Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bæjarferð
Á MEÐAN mamma brá sér inn í verslun ( bæjarferð gærdagsins passaði
Adam litli hundinn Tönju, eða kannski hefur það verið Tanja sem var
Adam til halds og trausts þessa stund.
Vinnslu hráefnis lokið í
0-
frystihúsi KEA í Hrísey
Starfsfólkið samþykkti að vinnustaðurinn yrði reyklaus
STARFSFÓLK frystihúss KEA í Hrísey samþykkti á fundi í gær að
vinnustaðurinn yrði reyklaus. Lokið var við að vinna það hráefni
sem til var í gærmorgun og síðan notaði starfsfólkið tækifærið og
hlýddi á fyrirlestur Halldóru Bjarnadóttur starfsmanns Krabba-
meinsfélags Akureyrar og nágrennis um skaðsemi tóbaksreykinga.
Ari Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri sagði að mikil vinna hefði
verið í frystihúsinu að undanfömu
og var unnið milli jóla og nýárs
og eins var unnið alla dagana (
Auk þeirra 112 beiðna sem bárust
á liðnu ári voru 9 slíkar beiðnir óaf-
greiddar frá fyrra ári þannig að sam-
tals voru þær 121 talsins.
Erlingur Sigtryggsson fulltrúi
Héraðsdóms Norðurlands eystra
sagði, að 97 málanna hefði verið
lokið á árinu, en kveðnir voru upp
54 gjaldþrotaúrskurðir. Einhver
þessari viku eða þar til hráefni
þraut í gærmorgun. Á öllu síðasta
ári varð einungis 20 mínútna uppi-
hald vegna hráefnisskorts í frysti-
húsinu.
málanna voru felld niður. Um ára-
mót átti eftir að afgreiða 24 mál sem
bánist embættinu síðla árs.
Árið 1992 vom gjaldþrotabeiðnir
38 talsins eða umtalsvert færri en
á síðasta ári, en árið 1991 voru
beiðnirnar heldur fleiri en í fyrra eða
156 alls.
Bitnar á öllum
„Við verðum bara að vona að
sjómannadeilan fari að leysast, það
er alveg hrikalegt að þurfa að
stoppa vinnsiuna. Eg er sannfærð-
ur um að missi menn tvær vikur
úr framleiðslunni af þessum völd-
um tekur allt árið að ná því upp.
Við höfum aldrei staðið í neinu
kvótabraski hér og því er auðvitað
sárt að þurfa að stoppa núna, en
þetta bitnar á öllum,“ sagði Ari.
Hann sagði að nægar birgðir
væru til hjá frystihúsinu þannig
að ekki ætti að koma til þess að
fyrirtækið gæti ekki staðið við
gerða samninga um afhendingar,
en frystihúsið framleiðir m.a. fyrir
Marks og Spencer í Bretlandi.
Samstaða
Þegar hráefnið þraut í gær kom
starfsfólkið saman og hlýddi á
fyrirlestur Halldóru Bjamadóttur
starfsmanns Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis um skað-
semi reykinga. Að honum loknum
samþykktu 48 af 49 fundarmönn-
um að vinnustaðurinn yrði reyk-
laus og verður tíminn þar til
vinnsla hefst á ný notaður til undir-
búnings. „Það var mjög góð sam-
staða um þetta,“ sagði Ari.
Gjaldþrotabeiðnum
fjölgaði úr 38 í 112
milli áranna ’92 og ’93
FLEIRI gjaldþrotabeiðnir bárust Héraðsdómi Norðurlands eystra á
nýliðnu ári miðað við árið þar á undan. Á síðasta ári bárust embætt-
inu 112 beiðnir þar sem óskað var eftir gjaldþrotaskiptum en þær
voru 38 áríð 1992.
Landbúnaðarsýning hald-
in að Hrafnagili í sumar
^ Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda landbúnaðarsýningu að Hrafnagili
i Eyjaljarðarsveit í ágústmánuði og verður stofnað sérstakt félag
um framkvæmdina, en þegar hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri.
Nokkrir einstaklingar í Eyja-
íjarðarsveit hafa verið að skoða
möguleika á að efna til landbúnað-
arsýningar og hefur nú verið afráð-
ið að efna til slíkrar sýningar á
tímabilinu 19. til 28. ágúst. Stofn-
að verður félag um framkvæmd-
ina, en meginmarkmið þess verður
að sinna verkefnum sem tengjast
ferðamálum á svæðinu og verður
sýningarhaldið í sumar fyrsta
verkefni þess.
Góðar viðtökur
Frá upphafí hefur verið unnið
að málinu í samráði við sveitar-
stjóm Eyjafjarðarsveitar og við-
ræður við hana um aðstöðu fyrir
sýninguna eru á lokastigi. Einnig
hefur verið haft samráð við Búnað-
arsamband Eyjafjarðar.
