Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 5 Stefnt er að mínni notkun á salti BORGARYFIRVÖLD stefna að því að draga úr notkun salts á götur vegna hálku um 30-35% að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra. Tveimur mæli- stöðvum verður komið fyrir í til- raunaskyni innan borgarmark- anna en þeim er ætlað að mæla hita- og rakastig og vind í and- rúmsloftinu. Er vonast til að með þessu móti megi fá nákvæmari veðurspár og stemma stigu við hálku með því að salta götur í þann mund sem hún myndast, að sögn gatnamálastjóra. Sigurður Skarphéðinsson segir að upplýsingar frá mælistöðvunum, sem settar verða upp í efri byggðum borg- arinnar, verði færðar inn á línurit. Reynt verði að skoða afstöðu milli hita- og rakastigs í lofti og setja í samhengi við hálkumyndun á götum. Fáist nákvæmari veðurspá með þessu móti megi bera salt á götur í þann mund er hálka myndast í stað þess að bregðast við eftirá. „Við ætlum að reyna að standa öðruvísi að söltun í framtíðinni og minnka saltnotkun um 30-35%. Borgin festi kaup á 500 tonnum af salti í tilrauna- skyni frá íslenska saltfélaginu á Reykjanesi í nóvember á síðasta ári. Um var að ræða fíngerðara salt en við kaupum að utan og erum við að fikra okkur áfram við notkun þess. Þetta salt hentar vel til notkunar við frostmark er glæra er í þann mund að myndast á götum,“ segir Sigurð- ur. Hann segir einnig að hins vegar þoli það salt sem þegar hafi verið keypt frá Evrópu betur geymsluhús- næðið sem borgin ráði yfir því það sé grófgerðara, en raki hafi komist í íslenska saltið í húsnæðinu og því hafi reynst erfitt að nota það en til standi að fá betri geymsluaðstöðu. -----» ------ Obreytt bensínverð Tekjutap ríkissjóðs allt að 185 milljónir SU ákvörðun olíufélaganna að iækka bensínverð sem næmi aukn- um álögum ríkisins á bensínlítrann um áramót, með tilstuðlan lækk- andi heimsmarkaðsverðs og halda þannig bensínverði óbreyttu, hefur í för með sér 160-185 miiljón kr. telqutap fyrir ríkissjóð miðað við óbreytt verð. Aætlað var að hækk- un vörugjalds á bensíni um áramót myndi skila beint til ríkissjóðs rúm- lega 1,7 milljarða kr. í tekjur. Álögumar miðast við 5% hækkun á föstu bensíngjaldi er rennurtil vega- gerðar og að almennt vörugjald á bensíni hækkar úr 90% í 97%, og átti það að skila ríkissjóði 1.725 millj- ónum króna. Vörugjaldið er háð inn- flútningsverði á bensíni, auk þess sem hlutur ríkisins af virðisaukaskatti á bensíni lækkar einnig. Um 180 millj- ónir lítra af bensíni eru fluttir til landsins árlega. Lækkuðu olíufélögin bensínlítrann um 1,40 kr. sem jafn- gildir þeirri tölu sem vörugjald og bensíngjald áttu að bæta við þáver- andi verð, þannig að verðið til neyt- enda helst óbreytt. Þetta leiðir til tekj- utaps ríkissjóðs upp á um 100-125 milljónir kr. samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu, auk þess sem áhrif verðlækkunar á virðisaukaskatt þýðir tekjuskerðingu upp á um 60 milljónir kr., eða samtals 160-185 milljónir kr. á ársgrundvelli miðað við verð í desember. mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bílum i eigu Brimborgar! 1 O O % ÁBYRGÐ Opið laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Það getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bflsins sé í lagi en fæstir hafa getu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Völvo bflum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bílar af þessum tegundum eru yfirfarnir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflarnir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt. Ábyrgðfn gildir til sex mánaða eða að 7500 km. og allt er í ábyrgð nema yfirbygging bílsins. faxafeni s • sími 9i-(sssro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.