Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 32
einstaklingurinn þarf hjúkrun. Við þurfúm því að vera vel að okkur í öllum öðrum greinum hjúkrunar nema ef til vill bama- og fæðingarhjúkrun en nánast öllu öðra. Þetta fjölvcika fólk verður líka bráðveikt og við þurfúm að glíma við hjartastopp og lungnaþembu og alls kyns bráðaveikindi hér og nú vegna þess að þetta fólk er ef til vill í enn meiri áhættuhóp en aðrir. En það er ekki nóg að kunna á líkamann því öllu þessu fylgir líðan og það álag að vera upp á aðra kornin. Það er vanmetið álag að þurfa aðstoð með allra heilögustu hluti sem fólk hefúr getað sinnt sjálft í einrúmi, svo sem salerni og böðum, svefni og að snúa sér í rúmi og að setjast upp. Þetta eru gífúrlega mikil einkamál einstaklingsins og þegar fólk er komið í þá aðstöðu að vera upp á aðra komið varðandi þessa hluti þá þarf það að venjast því og það þarf ef til vill að trúa fleirum en einum fyrir þessu því það þarf hóp fólks til að annast það alla vikuna. Það versta sem maður sér gerast er þegar skjólsæðingar okkar gefast upp á okkur, hafa ekki lengur orku ti! að segja: „Nei ég vil hafa þetta svona en ekki svona,“ og við förum að vinna eins og við höldum að sé best og þá erum við komin í forræðishyggjuna. Þegar skjólstæð- ingurinn gefst upp koma fram stofnanaeinkenni. Þá dregur hann sig bara í hlé, hann ER bara, en það eru ekki mikil ánægja í því lífi. Við höfúm verið að opna augu hjúkrunar- fræðinga fyrir því að það er mjög gefandi að gera þessa tegund hjúkrunar að ævistarfi, ekki síst til þess að lifa þessum áfanga lífsins lifandi, því hvaða gagn er þessari þjóð i því að verða allra karla og kerlinga elst ef síðustu 10-15 árin eru bara auðn. Það vill enginn lifa þannig lífi og óskar enginn sínum þess. Við þurfúm að gæta þess að við getum drepið allt niður ef við ætlum að taka ráðin af fólki. Það þarf meiri umræðu milli starfsfólksins og fjölskyldnanna og þar getum við starfsfólkið farið fram á völlinn til að fræða. Vankunnátta ein og sér getur valdið miklum skaða, það fyrsta sem fólki dettur í hug til dæmis þegar fólk er valt á fótum er að binda það niður, setja í stól, belti eða eitthvað þess háttar, en það áttar sig ekki á því að það er að setja fjötra á einstaklinginn og hefta frelsi. Við tökum öll áhættu í lífinu, úti á götu, uppi á ijöllum, en við veljum þetta frelsi. Þetta er heldur ekki í okkar valdi að taka það frá neinum. Við þurfum frekar að reyna að komast að hvað það er sem veldur svima og hvers vegna eru göngu- Iagstruflanir og hvert er samspil umhverfis og lyfja og hvað getum við gert í því. Við ættum að efla heimaþjónustuna til að menn séu sáttir og ánægðir. Að meðaltali býr fólk í tvö og hálft ár á hjúkrunarheimili og það tekur langan tíma að venjast því, það er stórt skref að taka. Hjúkrunarheimilin eru eftir- sóttari af ijölskyldum þeirra sem fara þangað en vistmönn- unum sjálfum, sá sem þarf að komast á hjúkrunarheimili hringir lítið né fylgir eftir umsókn sinni og það sfyður það að flestir vilja búa heima hjá sér eins lengi og þeir geta. Væntingar hjá ættingjunum eru svo miklar þegar ættinginn fær inni, en mér finnst fólk ekki alveg skilja það hvað þessi tími, sem eftir er, er verðmætur. Það skiptir miklu máli að nýta