Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 ,
Minning
Gísli Jakobsson
Fæddur 22. desember 1913
Dáinn 26. desember 1993
Gísli Jakobsson fæddist í Vest-
mannaeyjum hinn 22. desember
árið 1913. Hann náði því að fylla
áttunda áratuginn nú rétt fyrir
andlát sitt en hann lézt í Landspítal-
anum hinn 26. desember síðastlið-
inn. Foreldrar Gísla voru Jakob
Tramberg og Guðbjörg Guðlaugs-
dóttir, en þau hjón bjuggu lengst
af í Vestmannaeyjum. Þau eignuð-
ust mörg böm, sem nú eru öll látin
nema Lars T. Jakobsson, hann er
búsettur í Reykjavík.
Hjá þeim sem ólust upp í Eyjum
mótaðist tilveran snemma af físk-
veiðum og fískvinnslu. Líf flestra
var þar óbrotið og iðjusamt, gekk
mest út á það að afla fæðunnar og
vera sjálfbjarga. í slíkum plássum
drýgðu margir tekjur sínar með
nauðþurftabúskap, áttu sér garð-
holu eða jafnvel nokkrar rollur í
kofa. Þannig höfðu menn lifað frá
landnámstíð í þessari miklu verstöð,
af fugli og físki, oftast í fátækt
með friðsemd svo sem jafnan hefur
verið háttur erfíðismanna. í aldanna
rás var friðurinn frekast rofínn af
einstökum upphlaupum höfðingja
og mætti þar til nefna þræladráp
Ingólfs, róstur í tíð Sturlunga eða
Tyrkjarán. í þvílíku umhverfi og
stórbrotinni náttúru Vestmanna-
eyja liðu uppvaxtarár Gísla. Hann
samlagaðist umhverfí sínu, vandist
öllum algengum verkum á sjó og í
landi, tamdi sér vinnusemi, sem
ætíð einkenndi hann síðan. Reyndi
kraftana líkt og aðrir hraustir
strákar við störf og leik. Hann lagði
t.d. stund á fótbolta og var um hríð
í keppnisliði Týs, sem þreytti marga
glímuna við hitt íþróttafélag staðar-
ins, Þór, svo sem á þjóðhátíðum eða
við önnur tilfallandi tækifæri. Hann
lærði bakaraiðn hjá Magnúsi Bergs-
syni, bakarameistara í Eyjum, en
flentist ekki þar heldur fluttist til
Reykjavíkur. Þar spilaði hann um
skeið fótbolta með KR. Ég heyrði
Gísla jafnan minnast Vestmanna-
eyja með mikilli hlýju og var þá oft
eins og gætti saknaðar.
Árið 1936 kvæntist hann móður-
systur minni, Unni Ólafsdóttur.
Hún fæddist í Vestmannaeyjum
árið 1915, dóttir hjónanna Guðrún-
ar Guðjónsdóttur og Ólafs Ólafsson-
ar. Ólafur fórst með flutningaskip-
inu Rigmor á Ieið heim frá Portú-
gal í lok hins fyrra stríðs. Þau
Unnur og Gísli settu saman heimili
í Reykjavík á kreppuárunum. Þá
var víða þröngt fyrir dyrum og
ekki auðvelt að hefja býskap. Guð-
rún hafði flutt þangað og keypt hús
í félagi við dóttur sína og tengda-
son, þau Dagmar Ólafsdóttur og
Jón Bjarnason. Hús þetta stendur
við Njarðargötu. Þar leigðu þau
íbúð hjá Guðrúnu, Unnur og Gísli.
Þama hófust kynni okkar Gísla. I
þessu húsi bjó öll fjölskyldan um
árabil, lifði þar sínar sorgar- og
gleðistundir. Þama vorum við böm
þessa fólks alin upp. Fyrst var háð
barátta við kreppu, síðan upplifðum
við þar heila heimsstyrjöld, sem að
nokkru var háð í næsta nágrenni
því að húsið stendur nærri flugvell-
inum, sem breski herinn byggði
strax eftir hernám landsins. Víst
verða þessi ár okkur hússins böm-
um ætíð minnisstæð. Frá þeim tíma
leitar margt á hugann og þáttur
Gísla í þeim minningum er ekki
óverulegur. Hann fór alltaf fýrstur
á fætur af þeim, sem þama áttu
heima. Bakarar hefja iðju sína árla,
áður en flestir aðrir losa svefn. Við
hin nutum oft góðs af þessum
starfsháttum sem og af hlýhug
Gísla, því að oft lagði hann í mið-
stöðina áður en haldið var til vinnu.
