Morgunblaðið - 08.01.1994, Page 46

Morgunblaðið - 08.01.1994, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 foRÚntR FOLX ■ GEIR Sveinsson lék sinn 74. landsleik sem fyrirliði í gærkvöldi. Þorbjörn Jensson var einnig fyrir- liði 74 sinnum, en sá leikmaður sem oftast hefur verið fyrirliði er Þorg- ils Óttar Mathiesen, sem lék 134 landsleiki sem fyrirliði. Geir nær öðru sætinu á fyrirliðalistanum á morgun^ með 75 leiki. ■ HVIT-Rússar voru aðeins með tíu leikmenn á leikskýrslu, en voru með fimm menn fyrir aftan vara- mannabekkinn — til að hlaupa í ^skarðið, ef á þyrfti að halda.- ■ HSÍ bauð leikmönnum lands- liðsins sem tók þátt í HM í Tékkó- slóvakíu 1964 á leikinn í gærkvöldi. ■ MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri, var heiðursgestur í gærkvöldi og heilsaði upp á leik- menn landsliðanna fyrir Jeikinn. ■ ÍSLENSKI þjóðsöngurinn var aðeins leikinn fyrir leikinn, þar sem Hvít-Rússar eiga enn ekki þjóð- söng. STAÐAN í 4. RIÐLI Fj. leikja U J T Mörk Stig HVÍT-RÚSSL 6 5 1 0 192: 136 11 KRÓATÍA 7 5 1 1 187: 142 11 iSLAND 6 3 1 2 149: 132 7 FINNLAND 5 0 1 4 115: 150 1 BÚLGARÍA 6 0 0 6 104: 187 0 ÚRSLIT UMFN - KR 99:88 íþróttahúsið í Njarðvík, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fdstudaginn 7. janúar 1994. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 7:7, 18:18, 30:28, 40:37, 54:43, 63:47, 75:57, 82:78, Æ5:81, 91:83, 94:88, 99:88. Stig UMFN: Rondey Robinson 28, Teitur Örlygsson 21, ísak Tómasson 16, Friðrik Ragnarsson 11, Jóhannes Kristbjömsson 11, Rúnar Ámason 7, Valur Ingimundarson 4, Eysteinn Skarphéðinsson 1. Stig KR: Mirko Nikolic 26, David Grisson 25, Falur Harðarson 15, Hermann Hauks- son 13, Guðni Guðnason 6, Ólafur Ormsson 3. Dómarar: Ámi Freyr Sigurlaugsson og Leifur Garðarsson sem dæmdu vel. Áhorfendun Um 350. NBA-deildin Charlotte — Portland........110:116 Milwaukee — New York..........86:92 Golden State — San Antonio...102:98 UM HELGINA Handknattleikur Sunnudagvr: EM landsliða: Höllin: Hvít-Rússl. — ísland......20.30 2. deild karla: Digranes: HK-Fjölnir..............14.00 Strandgata: ÍH - Fram................14 Seltj’nes: Grótta - Fylkir...........20 Mánudagvr: Höllin: Ármann - UBK.................20 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: Léttir-Þór................14 Egilsst.: Höttur - Reynir............14 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR-ÍS..................15.30 Seljaskóli: ÍR-UMFT..................14 Sunnudagur: Úrvalsdeild: 'Borgames: Skallagr. - ÍBK...........16 Strandgata: Haukar-UMFG..............16 Valsheimili: Vaiur - Snæfell.........20 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - Valur..............20 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennarahásk.: ÍS-ÍBK.................20 1. deild karla: Austurberg Leiknir - ÍR..............20 Knattspyrna íslandsmótið innanhúss fer fram í íþrótta- húsinu Austurbergi og í Laugardalshöll um helgina. Úrslitaleikurinn f meistaraflokki kvenna verður í Laugardalshöll kl. 12.08 á sunnudag, en úrslitaleikurinn í 1. deild karla á sama stað kl.15.38 á sunnudag. ' Sund Nýársmót fatlaðra bama fer fram í Sund- höll Reykjavíkur á morgun, sunnudaginn 9. janúar, og hefst kl. 14.30. Badminton Unglingameistaramót TBR verður haldið í TBR-húsunum um helgina. Keppni hefst kl. 13 í dag og verður framhaldið kl. 10 á morgun. Keppt verður í öllum greinum í fjómm flokkum unglinga. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Varnarleik- urinn brást - sagði Þorbergur Aðalsteinsson Valur B. Jónatansson skrifar Það er ljóst að möguleikarnir á að komast til Portúgals eru nánast úr sögunni með þessu tapi,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálf- ari íslenska landsliðs- ins, eftir leikinn. „Þetta tap gjörbreyt- ir þeirri áætlun sem við höfðum gert fram að HM 1995. Einu leikirnir sem við komum til með að fá í sumar eru leikir við þær þjóðir sem eru að und- irbúa sig fyrir úrslitakeppnina í Port- úgal. Við verðum að einbeita okkur að því að vinna heimavinnuna fram að HM.“ Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að gera okkar besta í þeim báðum. Því miður náðum við ekki að sýna okkar besta í þessum leik. Varn- arleikurinn var slakur og við réðum ekki við Hvít-Rússana. En strákarnir sýndu þó harðfylgi — voru komnir sex mörkum undir um miðjan síðari hálfleik og með smá heppni hefðum við getað unnið." - Hefði ekki verið betra að taka þessa tvo leikmenn úr umferð fyrr í leikn- um? „Það er alltaf spuming sem maður spyr sig. Reynslan sýnir það, að ætla að taka tvo úr umferð heilan leik, gengur yfírleitt ekki. Við reyndum að taka Jakimovitch úr umferð í fyrri hálfleik og það gekk frekar illa og í byijun seinni hálfleiks gekk það alls ekki.“ - Sóknarleikurinn hefur verið vanda- málið í undanfömum leikjum, en nú brást varnarleikurinn og markvarsl- an, hver er skýringin? „Hluti af skýringunni er að stærri hlutinn af lykilmönnum liðsins eru ekki í toppæfingu. Við vorum skref- inu á eftir í vamarleiknum." Geir Sveinsson Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, var ekki ánægður með vamar- leikinn. „Við spiluðum vamarleikinn illa og ég spilaði hann sjálfur og fannst ég engan veginn spila hann vel. Ég get tekið undir orð Þorbergs hvað sjálfan mig varðar að ég er ekki í nægilega góðri varnaræfíngu — hef ekki nægilega góða fótavinnslu og held að það eigi við um fleiri í lið- inu,“ sagði Geir. „Við lögðum meiri áherslu á sóknarleikinn í undirbún- ingnum fýrir þennan leik því við höfð- um meiri áhyggjur af honum en vam- SOKNAR- NÝTING HVÍTA-RÚSSLAND ÍSLAND Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 14 24 58 F.h 12 23 52 15 23 65 S.h 14 24 58 : 29 47 62 Alls 26 47 55 Evrópukeppni landsliða 1994 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Vfti 10 4 2 1 6 3 KORFUKNATTLEIKUR Sannfærandi hjá IMjarðvík Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á KR í Njarðvík í gær- kvöldi.o Falur Harðarson úr IBK, sem hefur verið við nám í Bandaríkjun- um en er nú í jól- afríi, lék með KR- ingum og gerði margt laglegt en það dugði skammt. Lokatölur urðu 99:88, en í hálfleik var staðan 54:43. Laszlo Nemeth þjálfari KR-inga var í leik- Bjöm Blöndal skrifar frá Njarövík banni og varð að fylgjast með liði sinu af árhorefndabekkjunum. Það var aðeins framan af fyrri hálfleik sem KR-ingar veittu heima- mönnum einhveija keppni. í hálfleik vora Njarðvíkingar komnir með 11 stiga forskot. Úndir lokin slökuðu Njarðvíkingar á og KR-ingum tókst að minnka muninn í 4 stig, 82:78, og aftur 85:81. En þá skrúfuðu Njarðvíkingar fyrir og tryggðu sér sannfærandi sigur. „Það er alltaf gaman að leika körfubolta, en það er erfítt að koma svona inn í lið sem þegar er orðið mótað. Þetta gekk ekki nógu vel hjá okkur og þar fannst mér vamarleik- urinn skipta sköpum," sagði Falur Harðarson. Bestu menn Njarðvíkinga voru Rondey Robinson, Teitur og ísak og einnig er vert að nefna Friðrik Ragn- arsson, Jóhannes og Rúnar. Bestir hjá KR vora Grissom og Nikolic. arleiknum. Kannski hefur vamarleik- urinn setið aðeins eftir og það er auðvelt að segja það eftir á.“ Um þá spurningu hvort ekki hefði átt að taka tvo úr umferð fyrr í leikn- um sagði Geir: „Ég held að við hefð- um aldrei klárað það í sextíu mínút- ur. Það er kannski um að kenna út- haldsleysi, en ég held að tímasetning- in hafi verið rétt og með smá heppni hefðum við getað jafnað leikinn." Lékáof þröngu svæði - sagði Guðjón Jónsson Vamarleikurinn var afspymulé- legur og markvarslan eftir því. Þá var sóknarleikurinn of ráðvilltur og of stuttur — leikmenn voru óþolin- móðir,“ sagði Guðjón Jónsson, fýrr- um landsliðsmaður úr Fram, sem var langt frá því að vera ánægður með leik íslenska liðsins. „Vinstra hornið var óvirkt í leikn- um, þar sem skytturnar vinstra meg- in leituðu of mikið til hægri — þann- ig að leikurinn fór fram á mjög þröngu svæði, eða upp hægri væng- inn. Leikmenn treystu greinilega of mikið á að Sigurður Sveinsson myndi stjóma sóknarleiknum. Sigurður