Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 48
Námskeíð í umönnun eínstaklínga með heilabílunarsjúkdóma Svava Aradóttir, hjúkrunarfræðingur, rekur fyrirtæki í Dan- mörku og býður starfsfólki hjúkrunarstofnana á Islandi og í Danmörku námskeið i umönnun heilabilaðra. Svava er fædd á Dalvík og byrjaði að vinna 15 ára gömul á Kristnesi við umönnun aldraðra þar og þá jafnframt umönnun einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma. Hún segist þá ekki hafa vitað mikið um þau mál, fólk hafi bara verið kallað kalkað á efri árum. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði frá FSA 1974 og sem hjúkrunarfræðingur frá Gautaborg 1980 og flyst til Kaup- mannahafnar 1992 og vinnur við hjúkrun einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma. Á árunum 1995-1997 segir hún áhuga sinn á heilabilun hafa vaknað fyrir alvöru. 1997-2001 var hún deildarstjóri á heimili fyrir aldraða en þar var mestur hluti vistmanna með einhvern heilabilunarsjúkdóm. Á þessum tírna fór hún í sérnám í umönnun einstaklinga með heilabilunar- sjúkdóma, fór að kenna um heilabilun og umönnun einstakl- inga með sjúkdóminn, kenndi hjúkrunarnemum og hélt nám- skeið fyrir starfsfólk, faglært sem ófaglært. Árið 2000 stofn- aði hún svo Nordic Lights. En hver var kveikjan að því? „Ég hafði svo oft séð að starfsfólkið hafði ekki þá þekk- ingu sem nauðsynleg er til þess að það gæti valdið þeim erfiðu og flóknu verkefnum sem það er að fást við daglega i vinnu sinni með einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Aðstæður verða oft og tíðum óþarflega erfiðar og togstreita myndaðist, hreinlega vegna vanþekkingar á sjúkdómnum og afleiðingum hans á hegðun einstaklingsins. Það er erfitt að fá hæft starfsfólk og erfitt að halda í það og það er mikil fjarvera hjá fólki sem starfar innan þessa geira. Ég er sannfærð um að ef starfsfólkið fær meiri þekkingu á sjúkdómnum og hvernig það á að kljást hin ýmsu vandamál sem koma upp getum við gert þetta starf meira heillandi og eftirsóknarvert,“ segir Svava. Hún segir afar krefjandi en jafnframt gefandi, bæði fag- lega og persónulega, að annast einstaklinga með heilabilunar- sjúkdóma. Alrnenn þekking um þá sjúkdónra sé oft takmörkuð og brýn þörf að ráða bót á því. Enginn vafi sé á því að líðan hins sjúka og þeim sem næst honum standa verði bærilegri þegar starfsfólkið hefur fengið þá þekkingu sem nauðsynleg er til að skilja sjúkdóminn betur og afleiðingar hans og hefur þar með betri möguleika á að valda verkefnum sinum sem best. Því miður hafi faglegur metnaður og virðing ekki mikið verið tengdur þessum hluta umönnunarstarfsins en sem betur fer séu viðhorf að breytast. En á hvað er lögð áhersla á námskeiðunum? „Ég legg áherslu á umönnun út frá andlegu og félagslegu umhverfi hins sjúka, lífssögu hans, og nota m.a. atferlisskráningu við lausn vandamála í hjúkruninni. Rauður þráður í námskeiðum minum er mikilvægi þess að skilja hegðun hins sjúka fremur en að reyna að breyta henni. Námskeiðin byggjast á aðferðum þróuðum af Nordic Lights ásamt hugmyndafræði Tom Kitwood þar sem persónu- leiki, styrkur, viðurkenning og innlifun eru hlutar af einni heild. Hlutverk Nordic Lights er að bjóða námskeið með háum gæðastuðli þar sem lögð er áhersla á að unnið sé faglega að málum en um leið séu manneskjuleg gildi og samspil milli hlutaðeigandi aðila í brennidepli. Meginmarkmiðið með þeim er að aðstoða heilabilaða einstaklinga, fjölskyldur þeirra og starfsfólkið sem annast þá, til að öðlast auðveldara og betra daglegu lífi.“ Svava heldur námskeið á íslandi í október, m.a. opið námskeið í Reykjavík um miðjan mánuðinn. Heimasíða Nordic Lights er www.nordic-lights.dk 240 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.