Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994
Stöðubreytingar
hjá Flugleiðum
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið
nokkrar breytingar í yfirstjóm
sölusvæða félagsins heima og er-
lendis frá 1. mars nk.
Parketi stolið
BROTIST var inn í safnaðarheim-
ili Háteigskirkju við Háteigsveg
og stolið þaðan 70 til 100 fm af
gegnheilu sérinnfluttu parketi
aðfaranótt fimmtudags.
Framkvæmdir við heimilið eru á
lokastigi og sagðist Bjami Ámason
eftirlitsmaður hafa uppgötvað inn-
brotið á fimmtudagsmorgun. Brotin
hefði verið rúða f norðurdyrum og
dymar opnaðar.
Bjami sagði að ekki hefði verið
unnið við safnaðarheimilið að undan-
fömu og því möguleiki að innbrotið
hefði átt sér stað fyrr. Lögregla bið-
ur þá sem kunna að hafa orðið varir
við að eitthvað væri borið út úr bygg-
ingunni á þessum tíma að láta vita.
Jón Karl Ólafsson tekur við sem
svæðisstjóri Austursvæðis af Steini
Loga Bjömssyni og Sigfúsi Erlings-
syni sem deildu með sér yfirsijóm
svæðisins. Sigfús kemur heim til
starfa á markaðssviði í Reykjavík.
Sigurður Skagfjörð Sigurðsson
tekur við sem svæðisstjóri á Bret-
landseyjum af Símoni Pálssyni. Símon
verður svæðissijóri á íslandi, Færeyj-
um og Grænlandi en þeirri stöðu
gengdi Sigurður Skagfjörð áður.
Kolbeinn Arinbjamarson verður
forstöðumaður leiðastjómunar og
markaðsáætlana og_ tekur við því
starfi af Jóni Karli Ólafssyni.
Páll Halldórsson sem hefur verið
byggingastjóri viðhaldsstöðvar á
Keflavíkurflugvelli og deildarstjóri
viðhaldssölu og leiguverkefna tekur
við starfi forstöðumanns innanlands-
flugs af Kolbeini Arinbjamarsyni.
Aður hefur verið tilkynnt að Steinn
Logi Bjömsson taki við starfi svæðis-
stjóra vestursvæðis með aðsetur í
Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/Sverrir
Útför Stefáns fslandi
ÚTFÖR Stefáns íslandi söngvara var gerð frá Dómkirkjunni í gær, séra Óskar Ólason jarðsöng. Við athöfn-
ina söng Karlakór Reykjavíkur sálma og blandaður kór Karlakórsins og meðlima úr Skagfirsku söngsveitinni
söng Skín við sólu Skagafjörður. Auk þess söng Guðmundur Jónsson Lofsöng Beethovens. Vinir og samstarfs-
menn bám kistuna út úr kirkjunni, talið frá vinstri; Ragnar Ingólfsson, Baldur Óskarsson, Bogi Einarsson
og Magnús Jónsson. Frá hægri Kristinn Hallsson, Daði Daníelsson, Sveinn Einarsson og Guðmundur Jónsson.
VEÐUR
I/EÐURHORFUR I DAG, 8. JANUAR
YFIRLIT: Um 700 km suðaustur af Reykjanesi er 965 mb iægð, sem
é^^A^vasst^l'^ivasst austan ^eiTstormur'v/ð°suðurstrondina. Él
við norður- og austurströndina en slydda syðst á landinu. Hiti +2 til +5
VeÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG, MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Nokkuð Stff
norðaustanátt á landinu og yfirleitt hvasst á Vestfjörðum. Eljagangur
einkum um norðan- og austanvert landið, en þurrt og víða bjart veður
á Suðvestur- og Vesturlandi. Dregur smám saman úr frosti.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðuratofu Islands - Veðurfregnir. 990600.
