Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1977, Page 52

Breiðfirðingur - 01.04.1977, Page 52
50 BREIÐFIRÐINGUR ar, nær allar í fjalllendi, og mjög erfitt um vik á allan hátt. — í Dölum hefur löngum verið mikið mannval, allt frá elztu tímum. Hvaða bændur eru þér minnisstæð- astir? — Sem svar við þessari spurningu finn ég sérstaklega ástæðu til að geta tveggja manna, sem koma mikið við sögu umgetins héraðs á 5 áratugnum beggja megin við sein- ustu aldamót. Þeir voru báðir umsvifamiklir búhöldar en við ólíkar aðstæður. Lífið gaf þeim báðum tækifæri til að njóta stórhuga sinna og víðsýnis og tengjast menntabraut þjóðar sinnar meira en dagleg önn hins rétta og slétta bónda getur venjulegast gert. Annar þessara manna var Torfi Bjarnason í Ólafsdal. Hann var fæddur að Skarði á Skarðsströnd 28. ágúst 1838. Hann dvaldi í átthögum sínum í hálfan þriðja áratug, fór svo í vinnumennsku til frænda síns, Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum og var hjá honum í 4 ár. Þá fór hann til Skot- lands, kynntist búnaðarháttum þar í landi og kom heim nokkrum árum seinna, fullur áhuga. Hann reisti bú í Ólafs- dal árið 1871 og bjó þar í 44 ár. Árið 1880 reisti Torfi fyrsta búnaðarskólann á Islandi og hélt honum gangandi í 28 ár. Er talið, að alls hafi stundað nám við Ólafsdals- skólann 160 nemendur víðs vegar að af landinu. Námstími nemenda nemenda var 2 ár. Þegar Torfi kom að Ólafsdal var jörðin talin rýrðarkot. Sem dæmi má þar nefna, að þá var þar ein dagslátta slétt tún, en þegar Torfi féll frá árið 1915, var slétta túnið í Ólafsdal 50—60 dagsláttur. Vél- knúin jarðvinnslutæki komu ekki til sögunnar fyrr en mörg- um árum eftir daga Torfa. Það má segja, að hlutverk Torfa sem skólastjóra, hafi verið tvenns konar: í fyrsta lagi tækni-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.