Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994
21
Mikill fjöldi keppenda á fslandsmótinu í þolfimi á Hótel íslandi í kvöld
Mestu skiptir
að vera liðugur
í ÞOLFIMI skiptir miklu máli að vera liðugur og enn frekar Ivjá
keppendum á Islandsmótinu í þolfimi á Hótel Islandi i kvöld. Ir-
ína Oskarsdóttir er meðal keppenda í kvennaflokki og er með
margar óvenjulegar æfingar í tveggja mínútna keppnisatriði sínu.
Fjöldi kvenna tekur þátt, en keppnin er haldin í þriðja skipti og
er undankeppni fyrir Evrópu- og heimsmeistaramótið í þolfimi.
„Keppendur luma allir á ein-
hvetjum hreyfingum, fettum og
brettum, sem andstæðingarnir
vita ekki um. Sumt hefur maður
æft í skjóii myrkurs, þannig að
enginn viti af. Aðalmálið er að
geta látið mjög erfiðar hreyfingar
líta út sem þær séu auðveldar við-
fangs, hreyfa sig í takt við músík-
ina og hafa jafnvægi og öryggi
að leiðarljósi,“ sagði hin tvítuga
írina, sem keppti á íslandsmótinu
í fyrra. „Það verður mjög jöfn
keppni í kvennaflokknum. Eg er
búin að æfa mjög mikið, af krafti
síðan í apríl, bæði lyftingar til að
fá styrk í kroppinn og skylduæf-
ingarnar sem ráða úrslitum. Ég
breytti keppnisatriði mínu veru-
lega, hef bæði búið til hreyfingar
sjálf og skoðað hvað keppendur á
heimsmeistaramótinu í fyrra
framkvæmdu. Það hjálpar óneit-
anlega að hafa stundað ballett í
tíu ár, gefur mér meiri lipurð. Ég
hef líka verið á sjóskíðum og segl-
brettum yfír sumartímann, sem
gefur styrk og jafnvægi."
Fjölmenn íþrótt
„Fjöldi þeirra sem stunda þol-
fimina fer sífellt vaxandi, en í
svona mótum eru keppnisatriðin
mun flóknari en það sem fólk ger-
ir í æfingatímum. Þolfimin er mjög
góð ahliða æfing fyrir líkamann.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Kattliðug
ÍRINA Óskarsdóttir er kattliðug, hefur æft mikið fyrir Islandsmót-
ið í þolfimi og hefur tíu ára reynslu úr ballett. Hún sýnir hér
æfingu úr keppnisatriði sínu fyrir utan Perluna í Reykjavík.
Það er mjög spennandi að keppa
í svo fjölmennri íþrótt og ég býst
við harðri keppni,“ sagði Irina.
Keppnin hefst klukkan 20.30
'og keppt verður í flokki einstakl-
inga og para, en yfirdómari ér Jan
Field Byrne frá Englandi. Meðal
keppenda er íslandsmeistarinn
Magnús Scheving. Á keppninni
verður frumsaminn dans og tísku-
sýning meðal skemmtiatriða og
var hún sett upp af Helenu Jóns-
dóttur danshöfundi.
Borgey á Höfn
Góðar lík-
ur taldar
á nauða-
samningum
HALLDÓR Árnason, fram-
kvæmdastjóri Borgeyjar hf. á
Höfn, segist telja góðar líkur á
að nauðasamningar fyrirtækis-
ins muni takast og að kröfuhaf-
ar muni samþykkja samninginn
á fundi sem verður haldinn 14.
janúar.
Kröfulýsingarfrestur rann út 31.
desember og af 56 lánardrottum
sem áttu rétt á að lýsa kröfum
lýstu 49 aðilar kröfum sínum.
Halldór sagði að ef nauðasamning-
ur yrði samþykktur ætti héraðs-
dómari Austurlands eftir að fara
yfir samninginn og mætti gera ráð
fyrir að það tæki nokkrar vikur.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' síöum Moggans!
Þjóðminjasafnið bein-
tengt við slökkvistöðina
GENGIÐ var frá beintengingu eldvarnakerfis Þjóðminjasafnsins við
slökkvistöðina í gær. Kerfið verður þó áfram tengt stjórnstöð Secu-
ritas, en að sögn Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar var það
mat Brunamálastofnunar að sú tenging væri fullnægjandi og svar-
aði hámarkskröfum. Hins vegar hefði varaslökkviliðsstjóri ekki ver-
ið þeirrar skoðunar og talið eðlilegt að safnið væri einnig beinlínu-
tengt við slökkvistöðina.
„Eg tel að það verði ekki vikist viljum auðvitað hafa hér hámarks-
undan því að taka mark á honum öryggi. Þess vegna tókum við þessa
(þ.e. varaslökkviliðsstjóra), og við ákvörðun, og sú tenging er komin
--------------------------;--------- í gagnið," sagði Guðmundur.
Yfirlýsing
frá Hreini
Loftssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
• „Vegna yfirlýsingar Haraldar
Haraldssonar, sem lesin var af Her-
manni Sveinbjörnssyni, fréttamanni
og fyrrv. ritstjóra Dags á Akureyri,
í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í
gær, föstudaginn 7. janúar 1994,
vill Hreinn Loftsson hrl. taka fram
að hann hefur ekki tekið að sér nein
lögfræðistörf fyrir Sjóvá-Almennar
tryggingar. Hið rétta er, að einn
meðeigenda hans að Lögmönnum,
Höfðabakka, Ólafur Axelsson hrl.,
hefur tekið slík verkefni að sér.