Q & -Ó A
Heíðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
r r / * / *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindórin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v Súld
== Þoka
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.301 gærj
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
á grænni línu, 99-6315. Vegagerðm.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akurayri Reykjavík hitl +8 +3 veður léttskýjaö hólfskýjaö
Bergen +1 skýjað
Helslnki +1 snjókoma
Kaupmannahöfn 4 þokumóða
Narssareauaq 0 akafrennlngur
Nuuk +1 léttskýjaö
Ósló 2 aiydda
Stokkhólmur 2 rigning
Pórshöfn ■=■3 léttskýjað
Algarve 14 hálfskýjað
Amsterdam B skýjað
Barcelone 10 hálfskýjað
Berlín 6 skýjað
Chicago þokumóða
Feneyjar 12 þokumóða
Frankfurt 6 þokumóða
Glasgow 5 skýjað
Hamborg 7 skýjað
London 3 mistur
LosAngeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 3 skýjað
Madrid 6 skýjað
Malaga 11 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Montreal +22 léttskýjað
New York +5 ískorn
Orlando 10 þokumóða
Parfs 5 skýjað
Madeira 16 skýjað
Róm 18 skýjað
Vín 15 skýjað
Washington 1 rigning
Winnipeg +27 snjókoms
íDAG kl. 12.00*
ntsjifRio. vovujöiuua tálands
(Byggt a veðurspá kl. 16.30 í gær)
Kjaramáladeila vagnstjóra SVR hf.
Vísa á málinu til
ríkissáttasemjara
A FUNDI stjómar Starfsmannafélags Reykjavikurborgar á fimmtu-
daginn með fulltrúum þeirra starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur
hf. sem óskað hafa eftir aðild að Starfsmannafélaginu var einróma
samþykkt að vísa deilu þeirri sem félagið á í við SVR hf. til ríkis-
sáttasemjara. Á skrifstofu ríkissáttasemjara fengust þær upplýs-
ingar síðdegis í gær að þangað hefði ekkert formlegt erindi borist
frá Starfsmannafélaginu og alls
málinu þegar og ef það bærist.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu var samþykkt heim-
ild til verkfallsboðunar hjá SVR hf.
í atkvæðagreiðslu sem fram fór á
mánudaginn. Á kjörskrá voru 128
af 190 starfsmönnum fyrírtækisins
og greiddu 93 þeirra atkvæði.
Heimild til verkfallsboðunar sarn-
þykktu 83, og er þar eingöngu um
vagnstjóra að ræða. í framhaldi af
þeim úrslitum sendi Starfsmannafé-
væri óvíst hvernig tekið yrði á
lagið stjórn SVR hf. bréf þar sem
óskað var eftir viðræðum strax um
kjaramál viðkomandi starfsmanna.
Þar sem svar hafði ekki borist á
fimmtudaginn var málinu síðan vís-
að til ríkissáttasemjara, en Starfs-
mannafélagið hefur lýst því yfir að
með því vilji það freista þess að ná
fram sáttum og afstýra hörðum
átökum.
Sjá miðopnu.
Gísli Sigurbjörns-
son forsijóri látinn
GÍSLI Sigurbjörnsson, forstjóri
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar í Reykjavík og Dvalar-
heimilisins Áss/Ásbyrgis í
Hveragerði, er látinn 86 ára að
aldri.
Gísli fæddist í Reykjavík 29.
október_ 1907, sonur séra Sigur-
björns Á. Gíslasonar og konu hans,
Guðrúnar Lárusdóttur alþingis-
manns.
Gísli lauk prófi frá Verzlunar-
skóla íslands 1927, stundaði síðar
verslunamám í Þýskalandi og var
um skeið frímerkjakaupmaður.
Hann var forstjóri Grundar frá
1934 og jafnframt forstjóri Áss/Ás-
byrgis frá stofnun þess árið 1952.
Auk þess að vinna brautryðj-
endastarf í þágu aldraðra, vann
Gísli að íþróttamálum, bindindis-
málum og ferðamálum. Hann var
formaður Knattspyrnufélagsins
Víkings um skeið, einnig formaður
Ferðamálaráðs og stofnaði Krabba-
meinsfélag íslands. Auk þessa voru
honum falin fjölmörg trúnaðar- og
ábyrgðarstörf. Hann var kjörinn
heiðursfélagi m.a. í Öldrunarfræða-
félagi íslands, Öldrunarráði íslands
og Eurag, Evrópusamtökum um
málefni aldraðra.
Árið 1965 setti Gísli á fót rann-
sóknastofnunina Neðri Ás, sem
m.a. hefur gefíð út fjölda vísinda-
rita í samvinnu við erlenda vísinda-
menn og háskóla.
Gísli Sigurbjörnsson var sæmdur
stjörnu stórriddara Hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf í þágu aldr-
aðra, ennfremur ítölsku heiðurs-
merki og þýskum stórriddarakrossi.
Gísli kvæntist árið 1935 Helgu
Björnsdóttur og lifir hún mann sinn
ásamt fjórum dætram þeirra.