Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 31 Guðbjartur Magna son — Minning á Kollafossi, en byggðu sér nýbýli í túninu og nefndu það Fosshól. Fyrir sex árum fluttu þau til Reykjavíkur og búa nú í Garðabæ, en Þorsteinn sonur þeirra er tekinn við búi á Fosshóli. Bróðursonur Valdimars missti föður sinn ungur og kom til þeirra hjóna. Hann heitir Sigurður Eiríks- son, f. 27. september 1940. Hann ólst upp á Kollafossi til fullorðins- ára. Hann giftist Hrafnhildi Val- geirsdóttur og eignuðust þau fjóra drengi, Eirík, Hrafn, sem lést fyrir nokkrum árum, Hörð og Svavar. Sigurður og Hrafnhildur slitu sam- vistum. Sigurður býr nú í Kópavogi. Hjá Valdimar og Guðbjörgu dvöldu mörg sumarbörn og önnur í lengri eða skemmri tíma. Þar jeg kýs að eiga bygð og bú, blómgan vðll og prúða hjörð í haga, þar sem jeg hef ást og trygð og trú tállausastri kynst um mína daga. (Gunnlaugur P. Sigurbjðmsson) Þau bjuggu allan sinn búskap á Kollafossi. Eftir að frænka missti mann sinn árið 1974 bjó hún áfram á Kollafossi en fluttist siðan til Ásmundar Smára, sonar síns, sem þá var nýbúinn að kaupa Torfa- staði í Núpsdal. Þar stýrði hún búi sonar síns af sínum alkunna dugn- aði og vinnugleði í átta ár, eða þar til hún veiktist af heilablæðingu. Við þetta áfall missti hún málið og gat ekki stigið í fæturna og varð að leggjast á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Það var erfitt fyrir þessa dugnaðarkonu að geta ekki lengur notið þeirrar miklu vinnu- gleði sem hún bjó yfír. Hún hélt þó alltaf sinni andlegu reisn og reyndi að brosa, sem hún gerði svo fallega að það létti lund alls fólks- ins á staðnum. Lífsgleðinni hélt hún og að sögn hjúkrunarfólks var hún sannkallaður sólargeisli, sem gat komið öllum til að brosa. Ég sem, þessar línur rita kom fyrst í heimsókn að Kollafossi lík- lega árið 1965. Það var gaman að koma i gamla bæinn, allt hvítskúrað og fínt út úr dyrum. Það var nota- legt að fá súkkulaði og nýbakaðar pönnukökur í rúmið. Já, það má með sanni segja að þau hjón voru ákaflega gestrisin og samhent heim að sækja. Ég held að ekki sé of- mælt að þar hafí verið fullkomið hjónaband. Að leiðarlokum vil ég leyfa mér, fyrir hönd systkina, barna hennar og annarra ættingja og vina, að færa öllu hjúkrunarfólki á sjúkra- húsi Hvammstanga okkar innileg- ustu þakkir fyrir frábæra umönnun öll sex árin. Um leið og ég kveð frænku mína með virðingu og þökk óska ég henni góðra endurfunda við mann sinn, Valdimar H. Daní- elsson. Votta ég systkinum, böm- um, barnabömum, tengdabörnum svo og öðmm ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Útfor Guðbjargar Sigurlaugar Gunnlaugsdóttur fer fram frá Mel- staðarkirkju í Miðfírði laugardaginn 8. janúar kl. 14 og verður hún lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns í Melstaðarkirkjugarði. Veri frænka mín kært kvödd, Guði á hendur falin, hafí hún þökk fyrir allt og allt. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörgu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. Blessuð von, í bijósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson) Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. Ætíð skarta aupn þín eins og hreinar stjömur, sólu bjartar bros þitt skín, blessuð hjartadrottning mín. (Gunnl. P. Sigurbj.) Þessa vísu samdi langafi til þín lítillar, elsku amma okkar. Þannig talaðir þú til okkar með þínum stjörnubjörtu augum eftir að þú veiktist. Og verður því sárt að sjá þau ekki framar. En nú ertu laus við allar þjáningar og þrautir