Þá hefur verið gengið frá því
að "Vaka Jónsdóttir sem er að ljúka
námi í iðnrekstrarfræði frá Háskól-
anum á Akureyri verði fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar og
mun hún taka til starfa nú um
áramótin. Rætt hefur verið við
nokkra af þeim aðilum sem líklegt
þykir að hafí áhuga á að notfæra
sér aðstöðuna sem komið verður
upp vegna sýningarhaldsins og við-
tökur hvarvetna verið góðar.
Áhersla verður lögð á að kynna
sem flestar af framleiðsluvörum
íslensks landbúnaðar og aðrar af-
urðir sem unnar eru í sveitum
landsins. Sérstök áhersla verður
lögð á nýjungar í atvinnulífí svo
og það sem verið er að vinna að
varðandi útflutning á íslenskum
búvörum. Metnaður verður lagður
í dagskrá þar um íjölþætta menn-
ingarstarfsemi sem fram fer í hin-
um dreifðu byggðum landsins.
Messur
AKUREYRARPRESTAKALL:
Messað í Akureyrarkirkju kl. 14 á
sunnudag. í messunni verður þess
minnst að um þessar mundir eru
110 ár liðin frá því að fyrsta góð-
templarastúkan var stofnuð á Ak-
ureyri. Séra Björn Jónsson sökn-
arprestur á Akranesi og stórtempl-
ar mun predika.
GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Jóhannes Ingibjartsson for-
maður Landssambands KFUM og
KFUK flytur predikun. Molasopi í
safnaðarheimilinu að guðsþjón-
ustunni lokinni. Systrakvöld í Gler-
árkirkju mánudagskvöldið 11. jan-
úar kl. 20.30. Áhersla á innri and-
lega uppbyggingu, bæn, lofgjörð
og helgun.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna-
ganga í kvöld kl. 20 og á morgun
kl. 10 f.h. Vakningarsamkoma kl.
15.30 á sunnudag. Ræðumaður
Jóhann Sigurðsson. Æskulýðs-
fundur 9-12 ára á miðvikudag, 12.
janúar, kl. 17.30. Kl. 20.30 grunn-
fræðsla fyrir nýja og á sama tíma
er samkoma í Ólafsfirði. Eldri-
mannasamvera er fimmtudaginn
13. janúar og söngæfing unglinga-
hóps kl. 19.30. Bænasamkoma kl.
20 föstudaginn 14. janúar.
Til sölu
ársgamalt, vandað, fullfrágengið 4ra-5 herbergja raðhús
á einni haeð með bílskúr og sökkli fyrir sólstofu. Samtals
165 fm. Áhv. húsbréf. Bein sala eða skipti á sambæri-
legri eign á Reykjavíkursvæðinu.
Sími 96-25953 milli kl. 19 og 20.
Atvinna
Matreiðslumann, með gott hugmyndaflug,
vantar á veitingahús á Akureyri. Góðir tekju-
möguleikarfyrir réttan mann.
Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs-
ingadeild Mbl., merktar: „Frískleiki - 1 “.
Sparisjóðurinn í Ólafsfirði 80 ára
Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson
Sparisjóðurinn 80 ára
SPARISJÓÐUR Ólafsfjarðar er 80 ára um þessar mundir. í til-
efni af því var viðskiptavinum boðið upp á kaffi og köku í vikunni.
Útlánin rúmur millj-
arður á síðasta ári
UM ÞESSAR mundir er sparisjóðurinn í Ólafsfirði 80 ára. Hann
var stofnsettur 1. janúar 1914 að frumkvæði þáverandi sóknar-
pests, Helga Árnasonar, en 15 bændur og útvegsmenn gerðust
stofnendur og ábyrgðarmenn sjóðsins.
Starfsemi sparisjóðsins hófst
næsta dag, 2. janúar, og voru
viðskiptin lífleg. Alls voru inn-
legg eitt þúsund þrjú hundruð
áttatíu og sex krónur og fjörutíu
aurar og eitt lán var veitt að fjár-
hæð átta hundruð og þijátíu
krónur. Til samanburðar voru
innlánin í Sparisjóði Ólafsfjarðar
um átta hundruð sextíu og sex
milljónir króna á síðasta ári, en
útlánin námu rúmum milljarði
króna.
Eina peningastofnunin
Starfsemi sparisjóðsins var
fyrstu árin í heimahúsum og
önnuðust sóknarprestar rekstur-
inn en 1928 tók Þorvaldur Sig-
urðsson við sem sparisjóðsstjóri
og gegndi hann því starfí í 42
ár. Á hans tíð var sparisjóðurinn
fluttur í 40 fermetra eigið hús-
næði að Brekkugötu 9. 1983 var
starfsemin flutt í 800 fermetra
nýbyggingu við Aðalgötu og þar
hefur Sparisjóður Olafsfjarðar
verið til húsa síðan. Sparisjóður
Ólafsfjarðar er eina peninga-
stofnunin í Ólafsfírði, 7 stöðu-
gildi eru hjá sparisjóðnum. Spari-
sjóðsstjóri er Þorsteinn Þorvalds-
son og Svavar B. Magnússon
fonnaður sljómar.
I
>
(
i
t
I