Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANLIAR 1994 32 Minning Vilborg Krisljáns dóttir, Ölkeldu Fædd 13. maí 1893 Dáin 26. desember 1993 Þegar Vilborg var búin að lifa 100 ár og 226 dögum betur, kemur mér í hug þvílíkt undur það er að ná svo háum aldri og hafa lifað allar þær stórkostlegu breytingar sem átt hafa sér stað í þjóðlífi Islendinga á því tímabili sem ævi hennar nær yfir. Vilborg var þátttakandi í öllum þess- um breytingum frá því að vera upp- '■** alin við störf og viðhorf til lífsins, sem gilt höfðu um aldaraðir og til þess að vera virk í öllum breytingum 20. aldarinnar, og að lokum áhorfandi eftir að þrek tók að dvína og hún gaf heimilisstjóm í hendur afkomenda sinna. Minningamar hrannast upp og verða svo margslungnar að ég tel mig ekki þess umkominn að gera þeim skil sem vert væri. Ég hef lítils háttar greint frá starfi Vilborgar, sem húsfreyju Gísla Þórð- arsonar, bónda á Ölkeldu í bóka- flokknum: Bóndi er bústólpi, III bindi 1982. Vilborg var fædd að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu >P»13. maí 1893, þriðja bam Kristjáns Guðmundssonar, með seinni konu sinni Elínu Amadóttur, eldri vom Sigurður, f. 5. október 1888 og Þórð- ur, f. 17. október 1889. Fyrir voru flögur böm Kristjáns með fyrri konu hans, Sigríði Jónsdóttur. Þegar Vilborg var á 1. ári missti hún fóður sinn. Móðir hennar giftist aftur, Erlendi Eriendssyni, og eign- uðust þau þrjú böm. Þannig átti hún níu systkini, þar af sjö hálfsystkini, fjögur eldri samfeðra og þtjú yngri sammæðra. Vilborg ólst upp, ásamt albræðmm sínum, hjá móður sinni og stjúpa, en ekki vora allar raunir búnar, því þeg- ar hún var níu ára missti hún móður sína, 14. júlí 1902, og hálfum mán- uði seinna dó amma hennar, Anna, móðir Elínar. Yngsta bam Elínar og Erlends, Ingibjörg, var þá rúmlega ársgömul. Kom það í hlut Vilborgar að annast um systur sína, þar sem miklar annir vom á heimilinu á þessum árstíma. Sagði Vilborg mér að þessi tími væri sér einna sárastur í minningunni um sína ævi. Með Elínu Ámadóttur á Hjarðar- felli var tvíburasystir hennar, Guðrún. Þegar Elín dó tók hún við búsforráð- ^um með Erlendi og annaðist um upp- eldi bamanna næstu árin, eða þar til Erlendur varð úti í janúar 1906 í af- Fæddur 21. október 1912 Dáinn 2. janúar 1994 Hann var afbragðsdrengur sem kunni að gleðjast af litlu, einhver ""•Oiávaðalausasti maður sem ég hef kynnst, en fyrst og síðast var hann snjall tónlistarmaður og tónskáld. Alfreð Washington Þórðarson er fall- inn frá liðlega áttræður að aldri. Hann bjó lengst af í Vestmannaeyj- um ásamt konu sinni Jónínu Jó- hannsdóttur og fimm bömum þeirra, allt mesta dugnaðar- og myndarfólk, traust og hógvært eins og það á kyn til. Eftir gos flutti Vosi eins og hann var kallaður í daglegu tali, upp á fastalandið og bjó um árabil á Stokkseyri hjá þeim sæmdarhjónum - -Elísabetu Hallgrímsdóttur og Sig- urði, Friðrikssyni. Síðustu æviárin dvaldi Vosi á Grund í Reykjavík og naut þar hlýrrar umönnunar. Um áratuga skeið var Alfreð Washington ein af driffjöðrunum í tónlistarlífi hinna tónelskandi Eyja- manna og þar vann hann með mörg- um góðum listamönnum, Oddgeiri ■«—jKristjánssyni, Ása í Bæ, Lofti Guð- takaveðri á leið til Stykkishólms. Þama varð því eitt áfallið enn á Hjarð- arfelli þar sem Guðrún stóð uppi með sex böm systur sinnar á bams- og unglingsaldri. Þá gerðist það að Guðbjartur, hálf- bróðir Vilborgar, kom heim að Hjarð- arfelli vorið 1906, með konu sína, Guðbröndu Þorbjörgu Guðbrandsdótt- ur og nýfæddan son og tók jörðina á leigu og hóf búskap og bjó þar til dauðadags 9. september 1950. Hálf- systkini hans, Sigurður, Þórður og Vilborg, og böm Elínar stjúpmóður hans, Kristján, Halldór og Ingibjörg, vom áfram á Hjarðarfelli og ólust þar upp til fullorðinsára, að því undante- knu að Kristján Erlendsson var hjá