og Kristur hefttr kallað þig til sín. Þar líður þér vel. Far þú í friði. Þín Ömmubörn. Mig langar í örfáum orðum að minnast látins félaga og vinar okkar Guðbjarts Magnasonar sem lést með sviplegum hætti við vinnu sína á Reykjavíkurflugvelli 17. nóvember síðastliðinn. Þegar mér bárust þær harmafregnir að kvöldi þess sama dags að Bjartur vinur okkar væri dáinn er engin leið að lýsa þeim til- fínningum sem bærðust innra með mér. Þær tilfínningar sem ég man þó eftir voru reiði, gremja og spurn- ingin sem vafalaust allir hafa spurt: „Af hverju hann?“ Mér fannst nán- ast eins og tíminn stæði í stað sem og hann vissulega gerði, allavega var lífshlaup Bjarts vinar okkar stöðvað í tíma og rúmi á svo svipleg- an hátt að orð fá því ekki lýst. Þegar ég náði að jafna mig eftir versta áfallið þá komu upp í hugann ýmis atvik, m.a. frá því að ég var að alast upp í Neskaupstað sem lít- ill drengur. Þá var til siðs að flýta og seinka klukkunni, allt eftir atvik- um hveiju sinni. Ég hefði á því augnabliki sem mér bárust þessi válegu tíðindi átt þá ósk heitasta að geta seinkað klukkunni einungis til að hagræða örlítið þessari hörm- ungaratburðarrás. Einnig komu upp í hugann orða- tiltæki á borð við. „Enginn veit hver annan grefur,“ og eins þegar frá leið þá opinberaðist það ljóslega fyrir mér að leið okkar allra er vörð- uð frá vöggu til grafar. Ég get ekki látið þess ógetið að óneitanlega sótti stíft á hugann orð bóndans sem nýlegan var búinn að slá tún sitt í sólskinsveðri er allt í einu gerði helliregn ofan í slægjuna. Bóndinn steitti hnefann til himins og sagði: „Þú nýtur þess drottinn, að ég næ ekki til þín.“ Þessi orð fannst mér eiga við í öllum mínum vanmætti og reiði, þegar drottinn tók hann Bjart frá okkur félögunum og vinun- um að ég kaus að gera þau að mín- um. Ósjálfrátt fór ég að velta fýrir mér tilgangi lífsins, ekki síst út frá þeirri staðreynd að einungis eitt er öruggt í þessu lífí hérna megin graf- ar, en það er dauðinn. Það sem hins vegar ég og fleiri eigum svo erfitt með að skilja og fáum eflaust aldrei svör við, af hveiju tekur þú, drott- inn, frá okkur góðan dreng sem öll- um reyndist svo tryggur og heiðar- legur í öllu því sem hann gerði? Dreng sem varla var byijaður sitt líf, átti það allt framundan, átti svo mörgu ólokið, þegar þú í einni svip- an hrífur Bjart frá okkur og skilur alla eftir með þá brennandi spum- ingu: „Af hveiju ekki einhvem ann- an einstakling sem væri tilbúinn að ganga á þinn fund saddur lífdaga, öllum til ama og leiðinda ellegar fársjúkan sem væri hvfldinni feg- inn?“ Ég hef þekkt Bjart frá því hann var smápolli austur í Neskaupstað og sá snemma í gegnum afskipti mín af knattspyrnumálum að þama fór gott knattspymumannsefni, sem og síðar kom í ljós. Náin kynni tók- ust ekki með okkur Bjarti fyrr en ég fór að dæma aftur í knattspymu fyrir Þrótt Nes. 1984 en þá lágu leiðir okkar fyrst saman svo að ein- hveiju næmi. Öll mín kynni af Bjarti vom á einn veg: heiðarleiki, glað- lyndi og trúmennska. Þessum eigin- leikum kynntist ég vel bæði innan vallar sem utan. Það var nánast sama á hveiju gekk í knattspym- unni, ávallt var léttleiki og leikgleð- in í fyrirrúmi. Þó okkur greindi oft á um ýmis atriði inná vellinum þá var Bjartur ávallt vanur að koma til mín og segja: „Pétur, hvað er í gangi?