Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK/C STOFNAÐ 1913 5. tbl. 82. árg. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sænska fjárlagafrumvarpið kynnt Mikill halli en hagvöxtur eykst Stokkhólmi. Reuter. ANNE Wibble, fjármálaráðherra Svíþjóðar, mun kynna fjárlagafrum- varpið fyrir 1994-95 eftir helgi, síðasta fjárlagafrumvarp borgara- flokksstjórnar Carls Bildts þar sem þingkosningar verða í september. Að sögn sænskra blaða í gær verður ekki um að ræða nein kosninga- fjárlög, staðan í sænskum ríkisfjárlögum er of alvarleg til þess. Að sögn Svenska Dagbladet er gert ráð fyrir, að fjárlagahallinn á fjárhagsárinu 1. júlí 1994 til 30. júní 1995 verði 172,5 milljarðar skr. en á yfirstandandi fjárhagsári er hann áætlaður 216,5 milljarðar. í frumvarpinu nú er stefnt að því að lækka útgjöld eða auka tekjur ríkis- ins um 17 milljarða skr. samtals og kemur niðurskurðurinn t.d. fram í niðurgreiðslum vegna tannlækna- þjónustu og lyfja og nokkru minni framlögum til varnarmála. Þótt verulega hafi ræst úr með banka- kreppuna í Svíþjóð mun hún samt halda áfram að íþyngja ríkissjóði en í frumvarpinu er gert ráð fyrir, æl endurskipulagning Göta Banke'n muni kosta 20 milljarða skr. _ Góðu fréttirnar eru, að mestu efnahagskregpu í Svíþjóð í hálfa öld er að linna. Útflutningur hefur auk- Aðdáendur minnast Elvis Chicago. Rcuter. YFIR 2.000 manns hafa tekið kostaboði nokkurra bandarískra flugfélaga, sem bjóða afsláttar- fargjöld til Memphis, fæðingar- staðar rokksöngvarans Elvis Presley, en í dag, 8. janúar, eru 59 ár frá fæðingu hans. Elvis lést árið 1977. Bjóða flugfélögin aðdáendum söngvarans ennfremur frí fargjöld, uppfylli þeir ýmis skilyrði, svo sem að syngja „Jailhouse Rock“ frá upp- hafí til enda við útgönguhliðið. Vegna sögusagna um að söngvarinn sé enn á lífi, lofar United Airlines flugfélagið því að gefi hinn eini sanni Elvis sig fram í fluginu til Memphis, muni allir farþegar í vélinni fá ferð- ina frítt. ist verulega í kjölfar meira en 20% gengislækkunar á rúmu ári og spáð er, að hagvöxtur verði 2,4% á þessu ári, 2,9% á næsta og 4% á ári fram til 1999. Er þá miðað við áframhald- andi aðhald í ríkisfjármálum, aðild Svíþjóðar að Evrópubandalaginu, lægri vexti og reiknað hagræði af GATT-samningunum. Skuldir nema um 75% þjóðarframleiðslu Skuldir sænska ríkisins nema nú 75% af vergri þjóðarframleiðslu og stefnir í 100% eftir tvö ár. í grein tveggja frammámanna í sænsku at- vinnu- og ijármálalífi í Dagens Ny- heter í gær segja þeir, að meðal iðn- væddra þjóða séu aðeins Grikkir fremri Svíum í fjárlagahalla og verði ekki gripið til enn frekari niður- skurðar í opinberum útgjöldum, geti það gert efnahagsbatann að engu. ; , ,ú:. v 'K ■:/ ® -,■ ■ Reuter Vonlaus barátta ELDVEGGUR ógnaði úthverfum Sydney í Ástralíu í gær og loga óviðráðanlegir skógareldar aðeins 10 km frá miðborginni. Tugir íbúðarhúsa höfðu orðið eldinum að bráð í gær og voru þúsundir húsa í bráðri hættu. íbúar í grennd við eldana flýðu skelfdir á brott. Miklir vindar og 40 stiga hiti hafa gert baráttu slökkvi- og björgunarliðs vonlausa. Þrátt fyrir að öllum tiltækum ráðum hafi verið beitt hefur það dugað lítt. Á myndinni gerir íbúi eins hússins örvæntingarfulla tilraun til að halda aftur af bálinu með garðslöngunni. Míð-Evrópuríkí fallast með tregðu á „Friðarsamvinnu“ NATO Vilja loforð um að sam- vinnan leiði til aðildar Varsjá, Prag, Brusscl. Reuter. RÁÐHERRAR fjögurra Mið-Evrópuríkja, sem óskað hafa eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), sögðu í gær að „Friðarsamvinn- an“, áætlun bandalagsins um tvíhliða samninga um hernaðarsamstarf, væri spor í rétta átt. Þeir kröfðust hins vegar loforða