Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 30
Soffia bætir við að unnt væri að senda þessum hópi bréf og bjóða fólkinu hlutastörf, t.d. við bókasafnið eða umönnun þeirra sem á þurfa að halda, fara út með fólk einu sinni í viku á kaffihús eða eitthvað þess háttar, bíó, leikhús. „Það er mjög gaman þegar við ræðum um endurminningar að farið er að rifja upp jólahald eða eitthvað þess háttar. Menn, sem hafa jafnvel aldrei brosað, verða allt í einu léttir og áhugasamir.“ Margrét segir að á heimilinu sé gefið út blað sem heitir Viskubrunnurinn, en það eru vistmenn sem skrifa í það og þar er að finna alls kyns frásagnir frá gamalli tíð. „Við erum líka með mjög marga hagyrðinga hérna og sumir eru að skrásetja sitt. Það eru líka tvær tölvur hérna sem fólk getur notað og ég hef t.d. séð einn hérna vera að tefla í tölvunni. En það eru mjög fáir sem vilja fara í tölvuna. Tölvumar geta nýst vel þeim hópi sem er heyrnarlaus, t.d. gæti ein kona sem komist í samband við umhverfið með tölvunni. Hún er gjörsamlega einangruð og líður afskaplega illa, aðallega út af heyrnarleysinu. Það er erfitt að ná til hennar. Ég hvet unga hjúkrunarfræðinga til að kíkja inn á öldrunarstofnanir því það er svo margt að læra þar.“ Ljúfur andi í húsinu Margrét segir öldrunarhjúkrun geysilega gefandi og þakklátt starf eins og reyndar alla hjúkrun. „En hér er önnur nálgun, hér er verið að faðmast og kyssast, auðvitað nær maður mis- munandi sambandi við fólk en það er svo ljúfur andi í húsinu, þetta er eins og stór Qölskylda. Og margt starfsfólkið leggur gríðarlega mikið á sig á álagstímum eins og páskum eða jólum og gerir í því að gera þetta heimilislegt. Og hér er mikið félagsstarf, það er sungið og leikið. Það er mjög mikil starfsemi. Ef við hlaupum í gegnum það þá rekur gamla fólkið hér sjálft bjórkrá, leggur örlítið á sherrýstaupið og ölflöskuna, þetta er einu sinni í mánuði frá kl. 4-6. Fólkið mætir þá í sparifötunum og fær sér tár og ágóðann af þessu er notaður í ferðalögin þeirra, farið er tvisvar á ári, í sumarferð og haustferð. Við eigum reit uppi í Heiðmörk sem við förum og plöntum í á vorin, í febrúar erum við með menn- ingardaga sem standa í eina viku, við höfurn þá fengið íyrirlesara utan úr bæ til að vera með svona klukkutíma til eins og hálfs tíma íyrirlestur um tiltekið efni, læknirinn okkar hefur verið með innlegg, við höfum fengið einhvem jólabókahöfund og ýmsa þekkta einstaklinga til að ræða um bókina sína. I heimilismannaráði eru teknar ákvarðanir um til hvaða fyrir- lesara eigi að leita. Við emm með sameiginlegt þorrablót, hljómsveit og dans. Sett em upp borð um allt hús, svo fólkið komist fýrir. Svo era alltaf reglulega myndbandasýningar, bingókvöld hálfsmánaðarlega og svo dans á þriðjudögum. Og á haustin er hattakvöldið, það er svona árshátíð heimilismanna, hátíðarmatseðill, allar konurnar með hatta og þeir með þverslaufur, prúðbúnir. Höfð er þríréttuð máltíð og aðkeypt skemmtiatriði, en á þorrablótinu skemmtum við. Svo erum við með hárgreiðslustofu, fótaaðgerðastofu, leikfimi, föndur, 222 félagsstarfið er opið frá níu til hálf fimm alla virka daga. Og það er boðið upp á leirvinnu, saumaskap, kortagerð, taumálun, silkimálun og allt sem nöfnum tjáir að nefna í rauninni. Og mikil stundaskrá í boði.“ Hún nær í stundaskrá, sem er þar á vegg og hún er fullbókuð af alls kyns dagskráratriðum. Margrét segist að lokum eins og Soffia vilja hvetja unga hjúkrunarfræðinga til að kynna sér þessa grein hjúkmnar betur því það sé svo heillandi og gefandi að vinna á svona stað. Vinnan sé mjög þroskandi, „maður sér stelpurnar, sem koma til okkar á vorin, fara frá okkur á haustin miklu ríkari af reynslu og samskiptaþekkingu.“ „Getum ekkí verið í þessum björgunaraðgerðum11 - segir Anna Birna Jensdóttir Nœst lá leiðin í Sóltún, en þar erAnna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri. Hún varfyrst spurð að því hvað hefði valdið því að hún lagði fyrir sig öldrunarhjúkrun. „Starfsferill minn er fyrst og ffemst bundinn við öldrunar- hjúkrun, uppbyggingu og stjórnun öldrunarþjónustu,“ segir Anna Birna. Hún segir að hún hafi starfað á lyflækningadeild Landspitalans við Hringbraut skömmu eftir að hún útskrifaðist en þá var B-álman i Fossvogi í uppbyggingu. Borgarspítalinn, sem þá var, auglýsti sérstaklega styrk fyrir hjúkrunarfræðinga til að fara í meistaranám í öldmnarhjúkrun til að taka við og opna þessa miklu byggingu og Margrét Gústafsdóttir fékk styrkinn og þessu fylgdi mikil umræða. „Hjúkmnarforstjórinn, Sigurlín Gunnarsdóttir, og Margrét voru það ffamsýnar að þegar þær fóm að auglýsa effir starfsfólki í B-álmuna þá virkaði þetta mjög aðlaðandi, menn ætluðu sér strax á þessum tíma að fara að tileinka sér margt af því sem maður hafði lært á bókina í skólanum og þetta var vettvangur sem gaf ábendingu um að þama myndu ffæðin og starfið vera í takt. Þetta heillaði mig.“ Anna Bima útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla íslands 1981 og þar var kennsla í bæði öldrunarhjúkrun og öldrunarlækn- ingum. En henni fannst oft ekki samræmi í því sem skólinn kenndi og vinnubrögðunum sem viðhöfð voru á sjúkrahúsun- um. „Mér fannst mjög spennandi hvernig forsvarsmennirnir, Sigurlín og Margrét, kynntu öldranarhjúkranina sem nýjan vettvang innan hjúkrunar á þeim tíma og það varð til þess að ég sótti þarna um stöðu aðstoðardeildarstjóra hjá Sesselju Gunnarsdóttur á fyrstu deildinni sem var opnuð í B-álmunni og hef ekki séð eftir því. í framhaldinu beindi ég mínu framhaldsnámi inn á þessar brautir ásamt stjórnun og hef svo fengist við störf og rannsóknir á þessu sviði alla tíð síðan.“ Anna Birna hélt í framhaldsnám í öldrunarhjúkrun í Danmörku, fór til Árósa í hjúkrunarffæðideildina þar og var Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.