Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Vá fyrir dyrum? eftir Björn Magnússon „Þá er þeim kapítula lokið,“ sagði landlæknir Bandaríkjanna 1969 og átti við, að læknavísindin hefðu nú undirtökin í glímunni við smitsjúk- dómana. Ekki rættist spáin sú, því miður, og sannast þar enn hið forn- kveðna, „að vandséð er veður að morgni“. Staðreyndin er nefnilega sú, að núna deyja mun fleiri jarð- arbúar af völdum smitsjúkdóma en af öðrum ástæðum. Flestir vöknuðu fyrst óþyrmilega af sínum væra blundi og andvaraleysi er nýr smit- sjúkdómur tók að breiðast út sem eldur í sinu í kringum 1980. Hver man ekki risafyrirsagnir dagblaða frá þessum tíma, t.d. „Gáta áunn- innar ónæmisbæklunar (-AIDS) er enn óráðin og sjúklingar deyja unn- vörpum: Um alvarlegt fár er að ræða“ (Tíminn, 14. maí 1983). Allir þekkja svo framhaldið, sjúk- dómurinn nýi reyndist framan af hið besta fóður æsifrétta og for- dóma eða þar til skynsemi fólks náði yfirhöndinni og menn fræddust betur um eðli þessa faraldurs, smit- leið og orsök, þ.e. HlV-veiruna. Hinu hafa menn svo gleymt í öllu fjölmiðlafárinu, að aðrir gamal- kunnir sjúkdómar hafa sótt í sig veðrið, ekki síst í kjölfar stríðs, fá- tæktar, hungurs og annarra hörm- unga, sem mannkynið hrella. Lyfjaónæmi fer og vaxandi þannig að áður auðlæknanlegir smitsjúk- dómar gætu með tíð og tíma orðið illviðráðanlegir. Nú er svo komið, að aftur er farið að raska ró manna með risa- fyrirsögnum dagblaða og lækna- tímarita varðandi gamalþekktan fylgifisk mannkyns, berklana, sem fyrr á öldum var helsta dánarorsök ungs fólks á Islandi. Þannig mátti lesa í Los Angeles Times 1992 „Banvænn sjúkdómur snýr aftur“ („A Deadly Disease Makes a Comeback") og í læknatímaritum „Vá fyrir dyrum“ („A Catastrophe is Brewing", Chest, febrúar 1993), og „Hvíti dauðinn snýr atur“ („The White Plague Returns", Monaldi Avch. for Chest Dis. 1993). Hvað er að gerast? Eru berklar ekki gamalþekktur sjúkdómur? Jú, berklar hafa fylgt mannkyninu um árþúsundir og finnast m.a. í múm- íum frá tíma faraóanna. Er ekki til lækning? Jú, oftast nær er auðvelt að lækna berklasýkingu. Höfum við kannski sofnað á verðinum? Því miður er svarið við þessari spurn- ingu einnig játandi. Staðreyndin er nefnilega sú, að u.þ.b. þriðjungur jarðarbúa er smitaður af berklum, 8 milljónir nýrra berklasjúklinga greinast árlega og tæplega 3 millj- ónir deyja vegna sjúkdómsins. Berklar valda nú 6,7% allra dauðs- falla í þróunarlöndum og síðustu árin hefur berklaveikum fjölgað víða í vestrænum löndum. Þannig varð um 18% fjölgun berklaveikra í Bandaríkjunum frá 1985 til 1991. I glímunni við berklana á liðnum öldum og áratugum höfum við lært margt um smitleiðir berklaveikinn- ar. Við vitum að smit berst manna á milli með örsmáum úðadropum sem við öndum eða hóstum frá okkur, Þessir dropar geta svifið í loftinu langtímum saman, þannig að þar sem loftræsting er ófullkom- in getur safnast fyrir mikill fj'öldi dropa sem bera berklabakteríuna og geta sýkt þann sem andar þeim að sér. Yfirleitt veikjast menn ekki af berklum strax eftir sýkingu, þar sem ónæmiskerfi líkamans stöðvar eða tefur- útbreiðslu sjúkdómsins í byrjun. Onæmissvörunin veldur því nins vegar að húðpróf verða jákvæð gagnvart berklum. Berklaveiki kemur svo fram hjá 10 af hundraði þeirra sem sýkjast í byrjun, annað- hvort fljótlega eða síðar á ævinni. Berklabakteríur hafa nefnilega þann einstæða hæfileika að geta legið í dvala í líkamanum langtím- um saman. Þegar svo ytri skilyrði breytast geta berklamir blossað upp aftur. Líkurnar á því að þetta gerist eru stórauknar meðal HIV- smitaðra og eiturlyfjaneytenda og meðal sjúklinga með ýmsa lang- vinna sjúkdóma, s.s. sykursýki, nýrnasjúkdóma