Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 33 Þórdís Þorleifs- dóttir - Minning Fædd 19. febrúar 1900 Dáin2. janúar 1994 í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín og minn besti vinur, Þórdís Þorleifsdóttir. Ég kynntist henni sem ungur maður þann dama dag er ég kom til þessa lands, langt að. Hún var þá á sjötugsaldri. Mér er þessi dag- ur ætíð minnisstæður og þá sér- staklega er ég kom á heimili henn- ar í Reykjavík, en þar bjuggum við Sigurbjörg um hríð. Við Þórdís töluðum þá sitt tungumálið hvort, en blítt bros hennar og handtak sögðu meira en nokkurt orð. I fyrstu kom mér það undarlega fyrir sjónir hversu mikla virðingu hún sýndi mér, en með tímanum áttaði ég mig á því að hún hafði þessa sömu framkomu við hvern sem var og ekki síst við börn sín og tengdabörn og var það gagn- kvæmt. Á þessu mannmarga heimili var aldrei ókyrrð né óróleiki. Hún var afskaplega hljóðlát kona, en um leið föst fyrir og sterk. Hún hafði á sínum yngri árum gengið í gegn- um mikla erfiðleika og brauðstritið með börnin átta oft verið mikil þolraun. Samt lýsti hún því aldrei þannig, heldur talaði um sjálfa sig sem mikla lánsmanneskju sem að hennar dómi var fólgið í því að hafa kynnst góðu fólki á lífsleið- inni, og að hafa tekist að koma öllum börnum sínum vel til manns. Hún ræktaði það góða í sálu sinni og sáði í sálir í kringum sig. Hún hallaði aldrei á nokkra mann- eskju og varð í mesta lagi þögul um stund ef henni mislíkaði. Barna- börnum sínum var hún amma, svo sterkt sem það orð getur verið og það voru ekki eingöngu barnabörn- in sem alltaf áttu erindi til hennar, heldur einnig félagar barnanna. Það var okkar lán á breyttum þjóðfélagstímum að börn okkar áttu hana fyrir ömmu. Það var allra manna lán að kynnast Þórdísi Þor- leifsdóttur. Það var mitt lán. Kveðja okkar Sigurbjargar og barna okkar felst í ljóðlínum Bene- dikts Gröndals Sveinbjarnarsonar: Mér kenndi móðir - mitt að geyma hjarta trútt þótt heimur brygðist; þaðan er mér kominn kraftur vináttu Minning Tveim eða þrem dögum fyrir jól hringdi til mín frá Sauðárkróki Ás- björn Skarphéðinsson, vinur minn og félagi í meira en þrjátíu ár. Við vorum samtíma á Sauðárkróki í tíu ár og unnum þar saman sem raf- virkjar. Þar af fyrstu árin í eigin fyrirtæki og oftast voru starfsmenn- irnir aðeins við tveir. Kynni okkar voru því afar náin. Eftir að við hjón fluttum suður var samneyti okkar við Ásbjörn og Fjólu í formi gagnkvæmra heim- sókna eftir því sem ferðalög gáfu tilefni til. Einnig notuðum við tölu- vert símann. Oftast var það Ásbjörn sem hringdi í mig til að ræða lands- ins gagn og nauðsynjar, eins og hann kallaði það_. Símtal okkar Ásbjarnar fyrir jólin var langt og að því leyti óvenjulegt að við ræddum ekkert um pólitíkina og þjóðmálin, heldur ræddum við um dauðann. En þó við værum að ræða dauðann og ótímabær dauðsföll og trega okkar og eftirsjá þeim tengd var símtalið ekki hlaðið neinum dap- ástin ótrauða sem mér aldrei deyr. K.C. Amin. Tengdamóðir mín, Þórdís Þor- leifsdóttir, lést 2. janúar sl. eftir langa sjúkrahúsvist. Hún var fædd aldamótaárið og var því búin að upplifa miklar breytingar í íslensku þjóðlífí. Þórdís eignaðist átta börn og bjó sín fyrstu búskaparár í Dala- sýslu. Upp kom sú staða, að hún stóð ein uppi með börn sín á unga aldri. Þá barst vel þegin hjálp frá þeim mætu hjónum, Magnúsi Árna- syni bónda og hreppstjóra í Flögu, Villingaholtshreppi, og Vigdísi konu hans, en Þórdís hafði verið kaupakona hjá þeim hjónum á árum áður. Má með sanni segja, að með þeirra framtaki og velvilja hafi fjölskyldan náð saman og búið sér heimili á ný. Þórdís hélt heimili með Hjörleifi syni sínum allt frá árinu 1949 og þar til hún veiktist og var ávallt mjög kært með þeim mæðginum. Hjörleifur, sem er mikill skátaleið- togi, bauð oft ungmennum