Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
Rétt skal vera rétt, þó
ráðherra eigi hlut að máli
eftir Sigurð G.
Guðjónsson ogSímon
Kjærnested
Undir miðnætti 29. desember sl.
sendi sjávarútvegsráðherra, Þor-
steinn Pálsson, frá sér fréttatilkynn-
ingu í þá veru, að hann hefði selt
öll hlutabréf ríkissjóðs í SR-mjöli
hf. fyrir 725 milljónir króna til Bene-
dikts Sveinssonar hrl. og Jónasar
A. Aðalsteinssonar hrl., f.h. tuttugu
og eins útgerðarfyrirtækis og fjög-
urra fjármálafyrirtækja. Jafnframt
sagði í fréttatilkynningunni, að tvö
tilboð hefðu borist í hlutabréf ríkis-
sjóðs í SR-mjöli hf., fyrir lok tilboðs-
frestsins. Auk tilboðsins sem tekið
var hafi borist tilboð frá Sigurði
G. Guðjónssyni hrl., að fjárhæð 801
milljón króna. Því tilboði hafi verið
hafnað eftir að aflað hafði verið
nánari upplýsinga um tilboðsgjafa,
er sýndu, að hann fullnægði ekki
annars vegar skilyrðum seljanda um
fjárhagsiegan styrk til að tryggja
kaupin og áframhaldandi rekstur
SR-mjöls hf., og hins vegar vegna
þess, að tilboðið tryggði ekki þá
dreifingu eignaraðildar að SR-mjöli
hf., sem gengið hafði verið út frá
af hálfu Alþingis, þegar það sam-
þykkti lög nr. 20/1993 um stofnun
hlutafélags um rekstur Síldarverk-
smiðja ríkisins.
Strax og fréttatilkynning þessi
hafði birst í fjölmiðlum, var sjávar-
útvegsráðuneytinu ritað bréf, þar
sem þess var krafist að ráðuneytið
sendi frá sér nýja fréttatilkynningu,
er greindi raunverulegar ástæður
þess, að staðgreiðslutilboðinu var
hafnað. Sjávarútvegsráðherra hefur
enn ekki orðið við þessari kröfu,
heldur hefur hann kiifað á sömu
atriðunum æ ofan í æ í fjölmiðlum.
Af þessum sökum og til að rétta
hlut þeirra aðila, sem við undirritað-
ir gættum hagsmuna fyrir í máli
þessu, er nauðsynlegt að gera ná-
kvæma grein fyrir samskiptum Sig-
urðar G. Guðjónssonar hrl., Símonar
Kjæmested löggilts endurskoðanda
og Haraldar Haraldssonar við Verð-
bréfaviðskipti íslandsbanka (VÍB),
sérstaka sölunefnd sjávarútvegs- og
fjármálaráðuneytis, og Hrein Lofts-
son hrl., formann einkavæðingar-
nefndar, á tímabilinu frá L7. nóvem-
ber 1993 til 28. desember 1993.
VÍB auglýsir hlutabréf
ríkissjóðs í SR-iryöli til sölu
Með auglýsingum, sem birtust í
dagblöðum 17. til 19. nóvember
1993, auglýsti VÍB, að félagið hefði
til sölu fyrir hönd sjávarútvegsráð-
herra öll hlutabréf rikissjóðs í SR-
mjöli hf. í þessum auglýsingum
komu ekki fram nein sérstök skil-
yrði, er væntanlegir bjóðendur í
hlutabréfin þyrftu að fullnægja eða
yfírlýsing um, að slík skilyrði kynnu
að verða sett.
Sama dag og auglýsing VÍB birt-
ist hið fyrsta sinn átti Símon
Kjærnested samtal við Sigurð B.
Stefánsson hjá VÍB. Tjáði Sigurður
honum að VIB hefði engin gögn um
SR-mjöl hf. fyrir þá er hug hefðu á
að bjóða í hlutabréfin í félaginu.
Hann lýsti hins vegar sig og aðra
starfsmenn VIB fúsa til að eiga
fundi með þeim, er sýndu áhuga á
kaupum, auk þess sem þeir gætu
fengið dreifibréf VIB dags. 17. nóv-
ember 1993 um SR-mjöl hf., er
bæri yfirskriftina „Nokkrir punktar
um SR-mjöl hf.“.