Theódóm, systur Guðbjarts, um nokk- urt skeið. Sigurður, Þórður og Vilborg áttu öll heima á Hjarðarfelli þar til þau giftust og fóm að búa sjálfstæðum búskap. Hjá þeim Hjarðarfellshjónum vand- ist Vilborg öllum störfum, utan húss og innan og sérstaklega hafði hún góða reynslu af störfum húsmóður- innar, en hún var talin mjög til fyrir- myndar hvað varðaði þrifnað og góða matargerð og allt annað heimilishald. Árið 1915, 27. mars, giftist Vilborg Gísla Þórðarsyni, bónda og skipstjóra á Ölkeldu í Staðarsveit, og fluttist að Ölkeldu vorið 1915, og bjó þar alla tíð að frátöldum fimm síðustu æviámnum sem hún dvaldi á Sjúkra- húsi Stykkishólms, en átti lögheimili að Ölkeldu til dauðadags. Ég sem þessar minningar rita, bróðursonur Vilborgar, fylgdi frænku minni að Ölkeldu, þá sex ára að aldri, var fóstursonur þeirra hjóna og dvaldi á heimili þeirra þar til ég fór sjálfur að búa. Mestu athafna- og hamingjuár Vil- borgar vom á meðan hún bjó með manni sínum, en hann lést árið 1962. Þau hjón eignuðst sjö böm, sem öll komust til fullorðinsára. Þau em, í aldursröð: Þórður, f. 15. september 1916, Elín Guðrún, f. 22. ágúst 1917, Alexander, f. 1. nóvember 1918, d. 11. janúar 1991, Kristján Hjörtur, f. 23. nóvember 1923, Ólöf Fríða, f. 30. nóvember 1927, Guðbjartur, f. 1. ágúst 1931, d. 5. júní 1984, og Lilja, f. 6. nóvember 1934. Afkomendur þeirra Ölkelduhjóna era nú orðnir allt að 90. Eins og að framan greinir em minningamar svo margar, en allar á einn veg, að ást þeirra og umhyggja fyrir mér var alveg frábær, eins og um bestu foreldra væri að ræða. Einn- mundssyni, Sigga á Háeyri og mörg- um fleiri. Alla tíð samdi Vosi lög, bæði sönglög og píanóverk. Fyrir nokkmm árum hlutaðist þannig til fyrir áeggjan Hafsteins Stefánssonar verkalýðsleiðtoga að ég gerði útvarpsþátt um Alfreð,en þar lék hann 11 af lögum sínum og Kristinn Sigmundsson söng nokkur þeirra við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Flest þessara laga eru hvergi til nema á þessu tónbandi Ríkisútvarpsins, en lögin hans Vosa vom þess eðlis að margir vildu hafa samið þau, slík er fegurð þeirra og sérstaða. Vosi var alla tíð rómantí- ker sem sótti tóna sína í náttúru- stemmninguna og fékk svar frá henni. Hann var snjall píanóleikari og harmonikkuleikari á fyrri hluta aldarinnar, svo snjall að hann var í fremstu röð í Vestur-Evrópu. En Vosi var alltaf eins konar huldumað- ur í tónlistinni. Þekktasta lag hans er Heimaslóð við texta Ása í Bæ: Meðan öldur á Eiðinu brotna og undir fugl í klettaskor. Mun ég leita i Eyjamar eins og fyrr í æsku minnar spor. ig reyndust þau dætmm mínum sér- staklega vel, þegar þær vom í skóla á Ölkeldu, svo að þær minnast þess æ síðan með hlýjum hug. Lengi var farskóli Staðarsveitar til húsa hjá þeim Ölkelduhjónum og margir nem- endur hafa tjáð mér þakklæti til þeirra hjóna fyrir umhyggju og velvild í þeirra garð. Vilborg bar mikla tryggð til Hjarð- arfellsheimilisins, enda lifði hún þar góð þroskaár, með húsbændum og systkinum sínum, eftir að sámm raunum æskuáranna lauk. Hún var tápmikil og iífsglöð dugnaðarkona, sem kom að góðum notum í búskap hennar, því oft reyndi á þrek og út- sjónarsemi, þegar bóndi hennar var löngum fjarverandi við sjómennsku. Heimilislíf og samstarf þeirra hjóna var með eindæmum gott. Þau nutu trausts og virðingar nágranna, svei- tunga sinna og fjölmargra vina og kunningja víðs vegar. Því hef ég leit- ast við að lýsa í áður tilvitnaðri frá- sögn af Gísla á Ölkeldu, í bókaflokkn- um „Bóndi er bústólpi“. Vilborg var mjög söngvin og með afbrigðum minnug. Þó að þrek væri þorrið hin síðustu ár, virtist hún glöð og sátt við sína mörgu ævidaga og gat sungið lögin, sem hún hafði lært fyrr á ævinni. Ég gæti trúað að þrátt fyrir ytri hrömun hafi hún innst í hjarta sínu lifað liðna tíð frá æsku og æviskeiði, sem aldrei, aldrei