Þegar hann kom svo heim seinni
hluta dags átti hann það til að
bregða á leik með okkur strákum
sæi hann til okkar í þeim ham að
leika með bolta. Ég man hve ég var
upp með mér af kynnum við slíkan
mann, sem átti uppi á vegg í stofu
mynd af sér í nafnfrægu fótbolta-
liði, sem háði alvöru kappleika.
Þessi mynd stendur mér enn fýrir
hugskotssjónum.
Þó er mér ekki efst í huga að
Gísli hafi verið í hópi íþróttakappa
úti í Vestmannaeyjum eða spilað
með sjálfu KR. Hitt stendur mér
nær hversu ljúfur og eftirlátur hann
var okkur börnum og unglingum
fjölskyldunnar. Hann var við okkur
alltaf hlýr og glaður í viðmóti, hafði
ávallt tíma til þess að sinna okkur.
Væri hann staddur í hópi fólks
beindist athygli hans fýrst að þeim
börnum, sem þar voru og athygli
þeirra að honum. Ég hef fáa eða
enga menn séð, sem voru jafn elsk-
ir að bömum og hann.
Þau Unnur eignuðust sex böm,
Minning
Jónas Thordarson
Fæddur 21. janúar 1901
Dáinn 31. desember 1993
Föstudaginn 7. janúar 1994 var
til moldar borinn frá Akureyrar-
kirkju góður vinur okkar hjóna,
Jónas Thordarson, sem síðustu ár
ævi sinnar dvaldi á Dvalarheimilinu
Hlíð.
Jónas var fæddur á Ljósalandi í
Vopnafirði, næstelstur af ellefu
systkinum, sonur hjónanna Þórðar
Jónassonar og Albínu Jónsdóttur
sem þar bjuggu. Jónas kvæntist
Elínu Einarsdóttur 12. október
1935.
Kynni mín af þeim hjónum hóf-
ust þegar þau tóku systurdóttur
mína Maríu að sér sem fósturbam,
eftir að systir mín, Ingunn, hafði
fallið frá.
Síðar er ég var við nám á Akur-
eyri reyndust þau hjón mér sem
sannir vinir og greiddu götu mína
í öllu því er mátti mér til góðs verða.
Enn síðar er ég festi ráð mitt
og stofnaði heimili á Akureyri
reyndust þau hjón okkur sem bestu
foreldrar.
Okkur eru enn í fersku minni
ýmsar samverustundir með þeim
hjónum ásamt vinum okkar, er
einnig þótti vænt um þau hjón.
Þegar systurdóttir mín hringdi
til okkar til að segja okkur að Jón-
as væri farinn yfir móðuna miklu,
bætti hún við: „Ég hefði ekki getað
óskað mér betri fósturforeldra,“
sem lýsir því best, hversu góðar
manneskjur þau hjón vom.
Að lokum kveðjur og þakklæti
frá bömum okkar.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Andrés Þ. Guðmundsson,
Sigríður Williamsdóttir.
Hinn 7. þessa mánaðar var til
moldar borinn tengdafaðir minn
Jónas Thordarson. Jónas fæddist á
Ljósalandi í Vopnafírði 21. janúar
1901. Foreldrar hans voru Þórður
Jónasson og Albína Jónsdóttir,
dugmikið bændafólk, sem hóf bú-
skap að Ljósalandi í Vopnafírði rétt
fyrir aldamótin. Þau era bæði látin.
Jónas var næstelstur 11 systkina.
