Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 17 Kort það yfir þjóðgarðinn á Þingvöllum og áhrifasvæði hans sem gert var í tengslum við skipulag Þingvalla árið 1988. um 75-80 milljarða króna upphæð á verðlagi ársins,“ er í greinargerð- inni haft eftir Pétri M. Jónassyni prófessor en hann er einn höfunda þessa kafla greinargerðarinnar. Óskipulögð sumarbústaðabyggð Á hinu afmarkaða vatnasviði Þingvallavatns eru nú um 590 sum- arbústaðir og hefur fjöldi þeirra tvö- faldast á stuttum tíma auk þess sem um 200 lóðir hafa verið skipulagðar undir sumarbústaði. í samtali Morg- unblaðsins við Auði Sveinsdóttur kom fram að þrátt fyrir að allt land- ið hefði verið gert skipulagsskylt með lögum árið 1979 hafi uppbygg- ing sumarbústaðabyggðar á Þing- vallasvæðinu eins og víða annars staðar verið án tillits til fyrirmæla laganna. Þannig finnist engar sam- þykktir hjá Skipulagsstjórn ríkisins fyrir byggingu sumarbústaða í Þing- vallahreppi allt frá gildistöku lag- anna og sama eigi við um fjölmörg önnur sveitarfélög víða um landið. Fornar reiðleiðir spillist ekki í greinargerð samvinnunefndar um gerð svæðisskipulagsins í Þing- vallahreppi, Grímsnes- og Grafn- ingshreppum segir að sumarbú- staðabyggð skapi mengunarhættu og því megi bústöðum ekki fjölga. Sterkar vísbendingar séu um að búseta í Þingvallasveit hafi þegar haft áhrif á vatnið, sethraði í vatn- inu hafi tvöfaldast frá 1500-1721 og til 1918-1983. Við skipulag vatnasviðsins sé nauðsynlegt að beita ströngustu friðunaraðgerðum til að tryggja að lífríki vatnsins fái í framtíðinni að þróast í samræmi við náttúru og jarðfræði svæðisins en raskist ekki vegna ágangs manna. Loks skal þess getið að í greinar- gerðinni segir að ráðlegast sé að forðast mengun af ferðamanna- straumi með því að hafa ailan hótel- rekstur utan vatnasviðsins. í hug- myndum er vísað til þess að hótel- rekstur sé þegar fyrir hendi í Haukadal, á Laugarvatni, á Sel- fossi, í Hveragerði og í Reykjavík. Einnig kemur m.a. fram að setja þurfi reglur um umferð hestamanna sem m.a. taki mið af að fornar reið- leiðir um svæðið spillist ekki. Ulfarsfell Grafarholt ^ fíeynisvatn Reynisvatnsheiði Rauðavatn Hafravatn Langavatn 0- Q«thál3 3 101 -I Dorgveiði í Reynisvatni VEIÐILEYFI til dorgveiði á ís í Reynisvatni í Reykjavík verða seld frá og með deginum í dag, laugar- deginum 8. janúar. Veiðileyfi verða seld á staðnum á 2.000 krón- ur með 5 fiska veiðikvóta. Veiðitími er frá sólarupprás til sólseturs og verður opið alla daga þegar veður leyfir nema mánudaga, sem eru hvíldardagar. Nái veiðimenn ekki að fylla kvótann fá þeir inneign- arnótu sem gildir næst þegar veitt er. Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna sem skila ber á árinu 1994 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1993 verið ákveðinn sem hér segir: 1. Tíl og meá 21. janúar 1994: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Tll og með 20. febrúar 1994: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Tll og með síðasta skiladegi skattframtala 1994: 1. Greiðslumiðaryfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindurrí, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1993 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR AUGLYSING UM STYRKI ARIÐ 1994 Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki úr Rannsóknasjóði til rannsókna- og þróunar- starfsemi. Þrenns konar styrkir verða veittir árið 1994: ★ Rannsókna- og þróunarverkefni. ★ „Tæknimenn í fyrirtæki". ★ Forverkefni. Umsókrtareyðublöð fyrir allar tegundir styrkja fást hjá skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins, Laugavegi 13, sími 621320. Raitnsókna- og þróunaverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni, vöru eða aðferðum. Að uppfylltum kröfum um gæði verkefnanna og hæfni umsækjenda skulu að jafnaði njóta forgangs verkefni, sem svo háttar um að; ★ niðurstöður gætu leitt til umtalsverðs efnahagslegs ávinnings; ★ vísinda- og tæknileg þekkingaröflun gæti stuðlað að nýsköpun og aukinni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs; ★ fyrirtæki hafa frumkvæði um og leggja fram umtalsvert framlag til verkefn- is; ★ samvinna innlendra og/eða erlendra fyrirtækja og/eða stofnana er mikil- vægur þáttur í að leysa verkefnið og hagnýta niðurstöður. Jæknimenn í fyrirtæki •ii Um er að ræða nýjan flokk styrkja, sem Rannsóknaráð hefur samþykkt að taka upp. Um styrk geta einungis sótt fyrirtæki. Veittir verða 5 styrkir á árinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Styrktarupphæð nemur hálfum launum sér- fræðings með meistaragráðu. Miðað er við launaflokk BHMR 150 og 40 tíma fasta yfirvinnu á mánuði ásamt launagjöldum. Tæknimaðurinn skal ráðinn í fullt starf hjá viðkomandi fyrirtæki, sem greiði helming launanna. Forgangs skulu njóta umsóknir sem svo háttar um að; ★ umsækjandi er fyrirtæki sem er að hefja nýsköpun og ekki hefur vísinda- eða tæknimenntað starfsfólk í þjónustu sinni; ★ stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri sam- keppnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; ★ verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. Forverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til forverkefna. Hlutverk forverkefna er að kanna nýjar hugmyndir og skilgreina tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í umfangsmikil r og þ verkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Styrkir þessir eru einnig ætlaðir til minni rannsókna- og þróunarverkefna. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstakl- ingar. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverkefni geti numið allt að 1.000.000 krónum. Umsóknarfrestur er opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.