Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 44
44 ^ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 - Með morgunkaffinu Það gengur ekki að segja að þú hafir dottið af bar- stól! Við verðum að finna upp á einhverju öðru. Hvað er orðið af Magga? Ég kunni alltaf svo vel við hann. HÖGNI HRKKKVÍSI „ HANM VILL FARA M£Ð SÍkj FYKST. BRÉF TIL BLADSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Lýðræðisöflin í land- inu voru sigurvegarar Frá Árna Birni Guðjónssyni: í lýðræðisríki eru úrslit kosninga ákveðin skilaboð til stjórnvalda um hvernig haga skuli málum og er því réttlátt að stjórnvöld fari eftir þeim í einu og öllu. Skilaboð kosn- inganna 20. nóv. voru að fólkið vill ekki sameina litlu sveitarfélög- in. Það var alveg ótvírætt nema í örfáum tilfellum á Vesturlandi. Hinir ýmsu embættismenn hafa á undanförnum vikum komið fram í fjölmiðlum og hneykslast á úrslit- um kosninganna, jafnvel talað um slys, og það sé möguleiki á að sameina þrátt fyrir úrslit kosning- anna. Þetta sýnir að þessir menn eru ekki lýðræðissinnar, vilja ekki að kosningar séu notaðar sem stjómtæki og fullnægja þannig réttlætinu. Þeir samþykkja heldur ekki það fulltrúalýðræði sem felst í litlum stjórsýslueiningum, þannig að fólkið hafí sína fulltrúa í sínu nánasta umhverfí og geti komið óskum sínum á sem auðveldastan hátt til þeirra og geti þannig mót- að nánasta umhverfi sitt. Hvað hangir á spýtunni? Það er nokkuð löng sú upptaln- ing atriða sem embættismenn hafa nefnt sem ástæður fyrir því að sameina þurfí litlu sveitarfélögin og hefta þannig lýðræðið í landinu. Eitt hefur þó komið oftast fram hjá þeim sem um þetta hafa fjallað og ekki síst frá félagsmálaráðu- neytinu, það er: „efla sveitarstjórn- arstigið". Svo mikil eru þau orð t.d. hjá forseta bæjarstjórnar á Höfn í Hornafirði Morgunblaðinu nú á dögunum. Hann vill efla sveitar- stjórnarstigið. Blessað fólkið á sveitunum sem er ný búið að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum les þetta núna og hugsar um hvað þetta í raun þýði „að efla sveitarstjórnar- stigið“. Hefur það virkilega hafnað því að efla sveitarstjórnarstigið? Ég segi já, fólkið vill ekki efla neitt stjórnarstig, það vill að sjálf- sögðu bæta umhverfí sitt og sam- félag með því að taka þátt í því sjálft, en ekki fá yfír sig neitt stjórnsýslubákn sem það á erfitt með að hafa áhrif á. Hvert á að stefna? í blaðagrein á dögunum sagði forseti bæjarstjórnar Hafnar í Hornafirði að ekki hafi náðst sam- staða um að aukin verkefni sveitar- félaga væri í höndum héraðs- nefnda eða héraðssamlaga. Þetta er undarleg yfirlýsing. Gaman væri að vita hveijir hafa ekki náð samstöðu um svona mál, þar sem vitað er að verkefni sveitarfélaga víðast hvar á landinu eru í höndum héraðsnefnda. Á fundunum fyrir kosningarnar víða um land kom fram að héraðsnefndirnar eru til- búnar að taka að sér öll verkefni sem æskileg eru í höndum þeirra. Þær hugmyndir, sem komið hafa fram austur á Héraði um skipan þessara mála, eru mjög athyglis- verðar, þar sem stofnað verði eitt héraðssveitarfélag án þess að iitlu sveitarfélögin verði lögð af. Best væri að litlu sveitarfélögin kysu stjórnir, sem væru síðan fulltrúar í hinu stóra, sem sæi um útboð framkvæmda og aðra sameigin- lega stjórnsýslu. Þetta virkar reyndar eins og núverandi fyrir- komulag héraðsnefnda. Með þessu fyrirkomulagi er fuil- nægt kröfunni um fulltrúalýðræði í sveitunum sem er það réttlæti sem þarf að beijast fyrir. Skora á Alþingi Ég geri það hér með að tillögu minni til Alþingis og félagsmála- ráðherra að felld verði úr gildi lög þau sem kváðu á um aðrar kosn- ingar um sameiningu sveitarfélaga sem fram eiga að fara samkvæmt lögunum nú í vetur. Best væri að félagsmálaráðherra ætti frum- kvæðið að því sjálf. Ef ekki þá skora ég á alþingismenn að flytja tillögur þar um strax og þing kem- ur saman í janúar. Mikil nauðsyn er að íbúar sveit- anna fái tækifæri til að ræða þessi mál frekar og fínni eigin lausn þessara mála, upplýsa þarf einnig um hin ýmsu verkefni mjög nánar en hefur verið. Vandi sveitarstjórna Afskipti af þessum sameiningar- málum hefur verið þess valdandi að ég hef fengið vitneskju um að margar sveitarstjórnir út á lands- byggðinni eiga í vandræðum með að framfylgja þeirri lágmarksþjón- ustu sem í sveitarstjórnarlögunum er kveðið á um. Einnig virðist vanta þekkingu til að leysa úr hin- um ýmsu málum sem snerta rétt- indi þegnanna. Hér vantar yfirsýn og eftirlit og fyrst og fremst fræðslu. Vandi sveitarstjórna og fólksins verður ekki leystur með sameiningu sveitarfélaga. Hann verður leystur með aðhaldi fólksins í litlum stjórneiningum, almennri menntun og ekki síst menntun sveitarstjórnarmanna. En lýðræðið er hönd réttlætisins og mannréttindi þegnanna. Guð blessi ísland og íslendinga. ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON, hvatamaður um stofnun Kristilegs stjómmálaflokks á íslandi. Víkveiji skrifar Margir stangveiðimenn eru þessa dagana að velta fyrir sér því sem í boði er næsta sum- ar, enda þarf yfirleitt að panta veiðileyfi í ám með löngum fyrir- vara. Þetta á t.d. við um félags- menn í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur, sem þurfa að skila inn pönt- unum í næstu viku. I söluskrá fé- lagsins fyrir næsta sumar eru ýmsir kostir í boði og geta þar lík- lega flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Það vekur hins vegar at- hygli að félagið sparar ekki stóru orðin í lýsingum sínum á veiði- svæðunum, sem flest eru falleg, vinsæl og í miklu uppáhaldi hjá félagsmönnum. Víkverji var einn þeirra sem ákvað að prófa nýtt veiðisvæði félagsins síðastliðið sumar, efra svæðið í Hítará, en samkvæmt söluskrá var á svæðinu Qöldi fallegra veiðistaða með bæði lax og sjóbleikju, auk urriða og bleikju úr Hítarvatni. Þá var nátt- úrufegurð sögð einstök, beijaland gott og verðlagi mjög stillt í hóf. Það er skemmst frá því að segja að þetta svæði olli Víkvetja og veiðifélögum hans miklum von- brigðum og var í engu samræmi við stórbrotnar lýsingar félagsins. Þrátt fyrir nákvæma skoðun á öllu veiðisvæðinu sást hvergi fiskur og varð niðurstaða ferðarinnar, sem stóð í tvo daga, sú að þarna hefðu menn keypt köttinn í sekknum. Fyrir fjórar stangir þessa daga voru greiddar samtals 36 þúsund krónur. Félagið virðist ætla að leika sama leikinn í ár og setur fram sömu lýsinguna á svæðinu í söluskránni og í fyrra jafnframt því-sem verð er óbreytt. Víkveiji telur það ekki við hæfi að Stanga- veiðifélag Reykjavíkur bjóði jafn lélegt veiðisvæði og þarna virðist vera um að ræða. Enda þótt verð veiðileyfa sé lágt verður að gera þá lágmarkskröfu til slíkra veiði- svæða að menn eygi einhveija von um físk. xxx Athyglivert er að bókaútgef- endur eru nokkuð ánægðir með bóksöluna fyrir jólin og telja að hún hafi aukizt frá því í fyrra, þrátt fyrir að forlögin hafi algjör- lega sneitt hjá þeim fjölmiðlum, sem hingað til hafa verið taldir sterkastir auglýsingamiðlar. Víkveija kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Hann hefur löngum litið svo á, að frá því er ljósvaka- markaðurinn breyttist við afnám einkaréttar ríkisútvarpsins á út- varpi og sjónvarpi, hafi auglýs- ingamáttur ljósvakamiðlanna gjör- breyst. Hér áður fyrr var t.d. sjón- varpið eitt um hituna og á það horfðu allir. Nú eru stöðvarnar tvær, ef ekki er unnt að tala um þrjár og því dreifist áhorf milli þeirra. Hið sama er að segja um útvarpið. Stöðvarnar eru nú svo margar að dreifing hlustunar er gífurleg. Reynslan af heimili Víkveija er, að komi auglýsingatími á þá stöð, sem verið er að horfa á það sinnið, skipta menn ósjálfrátt yfir á hina til þess að aðgæta, hvað þar sé verið að sýna. Sé líka um auglýs- ingar þar að ræða, er aftur skipt og þá á Omega. Á þá stöð er þó sjaldnast sem aldrei horft, nema augnablik í senn, sé um auglýsing- ar að ræða í aðalstöðvunum tveim- ur. Niðurstaðan er að auglýsingar í sjónvarpi sjást sárasjaldan á heimili Víkveija. Víkveiji er sannfærður um að þetta sé ekki einsdæmi með heim- ili hans. Þannig er áreiðanlega hegðan fólks á heimilum mjög víða. Niðurstaðan er að vægi sjónvarps sem auglýsingamiðils er allt annað og mun léttara en áður var, þegar ríkisútvarpið var eitt um hituna. Líklegast var það í raun þetta, sem kom fram í sambandi við bókaaug- lýsingar nú fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.