Jónas ólst upp í föðurhúsum, í
stóram systkinahópi, allt fram til
ársins 1922, er hann fór vestur um
haf til Winnipeg í Kanada, þar sem
hann bjó um 12 ára skeið. Þar starf-
aði hann m.a. í sjö ár sem skrif-
stofumaður í hveitikauphöllinni í
Winnipeg. Heimskreppan mikla var
í algleymingi 1934, er Jónas fluttist
aftur til íslands. í nóvember það
ár hóf hann störf á skrifstofu Kaup-
félags Eyfírðinga á Akureyri, þar
sem hann starfaði til ársins 1954,
er hann réðst sem gjaldkeri til
Sjúkrasamlags Akureyrar. Jafn-
framt sinnti hann um árabil bók-
haldsstörfum hjá POB og hafði
umsjón með starfsemi Heilsuvemd-
arstöðvarinnar á Akureyri eða allt
þar til Heilsugæslustöðin á Akur-
eyri leysti hana af hólmi 1984. Hjá
Sjúkrasamlagi Akureyrar starfaði
Jónas óslitið til ársloka 1982, er
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir, þá á 82. aldursári.
Jónas var vel lesinn um menn
og málefni og þar kom maður aldrei
að tómum kofunum. Hann var mik-
ill áhugamaður um ýmis velferðar-
og menningarmál. Um það vitna
hin fjölmörgu störf hans um árabil
í Kantötukór Akureyrar, Þjóðrækn-
isfélaginu á Akureyri — vinafélagi
Vestur-íslendinga, Krabbameinsfé-
lagi Akureyrar, Skógræktarfélagi
Eyfírðinga og Austfirðingafélaginu.
Hann valdist þá jafnan til gjaldkera-
starfa vegna reynslu sinnar og sam-
viskusemi. Hann var félagslyndur
og söngelskur, glaðvær í góðra vina
hópi, en jafnframt skemmtiiega
reglusamur. Jónas hafði einnig alla
tíð ánægju af ritstörfum og rit-
stýrði hann m.a. síðustu tveimur
bindum Vestur-íslenskra æviskráa,
sem út komu árin 1987 og 1992
og átti þetta verkefni hug hans all-
an hin síðari ár.
í október 1935 kvæntist Jónas
Elínu Einarsdóttur, sem átti ættir
að rekja til Burstafells í Vopna-
firði. Ella og Jónas bjuggu lengst
af í Hafnarstræti 83 á Akureyri.
Það varð þeim hjónum mikið gleði-
efni, er þeim gafst kostur á að taka
í fóstur níu mánaða frænku Jónas-
ar, Maríu Sveinbjömsdóttur, í ág-
ústmánuði 1943. Maja litla varð
strax sólargeislinn þeirra og hlaut
ómælda ástúð og umhyggju, sem
þeirra eigin dóttir væri. Éftir að
Ella féll frá, 2. júlí 1975, bjó Jónas
áfram einn í Hafnarstrætinif en síð-
ustu æviárin á Dvalarheimilinu
Hlíð.
Kynni mín af Jónasi og Ellu hóf-
ust 1957, var ég þá 15 ára ungling-
ur. Fljótt urðu mér ljósir mannkost-
ir þeirra og voru öll samskipti mín
við þessi heiðurshjón einstaklega
ánægjuleg. Á heimili þeirra var
gott að koma og þar var jafnan
gestkvæmt, enda vora hjónin vina-
mörg. Síðar komst ég að raun um
að ég hafði ekki einungis eignast
frábæran tengdaföður, heldur einn-
ig traustan vin. Jónas var sérstak-
lega bamgóður og fylgdist náið með
uppvexti bamabamanna og áhuga-
málum þeirra. Afabörnin Jónas
Þór, Unnur Elín og Guðmundur
Már minnast afa með söknuði. Hjá
honum áttu þau öraggt athvarf og
hann hafði ætíð á reiðum höndum
góð ráð og alltaf tilbúinn í skemmti-
legar samræður. Einnig veittu litlu
langafadrengirnir, Elvar og Alex-
ander, honum mikla ánægju í hárri
elli.
Jónas átti langa ævi og var þátt-
takandi í einu mesta breytinga-
skeiði í sögu þjóðarinnar. Til hinstu
stundar hvarflaði hugurinn til
æskustöðvanna í Vopnafirði, sem
hann unni svo mjög.
