Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 15 I > > I I banka íslands. Lauk fundinum síðan með þeim orðum, að haft yrði sam- band við tilboðsgjafann. Bréf sjávarútvegsráðu- neytisins 29. desember 1993 Með símbréfi sem barst Almennu lögfræðistofunni hf. kl. 23.37 að kvöldi 29. desember 1993, var til- kynnt að sjávarútvegsráðherra hefði selt Benedikt Sveinssyni hrl. og Jón- asi A. Aðalsteinssyni hrl. SR-mjöl hf. fyrr þann sama dag, en síðan sagði orðrétt í bréfinu: „Ráðuneytið þakkar þann áhuga sem þér og umbjóðendur yðar sýndu á útboði. hlutafjár í fyrirtækinu." Það er í sjálfu sér ávallt gott að fá þakkir frá yfirvöldum. Hins vegar eru þær afar léttvægar, ef samtímis er farið með ósannindi um viðkom- andi aðila eins og sjávarútvegsráð- herra, Þorsteinn Pálsson, hefur kos- ið að gera til réttlætingar afhend- ingu á SR-mjöli hf. til Benedikts Sveinssonar hrl. og Jónasar A. Aðal- steinssonar hrl. Hið rétta í máli þessu er, að ekki fór fram af hálfu VÍB, sölunefndar- innar eða einkavæðingarnefndar- innar nokkur athugun á fjárhags- legum styrk þeirra sjö aðila, sem upplýst hafði verið um að stæðu að baki tilboði Haraldar. Við þá var aldrei rætt. Látið var við það sitja að spyrjast fyrir um þátt Búnaðar- banka Islands í kaupunum og þá sérstaklega, hvort bankinn myndi standa að greiðslunni á kaupverði hlutabréfanna. Hvers vegna spyrja þurfti bankann þessa hefur enn ekki verið skýrt, enda vandskýrt þar sem Haraldur hafði aldrei haldið því fram, að Búnaðarbanki íslands myndi lána 801 milljón króna. Ósannindi sjávarútvegsráðherra í þessu máli varða ekki aðeins Harald Haraldsson og þá, sem stóðu að til- boðinu með honum, heldur hefur hann haldið því fram allt frá 29. desember, að hlutabréf ríkissjóðs í SR-mjöli hf. hafi verið seld tuttugu og einu útgerðarfyrirtæki og fjórum fjármálafyrirtækjum á grundvelli tilboðs, er borist hafi fyrir lok upp- gefíns tilboðsfrests. Þetta er rangt. Þeir aðilar, sem Jónas A. Aðalsteins- son hrl. greindi í bréfi til VÍB, 13. desember 1993, sem hugsanlega til- boðsgjafa, gerðu aldrei neitt form- legt tilboð fyrir lok auglýsts tilboðs- frests, eða veittu Benedikt og Jón- asi lögformleg umboð til að gera tilboð í þeirra nafni. Þvert á móti höfðu þessir aðilar ákveðið_ á fundi að gera ekki tilboð. Til VÍB barst hins vegar bréf frá Benedikt og Jónasi, þar sem þeir óskuðu eftir samningaviðræðum um kaupin á hlutabréfunum á verði, er væri eigi lægra en nafnverð þeirra. Staðfest- ing þessa fékkst strax 30. desember 1993, þegar Þróunarfélag íslands hf. upplýsti, að það væri ekki meðál kaupenda, en það var eitt þeirra fjögurra fjármálafyrirtækja, sem lögfræðingamir Benedikt og Jónas létu í veðri vaka að þeir væru að vinna fyrir og sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, taldi sig hafa samið við, að sögn samkvæmt ráð- leggingum VÍB. Vanhæfi VÍB Samkvæmt greinargerð, sem sjávarútvegsráðherra sendi frá sér 4. janúar, taldi sölunefndin, að Landsbréf hf. gæti ekki annast verð- mat og umsjón með sölu hlutabréfa ríkissjóðs í SR-mjöli hf. út frá van- hæfíssjónarmiðum, þar sem það væri dótturfyrirtæki Landsbanka Íslands, sem er viðskiptabanki SR- mjöls hf. Af þessu tilefni vaknar auðvitað sú spuming, hvort ekki hafí komið til álita hjá sölunefndinni að telja VÍB ófært um, út frá van- hæfíssjónarmiðum, að annast þetta sama verkefni eftir að í ljós kom hinn 13. desember 1993, að stærsti hluti eigenda íslandsbanka hf. og Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir innskattssvik FRAMKVÆMDASTJÓRI fiskvinnslufyrirtækis á Suðurnesjum hefur í héraðsdómi verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og 500 þús kr. sekt fyrir að hafa í september í haust útfyllt bráðabirgða