Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 27
II OUv’unArkjukruR Hjúkrun aldraðra er sívaxandi þáttur heilsugœsl- unnar en hópur aldraðra er stór og verður áfram nœstu árin. Til að fá upplýsingar um þessa sérgrein hjúkrunar voru heimilin Sóltún og Seljahlið sótt heim. Margrét Ardís Osvaldsdóttir er formaður fag- deildar öldrunarhjúkrunar og deildarstjóri starfs- mannamála í Seljahlíð - heimili aldraðra sem rekið er af Félagsþjónustunni í Reykjavík. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfrœðinga rœddi fyrst við hana og Soffiu Snorradóttur hjúkrunarfrœðing og hófst viðtalið á því að þœr voru spurðar hvað greini öldrunarhjúknm frá annarri hjúkrun. Margrét sagði hrömunarsjúkdóma og hreyfifæmisjúkdóma einkenna oft þennan hóp, sem kominn er á efri ár, svo og hjartasjúkdómar og minnissjúkdómar, og verður því að taka á þeim. „Að öðm leyti spannar öldrunarhjúkrun næstum öll svið hjúkmnar, við þurfum að hafa góða yfirsýn á handlæknis- og lyflæknishjúkrun og öll önnur svið hjúkmnar. Það er því gott fyrir þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa við öldrunarhjúkrun, að hafa fjölbreytta starfsreynslu. Það eru alltaf að koma upp bráða- veikindi, slysum fjölgar oft með hækkandi aldri, fólkið okkar þarf að fara í aðgerðir og við þurfum að sinna handlæknis- hjúkmninni þegar komið er heim af sjúkrahúsunum og svo þurfúm við að vera vel að okkur varðandi lyfjagjafir. Við emm með krabbameinssjúklinga, fólk með geðræn vandamál er hér í sífellt meira mæli, þannig að sjúklingahópurinn er breiður.“ - En er hægt að sérmennta sig í öldrunarhjúkrun hérna heiina? Margrét svarar neitandi og segir þá kennslu skorta. „Það vantar markvissa öldrunarfræðakennslu og símenntun í fram- haldi af því. Það var einu sinni hægt að fara í sérnám í öldr- unarhjúkrun í Nýja hjúkrunarskólanum en það datt upp fyrir þegar skólinn hætti og hefur ekki verið hægt siðan. Að vísu er hægt að fara í meirstaranám við háskóla erlendis en okkur vitnalega hefúr ekki mikið verið sótt í það. En nú era öldrunarlækningar orðnar mjög virtar innan læknisffæðinnar.“ Soffia bætir við að öldrunarhjúkrun sé kennd í BS-náminu í hjúkrunarfræðideild Háskólans. Margrét segir að það vanti sérfræðinga innan öldrunar- geirans. Hjúkrun sé fræðigrein sem sé í stöðugri þróun og það gildi það sama um öldrunarhjúkrun. í framtíðinni megum við búast við að þurfa að sinna fólki mun meira heima, þó ekki megi sinna því fram í rauðan dauðann í einangrun og eymd. En hinir yngri í hópi aldraðra óski eftir meira sjálfstæði varð- andi ijárhag, vilji vera lengur í eigin húsnæði og kaupa þá þjónustu sem það óskar eftir. Fólk vilji fá að ráða sér meira því það ýti undir sjálfsbjargargetu og sjálfstæði fólks. Soffía hefur unnið mest í geðhjúkrun en fór að vinna við öldrunarhjúkrun þegar hún kom til starfa á Seljahlíð fyrir tveimur árum og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Hún hefúr unnið hópstarf með þeim sem eiga við geðræna örðug- leika að stríða og hefur það starf borið góðan árangur. „Ég hef víðtæka reynslu á ýmsum sviðum hjúkmnar, þó mest af lyflækningadeildum og geðdeildum. Þegar ég kom í Seljahlíð fór ég að hugsa um hvort ég gæti nýtt mér það sem ég hef unnið við í mörg ár og þá varð mér fljótt ljóst að hér vora einstaklingar með mikil geðræn vandamál, sem ekki hafði verið sinnt nægilega, svo ég kom með þá hugmynd að koma af stað hóp- og einstaklingsmeðferð og starfsfélagarnir hafa stutt vel við þá vinnu sem svo fór af stað. Ég fékk líka handleiðslu og við hófumst handa; geðlæknir sem starfar hér hefur tekið þátt í verkefninu. Þetta gafst mjög vel, við vorum með mælitæki sem sýndi heilmikinn árangur, hópstarfið styrkti fólkið og hver og einn setti sér ýmis markmið sem við hin í Hugmyndafræði öldrunarhjúkrunar 1. Öldrunarþjónustan miðar að því að hvetja hinn aldraða til sjálfshjálpar og veita honum hjálp við að uppfylla þær þarfir sem stuðla að heilbrigði og vellíðan og hann er ekki fær um að uppfylla sjálfúr. Hinum aldraða einstaklingi skal gert kleift að vera heima eins lengi og hann getur og óskar eftir og skal hann þá njóta þeirrar þjónustu sem hann þarfnast. Styðja aðstandendur hins aldraða í þeirra hlutverki sem stuðnings og umönnunaraðilar. Þegar hinn aldraði einstaklingur þarf að flytjast á stofnun, þá verði honum gert kleift að búa á sama stað til lífsloka. Við alla skipulagningu skai virða sjálfsákvörðunar- rétt hins aldraða. Stofnanir setji sér leiðbeiningar um meðferð við lífslok og ræði slíkt við hinn aldraða einstakling og ijölskyldu hans í tíma. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.