Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 Minning Garðar Jónsson, Stykkishólmi Fæddur 29. júlí 1913 Dáinn 28. desember 1993 Garðar Jónsson verkamaður og sjómaður lést í Stykkishólmi 28. desember. Hann var fæddur á Þingvöllum í Helgafellssveit, en fluttist fljótt í Hólminn með for- eldrum sínum þriggja ára gamall. Hann var einkabam foreldra sinna Steinunnar Indriðadóttur og Jóns Kristjáns Jónssonar, en Jón stund- aði bæði sjó og trésmíðar. Það fór ekki mikið fyrir Garðari um dagana. Hann vann sín verk af sérstakri kostgæfni og sam- viskusemi, en setti vissulega svip sinn á umhverfið sem menn munu fljótt sakna. Hann var einn af þeim mönnum sem fóru sinn eigin veg. Eftir að pabbi hans dó bjó hann með móður sinni og sá um hana meðan hún lifði. Síðan bjó hann einn og ekki fyrir löngu flutt- ist hann í litla íbúð sem var í tengslum við Dvalarheimili aldr- aðra hér. Ég hitti Garðar oft bæði á göt- um úti og eins heima. Hann hafði sérstakan frásagnarmáta sem lífg- aði þann sem við hann ræddi. Framförum öllum tók hann með mestu varúð, og treysti alltaf best á það sem honum hafði reynst vel um ævina. Hann vann bæjarfélagi sínu það sem hann gat og eitt gat hann ekki hugsað sér og það var að verða þjóðfélaginu byrði og góður guð gaf honum það að til þess kom ekki. Ég veit ekki hve marga kunningja og vini hann átti, en hitt átti hann og það var traustið til frelsara síns og það fann ég alltaf á honum. Enda hafði mamma hans kennt honum guðsorð og góða siði. Ég man hana vel og allt það sem ég varð vísari um hennar hugsunarhátt, varð til þess að tendra ljós bæði á leiðum sonar hennar og annarra. Það fór ekki hjá því að eftir því sem lengra leið, lágu spor okkar oftar saman og fyrir það er ég þakklátur og þessi fáu orð eiga að færa mínar innilegustu þakkir fyrir það. Blessun Drottins fylgi þér, Garðar minn, og þökk fýrir samfylgdina. Árni Helgason. í dag verður gerð frá Stykkis- hólmi útför Garðars Jónssonar verkamanns í Stykkishólmi. Hann lést á sjúkrahúsi St. Fransiskus- systra 28. desember sl. eftir stutt veikindi. Starfsdagur hans var langur og þreyttur var hann orðinn undir það síðasta, þótt glampinn í sívökulum augunum leiftraði oft. Sökum skertrar heymar lifði Garðar ætíð í nokkuð þröngum heimi en hann var greindur og las mikið og fylgdist vel með öllu, sem var að gerast. Einnig vom ýmsir góðir vinir hans duglegir að heim- sækja hann og lífga uppá tilver- una, því allra síðustu árin fór hann sjaldan af bæ. Fómfýsi þessara vina hans var einstök, en ekki má heldur gleyma hve mikið Garðar gaf þeim sem samneyti höfðu við hann með sínu sérstaka viðmóti. Hann var ekki allra, en þeim sem hann tók á annað borð varð hann raunsannur vinur. Garðar Jónsson fæddist á Þing- völlum í Helgafellssveit 29. júlí 1913, einkabam foreldra sinna Steinunnar Indriðadóttur og Jóns Kristjáns Jónssonar. Garðar flutt- ist til Stykkishólms þriggja ára gamall er foreldrar hans keyptu býlið Vík. Jón deyr 1926 þegar Garðar er aðeins 13 ára að aldri. Hélt hann upp frá því heimili með móður sinni eða til ársins 1963, er Steinunn lést 92 ára gömul. Steinunn var ákaflega merkileg kona gædd góðum gáfum, fróð- leiksfús, minnug vel og skelegg í besta lagi. Ég minnist margra heimsókna til hennar í litla bæinn þeirra við Silfurgötu þegar hún sagði mér ótal frásögur frá fyrri tímum eða þuldi Passíusálma og ýmsar til- vitnanir. Hún fýlgdist vel með og hafði skoðun á öllum málum. Steina lá rúmföst síðustu tíu ár ævinnar og þvertók fýrir að yfir- gefa litla bæinn, þar var engu um þokað. Garðar var henni einstakur sonur, umhyggjusamur og nær- gætinn, og þeim leið vissulega vei þótt þægindin væru nákvæmlega engin. En þannig vildu þau hafa hlutina og Garðar saknaði mjög litla bæjarins eftir að hann var rifinn, og hann flutti sig yfir göt- una í litla íbúð sem hann keypti þar. Síðustu tvö æviárin bjó hann í þjónustuíbúð aldraðra við Skóla- stíg og leið þar vel. Garðar hóf sjómennsku 12 ára gamall á mótor Hans, eins og skút- an var kölluð, en þar var faðir hans stýrimaður. Hann stundaði síðan sjósókn til ársins 1937 á ýmsum bátum, en