“ Þessi orð skildum við báðir en þetta var aðferð Bjarts til að segja mér álit sitt á dómgæslunni. Einn af mörgum hæfileikum Bjarts vil ég nefna hér en það var umgengnin við yngstu krakkana hjá Þrótti. Þeirri hlið kynntist ég óvíða betur hjá nokkmm þjálfara, slík var virðingin og hlýðnin við þjálfara sinn að til fyrirmyndar var. Þetta lýsti sér vel í öllum mótum sem þau tóku þátt í undir hans stjórn. Mér er minnisstæð heimsókn til Bjarts og Þóreyjar unnustu hans þegar Bjart- ur lék með Tindastól sumarið 1990. Þá var ekki við annað komandi en ganga úr rúmi fyrir mig og konu mína alla þá daga sem við dvöld- umst þarna. Þetta lýsir vel gestrisni þeirra beggja og það var sama hve- nær ég kom til Bjarts í Reykjavík, ávallt hlaut ég höfðinglegar móttök- ur. Eitt af mörgu sem ég mun sakna úr ferðinni norður er að nú munum við ekki syngja oftar saman á góðri stund „skál og syngja Skagfírðing- ar“. Þetta lag vorum við vanir að syngja eftir dvöl Bjarts fyrir norð- an. Margt ræddum við Bjartur í trúnaði en hann var talsvert yngri en ég, en eins og gengur þá komiii- upp ýmis mál sem vinir leysa sín á milli og reyndi ég þá að miðla hon- um af þeirri reynslu sem ég hefi öðlast og vona að hún hafí reynst honum vel. Vinmargur var Bjartur og til marks um það þá vorum við, kona mín og ég, vön að bjóða nokkrum kunningjum í mat milli hátíðanna, þegar skólakrakkamir voru í jóla- fríi. Eitt af því fyrsta sem þurfti að gera var að hringa tímanlega í Bjart áður en hann ráðstafaði tíma sínum annað, slíkur var vinahópur- inn. Ávallt var Bjartur reiðubúinn að ná í Dóra, Magga og Kidda þeg- ar ná þurfti í þá upp í hérað, en þessir strákar voru þjálfarar omr samherjar Bjarts í fótboltanum. Ég vil fyrir hönd undirritaðra og barna okkar votta þér, elsku Þórey, Magni, Siddi, Halli, Matta, Bryndís, Kiddi, Bogga og öllum öðmm að- standendum okkar dýpstu samúð, um leið og ég vil þakka Bjarti vini okkar fyrir samveruna hér á jörð. Þó að hún væri stutt þá var hún ánægjuleg og ég vil að endingu gefa þér þau eftirmæli sem ég tel hæfa þeim sem ég kalla vini mína en þau eru: „Hann var gull í gegn.“„ Guð gefí að minningin um góðan dreng lifí um alla framtíð. Pétur Óskarsson, Kristín Brynjarsdóttir, Kristinn Guðmundsson. örlögum sínum. í meira en tvö og hálft ár háði hann sitt sjúkdóms- stríð. Hann líkti því sjálfur við hnefaleikakeppni, ein og ein lota vannst, að honum fannst, en and- stæðingurinn stóð alltaf upp að nýju, áður en talið var út. Síðasta lotan var lengst og ströngust og hlaut að tapast. Foreldrar Guðjóns vom Ólafur K. Guðjónsson og Filippía Jónsdótt- ir, lengi búsett í Hnífsdal og síðar á Akranesi. Ólafur lést í apríl 1992 og Filippía í ágúst á þessu ári. Þann- ig var þeim gefín sú líkn að þurfa ekki að fylgja syni sínum til grafar. Systir Guðjóns er Ásgerður Ólafs- dóttir. Á þeim systkinum er 15 ára aldursmunur og ég man það vel frá fyrstu kynnum okkar Guðjón, hversu vænt honum þótti um þessa systur sína og mér fannst ég því hafa þekkt hana náið alla hennar ævi, þegar ég sá hana fyrst, þá gifta konu og móður. Eiginkona Guðjóns, Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, er alltaf köll- uð Lúlú af vandamönnum og vinum. Hún stóð alla tíð þétt við hlið Guð- jóns í öllum hans’ störfum og sýndi þeim mikinn áhuga. Vegna umsvifa þeirra starfa, sem á hann hlóðust, hlaut rekstur og risna heimilisins og uppeldi og umsjón með velferð bamanna að falla mikið á herðar hennar. í veikindastríði Guðjóns hefur þrek hennar né kjarkur aldrei bilað. Eins og óbifanlegt bjarg stóð hún á þeim velli, við hlið hans. Vakti við sængina hans, uns yfir lauk. Guðjón og Lúlú eignuðust fímm börn, það yngsta þeirra er nú tutt- ugu ára. Tveir litlir