjónustu sér- fræðilækna. Ríkisendurskoðun telur og brýnt að heilbrigðisyfirvöld móti skýrari stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Miklar umræður hafa orðið um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar þessa. En hver er skoðun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? Eiga hjúkrunarffæðingar að standa i einka- rekstri? I stefnu félagsins frá því 1997 stendur: Á Islandi er heilbrigðisþjónustan talin til mann- réttinda. Því er eðlilegt og mikilvægt að hið opinbera tryggi að allir hafi aðgang að vandaðri heilbrigðisþjónustu sem miðast við þarfir. Hlut- verk þess er að setja reglur um gæði og stig þjón- ustunnar. Hið opinbera hefiir einnig eftirlitsskyldu með þeirri þjónustu sem veitt er. Vegna eðlis þjónustunnar má búast við að rekstur hennar verði í meginatriðum i höndum hins opinbera. Hins vegar hvetur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til sveigjanleika í rekstri, m.a. með því að kanna mismunandi rekstrarform. Umræða um einkarekstur er alls ekki ný af nálinni og þegar árið 1999 fannst stjórn félags- ins mikilvægt að hjúkrunarffæðingar hefðu rödd í þeirri umræðu. Ábyrg þátttaka hjúkrun- arffæðinga að umræðu um einkarekstur skyldi jafnffamt byggja á þekkingu á einkarekstri og hugmyndum um hver hlutdeild þeirra að einkarekstri ætti að vera. í ljósi þess var félagið með vel sóttan félagsfúnd í desember 2000 urn einkarekstur. Á vormisseri 2001 stóð félagið svo fyrir námskeiði í samvinnu við Háskólann í Reykjavík um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðinguin ber undir öllum kringumstæðum að tryggja gæði hjúkrunar með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi, en í stefnu félagsins stendur jafnframt að: Hjúkrunarffæðingurinn ber faglega og lagalega ábyrgð á störfúm sínum. Hann hagar störfúm sinum i samræmi við siðareglur Félags islenskra hjúkrunarffæðinga. Undir öllum kringumstæðum ber honum að tryggja gæði hjúkrunar með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, hefúr bent á að grunnheilbrigðisþjónusta þegnanna sé yfirleitt best tryggð í löndum þar sem heil- brigðisþjónustan er ríkisrekin. Þar séu tækni- framfarir hugsanlega seinna á ferð og hátækni ekki eins nýtt og í einkarekstri en allir fái þjónustu. Þar sem einkavæðing sé lengst á veg komin sé nýjasta tækni ffekar í fyrirrúmi, en á móti komi að langt ffá því allir hafi aðgang að þeirri þjónustu þannig að jafn aðgangur allra sé ekki tryggður né gæði grunnheilbrigðis- þjónustunnar. ígrunda verður vel þessa þætti áður en farið er út í viðamiklar breytingar til einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Grunnheilbrigðisþjónustan ætti þó að vera vel tryggð þó rekstur ákveðinna þjónustuþátta sé færður á hendur einkaaðila. Grundvallar- atriði, sem hafa þarf í huga við ákvörðun um einkarekstur, eru gæði og hagkvæmni þjónust- unnar mæld út ffá heilsufari þjóðar og út ffá þeirri þjónustueiningu sem er í einkarekstri. Einu möguleikar hjúkrunarfræðinga í dag til að fá greiðslur frá ríkinu fyrir hjúkrunar- störf utan stofnana eru að komast á samning Félagsins við TR. Samningurinn er takmark- aður við 25 hjúkrunarfræðinga og áhöld eru um að hann standist samkeppnislög. Árið 2000 lét stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga vinna fyrir sig lögffæðiálit á því hvort hann stæðist lögin og var niðurstaða þess að samningurinn stæðist þau ekki. Hjúkrunarfræðingar hafa að auki möguleika á að taka að sér rekstur ákveðinna eininga samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Dæmi um það er rekstur öldrunardeildar á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi þar sem tveir hjúkrunarffæðingar gerðu samning við spítal- ann um rekstur deildarinnar. Gekk sá rekstur vel fyrir sig. Ymsir möguleikar eru í stöðunni í dag fyrir hjúkrunarffæðinga í þá veru að stunda ffekari einkarekstur. I fyrsta lagi er það að breyta og útvíkka samninginn við TR. Þar sem samningurinn er að mestu takmarkaður við höfúðborgarsvæðið liafa skjólstæðingar hjúkr- unarfræðinga misjafnt aðgengi að þjónustu þeirra. Til að bæta þennan þátt má annars vegar fjölga leyfunum í svipaðri mynd og þau eru í núna, hins vegar hverfa frá takmörkun leyfa en skilgreina betur hvaða skilyrði hjúkrunarfræð- ingar þurfi að uppfylla til fá leyfi og þar með tryggja jafnan aðgang hjúkrunarffæðinga að samningnum hvar sem þeir eru staðsettir. Samningurinn er núna bundinn við þjónustu í heimahúsum. Utvíkka má samninginn þannig að hann nái yfir: • Þjónustu hjúkrunarffæðinga veitta á hjúkrunarstofúm. Það þýðir að hjúkrunar- ffæðingar þurfi ekki ávallt að fara heim til skjólstæðinga sinna. Sjúklingamir geti í sum- um tilvikum komið á stofu til hjúkrunar- ffæðinganna. • Sjúkrahústengda heimaþjónustu. Sem stendur er sjúkrahústengd heimaþjónusta hjúkrunarfræðinga greidd af þeirri stofnun sem veitir þjónustuna án þess að þessi þjónusta sé innan fjárveitingar stofnunar- innar. Eðlilegt er að þessi jrjónustu sé veitt samkvæmt samningi við TR. • Ferliverk hjúkrunarffæðinga á stofn- unum. Sjálfstæð hjúkrunarmeðferð, sem hjúkr- unarffæðingar veita innan göngudeilda stofn- ana, er sífellt að aukast. Eðlilegt er að greiðslur fyrir þá meðferð séu samkvæmt sams konar kerfi og hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem veita meðferð á göngudeildum. Annar möguleiki hjúkrunarfræðinga til einkareksturs er að þeir taki að sér rekstur á ákveðnum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi eru hjúkrunarheimili, líknarheimili, ákveðnar deildir sjúkrastofnana og valdir þættir innan heilsugæslunnar. Miðað við það ástand, sem skapast hefúr í heilsugæslunni vegna kjaradeilu heimilislækna, er sjálfsagt að hjúkrunarffæðingar vilji stuðla að ffiði í sínu vinnuumhverfi. Ein leið til þess er að hjúkrun- arffæðingar taki að sér rekstur ákveðinna eininga innan heilsugæslunnar, eins og heima- hjúkrunar, skólahjúkrunar og ungbarnaeftirlits. Fleiri möguleikar eru til staðar og er það okkar að finna þá og móta til hagsbóta fyrir skjólstæðinga og heilbrigðiskerfið í heild. 197 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.