Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Ungir tónlistarmenn við fram- haldsnám erlendis hafa oftlega haldið tónleika í jólafríum og sl. miðvikudag voru slíkir tónleikar haldnir í Seltjarnarneskirkju. Tónlistarfólkið sem kom fram á þessum tónleikum hefur stundað og stundar nám víða. í Noregi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Englandi og mun bera heim með sér, margt er til gagns og auðnu getur orðið menningu okkar Is- lendinga. Tónleikarnir hófust á einsöng Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur og naut hún aðstoðar Elínar Önnu ísaksdóttur. Lögin sem Guðrún söng voru tvö eftir Brahms op. 91, nr. 1 og 2. Þijú lög eftir Wolf, eitt úr spænsku ljóðabókirrni og tvö af Mörike- lögunum. Guðrún hefur fallega og nokkuð þroskaða mezzosópr- anrödd og söng nefnd lög af þokka. Bestur var söngur hennar í þremur söngvum frá Madag- askar, eftir Ravel, sem var síð- ast á efnisskránni. Guðrún er efnileg söngkona og verður fróð- legt að fylgjast með þroska hennar sem tónlistarmanns. Kristín Guðmundsdóttir lék mjög vel flautusónötu eftir Pi- erre Sancan og lék svo með Örn- ólfi Kristjánssyni tvo dúetta fyrir flautu og selló eftir Danzi. Dúett- amir eru ansi „þunnur þrett- ándi“ og hefðu því þurft að vera leiknir með „virtúósískum" til- þrifum, til að „gera sig“ en voru samt þokkalega vel leiknir. Örn- ólfur lék Trauermusik, eftir Hin- demith af öryggi. Þetta sérkenni- lega verk var samið daginn eftir að Georg V. Bretakonungur lést og flutt degi síðar. Sagan fylgir þessu verki, því mönnum þótti með ólíkindum hversu Hindemith var létt um að semja. Eins og fyrr segir lauk tónleik- unum með flutningi Madagask- ar-söngvanna eftir Ravel en samleikur á píanóið í öllum verk- unum, nema dúettunum eftir Danzi, var framinn af Eiínu Önnu ísaksdóttur, sem sýndi sig að vera efnilegur píanóleikari. Ekki verður neinu spáð um gengi þessa hóps, því listamenn þurfa á löngum tíma að þroska tækni sína og hæfileika í átökum við erfið verkefni og þá fyrst getur leiknin örðið tæki tii að undir- byggja það, sem borið er uppi af listrænum þroska. - ARSALIR hf. Fasteiqnasala Sigtúni 9-105 Reykjavík. C 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteigna- og skipasali Félag Fasteignasala Opið í dag kl. 11-16. Safamýri. Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð m. bílsk. Laus strax. Verð 8,4 millj. Bauganes. Ca 100 fm ágæt íb. á efri hæð i tvíb. ásamt 50 fm bílsk. Verð 8,5 millj. Laus strax. Vitastígur. Mikið endum. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Verð 5,8 millj. Fossvogur. 4ra herb. 107 fm nýleg íbúð á 1. hæð m. bílskúr. Rekagrandi. Mjög falleg 4ra herb. íb. með bílskýli. Parket og flísar á gólfum. Frábært útsýni. Verð 10,2 millj. Vesturbær - Kóp. 190 fm par- hús ásamt innb. bílsk. Skipti á minni eign koma til greina. Fiskakvísl. Vandað 214 fm enda- raðh. með 38 fm bílsk. Brattatunga. 214 fm keðjuhús með bílskúr. - Vandaðar innr. Mögul. á séríb. á jarðhæð. Tjarnarmýri. Nýtt mjög vandað 267 fm raðhús m. bílskúr. Grænamýri. Glæsil. nýtt 256 fm einbhús m. bílskúr. Til afh. strax. MíðhÚS. Mjög vandað nýtt ein- býli/tvíbýli, alls 254 fm ásamt innb. bílskúr. Vantar allar stærðir fasteigna á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Höfum til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum. Verslunarhúsnæði við Grensásveg Til sölu eða leigu ca 450 fm glæsilegt verslunarhúsn. ásamt 127 fm lager á jarð- hæð. Góð greiðslukjör og hagst. verð. Rauðarárstígur. 290 fm mjög gott verslunarhúsnæði, til sölu eða ieigu. Laust strax. 