og blóðsjúkdóma. Þá er þeim sem hafa megrast óeðli- lega og þeim sem eru á ónæm- isbæklandi lyijameðferð hættara við berklum en öðrum. Greining Greining berkla byggist aðallega á ræktun berklabaktería frá hráka eða veijasýnum sem getur tekið allt að sex vikur. Smásjárskoðun getur vissulega stutt sjúkdóms- greininguna svo og húðpróf, sér- staklega þegar vitað er að svörun er nýlega orðin jákvæð. Mælt er með því nú til dags að húðprófa þá sem hafa einkenni berkia og þá sem hafa verið í nálægð berkla- veikra. Auk þess er æskilegt að húðprófa HlV-jákvæða einstakl- inga og þá áhættuhópa aðra sem fyrr voru nefndir. Þá er einnig mælt með því að húðprófa innflytj- endur frá þróunarlöndum, s.s. frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Einkenni Sjúkdómseinkenni berkla í lung- um eru helst almenn þreyta, næt- ursviti, hitavella og hósti ásamt uppgangi, stundum með blóðrákum. Stöku sinnum getur blóðspýtingur orðið verulegur. Margs kor.ar önnur einkennni fylgja svo berklum i öðr- um líffærum en lungum, s.s. bak- verkir, berist berklarnir í hi-yggs- úlu, eitlastækkanir, einkenni frá miðtaugakefi o.fl. Almennt valda berkiarnir bólgu og veijaskemmd- um sem leiða til örkumla eða draga sjúklinginn til dauða sé ekkert að gert. Meðferð í meðferð eru notuð lyf sem drepa berklabakteríur eða hindra vöxt þeirra. Sé aðeins meðhöndlað með einu berklalyfi eru líkur á myndum lyljaónæmis verulegar en undir venjulegum kingumstæðum litlar séu notuð tvö lyf eða fleiri. Þegar grunur er um ónæmi gagn- vart einu lyfí skal ætíð meðhöndla með a.m.k. tveim lyfjum sem sjúk- lingurinn hefur ekki áður fengið. Venjulegast er nú til dags að gefa lyf í sex mánuði, þó lengur þegar um er að ræða lyljaónæmi eða HlV-smitaðan einstakling. Venju- lega gengur meðferð vel og meira en 95% sjúklinganna sem fá lyf í fyrsta sinn læknast. Þetta á þó ekki við þegar um ijölónæmar bakt- eríur er að ræða því þá deyja 40-60% sjúklinganna þrátt fyrir eftir Tómas Þorvaldsson Á lokaspretti fjárlagagerðar fyrir árið 1994 voru gerð afdrifarík mistök varðandi framlög til Kvikmynda- sjóðs. Lögbundið framlag var skert um um það bil 12 milljónir og að auki er sjóðnum nú gert að standa undir Kvikmyndasafni sem áður fékk sérstakt framlag til starfsemi sinnar. Alls er hér um niðurskurð að ræða sem nemur um það bil 19 milljónum, þ.e.a.s. ca 17% af mörkuðum tekju- stofni Kvikmyndasjóðs. Er þetta ekki allt í lagi, spyr ein- hver, er þetta ekki í takt við almenn- an niðurskurð? Svarið er nei. Vegna þess að í fyrsta lagi er niðurskurður þessi margfalt meiri en flestar aði-ar listgreinar hafa mátt þola og í öðru lagi hefur-aldrei talist vit í því að skera góða mjólkurkú. Slys Þessi niðurskurður er slys. Tökum langtímameðferð með öllum tiltæk- um berklalyfjum. Berklavarnir Finnist sjúklingur með smitandi berkla þarf að leita strax að smituð- um og sjúkum. Líkur á að sjúkling- ur sé smitandi eru verulega auknar ef berklabakteríur sjást í hráka, þegar sjúklingur hóstar mikið og þegar berklahola er til staðar á röntgenmynd af lungum. Finnist ekki smit í nánasta umgengnishóp sjúklings er óhætt að hætta leit. Finnist hins vegar smit er leit út- víkkuð. Sá sem hefur verið í nálægð smitandi berklasjúklings er húð- prófaður gagnvart berklum. Ef húð- próf reynist jákvætt er einnig tekin röntgenmynd af lungum og sýni hún ekkert athugavert fær viðkom- andi fyrirbyggjandi meðferð með einu lyfi í eitt ár. Ef hins vegar röntgenmyndin vekur grunsemdir um berkla er beitt fullri lyfjameð- ferð, a.m.k. þar til niðurstöður rækt- ana eru kunnar. Smitandi berklasjúklingar eiga að þekja vitin við hósta og þeir sem þá umgangast þurfa að bera þétta maska. Þá þarf loftræsting að