gleym- ist._ Útför Vilborgar fer fram í dag frá Staðastaðarkirkju, þar sem hún verð- ur kvödd af bömum sínum, ættingjum og vinum og lögð til hinstu hvíldar í Staðastaðarkirkjugarði við hlið eigin- manns síns, sem lést 20. september 1962. Ég vil gera að lokakveðju Vilborg- ar til íjölskyldu sinnar orð sálma- skáldsins Hallgríms Péturssonar: Kveð ég í Guði góðan lýð, gleðilegar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp, og kærleiksverk. Ástkæra þá ég eftir skil, afhenda sjálfum Guði vil, andvarpið sér hann sárt og heitt, segja þarf honum ekki neitt. Láttu mig Drottinn lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, ljósið í þínu ljósi sjá, lofa þig strax, er vakna má. Ég sendi öllum afkomendum, ætt- ingjum og vinum Vilborgar hugheilar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þeim minninguna um mæta konu. Kristján Guðbjartsson. Það má ekki minna vera en ég minnist hennar Vilborgar Kristjáns- dóttur á Ölkeldu, Staðarsveit, nokkr- um orðum. Þakklátur fyrir að hafa kynnst henni og vináttan verið heið og litrík frá fyrstu tíð. Það em að verða 52 ár síðan fundum okkar bar Þar sem lundinn er ljúfastur fugla, þar sem lifði Siggi Bonn, og Binni hann sótti í sjávardjúp sextíu þúsund tonn. Meðan lífsþorstinn leitar á hjörtun og lflftrar augans glóð. Þó á Höfðanum þjóti ein þrettán stig ég þrái heimaslóð. Lagið Heimaslóð taldi Ási í Bæ fegursta lag sem hann hefði heyrt og um eitt lag Vosa, Fjóluna, hafði Oddgeir þau orð að hann vildi hafa samið það lag. Hafi Alfreð Washington Þórðar- son heila þökk fyrir innlegg sitt í lífsmelódíuna, því lögin hans Vosa em geymdur fjársjóður inn í framtíð- ina, engin fjalllendi, en fagrar perlur sem skín af tærri birtu. Megi góður Guð fylgja vini vorum að flyglum eilífðarinnar því þeir þurfa á því að halda, megi eftirlifandi vinir og vandamenn varðveita minningu sem skiptir máli. Ami Johnsen. Langafi minn er látinn eftir bar- áttu við mikil veikindi. Langafi var tónlistarmaður og unni tónlist. Einnig samdi hann mörg falleg píanóverk. Síðustu árin dvaldist langafi á Elliheimilinu Grund. Fljótlega eftir komu hans þangað spilaði hann á píanó undir saman og sérstakt atvik leiddi til þess að ég var á heimili hennar marga daga með nokkm millibili. Þá hófust okkar kynni og hversu hún og fjöl- skyldan á Ölkeldu tók við mér, alger- lega ókunnugum manni, er mér svo mikil þakkarskuld að gjalda að það verður ekki á betra kosið. Fyrsta handtakið og hlýjan í viðmóti var ein- stök. Vilborg var merk kona. Hún hafði ásamt bónda sínum Gísla Þórðarsyni komið sér upp eftirtektarverðu heim- ili þeirra tíma sem var alltaf opið fyrir þeim sem að garði bar og öll var fjölskyldan samtaka í að gera gestum sem best til hæfis. Hún var líka glæsileg kona, há og grönn og fasið svo aðlaðandi. Svipurinn glað- legur. Brosað mót erfíðleikum og unninn sigur. Hún hafði næman skiln- ing á allri kímni og kom það mér vel, því frá því ég man fyrst eftir mér, hafði gleði og græskulaust gam- an fylgt mér. Fékk þá góðu gjöf í vöggu. Þá hafði Vilborg góða söng- rödd og sparaði hana ekki við eldhús- störfin og daglega iðju. Kunni alveg ógrynni af lögum og ljóðum og ég veitti því athygli hvemig ættjarðar- ljóðin áttu þar góðan vin og komið gat fyrir að ég fengi tækifæri til að taka undir og ekki spillti það. En sem sagt. Hún var mér strax vinur í raun og það hélst. Væri hægt að segja meira um það, en það var ekki tilgangur þessara orða. Það leið stundum nokkuð á milli þess að við hittumst, en svo átti hún dvöl á sjúkrahúsinu hér og þangað liggja sporin oft til vina og kunningja. Og þá var minnst liðinna stunda og lagið tekið. Og hugsa sér hvað hún hélt röddinni alla tíð. Jafnvel fáum dögum áður en hún kvaddi var enginn vandi að syngja Ég vil elska mitt land og Nú blika við sólarlag, svo á nokkuð sé minnst og