hélt sókninni gangandi og Valdimar Grímsson naut þess að leika í horn- inu við hlið hans, þó svo að Valdi- mar hafí tvisvar tekið djarfar áhætt- ur, sem heppnuðust ekki. Leikur Hvít-Rússa var miklu yfirvegaðri heldur en Islendinga, enda vora leik- menn greinilega í miklu meiri jafn- vægi — voru afslappaðir þegar þeir léku knettinum og gerðu það sem íslendingar gerðu ekki; að hreyfa sig án þess að hafa knöttinn." LYFJAMAL Vilhjálmur Þór Sigurjónsson sem dæmdur var í bann vegna lyfjanotkunar: Hef ofl tekið ákvarðanir sem ég sé eftir en enga þó eins og þessa Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi yfírlýsing frá Vilhjálmi Þór Sigurjónssyni, lyftingamanni, sem dæmdur var í 18 mánaða keppnisbann vegna lyfjanotkunar, eins og fram kom í blaðinu í gær: „í kjölfarið á falli mínu í lyfja- prófí hinn 23. október síðastliðinn hef ég ákveðið að gefa þessa yfir- lýsingu, mína hlið á'málinu. Það lyf (clenbuterol) sem ég tók flutti ég sjálfur inn frá Finnlandi fyrir ári. Eg keypti 100 töflur af manni sem var að sniglast í kring- um mótið. Hann kom til mín og bauð þetta og ég þáði það i heimsku minni því þá hafði verið mikið fjallað um þetta lyf (mál Katrínar Krabbe) og ég hélt að þetta væri löglegt (tveir breskir lyftingamenn, Andrew Davies og Andrew Saxon, féllu á þessu lyfi á Ólympíuleikunum og voru sýkn- aðir). Nú er ég enginn lyfjafræðingur og hafði lítið pælt í þessum mál- um, þrátt fyrir uppfræðslu á yngri árum, þannig að ég hugsaði með mér: Ef aðrir nota þetta og þetta er löglegt, hvers vegna ætti ég þá ekki að nota það. Þannig stóð á því að ég hafði þetta lyf undir höndum. Mín mistök voru þau, að ganga ekki úr skugga um það hvort þetta væri bannað þegar ég tók þá ákvörðun að nota lyfið. Oft er líka mjög óljóst hvort eitt- hvað er bannað eða ekki og auð- velt að týnast í frumskógum lyfja- heita, lyfjaflokka (hafa menn séð bannlistabókina frá lyfjaeftirlit- inu? Ég sá hana fyrir stuttu, því- líkur fjöldi lyfja!) og umfjöllun fjölmiðla. Ég hef æft lyftingar í sex ár, síðustu tvö árin í Reykjavík, og náð kannski þokkalegum árangri (fer eftir viðmiðun). Ég hef keppt á Norðurlandamótum unglinga og í fyrra (1992), í Finnlandi, varð ég í öðru sæti, hársbreidd frá sigri. Fyrir síðasta mót þyngdi ég mig upp um flokk. I mínu dæmi gekk það nokkuð vel en bætingin lét á sér standa. Ég æfði eins og vitlaus maður en ekkert gerðist. Ég vissi af nokkrum mjög sterkum strákum frá hinum Norð- urlöndunum og þóttist sjá að ég væri að missa af lestinni. Og mánuði fyrir mótið tek ég þá óheillaákvörðun að reyna að bæta árangurinrt með lyfjum. Þessa ákvörðun tók ég án vitundar fé- laga minna og bið þá hér með afsökunar. Árangurinn af þeirri ákvörðun varð því sem næst enginn, ég bætti mig um 5 kg í samanlögðu frá móti sem var tveim mánuðum áður og ég hefði að öllum líkindum hvort eð er bætt mig um án lyija! Ég hef oft tekið ákvarðanir sem ég sé eftir en enga þó eins og þessa. Ég hef eyðilagt mjög mikið fyrir félögum mínum, lyftinga- íþróttinni, íþróttalífínu í landinu almennt og kannski hvað mest fyrir sjálfum mér. Ég bið þá sem velta fyrir sér að nota lyf til að bæta árangur sinn að falla ekki í freistni, því trúið mér, það er ekki þess virði. Áður en fóljc dæmir mig vil ég að það hugsi sig vel um, hvaða glæp þessi unglingsbjáni framdi: Drap hann mann? Keyrði hann fullur á mann og olli honum fjör- tjóni (það virðist nú vera minni glæpur miðað við umfjöllun fjöl- miðla)? Nei, hann tók - nokkrar töflur af lyfi sem mörg þúsund manns taka daglega. Glæpurinn er í því fólginn að hann tók þetta ekki vegna asma heldur vegna aulaháttar. Menn ættu fyrst að líta í eigin barm áður en þeir dæma. Ég gerði mistök, mér þykir það mjög leiðinlegt, ég biðst afsökun- ar og ég tek út mína refsingu. Ég hef hér að framan sagt heiðarlega frá hvernig þetta allt bar til og hef engu við að bæta. Þessi yfirlýsing eru lokaorð mín um þetta mál. Vilhjálmur Þór- Siguijónsson."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.