virðisaukaskattskýrslu um tæplega 26 millj- óna króna hráefniskaup sem ekki höfðu átt sér stað og afhenda þá skýrslu í því skyni að fá innskatt fyrir 6,3 milljónir króna greiddan frá ríkissjóði. gerð og kom ekki til þess að fyrir- tækið fengi innskattinn greiddan. Fyrir dómi bar maðurinn fyrir sig ókunnugleika í viðskiptum og van- kunnáttu á lögum um virðisauka- skatt, en dómurinn féllst ekki á þær skýringar. Dóminn kvað upp Sigurður Hall- ur Stefánsson dómari við Héraðs- dóm Reykjaness. Um var að ræða fyrirhuguð kaup fyrirtækis þess sem maðurinn stýrir á þorski úr rússnesku skipi í gegnum miðlunarfyrirtæki í Reykjavík. Af kaupunum varð ekki. Maðurinn framvísaði hins vegar virðisaukaskattskýrslunni en við athugun hjá embætti skatt- stjórans í Reykjanesumdæmi kom í ljós að kaupin höfðu ekki verið Selt án álagningar til að laða að viðskiptavini TRYGGVI Magnússon sölustjóri Niðursuðuverksmiðjunnar Ora segir að sala á vörum fyrirtækisins í Bónus á verði sem er lægra en heildsöluverð byggðist á því að verslunin væri að laða til sín kaupendur með því að selja vöruna án álagningar og jafnvel greiða eitthvað með henni. Sagði h'ann greinilegt að íslenskar vörur væru gott agn í þessu sambandi. lögfræðilegur ráðgjafí bankans lýstu áhuga sínum á að kaupa hluta- bréfín. Væntanlega er sölunefndinni kunnugt um, að VIB er dótturfyrir- tæki Islandsbanka hf., en í sjö manna bankaráði hans sitja m.a. Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. og bróðir Benedikts Sveinssonar stjóm- arformanns Sjóvár-Almennra trygginga hf., Magnús Geirsson stjórnarmaður í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans hf., Guðmundur H. Garðarsson starfsmaður Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, eins af aðal- eigendum Þróunarfélags íslands hf. Auk þess má benda á að stjórnarfor- maður Draupnissjóðsins hf. er Ragnar Önundarson framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka hf. og með honum þar í stjórn er Kristinn Bjömsson stjórnarmaður í Sjóvá- Almennum tryggingum hf. og for- stjóri Skeljungs hf., en það félag var ásamt öðmm olíufélögum hér á landi sagt hafa lýst yfír stuðningi sínum gagnvart kaupendahópnum, er Jónas og Benedikt fóm fyrir. Hafí VÍB, í ljósi þessara eigna- tengsla, ekki verið vanhæft til að leggja hlutlaust mat á þau tilboð, sem félagið hefur lýst yfír að hafí borist í hlutabréf ríkissjóðs í SR- mjöli hf., þá er vanhæfí ekki til. Lokaorð Af máli þessu er vond lykt, verri heldur en öllum loðnuverksmiðjum landsins samanlagt. Málsmeðferðin frá 17. nóvember til 28. desember 1993 ber vott um dapra stjórnsýslu, vanþróaðan verðbréfamarkað og er í raun aðeins staðfesting þess, að á íslandi gilda sömu lögmál og í Dýrabæ Georges Orwells: „Öll dýr em jöfn. En sum dýr eru jafnari en önnur.“ Sigurður er hæstaréttarlögmaður. Símon er löggiltur endurskoðandi. í Morgunblaðinu á fimmtudag- inn var haft eftir Einari Strand kaupmanni í Skjólakjöri að heild- söluverð á Ora baunum væri 62 krónur dósin og á það legðist virð- isaukaskattur og álagning kaup- manns. Hins vegar gæti hann keypt sömu vöm í Bónus á 54 krónur. Tryggvi Magnússon sagði það rangt að heildsöluverðið væri 62 krónur. Það væri i dag 55 krón- ur og með 14% virðisaukaskatti væri það hins vegar 62,30 kr. Hann sagði öllum kaupmönnum standa til boða 5% staðgreiðsuaf- sláttur hjá fyrirtækinu og þeir sem keyptu í miklu magni stæði til boða eitthvað meiri afsláttur. Þvi færi þó fjarri að hann gæti skipt einhverjum tugum prósenta eins og margir héldu. Sumir halda... ... að íslenskar landbúnaðarvörur séu meðal þeirra allra hreinustu í heimi. » % » Rétt er... ... að þeir hafa á réttu að standa. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.