Fundur 18. nóvember 1993
í framhaldi af framangreindum
viðræðum Símonar Kjærnested var
hinn 18. nóvember haldinn fundur
með Sigurði B. Stefánssyni og Ás-
geiri Þórðarsyni frá VÍB að Suður-
landsbraut 4a. Á þessum fundi var
fulltrúum VÍB gerð grein fyrir því,
að við gætum ekki upplýst fyrir
hverja við værum að vinna. Hins
vegar upplýstum við, að ef umbjóð-
endur okkar kæmu til með að gera
tilboð í hlutabréf í SR-mjöli hf., þá
yrði um að ræða tilboð um stað-
greiðslu á kaupverði hlutabréfanna
og uppgreiðslu allra áhvílandi lang-
tímaskulda félagsins við Lands-
banka íslands. Á þessum fundi kom
hins vegar ekkert fram um það hjá
fulltrúum VÍB að gefnar yrðu út
eða settar einhveijar reglur eða
skilyrði, sem allir tilboðsgjafar yrðu
að fullnægja. Þvert á móti var ítrek-
að það sem segir í lokamálsgrein
áðurgreinds dreifibréfs:
„VÍB vinnur þessa dagana að
verðmati á SR-mjöli hf., sem lokið
verður í næstu viku. í kjölfarið á
því verða frekari upplýsingar af-
hentar áhugasömum kaupendum.
Stefnt verður að því að ganga frá
sölu fyrirtækisins fyrir áramót, en
fyrir liggur að fyrirtækið verður
selt í einu lagi.“
Fundur 26. nóvember 1993
fneð VÍB og sölunefnd
Ekki bárust nein gögn frá VÍB
um SR-mjöl hf. innan tímamarka
þeirra, sem dreifibréfið kvað á um.
Hins vegar bárust boð um, að full-
trúar VIB og sölunefndin, sem skip-
uð var þeim Arndísi Steinþórsdótt-
ur, Skarphéðni Berg Steinarssyni
og Arnari Sigmundssyni, vildi eiga
fund með okkur. Á þessum fundi
lögðum við fram bréf með tólf
spumingum til seljandans. Spum-
ingum sem lutu annars vegar m.a.
að fjárhagslegri stöðu SR-mjöls hf.
og forvera þess, Síldarverksmiðja
ríkisins, og hins vegar að fram-
kvæmda- og formsatriðum varðandi
meðferð tilboða, er kynnu að berast
í hlutabréfín.
Af hálfu VÍB og sölunefndarinnar
var fátt um svör við spumingum
okkar. Engin gögn vom heldur af-
hent og ekki var vikið að því, að
væntanlegir tilboðsgjafar þyrftu að
uppfylia einhver sérstök skilyrði, er
sett kynnu að verða. í ljósi fyrri
yfirlýsingar VÍB kom það okkur
spánskt fyrir sjónir að ekki skyldi
enn vera hægt að fá nein gögn um
félagið. Sérstaklega þótti okkur
undarlegt, að upphafsefnahags-
reikningur SR-mjöls hf. 'skyldi ekki
liggja fyrir, þar sem sjávarútvegs-
ráðherra átti samkvæmt lögum að
hafa lagt hann fram hinn 6. júlí
1993, þegar hann beitti sér fyrir
stofnun hlutafélags um Síldarverk-
smiðjur ríkisins.
Bréf VÍB 7. desember 1993
Með bréfí dagsettu 7._ desember
1993 tók útboðsaðferð VÍB nýja og
óvænta stefnu. Var nú boðað, að
aðeins yrði hægt að fá útboðsgögn
þau í hendur, sem lofað hafði verið
allt frá 17. nóvember 1993, gegn
því að upplýst yrði um þau atriði,
er að neðan greinir, fyrir kl. 16.00
mánudaginn 13. desember 1993:
„1. Nafn ogkennitalatilboðsgjafa
(nöfn og kennitölur ef um fleiri en
einn er að ræða).
2. Helsta starfsemi tilboðsgjafa
ef um félag er að ræða og aðstand-
endur þess. Greina þarf frá helstu
starfsemi félags á síðustu ámm og
helstu aðstandendum eða eigendum
félagsins.
