Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 45
*
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
45
Sérframboð verkalýðs- og sjómanna
félaga í næstu alþingiskosningum
Frá Kristjáni Péturssyni:
Miklar umræður hafa verið í fjöl-
miðlum undanfama mánuði um
launa- og kjaramál. Þessi umfjöllun
hefur eins og oft áður verið meira
á pólitískum en fagiegum grund-
velli.
Svo virðist sem láglaunafólkið
eigi sífellt færri málsvara og bilið
milli hæstu og lægstu launa eykst
stöðugt. Fjölmennir hópar embætt-
ismanna og yfirmenn stærri fyrir-
tækja hafa a.m.k. 15-20 sinnum
hærri laun en láglaunastéttimar.
í skjóli pólitískrar spillingar og
samtryggingar hafa þessar „jrfír-
stéttir" mótað ákveðna hálauna-
stefnu sér til handa, sem er ekki í
neinu samræmi við kaup og kjör á
hinum almenna vinnumarkaði. Ótal
dæmi era um að hundrað þúsunda
kr. era greidd ofan á umsamin
mánaðarlaun fyrir hvers konar bitl-
inga og nefndarstörf, sem þó era
unnin innan tímamarka samnings-
bundinna mánaðarlauna.
Framkvæmda- og löggjafarvald-
ið og VSÍ bera höfuðábyrgð á þessu
hrikalega misrétti. Pólitísk fyrirgre-
iðsla og hvers konar hagsmunapot
hafa skapað fordæmi, sem leitt
hafa til almennrar spillingar. Ýmsar
valdamestu stöður þjóðfélagsins era
eymamerktar ákveðnum stjórn-
málaflokkum og era þessar ráðn-
ingar því oft ekki grundvallaðár á
hæfni og mannkostum. Þessi hrika-
lega spilling og misnotkun valds er
orðin svo almenn og rótgróin, að
þjóðin lætur hana að mestu yfir sig
ganga afskiptalaust.
Láglaunafólk verður að taka
höndum saman um markvissar leið-
ir í kjaramálum. Kjarabarátta ASÍ
og BSRB undanfarin ár hefur stað-
fest að þessi heildarsamtök launa-
fólks vantar alla samstöðu, kraft
og þor til að beijast fyrir bættum
kjöram. Það er því einsýnt að launa-
misrétti og láglaunatöxtum verður
ekki breytt í kjarasamningum aðila
vinnumarkaðarins. Því verður ekki
hjá því komist að ákvarða iág-
marks- og hámarkslaun með lög-
gjöf, en um aðra þætti kjaramála
verði sem fyrr samið um í frjálsum
samningum.
Konur hafa verið og era enn
beittar miklu órétti í stöðuveiting-
um og 60-70% kvenna búa við mun
lakari kjör en karlar. Ef hámarks-
og lágmarkslaun væru ákveðin í
lögum væri rétt að skilgreina launa-
bilið þannig að lægstu mánaðarlaun
væra 80 þúsund kr., en hæstu laun
240 þúsund kr. eða þrisvar sinnum
hærri. Kjaradómi væri óheimilt að
úrskurða hærri laun, enda væri
hann bundinn við þessi viðmiðunar-
mörk.
Ríkisvaldið og VSÍ hafa ögrað
og reynt að niðurlægja láglauna-
fóikið um áratugaskeið. Banka-
stjóram og ýmsum forstjóram ríkis-
stofnana era greiddar 700-1.100
þúsund kr. í mánaðarlaun. Hliðstæð
laun hafa forstjórar olíu- og trygg-
ingarfélaganna og flestra almenn-
ingshlutafélaga, s.s. Eimskipafé-
lagsins og Flugleiða. Meinsemdim-
ar koma víðar fram, stóreignamenn
með uppgefín laun um og undir
skattleysismörkum skipta þúsund-
um í þessu þjóðfélagi. Vísir réttvís-
innar beinist ekki að þessum aðil-
um, þó öllum sjáandi mönnum sé
ljóst, að ekkert samræmi er milli
eigna og tekna né neysiu þeirra.