Jónas minn, ég, Maja og bömin
þökkum þér samfylgdina og alla
þína ástúð og umhyggju. Minning
þín lifír.
Guðmundur Steingrímsson.
sem öll lifa. Ólöf Sjöfn er gift Pétri
Hjálmssyni, búa þau í Mosfellsbæ,
Gísli er kvæntur Hallbera Jóhann-
esdóttur, þau era búsett á Akra-
nesi, Guðrún er gift Þorvarði Guð-
laugssyni, þau búa nú í London,
Gunnlaugur er kvæntur Höllu Guð-
mundsdóttur, Guðbjörg er gift Sig-
urði Sigurðssyni, Þorsteinn er
kvæntur Ásdísi Jónsdóttur, þau búa
hér öll í eða við Reykjavík.
Þegar amma okkar Guðrún féll
frá árið 1952 lauk sambúð fjöl-
skyldunnar í Njarðargötuhúsi. Þau
Unnur og Gísli fluttust fyrst um
hríð til Hafnarfjarðar en keyptu
síðan íbúð við Hagamel þar sem
þau áttu heima eftir það. Á þeim
áram gekk Gísli í Oddfellow-regl-
una og var áhugasamur félagi í
henni til dauðadags. Árið 1975 fóru
þau Gísli í skemmtiferð til Evrópu,
í þeirri för varð Unnur bráðkvödd,
féll fyrir þeim vágesti, sem áður
hafði lagt að velli eldri systur og
átti enn eftir að vega í sama kné-
rann og fella þá síðustu systranna
nokkram áram seinna. Fráfall Unn-
ar varð Gísla að sjálfsögðu mikið
áfall. Það var eins og lífsins brekka
yrði honum öll torsóttari upp frá
því. Mörg og mannvænleg börn
þeirra voru honum að sjálfsögðu
öflugur styrkur en því er ekki að
neita að fótfestan sýndist ekki svo
öragg sem fyrram. Hann saknaði
mjög sinnar góðu konu, þráði end-
urfundi og kveið því ekki vistaskipt-
um svo sem oft vill verða við slíkar
aðstæður.
Við Erla og systkini mín sendum
börnum hans og fjölskyldu samúð-
arkveðjur á saknaðarstundu. Um
leið og við þökkum Gísla samfylgd-
ina skulum við minnast þess að
hann fellur nú síðastur frá af þeirri
kynslóð, sem ól böm sín upp í húsi
einu við Njarðargötu á fyrri hluta
aldarinnar. Næst kemur röðin að
hússins börnum. Eftir að hafa skil-
að arfi okkar til framtíðar munum
við eitt af öðra hníga í gras, þegar
oss glymur klukkan, því að svo er
stilltur lífsins gangur og tímans
verk.
Gunnar Jónsson.
t
Eiginmaður minn,
GÍSLI SIGURBJÖRNSSON
forstjóri,
andaðist 7. janúar.
Helga Björnsdóttir.
t
NANNA SIGFRÍÐ ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sólbakka,
Borgarfirði eystra,
lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 5. janúar.
Börn hinnar látnu.
. t
Ástkaer móðir okkar og systir,
HREFNA JENSEN,
Bústaðavegi 101,
lést í Borgarspítalanum 4. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. janúar
kl. 13.30.
Systir, börn,
tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær sonur okkar, unnusti og bróðir,
MAGNI HAUKSSON,
Huldubraut 27,
Kópavogi,
sem lést af slysförum 4. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.00.
Haukur Berg, Unnur Gísladóttir,
Sigrfður Hjálmarsdóttir
og systkini hins látna.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐURÞÓRÐARSON
fyrrverandi verkstjóri
og framfærsluf ulltrúi,
Háukinn 4, Hafnarfirði,
sem lést á gamlársdag, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju mánudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hafnarfjarðarkirkju,
tékkareikning 625 f Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Sigurður Þórðarson, Kristfn Friðriksdóttir,
Trausti Þórðarson, Barbro Þórðarson,
Guðbjörg Hulda Þórðardóttir, Þórður Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.