Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 4 AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON Ágreiningur um svæðisskipulag Þingvallasvæðis og hugmyndir um friðun Sumarbústaðaeigendur ótt- ast að að sér verði þrengt Þingvallavatn. Þar kemur gliðnun jarðskorpunnar hvað best í ljós á Norður-Atlantshafshryg'gnum. UM FJÖRUTÍU landeigendur við Þingvallavatn hafa stofnað félag til að gæta hagsmuna sinna og koma fram gagnvart yfirvöldum við gerð svæðisskipulags sem nú er unnið að fyrir Þingvallahrepp, Grafningshrepp og Grímsnes- hrepp og við undirbúningsvinnu að frumvarpi til sérlaga um verndun vatnasviðs Þingvalla- vatns. Hugmyndir um setningu slíkra laga hafa komið fram í tengslum við skipulagsvinnuna og verið kynntar ríkisstjórninni sem falið hefur Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra skoðun og með- ferð málsins. Bjarni Helgason, formaður landeigendafélagsins, segir að þær hugmyndir sem fram hafi komið hjá þeim aðilum sem vinni að skipulaginu um verndun vatnasviðsins hnígi allar í þá átt að þrengja möguleika landeigenda til að hagnýta sér eigur sínar, einkum virðist stefnt að því að hundsa aðila eins og sumarbústaðaeigendur sem ekki hafi heilsársbúsetu á landi sínu. „Það er nánast eins og mönnum sé eingöngu ætlað að horfa á þetta landsvæði úr flugvél," seg- ir Bjarni Helgason um þær hug- myndir sem fram koma í þeim kafla greinargerðar samvinnu- nefndar um svæðisskipulagið þar sem fjallað er um verndun vatna- sviðsins. Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og ráðgjafi samvinnunefndar um svæðis- skipulagið visar áhyggjum land- eigendanna á bug; hún Ieggur áherslu á að málið sé enn á vinnslustigi en vonast til að greinargerð nefndarinnar um verndun vatnasviðsins verði not- uð sem grunnur að frumvarps- drögum til sérlaga um verndun vatnasviðsins. Hún segir að hug- myndir þeirra sem vinni að svæð- isskipulaginu taki mið af því að Þingvellir séu einstæð náttúru- perla, með geysidýrmætar auð- lindir í vatns- og orkuforða og einstæðri jarðfræði þar sem gliðnun Atlantshafshryggjarins sé sýnileg. Unnið er að svæðisskipulaginu í samvinnu fyrrgreindra þriggja sveitarfélaga. Að sögn Auðar Sveinsdóttur er málið enn á vinnslu- stigi en að hennar sögn hefur á öll- um stigum verið haft náið samráð við tilnefnda fulltrúa sveitarfélag- anna og einnig við landeigendur, þar á meðal þá sem standi í forsvari fyrir landeigendasamtökin. Hún kvaðst fagna félagsstofnun landeig- endanna og kvaðst vonast til þess að með tilkomu þess kæmust sam- skiptin við landeigendurna í fastar skorður. Auður segir að málið sé nú á því stigi að hún vonist til að innan nokkurra vikna samþykki sveitarfé- lögin að auglýsa skipulagið og lýsa þannig eftir athugasemdum sem fjaliað verði um áður en skipulagið verður endanlega afgreitt. Auður sagði að ljóst væri að á undanförnum árum hefði verið ráðist í ýmsar framkvæmdir á svæðinu sem stönguðust á við ákvæði laga og sú staðreynd væri óháð skipulags- vinnunni sem slíkri. Þar megi nefna að víða séu landeigendur búnir að girða sér af land allt niður að vatni, sem sé bannað samkvæmt náttúru- verndarlögum. Auður vísaði því á bug að skipulagsvinnan og vatna- friðunin miði á nokkurn hátt að því að eyða því sem þegar hafi verið UPP byggt eða skerða hlut eigend- anna að öðru leyti en því að tryggja að farið verði að landslögum. Mark- mið skipulagsins og friðunarinnar sé að saman fari verndun og nýting. Bjarni Helgason telur að hug- myndir þær sem nú eru ræddar í tengslum við friðun vatnasviðsins byggist að miklu leyti á ósönnuðum og lítt rannsökuðum staðhæfingum