Undanskot fjármuna við gjald-
þrot skipta milljörðum árlega, eng-
inn er dreginn til ábyrgðar í þessum
ijársvikamálum, pólitískir banka-
stjórar kenna í versta falli um
slæmu árferði eða ótímabærri bjart-
sýni. Þjóðin verður öll að taka á sig
tjónið með hærri vöxtum og.auk-
inni skattbyrði.
Fjármunir í sjávarútvegi (kvóti)
era nú að mestu leyti í höndum
nokkurra útgerðarmanna fyrirð til-
styrk „stengjabrúðanna" við Aust-
urvöll. Þúsundir sjómanna era orðn-
ar leiguliðar kvótakónganna og aðr-
ir era neyddir til að brjóta eigin
kjarasamninga með ólögmætum
kvótakaupum með útgerðarmönn-
um. Þó er fískurinn í sjónum sam-
kvæmt laganna hljóðan sameign
þjóðarinnar. Stjórnsýsla af þessum
toga á ekkert skylt við lýðræði, hún
er sjúk og vitskert, eins og gamall
trillukarl orðaði það nýverið.
Pólitísk spilling, siðleysi og hvers
konar lögleysa gengur eins og rauð-
ur þráður í gegnum allt stjórnsýslu-
kerfíð. Dómsvaldið höktir í fyrsta
gír, framkvæmda- og löggjafar-
valdið lýtur forsjá ftjálshyggjunnar
með tilstyrk kolkrabbans. Völd og
fjármunir færast sífellt á færri
hendur og áhrif félagshyggjufólks
og launþegasamtaka fara minnk-
andi.
Það dugar ekki lengur að mót-
mæla ranglætinu, það verður að
móta nýja launa- og lq'arastefnu,
sem tekur til allra þjóðfélagsþegna.
Ef við ætlum að lifa mannsæmandi
lífí í þessu landi, verðum við fyrst
og síðast að virða lög og reglur og
styrkja siðgæðisvitund þjóðarinnar.
íjóðin má ekki undir neinum kring-
umstæðum líta svo á að núverandi
stjórnmálaástand sé eðlileg fram-
þróun efnahagsmála, heldur tíma-
bundið ástand, sem hægt er að
breyta með nýjum stjómarháttur.
Sá mótleikur sem best kynni að
duga verkalýðshreyfingunni, sjó-
mönnum og félagshyggjufólki er
að hefjast strax handa um sjálf-
stætt framboð fyrir næstu alþingis-
kosningar. Þeir stjómmálaflokkar
sem kenna sig við félagshyggju
hafa að mestu bragðist skyldum
sínum við láglaunafólk eins og
launataxtar sýna. Slík breiðfylking
gæti breytt núverandi flokkaskipan
og sameinað félagshyggjufólk í ein
sterk samtök. Við getum búið í
þessu landi undir merki jafnréttis
og bræðralags, við þurfum ekki að
lúta lögmálum kolkrabbans né
frjálshyggjuófreskjunnar.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fv. deildarstjóri.
Pennavinir
ÁTJÁN ára fínnsk stúlka með
áhuga á íþróttum, ljósmyndun,
menningu og tónlist, kvikmyndum
og bókmenntum. Vill skrifast á við
17-22 ára pilta og stúlkur:
Sylvia Partanen,
Kasvihuoneenkatu 16,
28130 Pori,
Finland.
ÁTJÁN ára pólsk stúlka með áhuga
á ferðalögfum, íþróttum en hún
stundar sjálfsvamaríþrótt sem
nefnist Aikido:
Magdalena Nowak,
ul. Limanowskiego 12,
64-920 PUa,
Poland.
NÍU ára tékknesk stúlka með
áhuga á hestum og bókalestri:
Celestyna Krausova,
507 81 Lazne Belohrad 65,
Czech Republic.
FIMMTÁN ára Gambíupilt sem á
fjóra bræður og fjórar systur langar
að fræðast um ísland. Er frá smá-
þorpi sem heitir Tungina en gengur
í skóla í bænum Brikama:
Sanna Fofana,
Brikam School,
Brikama,
Kombo Central,
Ghana.