lengst af á Sæbiminum. Verkamannavinna í landi átti þó eftir að verða aðal- starfsvettvangur Garðars. Hann vann hjá fýrirtæki Sigurðar Ág- ústssonar hf. í 60 ár, á sjó og landi, og lýsir slík einstök trúmennska og órofa tryggð Garðari best. Á þessum langa vinnudegi í fyrir- tæki sem hélt úti fjölbreyttri starf- semi voru handtökin hans af margvíslegum toga. Er skemmst frá því að segja að Garðar leysti öll þau störf, sem honum voru falin, frábærlega af hendi og hvar sem hann kom að verki var eftir honum tekið, dugnaður, verklagni og snjrrtimennska voru honum í blóð borin. Ég veit að hann var mjög metn- aðarfullur og vildi sýna hvað í honum bjó, ef til vill sökum þess hve margs hann fór á mis við utan vinnunnar, en aldrei miklaðist hann af verkum sínum eða hæld- ist um, í þeim birtust einfaldlega eðli hans og upplag. Sjórinn átti ætíð sterk ítök í Garðari og. litla trillu eignaðist hann snemma til þess að geta skotist um eyjasund og leggja lúðulóð eða fara á smáfisk. Hann átti einnig þrjá litla eyjahólma í nágrenninu. Þangað fór hann oft fyrr á sumrum og naut þeirra stunda ríkulega og á ég margar ógleymanlegar æskuminningar úr þeim ferðum. Garðar var alla tíð mikill dýravinur og voru kettir í sérstöku uppáhaldi hjá honum og í híbýlum hans áttu þeir ávallt öruggt skjól og viðurværi. Þá átti hann um árabil nokkrar kindur og hafði gaman af bjástri við þær. Hún var kannski ekki margbrot- in ævi þessa heiðursmanns úr röð- um hinna hljóðlátu erfiðismanna á íslandi en þeim mun mikilvægari var hún, miklu dagsverki var skil- að. Nú á kveðjustund er vissulega margs að minnast en faðir minn og Garðar voru sérstaklega miklir vinir og nánir samstarfsmenn í 45 ár. Garðar var alla tíð eins og einn af fjölskyldunni og við nutum þess oft bræðurnir hversu barngóður hann var og ég er glaður og vita hve heimilið okkar á Höfðagötunni var honum mikils virði. Frá okkur eru honum fluttar innilegar kveðj- ur og þakkir fyrir liðna tíð. Guð blessi minninguna um Garðar Jónsson. Ellert Kristinsson. Jósebína Gríms- dóttir - Minning Fædd 25. nóvember 1921 Dáin 28. desember 1993 Elsku amma Bína á Gamló eins og hún var alltaf kölluð er dáin. Margar spumingar vakna, en fátt er um svör. Alltaf á laugardags- og sunnudagsmorgnum fórum við til ömmu Bínu í morgunkaffi. Það verður erfitt að fara núna á Gamló til ömmu Esterar, sem býr niðri, ekki Iengur hægt að fara upp á loft til ömmu Bínu til að spila eða perla og fá bijóstsykursmola. Elsku amma Bína, minninguna um þig geymum við í hjarta okkar. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Davíð Þór, Ester og Brynjar Karl. Jósebína fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1921 og voru foreldrar hennar Grímur Kr. Jósefsson og Halldóra Jónsdóttir. Bína var fjórða í aldursröð 7 systkina, en eftirlifandi em Gerða, Rósa og Bertha sem horfa nú á eftir ást- kærri systur og vinkonu. Mér er það minnisstætt hve mild á svip hún var ávallt þegar hún minntist liðinna stunda frá æskudögunum heima og hversu ljúflega hún tal- aði um pabba sinn og Bjössa bróð- ur, sem andaðist svo langt um ald- ur fram. Bína giftist Óskari Jósúasyni, f. 22. október 1916, húsgagna- og húsasmíðameistara, 9. desember 1939. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík en fluttust til Vest- mannaeyja 1940 og bjuggu þar upp frá því, lengst af á Kirkjuvegi 20 (Gamla spítalanum (Gamló)). Böm Bínu og Óskars eru 6, Fann- ar, f. 1939, kvæntur Helgu Sig- tryggsdóttur, Ester, f. 1941, gift Brynjari Stefánssyni, Hallgrímur, f. 1943, kvæntur Sólrúnu Sigur- björnsdóttur, Páll Róbert, f. 1946, kvæntur Þuríði M. Georgsdóttur, Steinunn Ósk, f. 1950, og yngstur er Jósúa Steinar, f. 1952, kvæntur undirritaðri. Bamabömiri eru orðin 17 og bamabarnabörnin 15. Óskar lést eftir erfíð veikindi 10. ágúst 1987, þeim missi tók Bína með sama æðruleysinu og öllum öðrum áföllum í lífi sínu. Þegar eiginmaður minn kynnti mig fyrir móður sinni fýrir réttum tuttugu og fjórum árum, var ég svo uppburðarlaus og kvíðin, að ég ætlaði varía að hafa það af að rétta henni blómvöndinn, sem ég hafði keypt handa henni, en hún