624333 Hin helgri vé í Berlín Kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hin helgu vé, hefur verið valin til sýninga á Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Berlín. Hrafni Gunnlaugssyni barst þetta boð nýlega og er jafn- framt óskað eftir að hann verði viðstaddur frumsýningu mynd- arinnar á hátíðinni. Alþjóðlega kvikmyndahátíð- in í Berlín er meðal virtari kvik- myndahátíða. Hún stendur að þessu sinni frá 10.-21. febrúar næstkomandi og er sú 44. í röðinni. DAGBÓK SKIPIN REYKJAVIKURHOFN: I fyrradag fór Dettifoss. Þá var búist var við að Europe Feder og Arnarfellið færu úr höfn í gær. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í gær fóru út Birte Boye og rússnesku togararnir Srednyaya og Burevestinik. Þá er rækjutogarinn Anso Molgaard væntanlegur í höfn annað kvöld. Þú svalar lestrarþörf dagsins ajJeLSLE DUL Umsjónarmaður Gísli Jónsson Baldur Ingólfsson í Reykja- vík, bekkjarbróðir minn og sam- kennari á árum áður, skrifar mér svo: „Það er jafnan til prýði ef menn nota myndrænt mál, en það krefst kunnáttu og smekk- vísi, annars er hætta á ruglingi og smekkleysi. Nú um skeið hefur orðasam- bandið að eitthvað sé í burðar- liðnum verið mjög í tísku í stað orðasambanda eins og vera í undirbúningi, vera á döfinni, vera vel á veg kominn og svo framvegis. Ótrúlega oft er auð- séð að menn skilja ekki lengur orðið burðarliður svo að frá- sögnin verður klaufaleg eða jafnvel fáránleg, til dæmis frétt Ríkisútvarpsins um kvikmynda- gerðarmann sem var sagður vera með nýjá kvikmynd í burð- arliðnum. Illskárra hefði verið ef hér hefði átt í hlut kvikmynda- gerðarkona! í Islenskri orðabók Menningarsjóðs stendur: burð- arliður, ytri hluti á sköpum konu eða kvendýrs. Sú skýring ætti að nægja flestum. Það er orðið býsna algengt að þeir sem vinna skrifborðs- vinnu hafi orðabækur við hend- ina, en það stoðar lítið ef þær eru ekki notaðar. Það er oft fljót- legra að fletta upp í orðabók en að glíma við að finna nákvæma merkingu orðs eða að leysa rétt- ritunarvanda í huganum." Þessu til frekari áréttingar lét hann fylgja klippu héðan úr blaðinu, þar sem sagði í fyrir- sögn: „Viðræðurnar um GATT í Brussel. Segja samninga í burðarliðnum.“ Umsjónarmaður þakkar Baldri þessar skýru og gagnlegu athugasemdir. Hrós um dáið héraðslið hamast sá að skrifa sem er ávallt illa við alla þá sem lifa. (Indriði á Fjalli, 1869-1943, ferskeytla hringhend.) ★ Ur ýmsum áttum. 1) „Er ekki eitthvað bogið við það tal útvarpsþulu sem sagði að ... hefði „kveðið dyra“? Jú, umsjónarmanni þykir þetta meingallað mál. Þarna hefði fréttaþulan átt að segja kvatt dyra. Sagnirnar að kveða og kveðja eru að vísu áþekkar, en beygjast á mjög mismunandi hátt: kveða er sterk eftir 5. röð (kvað, kváðum, kveðið) en kveðja er veik eftir 2. röð (kvaddi, kvatt). Fólk, sem ætlað er að tala, svo að til fyrirmyndar sé, verður að kunna þetta. Sjá Tungutak, frá því í nóvember sl., nr. 65, ágæta grein eftir Ara Pál Krist- insson málfarsráðunaut. 2) Ofbýður þér ekki að heyra fréttastjóra Stöðvar 2 segja: „Eins og kunnugt er opnar Kristján óperuvertíðina...“? Jú. Mér ofbýður. Þetta er langt handan við mörkin. 