úr skátahreyfingunni á heimili þeirra og hafa margir haldið tryggð við þau mæðgin allar götur síðan. Þá sóttu barnabörn Þórdísar stíft til hennar og má með sanni segja, að oft hafi verið gestkvæmt á heimil- inu. Á sínum yngri árum nam Þórdís klæðskerasaum, sem kom sér vel við öflun tekna seinna meir. Eitt var það öðru framar, sem ein- kenndi heimili hennar, það var gott bókasafn er hún hafði komið sér upp smám saman. Tími til lesturs var á stundum takmarkaður, en er hún sat við sauma lét hún yngstu dætur sínar lesa fyrir sig upp úr hinum ýmsu bókum. Þannig var tíminn nýttur til hins ýtrasta. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu hélt hún ávallt reisn sinni, víðlesin og trúuð. Spakmæli Jóns Sigurðssonar forseta hafði hún að leiðarljósi: „Vertu öðrum allt svo þú getir orð- ið sjálfum þér eitthvað." Starfsfólki Ljósheima á Selfossi eru færðar þakkir fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót henni til handa. Að lokinni samfylgd þökkum við hjónin og börn okkar kærar sam- verustundir. Blessuð sé minning okkar góðu Þórdísar Þorleifsdóttur. • Geir Egilsson. urleika heldur hlógum við og hlóg- um, meira en ég hef gert í langan tíma. Það var Ásbjörn, sem sveigði sam- talið inn á þessa braut með því að fara að ræða um tvo nána og mjög góða vini okkar, sem báðir féllu frá á síðasta ári. Þessir vinir okkar unnu oft með okkur auk þess sem við eyddum mikið frlstundum saman og brugð- um okkur þá stundum á bæi að sníkja súra löpp og lundabagga eins og við kölluðum það, og syngja út í nóttina með bændum. Við fórum að rifja upp ýmis skemmtileg uppá- tæki og uppákomur, sem við lentum í með þessum vinum okkar. Við rifj- uðum upp fjölda atburða og hlógum dátt og mikið. Núna finnst mér eins og það hafi sérstaka merkingu þegar ég rifja það upp að eftir síðustu hláturgus- una þagnaði Ásbjörn við og sagði svo: „Æi, jæja, Birgir minn, það er rétt að taka því svona þó við sjáum eftir þeim.“ Á nýársdagskvöld var Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina, mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Þarna lá hún svo fögur og frá henni stafaði svo mikill friður henni ömmu minni, þegar við ættingjarn- ir kvöddum hana við kistulagningu hennar á miðvikudagskvöldið. Hún fékk langþráðu hvíldina sína er hún kvaddi þennan heim 2. janúar sl. Friður og ró er það fyrsta sem kemur upp í huga mér er ég minn- ist ömmu minnar. Mér leið ætíð vel í návist hennar. Hún lét lítið yfir sér, hógvær og svo ástúðleg við okkur barnabörnin. Sem barn bjó ég í austurbænum i Reykjavík og amma bjó þar á Kvisthaganum vestur í bæ. Ég, litla hnátan, hélt glöð í bragði af stað ein í strætó vestur í bæ til ömmu. Bökunarlyktin var yfirleitt það fyrsta sem maður fann þegar á Kvisthagann var komið. Amma var iðin við að baka, sérstaklega klein- ur og ástarpunga. Nú og ef hún var ekki upptekin í eldhúsinu, þá sat hún við pijónaskapinn og ptjón- aði vettlinga og sokka á okkur barnabörnin. Klukkan hennar sló fagurlega og Jón Múli sagði frétt- irnar í útvarpinu. Þessa minningu mun ég geyma í hjarta mínu um hana ömmu Þór- dísi sem var mér alltaf svo góð. Núna hefur hún stigið á vit engla og hvílir í dýrðarríki drottins. Með þessum orðum kveð ég ömmu mína. Blessuð sé minning hennar. Guðfinna Sverrisdóttir. Við hugsum stolt til baka. Amma var eins og góðu ömmurnar sem við lásum um í barnabókunum; lítil, þéttvaxin kona með svuntu og alltaf átti hún heitt kakó og kökur. Amma bjó í Reykjavík, ásamt Hjörleifi frænda, næstelsta syni sínum. í litlu íbúðina á Kvisthaga komum við oft og dagarnir voru skemmtilegir. Sama hvort. barna- börnin væru tvö eða tíu, öll fengum við að fylgja ömmu í kjörbúðina. Fólkið í búðinni kastaði kveðju á ömmu og klappaði okkur á kollinn. Amma þekkti allan heiminn. Margt átti hún sem var meira