3. Fjárhagur tilboðsgjafa. Gerð
sé grein fyrir hvernig kaup á hluta-
bréfum í SR-mjöli hf. verði fjár-
mögnuð,- þ.e. hvort ætlunin er að
fjármagna þau af eigin fé tilboðs-
gjafa eða með lánsfé. Fram þaif að
koma að tilboðsgjafi hafi fjárhags-
legan styrk til að kaupa fyrirtækið
allt og tryggja rekstur þess áfram.
4. Eignaraðild. Gerð sé grein fyr-
ir því að fyrirhuguð kaup á hluta-
bréfum í SR-mjöIi hf. sé í fullu sam-
ræmi við ákvæði laga nr. 34/1991
um fjárfestingu erlendra aðila í at-
vinnurekstri.
5. Ef kaupin verða ijármögnuð
með lántöku að einhverju leyti þarf
Simon Kjærnested
að gera grein fyrir lánveitanda og
þeim tryggingum sem tilboðsgjafí
hyggst setja fyrir lántöku sinni.
Haft verður samband við þá þátt-
takendur sem teljast fullnægja skil-
yrðum seljenda fyrir kl. 12.00 föstu-
daginn 17. desember nk. í fram-
haldi af því verður óskað eftir tilboð-
um í hlutabréf í SR-mjöli hf. og
verður tilboðsfrestur til kl. 16.00
þriðjudaginn 28. desember 1993.
Seljandi áskilur sér rétt til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum
tilboðum."
Þegar leitað var skýringa VÍB á
þessari stefnubreytingu fengust
engin svör. Helst var á starfsmönn-
um VÍB að skilja að þetta væri
gert að ósk seljenda, þ.e. sjávarút-
vegsráðherra. Þetta kann vel að
vera rétt, enda hafði sérstakur full-
trúi hans við söluna, Arndís Stein-
þórsdóttir, ávallt sýnt því meiri
áhuga að fá að vita allt um væntan-
lega tilboðsgjafa, en að upplýsa þá
um atriði sem að gagni mættu koma
við tilboðsgjöfína.
Bréf Haraldar Haraldssonar til
VÍB 13. des. 1993
Þegar VÍB birti framangreinda
skilmála höfðu umbjóðendur okkar,
vegna getsagna um að við værum
aðeins leppar erlendra fjárfesta,
ákvéðið að Haraldur Haraldsson
stigi fram fyrir skjöldu og reyndi
með því að tryggja afhendingu út-
boðsgagnanna. Ritaði hann af því
tilefni VÍB eftirfarandi bréf:
„í framhaldi af auglýsingu Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka hf.
(hér eftir VÍB) í Morgunblaðinu hinn
18. nóvember 1993 um að öll hluta-
bréf ríkissjóðs í SR-mjöli hf. væru
til sölu, hafa bæði fulltrúar mínir,
þeir Sigurður G. Guðjónsson hrl. og
Símon Kjærnested lögg. end., og
éins ég sjálfur verið í sambandi við
VÍB og fulltrúa seljanda, þar sem
reynt hefur verið að fá sem gleggst-
ar upplýsingar um SR-mjöl hf. Því
miður hefur hvorki VÍB né sölu-
stjórn SR-mjöls hf. getað upplýst
um veigamikil atriði m.a. varðandi
efnahag SR-mjöls hf., þar sem stof-
nefnahagsreikningur félagsins hef-
ur ekki legið fyrir til skamms tíma.
Af þessum sökum má því segja,
að bréf VÍB frá 7. desember 1993,
til væntanlegra þátttakenda í útboði
hlutabréfa í SR-mjöli hf., hafí kom-
ið eins og þruma úr heiðskíru lofti,
þar sem í bréfínu er óskað mjög
ítarlegra upplýsinga um væntanlega
tilboðsgjafa. Líklega verður ekki
komist hjá því, að svara þessu bréfi
að nokkru, eigi að vera unnt að fá
í hendur útboðsgögn varðandi SR-
mjöl hf.