Hreinn greindi Jóhapni Haukssyni,
fréttamanni hjá RÚV, frá þessu
fimmtudaginn 6. janúar, en þess var
ekki getið þegar yfirlýsing Haraldar
var lesin af Hermanni. Fullyrðing
Haraldar Haraldssonar er því röng
og sýnist vera í samræmi við mál-
flutning hans í kjölfar sölunnar á
SR-mjöli hf.“
Hann sagði að ýmsar ástæður
væru fyrir því að Þjóðminjasafnið
hefði ekki verið beintengt _ við
slökkvistöðina fram að þessu. Áður
fyrr hefði fólk verið búsett í húsinu
og annast eftirlit með því, en árið
1985 hefði verið gengið til samn-
inga við öryggismiðstöð Securitas
og þeir samningar síðan endurnýj-
aðir öðru hvoru með breytingum.
Guðmundur sagði ýmsar spurning-
ar hafa vaknað í framhaldi brunans
í Þjóðminjasafninu sl. miðvikudag.
VEGNA umræðu undanfarna
daga um glóðarbruna í Þjóð-
minjasafni Islands óskar Securit-
as að eftirfarandi komi fram:
1. Það er meginstefna Securitas
að ræða ekki öryggismál einstakra
viðskiptavina fyrirtækisins, enda
eru öryggismál trúnaðarmál við-
komandi viðskiptavinar og Securit-
as.
2. Eftir rannsókn Brunamála-
stofnunar íslands á því sem gerðist
í Þjóðminjasafninu, hefur stofnunin
„Okkur var til dæmis ekki kunn-
ugt um að hér þyrftu að vera tvenns
konar skynjarar, en ég er þó ekki
að saka Securitas um að hafa gert
einhver mistök þar. Það er kannski
eitthvað óljóst um boðleiðir og upp-
lýsingamiðlun, og við þurfum bara
að hafa það á hreinu hvernig eðli-
legast er að haga því. Til þess að
hafa það á hreinu báðum við óháð-
an aðila, Verkfræðistofu Snorra
Ingimarssonar, sem hefur sérhæft
sig á því sviði að veita óháða ráð-
gjöf í öryggismálum, að hefja hér
rannsókn á atburðinum og jafn-
framt að fara yfir það kerfi sem er
í gangi. Við höfum ekki breytt neinu
í okkar samskiptum við Securitas
og tengingin við slökkviliðið er því
til viðbótar því sem áður er. Það
er verið að fara yfir samskiptin við
Securitas og hvort gera þurfi ein-
hverjar breytingar á þeim, en það
eru engin áform uppi um það í
dag,“ sagði Guðmundur.
staðfest að brunáviðvörunarkerfi
frá Securitas virkaði að öllu leyti
eins og til er ætlast.
3. Fullkomlega er jafngilt að
flytja boð um eld eftir aðferð Secur-
itas og slökkviliðsins. Það er því
rangt hjá varaslökkviliðsstjóranum
í Reykjavík að beintenging til
slökkviliðs hefði einhveiju breytt í
þessu tilviki. Securitas lýsir furðu
sinni á óviðeigandi og ábyrgðar-
lausum ummælum varaslökkviliðs-
stjórans á brunastað áður en nokk-
ur rannsókn var hafin.
Yfírlýsing frá Secimtas
vegna Þjóðminjasafns
GÍTARNÁMSKEID
- Hljóðmúrsins, Ármúla 19. Fyrir byrjendur og lengra komna
Hóplímar verð 15.100,- stgr. 10 tímar, einu sinni í viku, í tvo og hálfan mánuð.
Einkatimar verð kr. 21.000,- stgr. 10 tímar, einu sinni í viku, í tvo og hálfan mánuð.
Okkar fjórða starfsár. Hafðu samband í síma 811188/620925/654088
Leiðbeinendur:
Jóhannes Davíðsson (Baunagrasið),
Björn Jóhannsson.
L
„Við konur
þurfum kalsíum.“
Kalciumkarbonat ACO
fullnægir auðveldlega
daglegri kalsíumþörf!
Nú hafa vísindalegar rannsóknir víðs vegar um
heiminn sýnt fram á nauðsyn þess að konur bæti
sér upp það magn kalsíums sem þær fá ekki með
fæðunni. Með því minnka líkurnar á bein-
þynningu þegar líða tekur á ævina.
í Bandaríkjunum halda vísindamenn því fram
að konur þurfi 1500 mg af kalsíum á dag frá og
með 45 ára aldri til þess að beinagrindin haldi sínu
rétta kalkinnihaldi og styrk-
leika. Á meðgöngu og þegar
barn er haft á brjósti
þurfa konur einnig á
meira kalki að halda en
venjulega.
Kalciumkarbonat
ACO eru bragðgóðar
tuggutöflur með frísk-
legu sítrónubragði.
Stundum getur fram-
sýni verið hyggileg.
Kalciumkarbonat ACO
Fæst í apótekinu.
Kalciumkarbonat
250 mgCa2' AC0
Fyrinak Sími 91-32070