spennandi en nokkurt leikfang. Fallegar dósir í glugganum fullar af flársjóði. Stóri bókaskápurinn hringt í mig úr Skagafirði og mér sagt að Ásbjörn vinur minn hefði dáið þann dag. Einnig finnst mér þetta síðasta samtal okkar hafa haft sérstaka merkingu, sem mér þykir vænt um, vegna þess að undir lok þess talaði hann til mín mjög tilfinn- ingabundið og á þann hátt, sem honum var ekki tamt. Satt best að segja finnst mér núna að hann hafi verið að kveðja mig. Ásbjörn Skarphéðinsson var um margt óvenjulegur maður. Hann hafði afar góða greind. Var djúp- skyggn og skarpur skilgreinandi og hafði tamið sér í daglegu lífi þau efnistök góðs rafiðnaðarmanns að huga að og rekja sig eftir allri rök- rásinni, hvort sem viðfangsefnið var mannleg breytni eða faglegt verk, enda kviknaði alltaf á perunni hjá Ásbirni. Hann var einstaklega fund- vís á broslega þætti í hversdagsleik- anum og hafði ríka en rætnislausa kímnigáfu. Hann var áræðinn og hafði sterka sjálfsímynd og ekkert meðalmenni. Og lenti aldrei svo ég viti í þeirri andlegu fátækt, sem marga þjakar, að þurfa að næra sjálfstraust sitt á yfirsjónum annarra. Hann var fagurkeri með ríka sköpun- arþörf, sem hann lagði meðvitað rækt við í verkum sínum, og var dáður fyrir af fagmönnum jafnt og leikmönnum. Handverk sln vann hann ævinlega eins og þau ættu að vera sýningarverk, hann var það sem danskurinn kallar „kunst monter“. með glerhurð þar sem sjá mátti snyrtilega röð af bókum af öllum stærðum og gerðum, þunnar blað- síður sem hætta var á að litlar hendur rifu af slysni. En amma opnaði þennan skáp og kenndi okkur að virða bækurnar og handfjatla þær sem skyldi og hlusta hljóð á skemmtilega lesn- ingu hennar. Seinna aðstoðaði hún okkur að velja bækur sem við nut- um að lesa í rólegheitum. Eftir góðan dag var búið um okkur á flatsæng og til skiptis fengum við að sofa á græna skátabeddanum hans Hjölla frænda. Áður en til svefns var lagst fengum við að skoða fallegu skáta- merkin hans sem var góður endir á góðum degi. Seinna er þau amma og Hjölli fluttu í Njörvasund og við orðin stálpuð, þótti okkur notalegt að koma til þeirra og sjá hlutina sem fylgdu þeim og við þekktum þó við sæjum þá ekki á sama hátt og áður. Fallegu dósirnar með tölum og gylltum hnöppum í, sem var fjársjóður í augum barns, voru á sínum stað, stóri bókaskápurinn var minni og nú vorum það við sem lásum fyrir ömmu og Hjölli kom með poka úr kjörbúðinni fullan af bakkelsi. Saman lögðum við á borð, drukkum heitt kaffi og nutum þess að eiga stund saman. Er að kveðjustund er komið eru tilfinningarnar blendnar. Söknuður yfir að fá aldrei aftur að sjá þetta góðlátlega andlit sem við höfum þekkt svo lengi, gleði yfir því að amma skuli ganga frjáls á vit horf- inna ástvina. Sorgin hefur verið til staðar lengi. Amma missti heilsuna fyrir nokkrum árum og smám saman hefur hún horfið okkur inn í annan heim. Það er sárt, mjög sárt að Vinur okkar, sem lærði af Ásbirni fyrstu handtökin sem rafvirki, sagði mér að Ásbjörn hefði kennt sér, að ef maður reyndi að gera verk sitt fallegtþá ynni maður það jafnframt vel. „Ég reyndi að tileinka mér þetta," sagði þessi vinur okkar. „Og þegar ég fór að vinna annars staðar gaf þetta vinnulag, sem ég lærði af Ásbirni, mér ákveðna yfirburði.“ Ásbjörn hafði óvenju víðtæka fag- lega þekkingu. Þegar við unnum saman hafði hann það sem uppfyll- ingai’vinnu að framleiða „anker“ í bílarafala og hann smíðaði sér til þess sérstakan búnað. Hann smíðaði sér ótrúlega fullkomna vindingarvél og þeir skipta örugglega þúsundum mótorarnir, sem hann hefur höggvið úr og undið upp. Fyrir þrjátíu árum þegar ferðir voru stijálar og fátt var til, voru slíkir völundar gulls ígildi á landsbyggðinni og frægð þeirra spurðist víða. Hann .var mikið náttúrubarn og góður veiðimaður og náði yfirburð- um í því eins og svo mörgu öðru. Ég minnist þess eitt sinn er við vor- um að keyra upp með Blöndu Svína- vatnsmegin að við sáum þrjá menn með stengur niðri á bakka. Ásbjörn vildi endilega hafa tal af þeim. í ljós kom að þetta var fólk að sunnan _og hafði ekki orðið vart við fisk. Ás- björn sagði: „Heyrðu, þú ættir að prófa þarna.