drengir hafa misst afa sinn. Það má kannski orða það svo, að börnin séu uppkomin, en vissulega eiga þau flest framund- an mótunar- og þroskaár, þar sem handleiðslu föðurins hlýtur að verða sárlega saknað. Lúlú, börnunum, barnabömun- um, Ásgerði og öllum þeim, sem harmur sár er nú að kveðinn, send- um við Hertha innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar þeirra geisla, sem frá jólaljósunum stafa. Þaðan sem ég sit, sé ég að það er sólskinsblettur í Skarðsheiðinni, því rammbyggða fjalli, og ég veit að daginn er tekið að lengja. Það minnir mig á vonina og birtuna, sem við eigum fyrir höndum. Birtuna, sem var einkenni hans, sem við kveðjum nú. í skálsdögunni Jólaóratórían eftir Göran Tunström segir á einum stað, í þýðingu Þórarins Eldjáms: „Orð eins og Nálægt og Fjarlægt tákna oft ekki vegalengdir, heldur fela í sér afstöðu. Til Guðs er alltaf jafn- langt.“ Guðjón B. Ólafsson er horfínn bak við sjónarrönd þess óræða hafs, sem okkur öllum er gert að sigla fyrr eða síðar. Alltof ungur fór hann þá för. Þangað, sem okkur virðist svo langt því að þaðan fær enginn snú- ið til baka. Samt er hann og verður áfram nálægur. „Því að hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega ei- líft.“ Þær minningar, sem við eigum, munu alltaf standa okkur nærri. I þeim heimi er orð eins og fjarlægð ekki til. Stefán M. Gunnarsson. Guðjón B. Ólafsson var maður þeirrar gerðar að hann mun aldrei hafa sótt um starf. Hann var beðinn eða fenginn til að taka að sér verk- efni sem vom sérstaklega vandmeð- farin og erfíð. Það er einkenni þess konar manna að þeir eiga erfítt með að neita, jafnvel þótt þeir viti að við- fangsefnið sé torleysanlegt. Glíman við vandann og vonin um að ná árangri veitir lífsfyllingu sem sefjar og hvetur í senn. En slíkir menn ráða trauðla örlögum sínum. Þeirn eru þau sköpuð. Þegar þeir taka að sér að klára skák sem aðrir hafa klúðrað, er ógerlegt að sökkva sér niður í skákina fyrr en eftir að menn hafa sest að tafli. Þá fyrst sjá menn hver staðan er, en þá er líka orðið of seint að sjá sig um hönd. Þegar Guðjón var fenginn til að taka að sér físksölufyrirtæki sam- vinnumanna í Bandaríkjunum var það fyrirtæki komið á heljarþröm. Sambandið hafði misst umtalsverð- ar eignir vegna veða sem fallið höfðu á það. Guðjóni tókst með óhemju dugn- aði og eljusemi að endurreisa fyrir- tækið og skila arðbæmm og vax- andi rekstri í hendur eftirmanna sinna. Þau störf vom afreki líkust. Sú skák gekk upp, enda stýrði Guðjón einn sínum mönnum. Næsta taflmót varð erfiðara. Þar var teflt á mörgum borðum við mikla tíma- þröng. Kynni okkar Guðjóns hófust þeg- ar hann settist í forstjórastól Sam- bandsins haustið 1986. Fáa ef nokk- um gmnaði þá að Guðjón yrði sá síðasti til að verma þann stól. Staða Sambandsins þótti þá enn eignalega sterk þótt í þróun skulda- stöðu og reksturs mætti sjá bresti sem boðuðu ill tíðindi. Einhvem veginn var það svo, að eignalegur styrkur Sambandsins var orðinn að hugsjónalegri goðsögn sem bannað var að hrófla við. Jafnvel Guðjón sá ekki þessa bresti í upphafí. Hann hóf störf sín af mikilli bjartsýni og stórhug, jafnvel glannaskap. En það breyttist fljótlega. Þegar Guðjón fór svo að bera mönnum tíðindin af varhugaverðri og hríðversnandi stöðu fyrirtækisins, var því tekið með óvild og honum kennt um hvemig komið var. Glæst fortíð Sambandsins og staða þess sem stærsta fyrirtækjasamsteypa lands- ins olli því að menn gátu ekki horfst í augu við þá mynd, sem smám saman var að skýrast, að