enginn vandi að tvítaka sum lögin. Heiðurskonan er nú kvödd. Hún vann sveitinni sinni af hug og hjarta þótt það væri ekki borið á torg, enda fjarri henni. Og heimilið hennar sýndi það að þar var vakað yfír og em morgunleikfimi fyrir aðra dvalar- gesti og má segja að það hafi gefið honum jafn mikið og þeim er nutu tónlistarinnar. Því er það mér mjög minnisstætt er ég hugsa um þennan merka mann, þegar hann fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum og varð mikill sjúkl- ingur. Þá lamaðist önnur hönd hans og hann varð bundinn hjólastól. Þá kynntist ég þeim mikla lífsvilja sem mér fannst einkenna langafa alla tíð Alfreð Washington Þórðarson - Minning bömin þar til vitnis sem hún gaf sér góðan tíma til að benda á leið til far- sældar. Gleðin og söngurinn fylgdi henni fram til hins síðasta. Það vora góðir fömnautar. Ég varð ríkari við að kynnast henni. Þökk fyrir samfylgdina, góða kona, og góður guð blessi þig. Árni Helgason. Elsku amma. Nú ertu komin til afa, Badda og Alla. Efst í huga okkar systkinanna á Ölkeldu II er þakklæti fyrir að hafa notið svo náinna samvista við þig á uppvaxtaráram okkar fram á fullorð- insár. Okkur finnst að í raun hafi það verið forréttindi því alltof fá böm nú til dags njóta þess háttar samvista við ömmu og afa sem við nutum í okkar æsku. Svo margs er að minnast. Þú kenndir okkur að lesa. Við kom- um til þín í gamla húsið, eitt af öðm í gegnum tíðina, stundvíslega kl. 11 og settumst á bekkinn við eldhúsborð- ið með Gagn og gaman. Þú sast við hliðina og pijónaðir, bentir með pijóni á stafina og lést okkur kveða að. Af og til stóðstu upp og hugaðir að soðn- ingunni á eldavélinni. Við minnumst líka sögustundanna. Þú varst óþijótandi sagnabmnnur og frásagnarmátinn þannig að við heili- uðumst og hlustuðum af eftirtekt og lifðum okkur inní þann heim sem þú sagði frá, hvort sem um var að ræða sögur og ævintýri eða frásagnir úr gamla tímanum þegar þú varst að alast upp. Slíka lifandi framsögn sjá og heyra alltof mörg böm nú á tímum aðeins í sjónvarpi. Þá em ótaldar allar vísumar og þulumar sem þú fórst með og kennd- ir okkur. Þú varst söngelsk, hvattir okkur til söngs og þær vora margar stundimar við leik og störf sem við sungum með þér. Þar sem þú varst vom pijónamir nærri og oftast í höndunum á þér, enda yljuðu vel sokkaplöggin og vettl- ingamir sem þú pijónaðir og gafst okkur. Uppí litla munna stakkstu oft kandísmola eða súkkulaðibita og við bættist kaffísopi þegar við stækkuð- um og þá kúmenkaffíð ógleymanlega til hátíðabrigða. Minnisstæð em einnig öll heilræðin frá þér sem vom og þinn hlutur í uppeldi okkar. Við máttum ekki óhlýðnast, skrökva eða hreykja okkur of hátt og við áttum að vera starfsg- löð og vinnusöm. Þú lagði líka áherslu á frændrækni, að trúa á guð og biðja bænimar sínar. Elsku amma, þessar minningar og svo ótalmargar aðrar geymum við vel í huga okkar og hjarta og deildum þeim með bömum okkar og öðm sam- ferðafólki. Blessuð sé minning þín. Hafðu þökk fyrir allt og hvíldu í friði. Gísli, Ingibjörg, Stefán, Svavar, Haukur, Signý og Kristján. og hann trúði því statt og stöðugt að hann fengi máttinn í höndina aftur og gæti haldið áfram að spila á píanó eins og hann hafði áður gert, en það varð aldrei. Langafi var mér alla tíð mjög góður og þótt hann ætti ekki mikið af veraldlegum gæðum þá átti hann mikla hjartahlýju og hann gaf mér það sem honum hafði þótt vænst um, píanóið sitt. Það varð til þess að ég hóf píanónám og fylgdist hann mjög náið með námi mínu. Með þessum orðum vil ég minnast langafa míns. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ósk Heiða. Okkur langar að kveðja kæra afa og langafa með þessum orðum í von um að nú líði honum vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Inga, Guðni M. og Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.