Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Mikið skemmt eða ónýtt HUSIÐ er mikið skemmt eða ónýtt eftir sprengingnna. Öflug sprenging í húsi á Akranesi Tveir piltar komu sprengjunni fyrir Akranesi. SPRENGJU var komið fyrir og hún sprengd í gömlu, yfirgefnu húsi á Akranesi á þrettándadagskvöldi. Miklar skemmdir urðu á húsinu og það jafnvel talið ónýtt. Tveir menn, tæplega tvítugir Akurnesingar, hafa játað á sig verknaðinn. Lögregla komst fljótlega á spor mannanna tveggja og við yfír- heyrslur í gær játuðu þeir að hafa komið sprengjunni fyrir í húsinu og sprengt hana. Að sögn lögreglu komust menn- irnir yfir dínamít og hvellhettur sem þeir tengdu með vírum og gátu þannig komið sprengingunni af stað úr fjarlægð. Áður en þeir sprengdu í húsinu höfðu þeir farið niður i fjöru og sprengt dína- míttúbu þar. Við yfirheyrslur sögðust þeir ekki hafa ætlað að skemma húsið, þeir hafi bara ætl- að að fá góðan hvell. Þá hafí ekki órað fyrir því hvað sprengjan yrði öflug. Fram kom að þrjú ung- menni fylgdust með sprenging- unni en áttu að öðru ieyti engan hlut að máli. Mennirnir hafa ekki komið við sögu lögreglu áður. Húsið, sem er í eigu einstakl- ings á Akranesi, er mjög mikið skemmt ef ekki ónýtt. Þetta er gamalt tvílyft timburhús sem áður stóð við Mánabraut en var flutt fyrir nokkrum árum og hefur stað- ið efst við Ægisbraut síðan. - J.G. Katrín Fjeldsted tekur ekki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna Yfirlýsing Katrínar kemur mjög á óvart • • - segir Markús Orn Antonsson borgarstjóri MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að yfirlýsing Katrín- ar Fjeldsted borgarfulltrúa í gær um að hún ætli ekki að gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgar- sljórnarkosningar hafi komið sér mjög á óvart og segist hann hafa kosið að þessi ákvörðun hennar hefði verið ljós fyrr svo aðrar konur ættu kost á að hugleiða að gefa kost á sér í prófkjör- inu en nú væri fresturinn til þess útrunninn. I yfirlýsingu sinni gagnrýnir Katrín prófkjör, og segir leikreglur þeirra þannig að hægt sé að segja fyrir um „rússneska kosningu" ákveðinna manna í ákveðin sæti. Hún segist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum með þær undirtektir sem tillögur hennar hafi fengið í borgar- stjómarflokknum. Katrín las upp yfirlýsingu sína á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll síðdegis í gær eftir að próf- kjörsfrestur var runninn út. Katrín sagðist í samtali við fréttamenn ekki vera að vísa með beinum hætti til borgarstjóraskiptanna árið 1991 með þessari ákvörðun sinni en sagðist hafa talið rangt á þeim tíma að leitað var að borgar- stjóraefni út fyrir raðir borgarfull- trúa flokksins. Katrín sagðist ekki útiloka að hún stefndi á framboð til Alþingis fyrir næstu kosningar en sagðist ekki hafa tekið afstöðu til þess. Sagðist hún vona að einhveijir ættu eftir að sjá eftir sér þegar hún hyrfi úr hópi borgarfulltrúa. „En það koma nýir menn og með þeim nýir straumar og hugmyndir og ég vona að flokkurinn beri gæfu til að hafa næga breidd á þeim lista. Eg er ekki viss um að prófkjör leiði slíka breidd fram,“ sagði hún. 24 frambjóðendur í prófkjörinu Markús Örn sagðist ekki taka til sín gagnrýni Katrínar um að ekki hefði verið tekið nægilegt til- lit til tillagna hennar í borgar- stjómarflokknum. „Hún hefur starfað þarna lengi og það kann að vera að hún hafi orðið fyrir einhverjum vonbrigðum, en það er svo, þegar fólk vinnur saman í stórum hópi eins og í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins, þá þarf að taka tillit til ólíkra atriða og það er ekki alltaf sátt um allar tillögur sem fram koma. Þannig hefur það verið með sumar af mínum tillögum en það er nokkuð sem menn þurfa að horfast í augu við í stjómmálum," sagði Markús. Alls skiluðu 24 einstaklingar framboði sínu vegna prófkjörs sjálfstæðismanna sem fram fer 30. og 31. janúar. Sjá yfirlýsingu Katrínar og framboðslista prófkjörsins á bls. 7. Gagnabanki Morgunbladsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingabanka þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birting- ar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lút- andi. Kjaradeilan í meiri hnút eftir tillögnr sjómanna KJARADEILA sjómanna og útvegsmanna er í enn meiri hnút en hún var áður en sjómenn lögðu fram tillögur sínar tíl stjórnvalda um með hvaða hætti megi koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum. Engir sáttafundir hafa verið boðaðir og ekki er reikn- að með þeim um helgina. Ríkissáttasemjari segir að að óbreyttu þjóni engum tílgangi að boða til fundar, en verkfall á fiskiskipaflot- anum á öllu landinu nema á Vestfjörðum hófst á miðnætti á nýjárs- dag. