Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 15
Skipasmíöastöðin hf. á ísafirði sjó- setti á dögunum nýjan bát, Sandvík SK-188, sem smíðaður var fyrir út- gerðarfyrirtækið Tind á Sauðárkróki. Sjósetning á nýsmíðuðu fiskiskipi þykir orðið tíðindum sæta hjá útgerð- arþjóðinni íslendingum og hjá Skipa- smíðastöðinni hf. var síðast sjósett nýtt fiskiskip árið 1989. Eftir því sem Ægir kemst næst hefur ekki verið um að ræða nýsmíði hér á landi á fiski- skipi fyrir íslenska útgerð síðan Bylgj- an VE var afhent eigendum sínum hjá Slippstööinni á Akureyri árið 1992. Sandvík SK-188 leysir af hólmi eldra skip með sama nafni og er skipið sér- smíðað til veiða á innfjarðarrækju. Smíði þess hófst í júlí síðastliðnum og Sandvík SK-188 er nú komin til heimahafnar á Sauðárkróki og verður á veiðum á innfjarðarrœkju. Mynd: Bœjarins Besta/ísafirði. Skipasmíðastöðin á ísafirði sjósetur nýjan bát: „Mikil uppsöfnuð endur- nýjunarþörf í bátaflotanum“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri segir Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvarinnar hf., að smíðin hafi gengið vel. Hann viður- kennir að óæskilegt sé að sjö ár líði milli nýsmíðaverkefna og á ekki von á að önnur sjö ár líði fram að næsta ný- smíðaverkefni. Of langt hlé „Jú, ég held ab mér sé alveg óhætt ab viburkenna ab þetta er of langur tími. Samt sem áður tel ég að verkið hafi gengið vel og útkoman sé góð en þetta er mjög viðráðanleg stærb af bát til ab dusta rykið af reynslunni í nýsmíðun- um," segir Sigurbur. „Vib höfum þokkaleg verkefni fram í mars en emm að reyna þessa dagana ab ná í annan svipaðan bát til ab smíba. Þörfin í bátaflotanum er næg en spum- ingin hvort menn taka stökkið. Það er verið að leggja í sambærilegar fjárfest- ingar í breytingum á bátum en skrefið ab fara í nýsmíði er stærra vegna úreld- ingarreglanna. Þær ýta mönnum í að breyta gömlu bátunum þó þeir séu að eyða nálægt því jafn miklum fjármun- um og um nýsmíbi væri aö ræða. Ab mínu mati er gríðarlega mikil uppsöfn- uð þörf fyrir endurnýjun í bátaflotan- um og henni verbur ekki svarab á skyn- samlegan hátt með því ab breyta öllum gömlu bátunum. Slíkt gerir engin þjóð," segir Sigurður og bætir við að bátaflotinn sé ab meðaltali um 30 ára gamall og trébátar uppistaba innfjarbar- flotans sem enga kosti eigi í breyting- um. „Það segir sig sjálft ab þeir eiga erf- itt um vik með endurnýjun og ég get því ekki verið annað en bjartsýnn á að endumýjunarverkefni verði meiri í nán- ustu framtíð. Reynslan af smíbi Sand- víkurinnar er okkur dýrmæt og ég vona að vib getum nýtt hana til ab halda áfram á sömu braut," segir Sigurður. Nýsmíðaverkefnin bráðnauðsynleg Hönnun Sandvíkurinnar annaðist Skipasmiðastöðin sjálf að mestu leyti en Sigurður segir að hluti af verkinu hafi verið unninn hjá skipaverkfræðingi í Seattle í Bandaríkjunum en til þeirra samskipta var Internetið notað. „Svona lagað er ekkert vandamál og auðvelt að komast í samband á netinu við alla þá þekkingarbrunna sem á þarf að halda," segir Sigurður. Starfsmenn Skipasmíðastöðvarinnar eru 25 en til viðbótar unnu 5-6 manns frá undirverktökum í ýmsum verkum sem tengdust nýsmíðinni. „Við höfum talsvert af viðhaldsverkefnum hverju sinni en okkur er bráönauðsynlegt að vera meb lengri tíma verkefni eins og nýsmíðina. í þessum rekstri sjá menn ekki nema 1-2 mánubi í einu fram í tímann og það er taugatrekkjandi. Draumurinn væri að sjá verkefni eitt ár fram í tímann en þess er enn langt að bíða að svo verði," sagði SigurðUr Jónsson. ÆGIR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.