Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 35
Aldraðir sem og aðrir þjóðfélagsþegnar eiga að fá tækifæri til að dvelja á eigin heimili svo lengi sem unnt er. Svo lengi sem heilsan er góð þarf þjónustan ekki að vera mikil. En fari heilsan að bila kemur til kasta hjúkrunarþjónustunnar. í öldr- unarhjúkrun sem og annarri hjúkrun er veitt félagsleg, andleg og líkamleg hjúkrun. Þar sem hjúkrun nær til svo margra þátta í mannlegum samskiptum eru hjúkrunarfræðingar þeir aðilar sem best eru til þess fallnir að stýra þessari teymisvinnu. c) Dregið verði úr tíðni mjaðma- og hryggbrota um 25%. Þetta markmið teljum við að geti náðst með því að útbúa og kynna ffæðsluefni. Þessi ffæðsla þyrfti að vera aðgengileg og markviss og á vegum heilsugæslunnar. Einnig mætti hugsa sér fræðslufundi á vegum félagsmiðstöðvanna. Koma þyrffi á fót miðstöð er sér um beinþéttnimælingar. Þessi rannsókn gæti t.d. verið á þann veg að gefa fólki kost á markvissri mælingu annað hvert ár og oftar ef þurfa þykir. d) Yfir 50% fólks 65 ára og eldra hafi að minnsta kosti 20 tennur í biti. Þetta markmið teljum við að geti náðst. Mikilvægt er að tannhirða og tannheilsuvernd sé í hávegum höfð frá unga aldri. Tannfræðingar fari í reglubundnar fræðsluferðir í fyrir- tæki og stofnanir. Eins og ffam hefur komið eru verkefnin ærin og þurfa margir aðilar að leggja hönd á plóg til að markmiðin náist. Mikið er af áhugasömu og vel menntuðu fólki er kemur beint og óbeint að öldrunarþjónustunni. Takist að sameina þessa kraffa, með fram- lögum ffá hinu opinbera og séu markmið skýrslunnar höfð að leiðarljósi verður enn meira gaman að vinna við öldrunarhjúkrun. Hjúhrunarþing Félags íslenskra hjúhrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga efnirtil hjúkrunarþings þann 15. nóvember n.k., kl. 9:00-17:00. íBorgatúni 6. Á þinginu verður fjallað um Heilbrigðisáætlun til ársins 2010, hlutverk hjúkrunarfræðinga í áætluninni og á hvern hátt hjúkrunarfræðingar geti stuðlað sem best að því að markmiðum áætlunarinnar verði náð. Fjallað verður sérstaklega um forgangsverkefni heílbrigðisáætlunar sem eru áfengis-, vímuefna- og tóbaksvarnir, börn og ungmenni, eldri borgarar. geðheilbrigði, hjarta og heilavernd. krabbameinsvarnir og slysavarnir. Á dagskrá verða framsöguerindi, hópvinna og pallborðsumræður. í hópunum munu hjúkrunarfræðingar ræða hvernig hjúkrunar- fræðingar telja að þeir geti náð markmiðum forgangs- verkefnanna, tækifæri hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðis- þjónustunnar og forgangsröðun verkefna. Þátttöku skal tilkynna fyrir 4. nóvember 2002 á skrifstofu félagsins í síma 540 6400 eða á netfangið hjukrun@hjukrun.is þar sem fram kemur nafn og kennitala. Þátttökugjald er 1.500 kr. og er hádegismatur og kaffi innifalið. Hjúkrunarfræðingar sem vilja hafa áhrif á stefnumótun félagsins eru hvattir til að mæta. Dagskrá hjúkrunarþingsins verður auglýst nánar á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga www.hjukrun.is Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.