Ég mun því hér á eftir svara
þeim fyrirspurnum sem fram koma
í bréfinu, en leyfí mér að sameina
undir einum lið, svar við liðum 1-4
í bréfi VÍB:
Sigurður G. Guðjónsson
1-4. Komi til þess, að gert verði
tilboð í hlutabréf ríkissjóðs í
SR-mjöli hf. eftir að útboðs-
gögnin hafa verið skoðuð mun
ég ásamt hópi einstaklinga og
fyrirtækja sem tengjast út-
gerð, fiskvinnslu og annarri
atvinnustarfsemi hér á landi,
stofna hlutafélag, sem þá yrði
hinn raunverulegi tilboðsgjafi.
Eðli málsins samkvæmt er á
þessu stigi ekki hægt að veita
neinar frekari upplýsingar um
Ijárhag þessa óstofnaða fé-
lags. Vegna margháttaðra við-
skiptasambanda þeirra er með
mér standa, er ekki heldur
hægt að upplýsa um nöfn eða
fjárhag hvers og eins þeirra.
Hins vegar, og það hlýtur að
vera mikilvægast fyrir selj-
anda, hefur-þessi hópur lagt
áætlanir sínar varðandi kaup-
in, fjármögnun þeirra, upp-
byggingu og rekstur SR-mjöls
hf. fyrir íslenskan og erlendan
banka. Þessir bankar hafa í
sameiningu sett fram ákveðn-
ar lágmarkskröfur um efna-
hagslega stöðu væntanlegs til-
boðsgjafa og SR-mjöls hf. og
lýst sig fúsa til frekari við-
ræðna um fjármögnun kaup-
anna, að því gefnu að væntan-
leg útboðsgögn staðfesti þær
upplýsingar, sem bönkunum
hafa verið veittar um efnahag
Síldarverksmiðju ríkisins, að
teknu tilliti til þeirra ráðstaf-
ana sem ríkissjóður gerði við
stofnun SR-mjöls hf., m.a. með
því að létta af félaginu lang-
tímalánum og lífeyrisskuld-
bindingum.
Vegna tl. 4, í bréfi VÍB skal
sérstaklega tekið fram að I
þeim hópi, sem ég stend fyrir,
er ekki að fínna neina erlenda
fjárfesta og því munu væntan-
leg kaup ekki fara í bága við
ákvæði laga nr. 34/1991.
5. Eins og að framan greinir hef
ég átt í viðræðum við íslenskan
og erlendan banka um að
standa sameiginlega að fjár-
mögnun kaupanna að því
marki sem til þess þarf lánsfé.
Sá íslenski banki, sem hlut á
að máli þcssu, hefur vegna
viðskiptahagsmuna sinna lagt
bann við því að nafn hans verði
upplýst. Að sama skapi er því
eðlilegt að halda leyndu nafni
hins erlenda samstarfsbanka.
Telji VÍB þessar upplýsingar mín-
ar ekki fullnægjandi óska ég eftir
sérstökum fundi með fulltrúum VÍB,
þar sem ég mun fara yfir einstaka
liði bréfsins frá 7. desember sl. og
veita frekari upplýsingar um mál
þetta. Ég legg hins vegar áherslu
á, að sl. 8 mánuði hef ég unnið að
því að undirbúa kaup á SR-mjöli
hf. Fæ ég ekki séð, að það muni
skaða hagsmuni seljanda, þó svo
að ég fái útboðsgögnin í hendur án
þess að upplýsa um nöfn þeirra
aðila sem standa að baki mér í
tengslum við fyrirhugaða tilboðs-
gjöf. í versta falli kemur ekkert til-
boð frá þessum hópi sem ég er í
forsvari fyrir, eða þá að því verður
hafnað af hálfu seljanda. Komi til-
boð í hlutabréf ríkissjóðs í SR-mjöli
hf. frá þessum hópi má ríkið vænta
þess að kaupverð hlutabréfanna
verði staðgreitt og áhvílandi lang-
tímalán greidd upp.“
Þegar Haraldur afhenti VÍB þetta
bréf upplýsti hann að þeir bankar,
sem í bréfinu væru nefndir, væru
annars vegar Búnaðarbanki Islands
og hins vegar Vereins und West-
bank í Þýskalandi. Þá var og upp-
lýst að hópur sá, er Haraldur kæmi
fram fyrir, hefði rætt við Olíuversl-
un íslands hf. og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. varðandi ábyrgðir
vegna hugsanlegra lána, er taka
þyrfti til að mæta kröfum nefndra
banka um eiginfjárframlag tilboðs-
gjafa.