vera í góðu lagi. Á sjúkrahúsum þyrftu að vera til staðar einangrunarher- bergi með lækkuðum loftþrýstingi svo að smit berist ekki inn á aðrar sjúkrastofur. Smitandi berklasjúk- lingi sem dvelst á sjúkrastofnun er gjarnan haldið í einangrun þar til berklabakteríur eru horfnar úr hráka og batamerki koma fram. Ef loftræsting á sjúkrastofnun er léleg og einangrunarherbergi ekki til staðar getur verið góður kostur að meðhöndla sjúkling heima hjá honum. Eru berklar pólitískur sjúkdómur? Sennilega má segja um flesta sjúkdóma að þeir séu að einhveiju leyti háðir pólitík, a.m.k. taka stjórnvöld stefnumarkandi ákvarð- anir í heilbrigðismálum og geta þannig ráðið hvaða verkefni hafa forgang hvetju sinni. Stjórnvöld hafa einnig áhrif á efnahag fólks auk þess sem þau ráða nokkru um hvort ríkir stríð eða friður sem hvoru tveggja ræður miklu um heilsufar almennings. „Eru berklarnir nú á dögum póli- tískur sjúkdómur?" Þessu verðum við að svara játandi. Berklar hafa nefnilega frá fyrstu tíð verið fylgi- fískur fátæktar, lélegs húsnæðis og þrengsla auk þess sem meðferð er dýr og því háð vilja stjórnvalda. Ofangreindar ástæður ásamt með HlV-faraldrinum valda einmitt mestu um hraða útbreiðslu berkla á allra síðustu árum. fyrst beinharða fjárhagshliðina. Hún er mönnum oft skiljanlegust. Á síð- ustu árum hafa íslenskar kvikmynd- ir verið fjármagnaðar að stórum hluta með erlendu fjármagni. Þannig hefur komið fram síaukin viðurkenn- ing á íslenskri kvikmyndagerð; við höfum loksins verið að ná fótfestu á íslandi sem erlendis, það er tekið mark á okkur. Gjarnan hefur u.þ.b. 20 milljóna framlag Kvikmyndasjóðs til myndar skapað gjaldeyrístekjur á bilinu 60 til 80 milljónir sem hafa runnið að stærstum hluta beint inn í íslenskt efnahagslíf til greiðslu launa, þjónustu og aðfanga. Kvik- myndagerð er miklu • víðtækari og umfangsmeiri og þar með dýrari starfsemi en menn virðast gera sér grein fyrir. En ekkert fæst með engu. Frum- skilyrði og forsenda þeses að fjár- magn fáist erlendis_ frá er framlag úr Kvikmyndasjóði Islands. Svo ein- falt er það. Þess má geta að flestar evrópskar Björn Magnússon „„Eru berklarnir nú á dög’um pólitískur sjúk- dómur?“ Þessu verðum við að svara játandi. Berklar hafa nefnilega frá fyrstu tíð verið fylgifiskur fátæktar, lélegs húsnæðis og þrengsla auk þess sem meðferð er dýr og því háð vilja sljórnvalda. Ofangreindar ástæður ásamt með HlV-far- aldrinum valda einmitt mestu um hraða út- breiðslu berkla á allra síðustu árum.“ Skýrt dæmi um þetta er ástandið í New York borg. Árið 1968 var þar í borg varið 40 milljónum doll- ara árlega í berklaeftirlit og með- ferð. Þá var þar 21 göngudeild til greiningar og meðferðar á berklum auk þess sem meira en 1.000 legu- rúm voru ætluð berklasjúklingum eingöngu. Tíu árum síðar var aðeins 23-25 milljónum dollara varið í berklaeftirlit og meðferð, göngu- deildirnar voru orðnar níu og sér- merktu _ sjúkrarýmin voru nánast horfin. Á sama tíma og berklavöm- um og meðferð hnignaði stórlega voru geðsjúklingar útskrifaðir í stórum stíl á guð og gaddinn og eiturlyfjaneytendum fór fjölgandi. Fljótlega varð ekki þverfótað fyrir heimilislausum á strætum stórborg- anna, meira og minna veikum and- lega og Iíkamleg;a. Töfralausnin var svo sú að byggja risaskýli þangað sem troðið var alkóhólistum, eitur- lyíjaneytendum og geðsjúkum, veikum og vannærðum. Aðstæður „Gjarnan hefur u.þ.b. 20 milljóna framlag Kvikmyndasjóðs til myndar skapað gjald- eyristekjur á bilinu 60 til 80 milljónir sem hafa runnið að stærstum hluta beint inn í íslenskt efnahagslíf til greiðslu launa, þjónustu og að- fanga.