sem haldið sé á lofti í nafni vísinda. „Þarna er haldið uppi hástemmdum lýsingum um náttúruna og nauðsyn þess að hverfa til ímyndaðrar fortíð- ar með blágresi og birkiskógum og útrýma öllum útiendum gróðri. Það er eins og nánast sé litið á allar fram- kvæmdir sem sumarbústaðafólk hef- ur staðið fyrir við landið sem land- spjöll,“ sagði Bjarni. „Ef þessar hug- myndir ná fram að ganga er ekki annað að sjá en þarna sé íjandskap- ast fyrst og fremst við alla þá sem hafa gert eitthvað til landbóta við vatnið," segir Bjarni. Staðhæfingum um mengunarhættu og áhrif búsetu á lífríki vatnsins mótmælir hann sérstaklega sem ósönnuðum getgát- um. Vatnafriðun á 50 ára lýðveldisafmæli? Þær hugmyndir sem valda ágrein- ingi hagsmunafélags landeigend- anna og talsmanna svæðisskipulags- ins og þeirra hugmynda um friðun vatnasviðsins sem fram hafa komið er að finna í þeim kafla greinargerð- ar skipulagsnefndarinnar sem fjallar um friðun vatnasviðs Þingvalla- vatns. I greinargerðinni er rakið að meðan á vinnu svæðisskipulags sveitarfélaganna hafi staðið hafi m.a. komið fram hugmyndir um fólkvang á Hengilssvæðinu, stækk- un á áhrifalandi þjóðgarðsins og vatnsverndarsvæði en niðurstaðan hafi orðið sú að ákjósanlegast væri að setja sérlög um vatnasviðið. Vel þyki hæfa að varpa þeirri tillögu fram að sérlög um vatnasvið Þing- vallavatns verði gjöf til þjóðarinnar í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins í ár. Hlutaðeigandi hreppsnefndir hafi lýst sig samþykkar því að velja þessa leið og skuli sérlögin byggð á þeim meginsjónarmiðum að sérstaða svæðisins og hið viðkvæma lífríki vatnsins verði ekki fyrir tjóni. Varast uppgræðslu með erlendum tegundum Fram kemur það álit að sérlög um vatnasviðið þurfi að taka til allra sviða náttúruverndar, þ. á m. tryggja verndun bleikjustofna, fastar skorður á yfirborði vatnsins, bann við fiskklaki og fiskeldi í Þing- vallavatni og eftirlit með afrennsli Nesjavallavirkjunar. Einnig taki lög- in mið af því að æskilegt sé að tengja upprunalegan farveg Sogsins við Þingvallavatn; vernda þurfi upp- runalegan gróður (birki, víði, lyng og blágresi), sem sé mjög viðkvæm- ur og varast erlenda plöntustofna til uppgræðslu. Vegna mengunar- j hættu verði settar nákvæmar reglur ■ um alla mannvirkjagerð (vegi, lagnir og byggingar) innan vatnasviðsins; minjagildi svæðisins verði haft í ; heiðri; tryggður verði möguleiki á áframhaldandi búsetu á þeim jörð- um, sem búið sé á, en landbúnað verði að aðlaga náttúruverndarsjón- armiðum. Gert sé ráð fyrir mismun- andi eignarhaidi á landi en heimild þurfi að vera í lögum til þess að ríkis- sjóður geti keypt jarðir innan vatna- sviðsins. Fram kemur að friða þurfi sérstakar náttúrumyndanir á svæð- inu eins og t.d. Skjaldbreið og Tintr- on, þinghelgina og allt land innan ytri sigdældar. 75 milljarða verðmæti í vatni? I greinargerðinni segir að með útgáfu fræðirits prófessors Péturs M. Jónassonar um vistfræði Þing- vallavatns og Þingvallasvæðisins 1992 hafi orðið ljós þörf á því að setja reglur er verndi mun stærra svæði en lög frá 1928 um friðum Þingvalla taki til; slík lög þurfi að taka yfir vatnasvið Þingvallavatns frá Langjökli í norðri að Hengli í suðri, frá Lyngdalsheiði í austri að Botnssúlum og Mosfelisheiði í vestri, 1.000 ferkílómetra landsvæði. Auk náttúrunnar séu auðlindir svæðisins ómetanlegar fyrir þjóðina; á Þing- valla- og Brúarársvæðinu ofan við Brúarfoss séu um 40% af öllu lindar- vatni í byggð á Islandi, á barmi Þing- vallavatns sé mesta háhitavæði Is- lands og dýrmæt raforka svæðisins sé vel þekkt. „Sennilega má fullyrða að þessar