Alþýðublaðið - 24.12.1940, Page 5

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐSINS 5 GLEÐILEG JOL! Reinh. Andersen, klæðskeri. Biskupsstofan á Hólum úr „Galdra-Lopti“ Jóhanns Sigurjónssonar. Sviðið er nákvæmlega eftir gamalli mynd af biskupsstofunni. gröf sinni með Rauðskinnu, en bráðlæti Lopts sjálfs varð honum að falli, því strax þegar hann sá hana, þreif hann til hennar, en það var of snemmt og af misskiln- ingi hringdi einn af félögum Lopts klukkunum og Gott- skálk komst í gröfina með Rauðskinnu með sér. Það má búast við, að í sögunni sé sá sannleikskjarni, að Loptur hafi virkilega reynt að vekja Gottskálk biskup upp, og gert samning við djöfulinn, en tilraunin hlaut auðvitað að misheppnast. Hafi svo Steinn biskup komist á snoðir um athæfi Lopts, hefir hann tekið það sem hvert annað strákapar og látið sér nægja að áminna hann. Um samband Lopts við kvenfólk eru engar sagnir " nema í þjóðsögunni, sem segir frá því að hann hafi einu sinni, þegar hann fór heim í jólafríi, tekið eina vinnukonuna á Hólum og járnað hana og lagt við hana beisli og riðið henni gandreið heiman og heim. Öðru sinni drap hann stúlku á staðnum, sem var þunguð af völdum hans. Gerði hann það á þann hátt, að eitt sinn, er hún var að bera aska inn í eldhús og úr því, að hann lét göng opnast fyrir henni í miðjum vegg, og er hún hafði gengið inn í þau, luktist veggurinn. Það er erfitt að segja nokkuð um það hvort nokkur sannleikur fel- ist í þessari sögusögn, en ekki þarf annað til, en að stúlka hafi horfið á Hólum á skólaárum hans til þess að slík saga hafi getað myndast, þar sem almenningur trúði því að hann væri rammgöldróttur. Var sú trú svo mögnuð, að þegar einn af skólabræðrum hans eitt sinn var á ferð heim til sín fyrir jól og hreppti illviðri og skaðkól, kenndi hann það göldrum Lopts. T-j RÁTT fyrir allan þann orðróm, sem gekk um Lopt * á Hólum, verður það ebki séð, að Steinn biskup hafi látið hann gjalda þess að neinu. En það er líklegt að hann hafi einmitt verið í áliti hjá biskupi vegna lær- dóms, enda fekk hann góðan vitnisburð. Menn vita líka með vissu, að Páll lögmaður Vídalín þekkti hann ,enda voru tveir fóstursynir lögmanns samtíma honum í skóla. Hafði lögmaður sjálfur áhuga á göldrum og ekki ólíklegt að Loptur hafi komið í Víðidalstungu til hans á ferðum sínum að vestan og til Hóla. Hefir orðrómurinn um Lopt aðeins orðið til þess að auka löngun lögmanns til að kynnast honum. GLEÐILEGJÚL! Samband ísl. samvinnufélaga. GLEÐILEG J ÚLl Skóbúð Reykjavíkur. GLEÐILEG JÖL! Sápuverksmiðjan Sjöfn. GLEÐILEG J O L! Verzlun Sig. Þ. Skjaldberg. Laugavegi 49. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum Silkibúðin. GLEBILEGJÖL! Slippfélagið í Reykjavík. «NM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.