Alþýðublaðið - 24.12.1940, Síða 17

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Síða 17
ALÞÝÐUBLAÐSINS 1? r'úínsjó. Var hann þá tekinn fyrir kolamokara á „Ölphu" og hélt því starfi um sumarið. Nálægt miðjum júni komu fimm Sunniendingar til stö'ðvariinnar. Höfðu þeir verið ráðnir í Reykjavík og sendir vestur með strandferðaskipinu „Skálholti". Meðal þessara manna var sá, er þetta ritar, þá lítt vanur öðrum störfum en snúniogum í s\æit. Hinir voru færari í hvers Köfmr srörfum, og sumir höfðu verið áður á hvalveiðastöð. Er við stigum á land á Fra^nnesi tók á móti okkur þrekinn og burðalegivr matiur; það v:ar Sörensen verk- stjóri. Han<i fylgdi okkur að verkamannabröggunum og sagði fyrir, hva;r við skyldum vera. Þrír okkar fengu , húsrúm í bragga hjá ísiendingum, en tveir urðu að fara í bragga til Norðmanna. Lenti það á mér og manni, sem Kris'tján heitir Þórða,rson og síðar fór til Vestmanna- oyja. Þótti okkur þetta, hálf leiðinlegt, en við hugguðum okkur við það1, að við þyrftum ekki að vera þarna lengk því að okkur var lofað því, að við skyldum fá rúm hjá íslendingunum eftir eins og vikutíma, en þá ætluðu ein- hverj ir af Dýrfirðingunum að hætta og fara heim tii að slá. Braggi sá, er við Kristján fóruim í, va;r inefndur „Stór- braggi". Vorui þar um 20 menn. Unnu flestir þeirra á „kjötkomnuni", sem kallað var (skáru hvalskrokkana). Menin þessir ]itu misjafnlega út eins og gerist og gengur. Sumir voriu laglegir og myndarleigir, aðrir miður gjörvu- legir og emn aðrir hrikalegir og ófríðir. Átti það heizt heima uim flokkstjóra kom-manna. Hann var eins og Óðinn, rauiðskeggjaður og einsýnn, stór og hrikalegur og röddiin þar eftir hrjúf og óblíð. Er það sá tröllslegasti nraðiuir, sem ég hefi séð, og sama sögðu flestir, sem sáu hanu. En það var þó álit miargra, að Anders gamfi væri etcki vonduir maður. Ég var láti'nn byrja á þvi að hreinsa hvalskíði. Var mér skipajð í flokk með þreni íslenzkum piltum, sem voru búnir að vera vi'ð þetta starf alllengi um vorið. Mér var eitthváð svolítið sagt til verka, og reyndi ég svo að viinna eins og ég sá hina gera. < Eiaium eða tveimur dögum síðar voru nýhreinsuð skíði brieidd t:i| þerris. Þá var það eftir morgunverðartíma að vei'kstjórinn ikom með nokkur skíði úr breiðunni til okk- a;r að þvottakörunum, og spurði hver það væri, sem hreinsaði skíðin sviona illa. Það skildu allir verkstjórann nema ég, enda gátu þeir komið þessu af sér og kénnt mér um það. Talaði þá verkstjórinn ti! mín all höstug- lega og fleygöi skiðunu'nil í karið hj'á mér, og gekk síðan í buirtiu. Fóru félagar míindr þá að þýða fyrir mig orð hains. Sögðu þeir að hann hefði sagt; „Ef þú gerir ekki verk þí'n vel, þá mátt þú fara aftur". Við héldum svo þfissu starfi áfram um nokkurn tíma, og setti verkstjör- inn aldrei neitt út á skíða hreinsunina eftir þetta. Eftir viku fékk Kristján félagi minn rúm í bragga tslendinganna, en það losnaði þá ekki nema ein koja, svo að ég varð að vera áfram hjá Norðmönnunum. Þótti mér nú illa áhorfast og var ég alls ekki óhræddur því að ég var þá búinn að heyra ýmsar sögur af hrotta- sítap þeirra þegar þeir yrðu ölvaðir. En þeir voru samt Frh. á 29. síðu. GLEÐILEG JÓL! Litla Bílstöðin. GLEÐILEG JÓL! BLOM & AVEXTIR. GLEÐILEGJÓL! Ú tvarpsviðgerðarstof a Otto B. Arnar. Hafnarstræti 19. G LEÐILEG J Ó L! Kolasalan s.f. GLEÐILEG JÓL! Kolaverzlnn Guðna Einarssonar & Einars. GLEÐILEGJÓL! Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. GLEÐILEG JÓL! SANITAS »

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.