dvalartímann sem mest og fyrir ættingjana að bíða ekki með 224 heimsóknina sem menn ætla að fara i. Því skiptir rniklu að ljölskyldunum finnist gott að koma á hjúkrunarheimilið, þeim finnist þau vera velkomin." - Hvernig sérðu þróunina næstu árin og áratugina? „Hópur aldraðra hefúr breyst, yngra fólkið meðal eldri borgara gerir meiri kröfúr, fólkið er menntaðra og kjör oft mun betri, það hefúr meiri upplýsingar og notar vefinn til að fræðast. Hópurinn sem slíkur mun í framtíðinni taka þessi ráð meira í hendur sér og þjónustan verði mun minna sýnileg, og eldri borgarar munu nýta sér tæknina mun meira til að tryggja öryggi. Við munum sjá miklu stærri hóp eldri borgara ffískari með almennri velmegun, heilbrigðari lífsháttum og tilkomu lyíja og inngripa fyrr á ævinni. Fólk ver meiri tíma í tóm- stundir en sá hópur sem nú er 80-90 ára og þetta mun allt hafa áhrif, en það þýðir það að hjúkrunarheimilismarkhópurinn verður 80 ára og eldri að meðaltali en alls ekki 67 ára. Og væntanlega mun þessi aldur hækka og lífslengdin aukast, en þeir sem munu helst þurfa þessa þjónustu í framtíðinni eru heilabilaðir, hinir munu sennilega leggja meiri áherslu á að vera á eigin heimili. En þá þarf líka að stórefla heimaþjón- ustuna og það held ég hljóti að verða gert, en heimahjúkrun getur auðvitað farið fram í sérhönnuðu húsnæði, við höfúm svolitið farið út í það hér að við séum að veita heimahjúkrun á hjúkrunarheimilinu inn í hvert lítið einkaheimili. Sumir voru ekki bjartsýnir á að þetta gengi en mér finnst þessi hugmynd ganga ákaflega vel. Ég held við munum þróa okkur áfram i þessu, allar þessar blokkir sem hafa verið byggðar fyrir eldri borgara, ég held við munum sjá í minna rnæli en hingað til fólk flytja úr þeim inn á hjúkrunarheimilin heldur munum við vinna að því að veita þeim öfluga heimahjúkrun í takt við þarfir eins og eru t.d. hjá fólki á hjúkrunarheimilum en inn á þessi heimili. Það er mjög jákvætt, sérstaklega þegar hjón eiga í hlut, að þurfa ekki að stía hjónum í sundur þegar heilsufar annars versnar en ekki hins. Það er báðum aðilum mjög erfitt. Bara praktísk atriði eins og að njóta máltíðar saman, það getur orðið flókið þegar annar aðilinn býr á heimili þar sem ríkið greiðir fyrir matinn en hinn er eins og gestur. Við erum stundum of blind og viljum byggja meira og meira í stað þess að aðlagast því sem fyrir er. Húsnæðiskosturinn er ekkert svo lélegur. Húsakostur var svo lélegur hér áður fyrr að fólk þurfti að flytja inn á elliheimili til að losna við heilsuspillandi húsnæði. Þetta á ekki við lengur nema í undantekningartilvikum, en við eigum að færa þjónustuna heim til fólksins, vera svona hjúkrunar- þjónusta á hjólum og það er mjög spennandi. Það er mjög gef- andi að sinna andlegum og félagslegum þáttum öldrunarhjúkr- unar, fólk hefúr tilfinningar og líðan, vonir og tilhlökkun eins og hver annar og það er mjög spennandi að vinna með við slíkt í hjúkrun. En við getum ekki verið í þessum björgunar- aðgerðum, getum ekki staðið í því eins og umræðan síðustu daga um lokun deilda fyrir heilabilaða. Við svona rík þjóð verðum að finna lausn á þessu og auka framboð þjónustunnar.“ Valgerður K. Jónsdóttir valgerdur@hjukrun.is Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.