Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 19 Búist við að jökuljaðar Síðujökuls færist fram um allt að 1.000 metra í hlaupinu Eitt mikilfenglegasta náttúruundur sem til er - segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur, um hlaupið sem hafið er í Síðujökli HLAUPIÐ sem hafið er í Síðujökli í Vatnajökli einkennist af bylgju sem er á leið niður jökulinn sem á endanum mun brotna. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem tekist hafi að sjá hlaup af þessu tagi svona snemma. Bylgjan færist niður jökulinn á talsverðum hraða. Oddur býst við að hlaupið standi í um einn til tvo mánuði í viðbót og þá muni jökullinn hafa skrið- ið fram um 500 til 1000 metra og verður hlaupið þess vald- andi að að stórar sprungur myndast á jöklinum. Þegar jök- ullinn hættir að hreyfast, sígur hann og þrýstir undan sér vatni sem veldur hlaupi í þeim ám sem frá jöklinum koma. Sprungurnar SPRUNGUR þessar eru geypistórar og gera það að verkum að ekki verður hægt að fara á jökul- inn fyrr en í fyrsta lagi á næsta vetri, eða þegar þær eru orðnar fullar af snjó. Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson Jökulhnn sknður afram LJÓSA röndin á myndinni er bylgjan sem færist niður jökulinn. Fyrir miðbik myndarinnar sést hvar jökullinn er farinn að brotna, en hólarnir til vinstri eru Rauðhólar við Síðujökul. Oddur flaug ásamt mönnum frá Orkustofnun og Raunvísindastofn- un Háskólans yfir jökulinn í gær og segir hann að þetta sé í fyrsta skipti hérlendis sem hafi tekist að sjá bylgjuna svona ofarlega á jökl- inum, áður enn hún fer að brotna að ráði, en hún var byijuð að brotna á einum stað. Jökullinn er á talsverðri ferð og segir Oddur að hann skríði fram um tugi og jafnvel hundruði metra á dag. Þegar hlaupið stöðvast hefur jaðar jökulsins færst framar og telur Oddur að það verði á bilinu 500 til 1000 metrar. Þegar jökullinn hættir að hreyf- ast þá sígur hann og þrýstir undan sér vatni og má þá búast við hlaupi í þeim ám sem frá honum liggja. Þegar Síðujökull stöðvast alveg tekur það hann um 30 ár að hörfa aftur og má þá búast við nýju hlaupi. „Þetta er eitt af mikilfengleg- ustu náttúruundrunum að mínu mati,“ segir Oddur. „Þarna eru 350 ferkílómetrar af ís á hreyf- ingu.“ Sprungurnar sem myndast gera það að verkum að ekki verður hægt að fara á jökulinn næsta árið, eða ekki fyrr en snjó hefur náð að fylla þær aftur. Oddur seg- ir að stærstu sprungurnar séu lík- lega um 10 metrar á breidd og 30 metra djúpar. „Fjögurra hæða blokk hyrfi auðveldlega ofan í eina slíka sprungu,“ segir hann. Síðujökull dæmigerður framhlaupsjökull Oddur segir að Síðujökull sé dæmigerður framhlaupsjökull og þetta sé þriðja hlaupið í jöklinum sem vitað er um. Það fyrsta var árið 1934 og hlaup kom aftur árið 1963. „Það virðistþví sem Síðujök- ull hlaupi með föstu milibili á 30 ára fresti“, segir hann. Hlaup af þessu tagi verða með þeim hætti að jökullinn fer að skríða áfram óvenju hratt. „Jöklar hafa þann eiginleika að þeir skríða jafnt og þétt fram,“ segir Oddur. „Sumir jöklar skríða nógu hratt til að flytja þann snjó sem sest ofan á hann niður þannig hann bráðnar jafnhraðan og jökullinn helst jafnbrattur. Þó nokkuð marg- ir jöklar ná ekki að skríða nógu hratt til þess að sjórinn nái að bráðna fyrir neðan jafnvægismiðju og því verður jökullinn sífellt bratt- ari. Þegar hann heldur ekki lengur jafnvægi fer jökullinn að skríða óvenju hratt.“ Oddur segir að ekki sé vitað hversu lengi hlaupið hafi staðið yfir en Orkustofnun fékk fyrst fréttir um að eitthvað óvenjulegt væri á seyði á svæðinu þegar Snorri Björnsson, bóndi á Kálfa- felli og mælavörður við Djúpá í Fljótshverfi, tilkynnti á mánudag að óeðlilegur litur væri á Djúpá og skyndilegur vöxtur væri kom- inn í hana. Vatnamælingamenn á vegurn stofnunarinnar voru á svæðinu í gærmorgun og fréttu þá frá bænd- um á svæðinu að það væru komn- ir brestir í jökulinn. Ekki tekist að útskýra jökulhlaup Oddur segir að svona hlaup séu eitt þeirra fyrirbæra í jöklafræði sem ekki hefur tekist að útskýra, en Oddur segir að ein kenning sé sú að hlaupin tengist vatnsþrýst- ingi undir jöklinum. Hlaupin eru ekki bundin við neinn árstíma og ekki er hægt að setja hlaupin í tengsl við jarð- hræringar undir jöklinum, segir hann. Skaftárjökull liggur að Síðu- jökli en engra hreyfingar hefur orðið vart í honum. Oddur segir að venjulega sjáist enginn munur á jöklunum milli hlaupa. Þetta gefi til kynna að það séu einhver skil í jöklinum, því í hlaupinu árið 1964 hafi skil verið á sama stað. Undanfarin ár hefur Raunvís- indastofnun verið með stangir í Síðujökli, því búist hefur verið við hlaupi þar í nokkur ár. Vonir standa til að hægt verði í framtíð- inni að finna stangirnar aftur og gera viðeigandi mælingar, svo fremi sem þær hafi ekki fallið ofan í sprungur. Nærliggjandi jöklar hafa einnig hlaupið Nærliggjandi skriðjöklar hafa einnig hlaupið. Skaftáijökull og Tungnáijökull hlupu síðast árið 1945 og segir Oddur að búist sé við hlaupi í þann síðarnefnda á næstu árum. Hlaup í honum getur hafi verulega áhrif virkjanir, því hlaupi í jöklinum fylgdu miklir vatnavextir í ám sem frá honum renn og myndi taka nokkur ár fyrir vatnið að hjaðna á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.