“ Maðurinn rétti honum stöngina og sagði: „Viltu ekki prófa sjálfur?" Asbjörn tók stöngina og Ásbjöm Skarphéðins- son rafvirkjameistari horfa uppá ástvin sinn fjarlægjast smátt og smátt og geta ekkert gert. Nú er þessu lífi lokið hér. Mikið hefur verið gefið og skilið eftir sem mun endast okkur um aldur og ævi. Blessuð sé minning elsku ömmu okkar. Stefanía, Bogey og Egill. Þú komst til að kveðja í gær, þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær, ég gat ekkert sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð sem var myndað án hljóms. Nú greinist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. Fljótlega eftir að nýtt ár hafði gengið í garð, kvaddi hún amma mín þetta líf eftir langa ævi. Hún safnaði ekki miklum verald- legum auði, en alltaf hafði hún eitthvað að gefa, þá gjarnan hos- ur, vettlinga eða eitthvað annað handpijónað, því varla man ég eft- ir henni öðruvísi en með pijóna í höndum. Þó eru þær gjafir bestar og mestar sem hún gaf af sjálfri sér. Alltaf gaf hún sér tíma og þá sér- staklega fyrir barnabörnin. Þá var kannski dregin fram Perlu-bók til lestrar eða band og pijónar og reynt að kenna litlum fingrum þá list að pijóna. Ekki man ég eftir leikföngum á heimili hennar og Hjölla frænda, en aldrei kom það fyrir að manni leiddist og hversdagslegir hlutir litu út eins og úr gullkistu kæmu. Þá var gjarnan fundinn skókassi með jólakortum, sem var safn margra ára. Þar var mikill fjársjóð- ur falinn og hægt að una sér lengi við að skoða. Einn var sá leikur sem ekki gleymist. Það var þegar smápen- ingar voru á víð og dreif um íbúð- ina og lítil börn með krukkur að tína upp af gólfum og úr sófum eins og í beijamó. Amma var mjög trúuð og þær voru heilagar stundirnar er hún sat við útvarpstækið og hlustaði á messuna á sunnudögum og ekki lagðist hún til svefns án þess að lesa guðsorð fyrst. Ailtaf var jafn gott að sækja hana heim, hvort sem maður var barn, unglingur eða fullorðinn. Allir voru velkomnir og alltaf hjartarými fyrir einn til viðbótar, fyrst vini, síðan maka og þá ekki síst langömmubörnin sem nú sakna hennar sárt. Að hafa fengið að kynnast ömmu eru auðæfi sem aldrei verða frá manni tekin. Hafðu þökk fyrir allt. Þórdís. kastaði á staðinn sem hann hafði bent á og setti strax í fisk. Næsti maður spurðþ hvort hann vildi ekki hjálpa sér. Ásbjörn tók stöngina, kastaði út og setti í fisk. Sá þriðji þurfti ekkert að biðja, við gengum til hans, Ásbjörn tók stöngina, kast- aði út og setti strax í fisk. Þetta hefur tekið svona fimm mínútur. Hann aflaði sér mikið matar með veiðiskap og var góð skytta. Hann fór oft í eggja- og fuglatöku í Drang- ey og er einn örfárra manna, sem klifið hefur á topp Kerlingarinnar við Drangey. . Ásbjörn náði yfirleitt betri tökum en aðrir á flestu þvi, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn af þessari fágætu manngerð sem við- fangsefnið og náttúran gerir svo oft að sérfræðingi. í dag verður hann lagður til hinstu hvíldar í Nafifnar ofan við bæinn sinn, undir krossinum stóra, sem hann tók þátt í að smíða og gefa bæjarbúum. Elsku hjartans Fjóla. Við Lóló finnum svo sárt fyrir þvi hvað við getum lítið lagt þér og börnunum lið við að rísa undir nístandi harmin- um. Við eigum ekkert að færa ykk- ur nema heita og djúpa samúð okk- ar og tár. En þegar fer að hema yfir mesta harminn verðum við í Skeifunni vinir ykkar og þið vitið hvar hún er. Birgir Dýrfjörð og Lóló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.