FINNSK 21 árs stúlka með marg-
vísleg áhugamál:
PSivi Harju,
Punkkerikatu 2 A 26,
53850 Lappeenranta,
Finland.
SEXTÁN ára Ghanapiltur með
áhuga á tónlist og safnar útlendum
peningaseðlum:
Barko Samuel,
c/o Kalamazoo Photos,
P.O. Box 26,
Kade,
E/Region,
Ghana.
VELVAKANDI
TÖLVUBILUN HJÁ
VELVAKANDA
TÆKNIN lék Velvakanda
grátt sl. fimmtudag og týndist
allt efíii sem tekið hafði verið
við gegnum síma. Þeir, sem
hringdu til Velvakanda þann
dag með ósk um birtingu á
auglýsingum eða öðra efni, era
því vinsamlega beðnir að
hringja aftur.
Velvakanda þykir þetta mið-
ur.
TAPAÐ/FUNDIÐ
ÞANN 28. eða 29. desember
tapaði ung stúlka brúnum
skinnhönskum, sem sennilega
hafa dottið í götuna er hún
steig út úr bíl við Grenimel.
Ef einhver hefur fundið þá
væri vel þegið að fá þá til baka.
Upplýsingar í síma 28204.
Gleraugu týndust
GLERAUGU í glærri og rauðri
plastumgjörð töpuðust á leið-
inni frá Flúðum til Reykjavík-
ur. Þau voru í svörtu hufttri.
Upplýsingar í síma 668044.
GÆLUDÝR
Köttur i heimilisleit
NÍU mánaða fressköttur af
angórakyna, grár með hvítar
loppur, óskar eftir góðu heim-
ili. Hann er mjög þrifínn og
barngóður. Upplýsingar í sfma
616209.
Týndur köttur
STÓR gulbröndóttur fresskött-
ur, eymamerktur G-1017, hvarf
frá heimili sínu í Setbergsverfi
á gamlárskvöld. Þegar hann fór
var hann með svarta hálsól.
Þeir sem kynnu' að hafa orðið
hans varir eru vinsamlega beðn-
ir að hringja í síma 50245.
Týndur köttur
KÓTTURINN sem myndin er
af týndist frá Flötunum í
Garðabæ 22. desember. Hann
er eymamerktur og þegar hann
fór var hann með marglita hál-
sól. Þeir sem kynnu að hafa
orðið hans varir eru vinsamlega
beðnir að hringja í síma 656028
eða í Kattholt.
j -röð ogregla
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
Þetta er uppáhaldsmatseðill Eivis:
Grænmetissúpa, grísakótilettur m/brúnni sósu, eplakaka m/ís
eða rjóma - kr. 1.290.
i dag, laugardag, er Elvis Presley hátíð á Hard Rock Cafe. Við bjóðum m.a
upp á uppáhaldsmat Elvis, spilum mikið af Elvis-lögum og bjóðum upp á
karaoke fyrir þá sem vilja og í kvöld munu nokkrir þekktir Elvis Presley
aðdáendur taka lagið með sjálfan Þorstein Eggertsson i broddi fylkingar.
ELSKUM ALLA - ÞJONUM OLLUM
L HARD ROCKCAFE - SÍMI 689888 Á
Námskeiða
kynning
Málaskólar, dansskólar,
tónlistarskólar, flugskólar,
líkamsræktarstöðvar og fleiri
munu kynna starfsemi sína
og er margir þeirra meö
sértilboð tii handa gestum
Kolaportsins þessa helgi.
ÆÐISKAST í KOLAPORTINU í janúar þar
sem 200 seljendur bjóöa allt milli himins og
jaröar og prísarnir hafa aldrei veriö betri.
Heimsækið okkur þessa
fyrstu Kolaportshelgi ársins
og njótið góðs afi
Opið laugardag og sunnudag kl.10-16.
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
- miklu ódýrara I!