Þessar upplýsingar, sem veittar
voru í trúnaði til VÍB og sjávarút-
vegsráðherra, gerði ráðherra síðan
opinberar í viðtölum við fjölmiðla
og reyndi þannig að gera Harald
og þann hóp, sem að baki honum
stendur, tortryggilega og leikandi
tveimur skjöldum í máli þessu.
Viðbrögð við afhendingu
útboðsgagna
Þegar það spurðist út, að VÍB
hefði afhent Haraldi Haraldssyni
útboðsgögnin, gerðu Benedikt
Sveinsson hrl. og Jónas A. Aðal-
steinsson hrl., sem einnig höfðu
fengið útboðsgögnin afhent, at-
hugasemdir við VIB um afhendingu
útboðsgagnanna til Haraldar. Þess-
ar athugasemdir eru afar merkileg-
ar í ljósi þess, að í bréfi því sem
Jónas A. Aðalsteinsson hrl. ritaði
til VÍB hinn 13. desember 1993, til
að tryggja sér og Benedikt útboðs-
gögnin, sagði meðal annars:
„Af framangreindri upptalningu
á væntanlegum kaupendum er aftur
á móti einnig ljóst að fjárhagsleg
geta og fjármögnunarleiðir ein-
stakra aðila innan hópsins er mjög
mismunandi svo vægt sé til orða
tékið. Jafnframt skal á það bent að
enginn framangreindra aðila hefur
tekið endanlega ákvörðun um að
taka þátt í kaupunum eða að hvaða
marki hann kynni að vilja taka þátt
í þeim þegar að endanlegri tilboðs-
gerð eða samningum kemur.“
í ljósi þessarar tilvitnunar má
spyija, hvemig gat VIB komist að
þeirri niðurstöðu að afhenda ætti
Benedikt og Jónasi útboðsgögnin?
Aðeins eitt tilboð
í bréfi VÍB frá 7. desember var
tilboðsfrestur sagður til kl. 16.00
þriðjudaginn 28. desember 1993.
Skömmu fyrir lok tilboðsfrestsins
afhenti Haraldur VÍB tilboð sitt,
sem fól í sér boð um staðgreiðslu á
kaupverði hlutabréfanna og upp-
greiðslu allra langtímaskulda fé-
lagsins. Um kl. 17.00 sama dag
voru Haraldur og Sigurður G. Guð-
jónsson hrl. boðaðir til fundar hjá
VÍB og voru þar mætt Sigurður B.
Stefánsson, Arndís Steinþórsdóttir,
Skarphéðinn Berg Steinarsson og
Hreinn Loftsson hrl. Á þessum
fundi, sem aðeins stóð í hálftíma,
var greint frá því í trúnaði hvaða
sjö aðilar stæðu helst að tilboðinu
með Haraldi; Hvar fjár til kaup-
anna, þ.e. til uppgreiðslu langtíma-
lána, hefði verið aflað og hvernig
endurgreiða ætti það. Þá var því
jafnframt lýst að kaupverð hluta-
bréfanna 801 milljón króna yrði
greitt með bankatékka og loks tekið
fram að afurðalánaviðskipti hefðu
verði tryggð. Vikið var að afstöðu
tilboðsgjafa til starfsmannamála og
farið yfír atriði, sem lutu að framtíð
félagsins, uppbyggingu þess og
hugmyndum um að gera SR-mjöl
hf. að skráðu almenningshlutafé-
lagi. Áður en fundi þessum lauk
spurði formaður einkavæðingar-
nefndar hve langan tíma tilboðs-
gjafi þyrfti til að koma staðgreiðsl-
utilboði sínu í kring, ef því yrði tek-
ið. Upplýsti Haraldur, að hann þyrfti
að hámarki 15 daga. Aðspurður
veitti Haraldur og samþykki sitt
fyrir því, að rætt yrði við Búnaðar-