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, segir að tillögur sjómanna séu atlaga að kvótakerfinu eins og það sé úr garði gert og ekki sé ástæða til að funda með sjómönnum fyrr en þeir hafi gert það upp við sig hvort þeir séu að ræða við stjómvöld eða útvegsmenn. Guðjón A. Krisljánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Islands, segir að út- vegsmenn neiti að ræða við sjómenn um sérsamninga og boltinn sé hjá þeim. Morgunblaðið/Þorkell Vandinn ræddur ÓLAFUR Davíðsson ráðuneytísstjóri og Guðlaugur Þorvaldsson sattasemjari rðBÖa vandann a sknfstofu sáttasemjara í g’SBrmorgun. Smokkar seldir í leignbílum SALA á smokkum hefst innan tíðar í leigubifreiðum, en stjórn Bifreiðastjórafélagsins Frama varð nýlega við beiðni landlækn- isembættísins þar að lútandi. Að sögn Sigfúsar Bjarnasonar er þessa dagana verið að búa tíl límmiða sem nefnd um alnæmis- vamir hefur látíð hanna og bif- reiðastjórar geta límt í bifreið sína til að auglýsa þessa þjón- ustu. Sigfús sagði að undirbúningur þessa máls hefði staðið í um eitt ár og nýlega hefði fengist leyfí við- skiptaráðuneytisins til þess að bif- reiðastjórar gætu selt smokka í bif- reiðum sínum. Hann sagði að undir- tektir bifreiðastjóra við þessari hug- mynd væru nokkuð misjafnar, en ljóst væri að margir myndu bjóða smokkana til sölu þegar sala á þeim hæfíst, og þeim sem veittu þessa þjónustu myndi væntanlega fara fjölgandi þegar fram liðu stundir. Guðjón sagði að í framhaldi af viðræðu við forsætisráðherra og ósk ríkissáttasemjara um að sjómanna- samtökin gerðu skriflega grein fyrir tillögum sínum til að koma í veg fyrir að sjómenn væru látnir taka þátt í kvótaviðskiptum hefðu þau afhent tillögur sínar í gærmorgun. Það væri ekki hægt að segja gð þessar tillögur hefðu fengið mikinn hljómgrunn, en þær miðuðu að því að koma algerlega í veg fyrir brask með kvóta. Ef aðrir hefðu einhveijar tillögur sem kæmu að sama að gagni væru sjómannasamtökin til viðræðu um þær. Guðjón sagði að eftir samráð við ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis- ins í gær hefðu sjómannasamtökin fallist á að ræða ákveðna leið varð- andi þátttöku í kaupum á kvóta að því tilskildu að samhliða yrði rætt um sérmál. Útvegsmenn hefðu sam- þykkt að ræða um kvótamálið án þess að fallast á tillögur sjómanna- samtakanna í þeim efnum, en hafn- að að ræða um sérkjaramálin og þannig stæði málið. „Það skortir hreinlega vilja hjá útvegsmönnum til þess að leysa málið,“ sagði Guð- jón. Hann sagðist ekki kunna neina skýringu á þessari afstöðu útvegs- manna og hún væri algerlega á ábyrgð þeirra. Kristján Ragnarsson sagði að til- lögur sjómanna undirstrikuðu hve erfið deilan væri og illleysanleg. Kröfugerð sjómanna sýndi svo ekki væri um villst, eins og útvegsmenn hefðu sagt, að sjómenn ættu fyrst og fremst erindi við stjórnvöld með kröfugerð sinni. „Meðan þeir eiga viðtöl við ríkisstjórn um þessi efni þá höldum við náttúrlega okkur til baka og ekki tilefni til fundarhalda að mínu mati fyrr en þessi mál skýr- ast af hendi stjórnvalda," sagði Kristján. Atlaga gegn kvótakerfinu Hann sagði að tillögur sjómanna væru hrein og klár atlaga gegn kvótakerfinu. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins hefði hvergi fengið áheyrn á liðnum árum með þessar tillögur sínar, sem hér birtust í nafni allra sjómannasamtakanna, að vísu með fyrirvörum frá einstök- um mönnum. Tillögumar fælu í sér upptöku nýs sóknarmarkskerfís jafnframt því sem framsal veiðiheim- ilda væri hindrað, sem verið hefði meginþáttur í hagræðingu í kerfínu. Þetta væru tillögur sem útvegsmenn yrðu aldrei sáttir við. Hann undrað- ist hins vegar hvernig sjómannafor- ystan á Suðurnesjum gæti staðið að þessum tillögum því til útgerðar þar hefðu verið flutt 5-6 þúsund tonn í fyrra og það hefði ráðið úrslitum um útgerð Qölda skipa þar. Sjá tillögurnar á bls. 18. í dag Oddvitinn áminntur Fyrrverandi oddviti A-Eyjafjaiia- hrepps áminntur vegna bókhalds- óreiðu á skrifstofu hreppsins 18 Mynd Einars Fals fer viða Yoko Ono hefur valið mynd eftir Einar Fal Ingólfsson á póstkort frá aðdáendaklúbbi sínum 38 Tap gegn Hvít-Rússum íslenska landsliðið tapaði með 26 mörkum gegn 29 mörkum Hvít- Rússa í gærkvöldi 46—47 Leiöari Fjárhagsáætlun ar 24 Reykjavíkurborg- mesdrap íigmeðglæsi- mennskunni” mmm ' ?Hor0tmbIflfrifr legii djöfullega reiði íaugunum i. Lesbók ► Kapphlaupið um embættí Is- landsráðherra 1901—03 - Hafnar- Ijörður, Hilleröd og Holsterbro - Litið inn á Staðarstað - Skáldið át sér aldurtrega. Menning/Listir ► Seiður skugganna í Þjóðleik- húsi - Copley og Stapleton stjóma óperum - Vanska tekur áhættu - Myndir Ingibjargar Jóhannsdótt- ur og Magnúsar Kjartanssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.