“ myndir njóta hlutfallslega miklu hasrri framlaga frá sjóðum og stofn- unum en gerist með íslenskar mynd- ir. Menningarstefna Þó að kvikmyndalistin sé ekki sem þessar eru einmitt söguleg gróðrastía berklaveiki. Þegar svo HlV-faraldurinn bætist við þarf engan að undra að berklaveikum fari fjölgandi. Sem dæmi um vandann má geta þess að í einni rannsókn í New York borg reyndust 42,8% af 1.853 skýlisbúum sem leituðu læknis vera smitaðir af berklum. Hinir dæmi- gerðu skýlisbúar eru svo nánast fullkomlega ósamvinnuþýðir hvað varðar lyfjagjöf og eftirlit. Vegna vanrækslu við lyfjatöku myndast því oftlega ónæmi gagnvart helstu berklalyljum sem annars er auðvelt að koma í veg fyrir. Séu lyfin þann- ig tekin í of stuttan tíma eða með höppum og glöppum myndast fljót- lega illvígir fjölónæmir bakteríu- stofnar. Hvað er til úrbóta? Auðvitað gilda ekki sömu lögmál á íslandi og í stórborgum Banda- ríkjanna en hafa ber þó í huga'að stutt er á milli Manhattan og Miklu- brautar. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að dusta rykið af gömlum ráðum til varnar berklaveiki, s.s. því að beina berklaveikum einstaklingum til meðferðar hjá sérfróðum aðilum. Þegar um ósamvinnuþýða sjúklinga er að ræða þarf með öflugu eftir- liti, annaðhvort á göngudeildum eða í heimahúsum, að sjá til þess að þeir taki lyf sín á réttan hátt. Með- ferð þarf að vera ökeypis auk þess sem fræðsla tryggir meðferðar- heldni. Þá þarf nauðsynlega að skerpa á námi og uppfræðslu heil- brigðisstétta hvað berkla varðar. Loks er mikilvægt að fylgjast vel með áhættuhópum, s.s. innflytjend- um frá svæðum þar sem berklar eru landlægir. Nauðsynlegt er að berklaprófa þessa einstaklinga og röntgenmynda þegar þeir koma hingað til lands til dvalar eða í at- vinnuskyni. Þá er ekki síst nauðsyn- legt að viðhalda góðum lífskjörum því fátækt, vannæring og lélegt heilsufar býr í haginn fyrir berkl- ana. í okkar landi ofgnóttanna ætti þetta að vera auðvelt því eins og skáldið sagði: „í kringum Reykjavík flögra milljónir stórra fugla af ýms- um tegundum sem alltaf eru að éta eitthvað úr sjónum. Þessir fuglar hafa aungvar tekjur af bókum sín- um en þeir lifa flott.“ Helstu heimildir: 1. Bloom BR, Murray CJL. Tuberculosis: Commentary on a Reemergent Killer. Sci- ence 1992; 257: 1055-1064. 2. Control of Tuberculosis in the United States. American Thoracic Society State- ment. American Review of Respiratory Disease 1992; 146: 1623-1633. 3. Brudney K. Dobkin J: Resurgent Tu- berculosis in New York City. American Review of Respiratory Disease 1991; 144: 745-749. 4. Barnes PF et al: Tuberculosis in Pati- ents with Human Immunodeficiency Virus Infection. New England Journal of Medicine 1991; 324: 1644-1650. 5. Halldór Laxness: ísiendingaspjall. Helgafell. Reykjavík 1967. Höfundur erlæknir, sérfræðingur í iungnasjúkdómum. nema aldar gömul hefir hún fyrir löngu hlotið viðurkenningu í menn- ingarríkjum. Aðrar listgreinar njóta góðs af styrk kvikmyndanna enda saineina þær allar listgreinar. Kvikmyndir og sjónvarpsmyndir eru ótvírætt áhrifaríkasti menning- armiðill veraldar og því best fallnar til eflingar og varðveislu íslenskrar menningar og kynningar á landi og Þjóð- Hér á landi er ekki nema rúmur áratugur síðan samfelld framleiðsla leikinná bíómynda hófst og verður að telja kvikmyndalistina einn mik- ilvægasta vaxtarbrodd íslensks menningarlífs og athafnalífs. Þetta hefur í raun ekki verið viðurkennt. Framsýnir þingmenn hefðu ekki skert lögbundið framlag til Kvik- myndasjóðs. Þeir hefðu aukið það. Það er hagkvæmt, beint og óbeint. Það er ábatasamt hvort sem litið er á listrænar, menningarlegar, fjár- hagslegar eða landkynningarfor- sendur. Með auknu framlagi mætti Reynt að kæfa vaxtarbrodd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.