3) Hvernig er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að hlú(a) að? Svar: Hann er hlúð. Við höfum Iengi hlúð að þessu. Asgeir Blön- dal segir að sagnmyndin að hlúa sé frá 18. öld, líklega tvímynd af hlýja = verma, mynduð eftir þátíðinni hlúði. Beyging sagnarinnar að hlýja var ekki einbrotin að fornu, og halda jafnvel sumir glöggir menn að til hafi verið tvær sagn- ir.er svo hljóðuðu, en beygðust hvor með sínu móti (ekki með „sitthvoru11 móti). Úr þessum 726. þáttur frændgarði orða eru svo auðvit- að lýsingarorðið hlýr og hvorug- kynsnafnorðið hlý = ylur, skjól, sbr. dönsku ly. 4) Viðmælanda umsjónar- manns þótti að vonum kyndugt að heyra í útvarpinu að „súpa úr nálinni“. Það myndi líka verða smár sopi er þaðan fengist. Fram var tekið að ekki hefði það verið starfsmaður útvarpsins er svo tók til orða. Ljóst er hvað hér hefur gerst. Manninum hefur orðið á að rugla saman tveimur myndhverfum orðtökum. Annars vegar er „að bíta úr nálinni“ = kenna á afleið- ingunum. Oftast er sagt eitthvað á þá leið að sá eða sú sé ekki búin(n) að bíta úr nálinni með eitthvað. Líkingin í þessu orðtaki er dregin af saumaskap, og eru kunnar þjóðsögur sem þetta orðalag geyma. Hins vegar er svo annað orð- tak í svipaðri merkingu, það er „að súpa seyðið af einhveiju“, og ætti að vera ljóst hvað þar liggur til grundvallar. Blessaður maðurinn sem „saup úr nálinni“ sagði fleira merkilegt. Eitt var það að þetta „ætti eftir að draga langan dilk á eftir sér“. Lamb (og annað ungviði) sem sýgur móður sína heitir dilkur, en ekki er sagt að dilkar séu langir. Þeir geta hins vegar orðið vænir. Frummerking orðsins dilkur er „sá sem sýg- ur“. Vilfríður vestan kvað: Hann Gamaliel í Garði Gunnhildi sína barði, en atlotum fríðum hann útdeildi tíðum í annarra Svignaskarði. 26600 Opið í dag kl. 11-14 Falleg 2ja herb. íbúð ásamt stæði í bílgeymslu í nýlegu lyftuhúsi miðsvæðis í borginni. Útsýni. Húsvörður. Laus strax. Eign fyrir þann, sem ekki vill vera þræll húss og lóðar. Fasteignaþjónustan, Skúlagötu 30, 3. hæð. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11-16 12, sími 44433. 26600 Opið f dag kl. 11-14 Óvenjuleg og glæsileg fullfrágengin 6-7 herb. íbúð, 196 fm, ásamt stæði í bílgeymslu við Sjávargrunn í Garðabæ. Kjörin eign fyrir útsýnis- og sólarsælkerann. Verð 13,5 miilj. Ekkert áhvílandi. Fasteignaþjónustan, Skúlagötu 30,3. hæð. 911 Cft01 07ft LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori . L\ I JU'tlO/U KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.loggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meöal annarra athyglisverðra eigna: Nýtt timburhús - hagkvæm skipti Glæsilegt einbýlishús á útsýnishaeð við Fannafold á tveimur hæðum 164,3 fm. 4 svefnherb., snyrting á báðum hæðum. Bílskúr - verk- stæði tæpir 40 fm. Húsnæðislán til 40 ára kr. 3,0 millj. Margskonar eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Neðarlega við Hraunbæ Ný endurbyggð 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Nýtt parket, gler o.fl. Stórt og gott eldhús. Vélaþvottahús í kj. Ágæt sameign. Nýlegt steinhús - eignaskipti Einbýlishús á útsýnisstað í Jöldugróf, 132 fm, með 5-6 herb. íb. Kjall- ari 132 fm íbúðar- og/eða vinnuhúsnæöi. Sérbyggður bílskúr 49 fm. Margskonar eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Skammt frá Landspítalanum 3ja herb. íb. á 1. hæð - jarðh. 71,8 fm ósamþ. Sérinng. Sérhiti. Laus strax. Steinhús. Þríbýli. Þarfn. nokkurra endurbóta. Lítil útborgun. Verð kr. 2,3-2,5 millj. Á 3. hæð í steinh. - ódýr íbúð 2ja herb. lítil íb. vestarlega við Njálsgötu. Nýl. gler. Laus fljótl. Vin- sæll staður. Verð aðeins kr. 2,8 millj. Á söluskrá óskast m.a.: 2ja-3ja herb. íb. við Háaleiti, Safamýri, nágr. Ennfremur óskast einbhús i Smáíbhverfi fyrir traustan kaupanda sem flytur til borgarinnar. Opið ídag kl. 10-14. AIMENNA Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. FASTEIGWASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.