Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1977, Síða 96

Breiðfirðingur - 01.04.1977, Síða 96
94 BREIÐFIRÐINGUR dóttur bæjarstjóra og skattstjóra í Neskaupstað og síðar í Kópavogi Sigfússonar bónda á Svínafelli og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur bónda á Fljótsdalshéraði Sölva- sonar. Ragna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1936. Ung bundust þau Ragnar og Ragna tryggðum á mennta- skólaárum sínum og gengu í hjónaband hinn 11. nóv. 1939. Þeim varð þriggja barna auðið en þau eru Ragnar bygg- ingaverkamaður, Ingibjörg kennari og Guðrún gift Arna Jónassyni verkfræðingi. Hjónaband þeirra var hið farsælasta og í hópi vina var Ragnars og Rögnu jafnan getið í sömu andrá. Og er ég þess fullviss, að hvorugs mun verða minnst án hins. Ragna reyndist manni sínum hinn traustasti lífs- förunautur til hinztu stundar og bezt þá er mest á reyndi, hin löngu og ströngu veikindaár. Hún var björkin, sterk- byggð og traust, er bognaði að vísu en brotnaði ekki en veitti manni sínum öryggi og skjól í langri og strangri bar- áttu hans við veikindi og dauða. Ragna var hin styrka stoð hans í lífinu en lang stærst og sterkust síðustu árin, þegar hann var farinn að heilsu og kröftum. Hann andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík hinn 16. nóv. 1976, langt um aldur fram, 63 ára gamall. Vinir hans harma fráfall hans á bezta aldri. En lausnin var honum líkn, eins og jafnan, þegar langri sjúkdómsraun líkur og allar vonir um bata eru brostnar. Dauðinn er fagn- aðarefni þeim, sem þjáður er, en lokið hefur miklu og far- sælu ævistarfi. Mörg löngu liðin atvik koma upp í hugann, þegar Ragn- ars Jóhannessonar er minnst. Gamlir samferðamenn muna hann sem óvenjulega glæsilegan æskumann í Menntaskól-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.