Samband- ið væri risi á brauðfótum, reksturinn stæði ekki undir efnahag þess. Guðjón taldi þennan vanda við- ráðanlegan, en til þyrfti að koma mikil eignasala. Það var sársauka- fullt uppgjör og tilfinningarík um- ræða sem myndaðist í kringum fyr- irhugaða sölu á „gimsteinum" Sam- bandsins, s.s. Samskipum, Sam- vinnubankanum svo ekki sé talað um Olíufélagið hf. Þá tók umræðan um skipulags- mál Sambandsins mikið rúm og varð að tilfinningamáli. Sumir vildu skipta því upp í sex sjálfstæð hluta- félög, aðrir halda þessu sem mesta saman. Guðjón var lengi vel einn af þeim síðartöldu. Éfnisleg umræða um öll þessi stóru mál var rétt að hefjast þegar upphófst mikill samblástur gegn Guðjóni. Skyndilega voru launamál hans orðin að helsta umFæðuefni lands- manna og hann lenti í orrahríð um nánast hvert einasta mál sem hann lagði fyrir stjórn. Það var engu líkara en máttar- völdin beittu öllum þeim brögðum sem þau höfðu yfír að ráða til að koma Guðjóni á kné. Það hafði næstum tekist. Ég minnist heimsóknar hans til mín haustið 1987, þá var ég starfs- maður Dagsbrúnar. Hann gerði boð á undan sér og lét spyrjast fyrir um það, hvort hann mætti koma og eiga við mig tal. Það var auðsótt mál. Hann var í miklu uppnámi, gekk hröðum skrefum í frakkanum fram og aftur í skrifstofu minni og rakti raunir sínar og opnaði mér smá glugga til helsærðrar sálar sinnar. Þetta eintal sálarinnar hans stóð í tvo klukkutíma. Mitt hlutverk var að hlusta. Á þeirri stundu var hann niðurbrotinn maður, fullur sjálfs- ásakana og vanmáttugrar reiði í garð andskota sinna. Eftir þetta ríkti mikill trúnaður okkar í milli og vinátta okkar var innsigluð. Það var eins og það geisaði borga- rastyrjöld innan stofnana Sam- bandsins þar sem barist var á köfl- um um hvert hús. I flest skipti sem Guðjóni tókst að hnika máíum fram varð hann að draga til baka á öðrum sviðum. Hann varð að sætta sig við skilyrði sem gerðu honum framhald- ið oft afar erfitt. Ekkert viðfangsefni var Guðjóni eins erfitt og rekstur Verslunar- deildarinnar. Sum árin var tap deild- arinnar um hálfur milljarður á ári. Enginn sá það betur en Guðjón að þetta myndi leiða til hruns Sam- bandsins, ef ekki tækist að snúa þessu við. Þessi mál ræddum við Guðjón mikið og oft og vorum að mestu leyti sammála í greiningíF' þótt ekki yrðum við fyllilega sam- stíga við lausn þeirra. Sögu síðustu ára Sambandsins á oft eftir að rita áður en hægt verð- ur að vega og meta af skynsamlegu viti þátt einstakra manna. Það gildir bæði um þá sem mögn- uðu upp gjömingaveður eins og hina — með Guðjón í broddi fylkingar — semn börðust um og reyndu að ná áttum. Þeim síðamefndu vom vissulega stundum mislagðar hendur, enda viðfangsefnið og starfsumhverfíð með afbrigðum erfítt. Sá sem þessi orð skrifar um- gekkst Guðjón heitinn mikið á þess- um ámm. Ég dáðist af æðmleysi hans, léttu skaplyndi og óbugandi kjarki. Jafnvel eftir að tilkynnt hafði verið um banvænan sjúkdóm hans stóð hann keikur og lét sér hvergi bregða. Þessi kynni okkar Guðjóns í sókn sem undanhaldi í fá en afar við- burðarík ár verða mér ætlð ógleym- anleg. Það sem hafði dýpst áhrif á mig var þó drenglyndi Guðjóns. Engum manni hef ég kynnst sem var drengur betri en hann. Hefði hann beitt brögðum og tál-' að tungum tveim myndi eflaust ýmislegt hafa farið á annan veg. í heiðarleik sínum og drengskap reis hann hæst sem manneskja. Við Þómnn vottum Guðlaugu, börnum þeirra og ættingjum dýpstu samúð okkar. Þröstur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.