auðlindir geti gefið af sér Ragnar Amalds um spamað og útgjaldatillögur við gerð fjárlaga Tímabært að banna afgreiðslu fj árlagafrumvarps með halla JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði til í grein í Morgun- blaðinu á gamlársdag að sú vinnuregla verði bundin í þingskaparlög að engum þingmanni sé heimilt að leggja fram útgjaldatillögu við afgreiðslu fjárlaga, nema hann leggi fram á móti jafngilda sparnaðart- illögu, sem meirihlutinn geti fallist á. Þingmenn annarra flokka sem Morgunblaði talaði við bentu á að hér væri ekki ný hugmynd á ferð- inni og sögðu að þetta væri oft gert við tillöguflutning á þinginu. Sögðust þeir andvígir því að slíkt yrði bundið því skilyrði að meirihlut- inn féllist á tillöguna og voru efins um hvort þörf væri á að binda vinnubrögð af þessu tagi í þingsköp. „Þetta er gömul hugmynd, sem margir hafa tekið undir,“ segir Ragnar Arnalds, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins. „Við alþýðubandalagsmenn í stjórnar- andstöðu höfum haft það sem meginreglu að flytja ekki tillögur til hækkunar á fjárlögum án þess að koma með tillögur um tekjuöflun á móti. Þetta gerðum við til dæmis nú við seinustu afgreiðslu fjárlaga," sagði Ragnar. „En það er löngu tímabært að slá því föstu að það sé bannað að afgreiða fjárlög með halla, sem er orðinn eitt mesta þjóðfélagsmeinið og í raun og veru hljótum við óð- fluga að nálgast þann punkt að það verði að setja þar algert stopp,“ sagði Ragnar Arnalds og aðspurður sagði hann að hugsanlega þyrfti að gera það með lagasetningu. „Eg hef ekki hugsað mér að styðja þessa tillögu Jóns Baldvins," sagði Páll Pétursson, formaður þingfiokks Framsóknarflokksins og hann telur fráleitt að binda slíka reglu í þingskaparlög. „Breyting- artillögur eru oftast ábyrgar og gera ráð fyrir tekjuöflun á móti. Hitt er svo annað mál að það er fjarri lagi ef ekki má setja fram tillögu sem meirihlutinn getur ekki fallist á. Það er gerræðisleg hugsun að baki þessu og hrokafull,“ segir Páll. „Venjan er sú þegar lögð er fram breytingartillaga að þingmenn leggja annað hvort til sparnað á móti eða aukna tekjuöflun,“ sagði hann. Gæta sín í útgjaldagleðinni „Ég er sammála því að það þarf að gera grein fyrir hvernig eigi að standa undir kostnaði af hverri ein- ustu tillögu sem flutt er á Alþingi. Ég tel að ráðherra þurfi ekki síður en þingmenn almennt að gæta sín í útgjaldagleðinni. Þetta er ekkert nýtt sem Jón Baldvin er þarna að benda á en hann hefur setið lengur á þingi en ýmsir aðrir og haft betra tækifæri til að koma þessum breyt- ingum á,“ segir Sturla Böðvarsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar. Hann sagði það gæti orðið mjög flókið að ætla að setja mjög strang- ar reglur en hins vegar þyrfti skýr ákvæði um að fyrir lægi hver kostn- aður væri í tengslum við hvert þing- mál. „Ef nauðsynlegt er að breyta þingskaparlögum vegna þessa þá tel ég það koma til greina en aðalat- riðið er að þingið geri sér grein fyrir kostnaðinum af samþykktum þess,“ sagði Sturla. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans •sagði hugmyndina ekki nýja af nál- inni og sagðist telja það eðlilega vinnureglu að leggja aldrei fram tillögur um útgjaldaaukningu án þess að leggja fram sparnaðartil- lögu á móti. „Hins vegar er ég ekki tilbúin að samþykkja að meirililut- inn eigi fyrirfram að samþykkja til- löguna því það geta verið skiptar skoðanir um hvernig eigi að afla teknanna," segir hún. Jón Valgerð- ur sagðist einnig efast um gagn- semi þess að binda reglu af þessu tagi í þingskaparlög. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.