um að samning- arnir væru áfangi að fullri aðild. Lech Walesa, forseti Póllands, ræddi við ráðherrana og hvatti til þess að ríkin fjögur töluðu einum rómi og sameinuðust í baráttunni fyrir aðild að NATO, en Jiri Pospisil, aðstoðarvarnarmálaráðherra Tékklands, sagði að Tékkar myndu fara eigin leiðir ef þörf krefði. Nýkjörið þing Rússlands kemur sanian á þriðjudag Spá samstarfi komm- únista oer Zhírínovskíjs Moskvu. Reuter. JEGOR Gajdar, efnahagsmálaráðherra Rússlands, segir að þingmenn kommúnista og hins öfgafulla þjóðernissinnaflokks Vladímírs Zhír- ínovskys, Frjálslynda lýðræðisflokksins, virðist vera að mynda eina blokk gegn umbótum en nýkjörið þing kemur saman á þriðjudag. Rússneska fréttastofan Interfax hafði í gær eftir aðstoðarmanni Gajdars að stjórnarandstæðingar ætluðu að tryggja flokki Zhír- ínovskíjs embætti formanns varnar- og utanríkismálanefnda þingsins. Gajdar sagði að samstaða flokk- anna tveggja og Bændaflokksins, sem er nátengdur kommúnistum, hefði komið skýrt í ljós í viðræðum um væntanlegt kjör forseta neðri deildarinnar, dúmunnar. „Við eigum mikið verk að vinna við að búa til bandalag sem verður nógu sterkt til að koma í veg fyrir að dúman verði tæki til að bfjóta niður lýðræðið," sagði hann. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur reynt að blíðka andstæðinga sína að undanförnu og Viktor Tsjerno- mýrdín forsætisráðherra átti fund með leiðtogum kommúnista á fimmtudag. Helsti talsmaður forset- ans, Vjatsjeslav Kostíkov, hótaði þó afturhaldsmönnum öllu illu ef þeir neituðu að vinna með umbótasinnum. „Við vitum eftir reynsluna af atburð- unum 3. og 4. október að forsetinn getur verið harður í horn að taka,“ sagði hann. Samkvæmt -opinberum tölum féllu vel á annað hundrað manns í átökunum um þinghúsið í október. Á fundinum voru vamarmálaráð- herrar Póllands, Slóvakíu og Ung- veijalands en starfsbróðir þeirra í Tékklandi sendi þangað aðstoðarráð- herra sinn. Svo virðist sem Tékkar hafí takmarkaða trú á að auðveldara verði fyrir þá að fá aðild í samfloti með hinum ríkjunum. „Ef það er fljót- legra fyrir okkur að ganga einir inn í bandalagið gerum við það auðvit- að,“ sagði Jiri Pospisil. í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherr- anna sagði að „Friðarsamvinnan" væri spor í rétta átt og leiddi til auk- innar samvinnu milli NATO og ríkj- anna í Mið- og Austur-Evrópu. Þeir bættu við að ríkin fjögur væru „sann- færð um að undirritun og framkvæmd „Friðarsamvinnunnar" hljóti að leiða til fullrar aðildar að NATO.“ Vaclav Havel, forseti Tékklands, lét svo um mælt að sú afstaða NATO að vilja fara hægt í sakimar væri ekki svik við Mið-Evrópu„ en „ef til vill óhóflega raunsæ". Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri NATO, sagði að umsókn _Lit- háens um aðild að bandalaginu yrði tekin til alvarlegrar athugunar eftir fund leiðtoga aðildarrikjanna á mánu- dag og þriðjudag. Hann sagði að bandalagið myndi geta veitt Mið-Evr- ópuríkjum aðild einhvern tíma í fram- tíðinni án alvarlegra afleiðinga fyrir samskiptin við Rússland. Hann kvað bandalagið verða að taka jafn mikið tillit til þarfa Mið-Evrópuríkjanna og þarfarinnar á því að byggja upp ör- yggiskerfi sem næði til Rússlands og fleiri fyrrverandi kommúnistaríkja. Sjá „Róttækar breytingar ...“ á bls. 22. Reuter Hin nýju Rhett og Scarlett LEIKARARNIR Joanne Whalley Kilmer og Timothy Dalton kynntu i gær nýja sjónvarps- þáttaröð, framhald kvikmyndar- innar Á hverfanda hveli. Fara Kilmer og Dalton með hlutverk Scarlett O’Hara og Rhett Butler en í þáttunum verður tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið í myndarlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.