tók mér svo einstaklega hlýlega, að frá þeirri stundu hef ég litið á hana sem mína aðra móður. Okkur -samdi eins og best verður á kosið frá upphafí og naut ég þess ætíð að vera í návist hennar. Hún hafði ákaflega létta lund og einstakt lag á að sjá spaugilegu hliðamar á Þórður Valdimar Þor- valdsson - Minning Hva, þín braut er búin. Burt með hiyggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögnum vinafundi friðarsunna skín; hlý að hinzta blundi helgast minning þín. / (Magnús Markússon) Elskuleg tengdamóðir mín, Jósebína Grímsdóttir, eða Bína á Gamló eins og hún var jafnan köll- uð, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag. Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjömunni blá. Hátíð ljóss og friðar var gengin í garð með allri sinni jólagleði þeg- ar flöktandi lífslogi Bínu minnar slokknaði. Hún andaðist að morgni 28. desember eftir stutta en erfíða legu á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Stuttu áður hafði hún verið til rannsóknar á Landspítalanum í nokkrar vikur og var rétt nýkom- inn heim, öllum sínum nánustu til mikillar gleði. Fæddur 22. ágúst 1906 Dáinn 28. desember 1993 Að morgni 28. desember sl. lést Þórður Valdimar Þorvaldsson á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg. Hann var sonur hjón- anna Kristínar Karólínu Jakobs- dóttur og Þorvalds Þórðarssonar frá Skerðingsstöðum í Eyrarsveit. Þau áttu átta börn og var Þórður þriðja bam þeirra hjóna. Aðeins eru tveir af þeim bræðrum lifandi, Jakob og Gunnar. Þórður giftist Ingibjörgu Sveinsdóttur 1932. Stofnuðu þau heimili á Rimabæ á Kvíabryggju við Grundarfjörð og eignuðust þau níu böm á fímmtán ámm sem hér eru talin í aldurs- röð: Guðmundur Ólafur, d. 15. febrúar 1937, Ingibjörg, Magnþóra Kristín, Kristín Karólína, d. 22. janúar 1984, Ólafur Garðar, Sveinn Einar, d. 4. ágúst 1951, Þorvaldur, Guðmundur Ólafur og Valdimar Ingiberg. Frá Kvíabryggju stundaði Þórð- ur sjósókn þau ár sem þau bjuggu þar, en árið 1945 fluttust þau inn í Grundarfjörð með alla fjölskyld- una en þaðan var betra að stunda sjóróðra vegna betri hafnarskil- yrða. En um þessar mundir dró fyrir gæfusól fjölskyldunnar, móð- irin var orðin veik af þeim sjúk- dómi sem dró hana til dauða þrem- ur ámm síðar eða 22. apríl 1948. Við fráfall eiginkonu og móður kom mikið los á fjölskylduna sem eðlilegt er og fáum árum síðar, eða hveiju máli, þeir vom fáir sem ekki vom komnir í gott skap eftir skamma stund nálægt henni Bínu. Fjölskyldan og samheldni henn- ar var ætíð efst í huga þessarar elsku og segja má að fjölskyldu- 1953, fluttist faðir okkar til Reykjavíkur og starfaði þar fyrstu mót hafí verið haldið hjá henni hvem einasta laugardag, þegar bömin hennar, tengdabörn ogjafn- an eitthvað af barnabörnunum, komu til hennar í morgunkaffi. Þessar morgunstundir vom svo sannarlega ekki hljóðlátar og þar vom þeir sem mættir vom ekki alltaf sammála og fóru ekki í laun- kofa með það, en þetta voru ómet- anlegar stundir fýrir alla og þegar samkundunni lauk hveiju sinni var létt yfír öllum, sér í lagi ættmóður- inni. . Eg veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo táilaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson) Elsku Bína mín, að leiðarlokum langar mig að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. „Þú gafst svo mikið, en vissir ekki til að þú gæfír neitt.“ Hittumst við í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar. (JJ.) Kristín Eggertsdóttir. árin við múrvinnu og síðar í Fisk- höllinni í Reykjavík. Hann var dugnaðar- og kappsmaður mikill við vinnu. Við bömin hans þökkum honum fýrir ánægjulega samfýlgd og upp- eldi. Glaðværð og skemmtilegur húmor var ríkur þáttur í skapgerð hans sem við fengum oft að njóta og gleymum aldrei. Við kveðjum góðan föður með söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem.) Seinni hluta ævinnar bilaði heilsan og undir lokin var hann saddur lífdaga og feginn hvíldinni. Hjúkrunarfólki á Skjóli þökkum við kærlega fyrir góða umönnun. Sofðu rótt, okkar kæri faðir. Þorvaldur Þórðarson og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.